Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 2. nóvember 1974. 7 cyyienningarmál STÓRsnillingur Sinfóníuhljómsveit tslands, 3. tónleikar I Háskólablói 31. okt. Stjórnandi: Karsten Andersen Einleikari: Václav Hudecek, fiöla. Efnisskrá: Bruckner: sinfónla nr. 1 I c-moll. Tsjaikovský: fiölukonsert I D- dúr, op. 35. Hafi nokkur listamaður átt þakklæti og lófatak áheyrenda skilið, þá var það hinn 22 ára gamli Tékki, sem heillaði tón- leikagesti sl. fimmtudag með frábærum leik og túlkun á fiðlukonsert Tsjaíkovskýs. Ekki nóg með það, heldur hreif hann stjórnanda og hljómsveit svo með sér, að sinfóníuhljómsveitin hef ur held ég aldrei leikið svo vel, né verið svo samtaka. Oft höfum viö fengiö hingaö stórgóða erlenda listamenn, sem hafa haft I fararnesti að utan lof I bak og fyrir, og fengið uppslátt I blööunum hér, I formi fréttatilkynninga frá forráða- mönnum sinfóniuhljómsveitar- innar hér. En enginn hefur átt það jafnmikið skilið og Václav Hudecek. Nýtt tímabil Tónleikarnir hófust á 1. sinfóniu Bruckners. Hann samdi að visu tvær sinfóniur á undan, en þær eru ekki taldar til verka hans sem fullmótaðs tón- skálds. Faðir Bruckners var kennari og átti Bruckner að feta i fórspor hans En tónlistin var hans áhugamál, án þess að hann væri nokkurt undrabarn og lærði hann á orgel ásamt öðrum hljóðfærum. Þegar hann var tvítugur tók hann kennara- próf, en þar sem engin staða var laus fyrir hann, sótti hann um og fékk organistastööu i Linz. 1863, eða þegar Bruckner var um þritugt, var Tannháuser flutt i Linz. Sama ár samdi hann slnar fyrstu tvær sinfóniur, sem áður er getið, og er yfirleitt litiö á þær sem n.k. formála að alvöru-sinfónium hans. Er ekki að efa, að flutningur Tann- háusers var honum hvatning. Hann byrjaði á 1. sinfóníunni i c- moll 1865, og er oft sagt, að þá hafi hafist nýtt timabil i sögu sinfóniunnar sem tónlistar- forms. Uppáhaldsverk! Sinfóniuhljómsveit tslands hefur vist aldrei áður flutt þetta verk, en ekki var svo að heyra. Lék hljómsveitin það eins og þetta væri hennar uppáhalds- tónverk, svo vel lék hún. Hver hending var skýrt mótuð, og var það ekki slst stjórnandanum að þakka. Með ákveðnum slögum og bendingum fékk hann hljóm- sveitina með sér, svo úr varð fyrsta flokks flutningur, þar sém iðandi smáskref fylltu sal Háskólabiós. Erfiöur fiðlukonsert Þótt Tsjaikovský hefði vandað vel til fiðlukonserts síns, átti hann i miklum erfiðleikum með að fá hann samþykktan og leikinn. Tsjaíkovský var I Sviss ásamt fyrrverandi nemanda Smábátaeigendur Þeir sem eiga opna báta (trillur) i Reykjavikurhöfn eru beðnir að taka þá og legufæri þeirra á land sem allra fyrst. Hafið samband við hafnarvörð, Vestur- höfn. HAFNARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. sinum i tónfræði, ungum fiðlu- leikara að nafni Kotek, er hann byrjaði að semja konsertinn. Var það i mars 1878. Rúmum mánuði seinna hafði hann lokið við frumdrögin að honum, og tóku þeir þá til við að yfirfara hann. Þeir voru viku með fyrsta kaflann, spiluðu hann yfir hvað eftir annað, breyttu og lag- færðu, uns hann var full- mótaður. Erfiðar gekk með hæga kaflann, andante. Annað- hvort varð að breyta honum mikið eða semja annan i hans stað. Það varð úr, tókst honum mun betur til við að semja hæga kaflann I annarri tilraun, féll hann betur að verkinu. En erfiðleikar Tsjaikovskýs voru ekki á enda. Enginn var ánægður með konsertinn, ekki einu sinni frú von Meck, sem var þó hans stoð og stytta. Gagnrýnendur jafnt sem aðrir tónlistarmenn réðust heiftar- lega á hann, enginn vildi jafnvel spila verkið, var meira að segja sagt, að það væri óspilandi. Voru margar illkvittnar og ofsafengnar greinar skrifaðar um konsertinn, þannig að Tsjaikovský lá við að örvænta. óspilandi?? Eftir að hafa hluslaö á þetta verk, er ekki að undra að fiðlu- leikarar hafi einhverju sinni sagt, að þetta væri óspilandi. Sá, sem ætlar að leika þetta verk, verður að hafa yfir ofboðslegri fingrafimi og tækni að ráða. Og það hefur Václav Hudecek svo sannarlega. Var aðdáunarvert hvernig hann tók verkið föstum tökum frá upp- hafi, enda hafði hann mjög góðan stuðning stjórnanda og hljómsveitar að baki sér. Túlkunin var stórfengleg, ef til vill dálitið áköf, en það féll vel að verkinu, hvert bogastrok hnitmiðað, tónninn hreinn og tær, flaututónarnir teknir af miklu öryggi, öll framsetning frábær. Hljómsveitin lék sem hugur manns, hver bending stjórn- andans, Karstens Andersens, tekin til greina á stundinni, enda TÓNLIST Eftir Jón Kristin Cortes ekki að furða, að leika með slikum snillingi eins og ein- leikarinn er, og undir stjórn annars snillings, það er ekki alltaf sem slikt rekur á fjörur sinfóniunnar. Paganini Hudecek vann hug og hjörtu áheyrenda með stórfenglegum leik og látlausri en skemmti- legri framkomu á sviðinu. Fyrir lófatakið og framkallið fengu áheyrendur aukalag, var það geipierfitt tæknistykki eftir Paganini, þar sem sólóisti getur sýnt hæfileika sina, lék hann það af gneistandi fjöri og afburðatækni, þótt ákafinn hafi ef til vill verið helst til mikill. Vonandi fáum við þennan snill- ing til landsins i framtiðinni, hann er aðeins 22 ára gamall, svo hann á eftir að þroskast eitthvað i list sinni. Andersen Karsten Andersen stóð vel i sinu stykki að vanda. Honum hefur tekist að rifa Sinfóniu- hljómsveit Islands úr þvi að vera sæmileg upp I að vera stór- góð. Akveðin slög og bendingar einkenna alla hans stjórnun, og er vonandi, að hann verði hér áfram með hljómsveitina. Nauðungaruppboð sem auglýst var 160., 62. og 64. tbl. Lögbirtingablaös 1974 á eigninni Hringbraut 65, Hafnarfirði, þingl. eign Guðmund- ar E. Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjálfri þriðjudaginn 5. nóvember 1974 kl. 15.30. Bæjarfógetinn I Ilafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 60., 62. og 64.tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á eigninni Sléttahrauni 19, Hafnarfirði, 3ja herb. Ibúð 2. hæð t.v., þingl. eign Ragnars Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudag- inn 6. nóvember 1974 kl. 14.45. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 85., 89. 1973 og 1. tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á eigninni Trönuhrauni 5, Hafnarfirði, þingl. eign Kjörviðar h.f., fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka tslands h.f. á eigninni sjálfri'þriðjudaginn 5. nóvember 1974 kl. 13.15. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 73. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á eigninni Holtsgötu 10, Hafnarfirði, þingl. eign Friðriks Allans Jónssonar, fer fram eftir kröfu Innheimtu Hafnar- fjarðarbæjar á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. nóvember 1974 kl. 16.15. GOODfÝEAR HJÓLBARÐA ^ ÞJÓNUSTUDEILD í rúmgóðu húsnæði að Laugavegi 172 FELGUM — AFFELGUM — NEGLUM HEKLAH.F. LAUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240. Vorum að fó sendingu af amerískum snjóhjólbörðum i stœrðunum: A 78-13 H 78-14 650x16 C 78-13 G 78-15 700x16 E 78-14 H 78-15 1000x20 F 78-14 J 78-15 1100x20 G 78-14 L 78-15 Eigum einnig fyrirliggjandi ýmsar stœrðir fyrir Evrópubila. OníA ^l. 6 laugardag. UP10 - Sími 21245 Bæiarfógetinn I Hafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.