Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 3
LAUG^TRDAGUR 7. maí 1966
TÍMINN
3
Norðri hefur aðai-
umboð fyrir safn
Félagsmálastofnun-
arinnar
Félagsmálastofnunin og tíóka-
búð Norðra í Reykjavík hafa kom
ið sér saman um, að bókabúð
Norðra fari með aðalumboð fyrir
Bóikasafn Félagsmálastofnunarinn
ar, sem þegar hafa komið út Jg
þær bækur, se.m koma munu á
■ næstunni.
HS—Akureyri,
Á sumardaginn fyrsta færði
stjórn Lionsklúbbsins Hugins
á Akureyri fjórðungssjúkrahús
inu að gjöf fósturkassa af mjög
fullkominni gerð. Formaður
Hugins, Jóhann Guðmundsson,
afhenti gjöfina með ávarpi og
ámaðaróskum. Guðmundur
Karl Pétursson, yfirlæknir,
þakkaði með snjallri ræðu.
Baldur Jónsson, barnalæknir,
kynnti viðstöddum gjöfina og
skýrði gildi hennar fyrir sjúkra
húsið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem Lionsklúbburinn Huginn
sýnir sjúkra'húsinu hlýhug í
verki.
Fulltrúar gefenda og
þiggjenda. Frá vinstri: Oddur
Thorarensen, Jónas Einarsson,
Jóhann Guðmundsson, Guð-
mundur Karl Pétursson, Guð
finna Thorlacius, Baldur Jóns
son og Torfi Guðlaugsson.
Bókasafn Félagsmálastofunarinn
ar hóf göngu sína árið 1962 með
útgáfu bókarinnar Verkalýðurinn
og þjóðfélagið. Hafa síðan komið
út efti.'taldar bækur: Fjölskyldan
og hjónabandið. Félagsstörf og
mælska, Efnið, andinn og eilifðar
málin, Fjöls’kylduáætlanir og sið
fræði kynlífs, Kjósandinn, stjórn
málin valdið og Samskipti karls
og konu. í undirbúningi er bókin
Félagsmál launþega, sem væntan
leg er með haustinu..
Ritstjóri Bókasafns Félagsmála
stofnunarinnar hefur frá upphafi
verið Hannes Jónsson, félagsfr.æð
ingur, og verður ritstjórn safnsins
áfram á hans vegum, þótt Norðri
taki nú að sér dreifingu bókanna
og aðalsöluumboð fyrir Félagsimála
stofnunina.
ISLENDINGUM FJÖLGAR STODUGT
Á STÚDENT AHÚTELUMISVÍÞJÖD
EJ—Reykjavík,
f fréttatilkynningu um störf ráð
stefnu, sem fulltrúar frá stúdenta
hótelunum í Skandinavíu héldu
nýlega í Osló, segir m. a., að
stúdentahótelunum í Gautaborg,
Volrat Tham og Viktor Rydberg
hafi sífellt fjölgað fólki frá ís-
landi, sem fari flugleiðis til Sví-
þjóðar. — Sein stendur eru skráð
ar 15 hópferðir með 30—40 manns
í hverri. Er hótelstjórninni ríkt í
huga, að áhugi íslenzks ferðafólks
á stúdentahótelunum í Gaut.iborg
haldist og helzt aukist, — segir
í tilkynningunni.
Þá segir m. a.: —
— En að slíku verður ekki stúðl
að með því að bjóða munað. En
við bjóðum góð húsakynni, göða
þjónustu og lægra verð. Af þeim
ástæðum var það álit manna á
ráðstefnunni í Ósló að stiidenía
hótelin gegndu mikilsverðu hlut-
verki á þágu þess ferðafólks, sem
ekki er einkum á hnotskógum eft
ir mestu hugsanlegum þægindum
á þeim hótelum, sem það heim
sækir.
Þá var og álit ráðstefnunnar, að
bezti söluárangur næðist með því
að „selja“ ferðamanninum alla
Athugasemd
f fréttagrein frá Alþingi frá
Alþingi um vcitingu á ríkis-
borgararétti 37 manna er
Matsoka Sawamura nefndur
sjúkraþjálfari.
Samkvæmt 1. gr. laga am
sjúkraþjálfun. samþykkt á AI-
þingi 12. apríl 1962, hefir Mat-
soka Sawamura engan rétt 01
að kalla sig sjúkraþjálfara, þar
sem hann liefir ekki uppfyllt
þau skilyrði, sem sett eru sam
kvæmt nefndum Iögum.
f. h. Félagsstjórnar fslenzkra
Sjúkraþjálfara,
Vivian Svavarsson.
formaður.
Skandinavíu. Margt mælir með því
að ferðamaður, eklki sízt ef hann
kemur frá íslandi, hefji ferð sína
um Skandinavíu og Ijúki henni ein
mitt í Gautaborg, og höfum við
þá ekki sízt í huiga hina stuttu
flugleið.
Hvað hefur svo Gautaborg að
bjóða ferðamönnum þann tíma,
sem stúdentahótelin standa þeim
opin, þ. e. frá 1. júní til 15. sept
emiber?
Höfn — og lega siglingaborgar
innar innan við fjölmargar naktar
Krjúl — Bolungavík.
Nýlega er tekin til starfa á
Bolungavík verksmiðja til að fram
leiða hurðir í fjöldaframleiðslu af
ýmsum stærðum. Það er trésmiðja
Jóns F. Einarssonar, sem hefur
nýlega keypt og sett niður mjög
fullkomnar vélar tU þess að smíða
hurðir í stórum stíl. Hefur verk
smiðjan þegar smíðað hurðir í
8—10 hús og nú um þessar mundir
eru um 300 hurðir í vinnslu.
Þrjár gerðir af innihurðum eru
smíðaðar á lager, 60, 70 og 80
sm breiðar og 2 metra háar. Hægt
er að fá önnur mál eftir pöntun
um. Hurðirnar eru seldar lakkað
ar með körmum, kantlistum,
skrám og lömum. Þær eru spón
lagðar með harðviði og er mest
notað tekk, eik og álmur en einn
ig mahogany og fleiri i.jrðviðar
tegundir. Einnig annast verksmiðj
an hvers konar aðra spónlagningu
fyrir þiljur, innréttingar o. fl.
Fyrirtækið smíðar einnig útihurð
ir, bæði einfaldar og tvöfaldar,
mestmegnis úr tekk, eða Oregon
pine.
Vélakostur hinnar nýju
smáeyjar er ekkert einstakt fyrir
borg á vesturströnd Sviþjóðar. Það
er því fljótleg aðferð til að kynn
ast sænsku vesturströndinni að
heimsækja Gautaborg. Undursam
legar verstöðvar með hjölliwa sín
um og sjóbúðum eru eigi langt
frá siglingaleiðinni til borgarinnar.
Víðáttumikill skemmtigarður og
daglegar stangveiðiferðir heyra lil
þekktari sérkennum þessarar borg
ar. Eða þá hressandi bað í söltu
vatni.
smiðju er mjög fullkominn.
Stærsta vélin er vökvadrifin gufu
pressa, sem spónleggur hurðirnar
og lfcnir. Þá er spónskurðarvél og
límáburðarvél væntanleg innan
skamms, tvöföld sög, sem sagar
hurðirnar samtímds fyrir báða
enda og báðar hliðar. Þá er spón
9amlímingarvél, sem iímir spón
inn í rétta breidd og önnur til að
pússa hurðir. Sérstakur klefi er
fyrir lakksprautun.
Kristján Eggertsson stendur fyr
ir framleiðslunni í verksmiðjunni,
en þar starfa nú 6-10 manns, þar af
tvær stúlkur og mun það vera
einsdæmi, að kvenfólk starfi við
slBra iðju. Jón F. Einarsson sýndi
blaðamönnum þessa verksmiðju
fyrir skemmstu og taldi hann þetta
mjög heppilegan iðnað fyrir fá-
mennan stað, því ekki þyrfti marga
faglærða menn við þessa fram-
leiðslu og hægt væri að þjálfa
starfsfólk til þess að vinna ákveð
in störf við framleiðsluna. Hann
kvað verð hurðanna fyllilega sam
keppnisfært við markaðsverð á
hurðum alrrfennt og fram að þessu
aðeins verið selt í Bolungavík og
Skrifstofur Frams. fl.
Skrifstofur Framsóknarflokks-
ins Tjarnargötu 26 eru opnar frá
kl. 9—12 og 1 til 10 síðdegis- Sím
ar 1-60-66, 1-55-64, 1-29-42 og
2-37-57.
Kosningaskrifstofa: Vegna utan-
kjörstaðakosninganna er í Tjarn
argötu 26 símar sömu og getið
er hér á undan, ennfremur sími
1-96-13.
Sjálfboðaliðar óskast til aðstoð
ar við kosningaundirbúninginn, og
til starfa á kjördag. Vinsamlegast
hafið samband við skrifstofuna í
Tjarnargötu 26, eða hverfaskrif
stofnunnar.
nágrenni, en góður markaður væri
fyrir hurðir sunnanlands og væri
ætlunin að selja þessa framleiðslu
einnig þangað.
Hin nýja hurðaverksmiðja er til
húsa í lager plastverksmiðju fyrir
tækisins og er nú fyrirhugað að
stæikka verksmiðjuna í sumar um
350—400 fermetra vegna hinnar
nýju starfsemi og þar verður einn
ig áhaldahús fyrirtækisins. Liggja
nú fyrir pantanir, sem taka mun
nokkra mánuði að afgreiða.
Þess má geta, að trésmiðja Jóns
F. Einarssonar hefur nýlega gert
saimning við Hólshrepp til tíu ára
um að taka að sér malarnám og
vinnslu steypuefnis og sjá um
sölu þes. Er ætlunin að selja mal-
arefni í fjórum kornastærðum.
Pantaðar hafa verið hörpunarvélar
fyrir malamámið og eru þær vænt
anlegar til landsins um mánaða
mótin maí-júní, en stuttu síðar
koma mölunarvélar. Trésmiðja
Jóns F. Einarssonar er tvímæla-
laust umsvifamesta byggingafyrir
tæki á Vestfjörðum. Þar starfa um
15—20 manns, en á sumrin um
30 manns.
Fjöldaframleiðsla hurða
er hafin í Bolungarvík
verk-
ÁVÍÐAN/ARGl
Stolt Alþýðuflokksins:
Stjórn húsnæðismála
Ritstjórnarfulltrúi Alþýðu-
blaðsins skrifar grein um hús
næðismálin í blað sitt í gær.
Þar segir m. a. svo í upphafi
greinarinnar:
„Það er því miður alls ekki
cinsdæmi í okkar ágætu borg,
að litlar tveggja herbergja íbúð
ir séu leigðar á fimm til sex
þúsund krónur mánaðarlega og
árið greitt fyrir fram. Dag aft
ir dag eru blöðin full af aug-
lýsingum þar sem há Iefga er
s boðin fyrir smáíbúðir . . . Ung
| hjón, sem eru að hefja búskap
í dag með tvær hendur tómar
eiga oft ekki í önnur hús að
venda, en leita á náðir ættingja
og fá að hýrast í einu herbergi,
eða freista þess að taka íbúð á
leigu við okurverði, fá víxil fyr
ir fyrirframgreiðslunni og
borga síðan allt að því helming
mánaðarlauna húsbóndans, eða
jafnvel meira til húseigandans.
Þá sjá þau ekki fram á að með
því áframhaldi geti þau nokkm
sinni eignazt cigin íbúð.“
Hér er sannfeðrug frásögn
af ástandinu á ferð og mætti
Alþýðublaðið skrifa mcira um
þessi mál sannlcikanum sam-
kvæmt, því að það kynni að
vera það eina, sem gæti opnað
augu ráðherra Alþýðuflokksins,
sem fara mcð þessi mál í rík
isstjórninni, og opna varla svo
munninn að þeir þurfi ekki að
hrósa sér af því, hve stórkost-
Ieg breyting til batnaðar hafi
orðið í húsnæðismálum síðan
þeir tóku að höndla þau mál.
Óskabörnin
Morgunblaðið segir í gær um
málflutning Framsóknarmanna:
„Þannig var t. d. um það
talað, hve skelfilega illa væri
búið að atvinnufyrirtækjum
fjárhagslega. Þau væru yfir-
leitt öll á horriminni og fengju
ekkert fjármagn til að standa
undir rekstri sínum, og því
síður til fjárfestingar. En í
hinni andránni var tekið að tala
um, hve skelfilegt væri að
horfa upp á það, að ýmis fyrir
tæki hefðu byggt yfir starf-
rækslu sína í Reykjavík, talað
um „skrifstofuhalIir“ og ann
að í þeim dúrnum. Auðvitað
er sannleikurinn sá, að flest
islenzk fyrirtæki eiga við fjár
skort að búa. Framfarahugur
inn er mikill og mcnn fjárfesta
eftir því sem unnt er. En jafn
fráleitt er að fjargviðrast yfir
því, að fyrirtækin geti bætt
starfsaðstöðu sína og þar með
komið við betri vinnubrögð-
um. . . .“
í þessum skrifum er reynd-
ar játað, að íslenzk fyrirtæki
búi við fjárskort, en stundum
hefur Mogginn nú ekki jnátt
heyra á það minnzt en hitt leyn
ir sér ekki og er staðfest um
leið, hvaða fyrirtæki það eru,
sem cru óskabörn íhaldsins í
ríkisstjórn og borgarstjórn. Það
eru stórheildsalarnir í Reykja
vík, sem fá Iánin á sama tíma
og fjölda fyrirtækja í sjávarút-
vegi er algerlega neitað um
fyrirgreiðslu til að bæta skipu
lag, auka vélvæðingu og auka
framleiðni, eins og Haraldur
Böðvarsson á Akranesi hefur
bezt sýnt fram á í blaðaskrifum
sínum. En meðal annarra orða,
var nokkur að minnast á H.
Ben. og Co.?