Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 5
'&r-'-' ** 1 Þannig œtla ég oð taka hann.. Ég er beztur, segir Mu- hammad Ali við biaðamenn (myndin að ofan) — og ég skal sýna ykkur hvernig ég ætla að taka hann. Það verður senni- lega i tiundu lotu og þá mun Ge- orge Foreman liggja á bakinu. Siðan hljóp Ali upp I hringinn i Kinshasa — setti á sig hjálm og barðist smátfma við aðstoðar- mann sinn. Allt I einu lét hann sig falla niður (myndin neðst á siðunni) — steinlá. Stökk svo á fætur og hrópaði til þeirra 400, sem voru viðstaddir sýninguna. Já, svona á Foreman eftir að liggja i hringnum. Allir brostu — en enginn virt- ist trúa honum. Til hægri eru hins vegar lokin á leiknum i Zaire aðfaranótt miðvikudags — eins og Ali spáði. Efst kemur hann miklu höggi á Foreman i 8. lotu úti I köðlunum — Foreman reynir að verjast. Gekk illa og Ali dreif hann i miðjan hring með þungum höggum —• svo kom sveiflan mikia og Foreman steyptist niður, rotaður. A neðstu myndinni til hægri er dómarinn að ljúka talningu — Foreman aðeins kominn upp á hné. Leiknum er lokið. Ali biður rólegur við kaðlana. UM HELGINA Aðalviðburðurinn I iþrótt- um um helgina verður lands- leikurinn við Færeyinga I Laugardalshöllinni. Hann verð- ur á sunnudag og hefst kl. fjög- ur. Það er fyrsti landsleikur Færeyinga eftir að alþjóðasam- bandið samþykkti Færeyjar sem fullgildan aðila. Síðar á sunnudag verða úrslit- in i Reykjanesmótinu i hand- knattleik i iþróttahúsinu, þar sem Grótta gerði sér litið fyrir og sló islandsmeistara FH út. t úrslitaleiknum leikur Grótta við Hauka I meistaraflokki. Keppn- in hefst kl. 6.15 með úrslitaleik FH og Hauka i 2. flokki karla — siðan keppa sömu lið I úrslitum 1. flokks — og að lokum Grótta. og Haukar 1 meistaraflokki. Þriðja Miklatúnshlaup Ar- manns vcrður I dag og hefst kl. tvö á venjulegum stað. Þátttak- endur siðast voru um 20.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.