Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 11
rÖSTUDACUR 6. naí 13C0 TÍMINN VERÐIR LAGANNA drægir lengur. Þeir sátu á þilfarinu fyrir allra augum, hreinsuðu, smurðu og hlóðu byssurnar. Skipverjar mölduðu í móinn en var skipað að þegja ef þeir vxldu ekki hafa verra af. Hótuninni til áréttingar var miðað á þá tveim hlöðnum handvélbyssum og svipurinn á þeim sem á vopnunum héldu gaf til kynna að þeim væri sönn ánægja að hleypa af. Sex klukkutímum síðar ráku vopnaðir menn skiphöfnina niður í klefa og læstu hana inni. Eftir að sjóræningjarnir höfðu náð hollenzka skipinu á sitt vald, var áhöfnin á vélbátnum leyst úr prísundinni og mönnum skipað að sinna sínum störfum. Þeir horfðu á Kan- ann stjórna umskipuninni á nokkru af sígarettufarminum og telja kassana vandlega. Þegar skipin sigldu 'af stað, Esmé í kjölfar Combinatie, fleygði hann í sjóinn tómum umbúðakössum og böndunum utan af þeim. — Hér má ekk- ert verða eftir sem tengt getur Esmé hinum dallinum ef honum skyldi verða sökkt, sagði hann hinn kátasti. Bæði skipin tóku stefnu á Marseille, og þar kom létt- bátur frá landi á nætur þeli og flutti Kanann burt með sér. Þegar hann kom aftur skipaði hann að haldið skyldi til stað- ar út af Ajaccio, og þar lágu skipin í sólarhring. Kútter kom frá landi og vísaði skipunum veg inn á þrönga vík, þar sem fimm menn fóru af Esmé og fimm Frakkar komu í staðinn. Tvær nætur tók að skipa sígarettunum í land og flytja þær burt á vörubílum, og að því loknu var Combinatie beint á haf út með stýrið sett fast en engan mann á stjórn- palli, þvi skipverjar sátu enn innilokaðir undir þiljum. Jafnframt fóru fimm sjóræningjar frá borði á Esmé, en Kan- inn lét sigla með sig undir Sardiníu, þar sem smábátur kom eftir honum. Erckmann skipstjóri stefndi til Spánar og tók höfn í Gandia til að fá gert við bilanir. Meðan legið var þar tóku brezku skipverjamir að lýsa yfir sinni skoðun. Þeir héldu því fram að enginn vissi hverjir ræningjamir væru, svo grunur hlyti að falla á þá sem skráðir voru á skipið, þótt þeir hefðu engan ábata haft af sjóráninu. Þessu héldu þeir svo fast fram að skipstjórinn ákvað að snúa TOM TULLETT aftur til Tangier, svo þeim gæfist tækifæri til að hreinsa sig af sök og fá vernd yfirvaldanna. Samvistirnar við ræn- ingjana um borð í Esmé höfðu sannfært skipverja um að þeir svifust einskis og hlytu að eiga volduga verndara í Tangi er . Enginn vafi er á að þar höfðu þeir á réttu að standa. Tangier hafði lengi verið miðstöð smygls sem rekið var undir yfirskini milliríkjaverzlunar. Á stríðsárunum hreiðr- uðu njósnarar og liðhlaupar þar um sig, og margir úr þeim hópi auðguðust á sígaettusmygli til Ítalíu og Frakklands þegar tímar liðu. Borgin var alþjóðasvæði án eigin mynt- ar og skattheimtu, og miklar sögur gengu sífellt um að helztu glæpahringar heims hyggðust gera hana að bæki- stöð sinni. Einkum voru tilnefndir Mafíuforingjar eins og Frank Costello og Lucky Luciano. Fimm ár samfleytt áður en þessi atburður gerðist hafði helzti atvinnuvegurinn verið verzlun með tollsviknar síga- rettur. Þær kostuðu þrjátíu og fimm dollara hver kassi í Tangier, en á norðurströnd Miðjarðarhafsins mátti selja þær fyrir tvöfalt það verð. Smyglararnir notuðu aflóga her- skip og áttu mót við viðskiptavini sína skammt utan við landhelgislínu Spánar, Frakklands og Ítalíu. Þar var síga- rettunum umskipað og þær fluttar í land. Marcel Sicot ákvað að safna á einn stað og skeyta saman allri vitneskju sem fengizt hafði, og brátt tókst að bera kennsl á nokkra ræningjanna. Einna fyrst þekktist Kaninn, því lítill vafi gat Ieikið á að hann væri Sydney Farney, sem var löngu frægur fyrir smygl á nælonsokkum. Fyrsta handtakan í málinu átti sér stað í Marseille, þar náðist einn Frakkinn sem Farney hafði ráðið sér til aðstoðar. Þrem dögum síðar voru þrír sjónræningjar í viðbót hand- samaðir í Tangier, en hvergi bólaði enn á Farney. Aftur á móti fékkst vísbending um dvalarstað annars Bandaríkja- manns úr bófaflokknum, James nokkurs, Bailey. Hann fannst í' Madrid, og þar handtóku tveir leynilögreglumenn hann 23. nóvember. Eftirgrennslun lögreglunnar í Marseille leiddi í ljós að kaupandi að sígarettunum var Antonio Planche, öðru nafni Antonio Pasqualini, Korsíkumaður ættaður frá Ajaccio. Hann virtist hafa fylgzt með uppskipun sígarettufarmsins og var DANSAÐ A DRAUMUM HERMINA BLACK 16 ar glampaði eins og hunang í sól- skininu. Enn einu sinni þrengdi stór- legi yndisleiki stúlkunnar upp á Jill. Hinir læknarnir voru auð- sjáanlega ekki jafn veikir fyrir þessari ljómandi, ungu fegurð og hr. Carrington virtist vera. Vere fjarlægði sjálfur gipsið sem fótur Söndru var hulinn í frá hnénu og niður. Þögn hans með- an á verkinu stóð hafði einhvern vegin áhrif á hin ■og herbergið var undarlega hljótt, þannig að hvert hljóð virtist helmingi hærra en venjulega. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem Jill fannst það undarlega hugg andi, að geta fundið til gremju gagnvart hr. Carrington, þannig að bún gat næstum talið sjálfri sér trú um að henni væri illa við hann. Og samt, þegar hún stóð þarna tilhúin að verða við hverri ósk hans, eins og góðri hjúkrun arkonu sæmir, gat hún ekki hætt að hugsa um þennan háa, vel vaxna mann sem beygði sig yfir rúmið, um dökkt, grannt, frítt and litið og fremur kuldalegan munn inn, sem hún á móti vilja sínum mundi, að gat mýkzt ótrúlega, þannig að hann virtist ekki til- heyra sama manninum. Það var ekki fyrr en allt gips- ið hafði verið tekið utan af fæti Söndru, að það slaknaði dálítið á andliti skurðlæknisins. — Gott! sagði hann og leit á hina mennina. — Um leið og við höfum losað okkur við afgangana getum við séð þetta betur. Jill var þegar farin að fjarlægja afgangana og þegar hún bar körf- una með þeim í burtu, brosti Vere til sjúklings síns í fyrsta skipti þann morgun. — Hann er miklu léttari núna, ekki satt? spurði hann. — Sem stendur finnst mér helzt að ég hafi misst fótinn al- gerlega, sagði Sandra mæðulega. — Ja, hérna, hr. Carrington, þér hafið þó ekki óvart skorið hann af? spurði Flaconby læknir, laglegur, gráhærður maður með viðkunnalega, en stundum dálít- ið væmna framkomu og þann vana að koma með fyndnar at- hugasemdir. Hann var miklu eldri en Vere og aldursmunurinn ásamt þeirri staðreynd, að hann hafði þekkt Vete í stóra kennslu- sjúkrahúsinu gerðu honum kleift að koma með fyndnar athugasemd ir á kostnað unga mannsins. — Ungfrú St. Just mun brátt komast að raun um það, sagði Vere. Fimar hendur hans voru þeg ar teknar til starfa. — Gjörið svo vel að reyna að beygja hnéð, það er auðvitað dálítið stirt. — En — ég held að ég geti það ekki — æ! hún rak upp sárs- aukavein, en annað bros hr. Carr- ington þennan morgun sýndi að hann var ánægður. — Mér þykir það leitt, sagði han. — Það verður ekki auðvelt fyrst í stað, en þér verðið að læra að gera þetta heilmikið. Svona. komið nú. Og þegar sjúkl- ingurinn sagði að hann meiddi hana. svaraði hann: — Mér þykir það leitt, en ég verð að sjá hvern- ig það er. Það er ekki til mikils að taka gipsið af ef þér hagið yður eins og það sé ennþá á Þrátt fyrir höstugleikann i rödd hans, voru hendur hans reglulega var færnar þegar hann rannsakaði og hreyfði liminn. sem einu sinni var gagnslaus. Síðan: — Ég held það væri ráðlegt að taka eina mynd enn að lokum til að fullvissa okk- ur um, að , ekkert sé að. Hann leit á geislalækninn. — Getið bér gert það núna. Pearson? Hreyfanlegt tæki var þegar í herberginu og það leið ekki á löngu unz myndirnar höfðu ver- ið teknar. — Þetta er eiginlega ekki nauð- synlegt, en þér munuð sennilega verða vissari á eftir, sagði Vere við sjúklinginn. — Þér eruð þreytt ar núna og það bezta sem við getum gert, er að stinga yður aftur í bólið. Á morgun getið þér byrjað að læra að ganga aftur. Augu Söndru stækkuðu þegar hún leit upp til hans og i fyrsta skipti kom roði fram í vanga henn ar. — Eigið þér við, sagði hún með öndina f hálsinum, — að — það hafi heppnazt — að ég — ég geti gengið — geti — geti dansað aft- ur? — Auðvitað. Það var aldrei minnsti efi á því, sagði hr. Carr- ington rólega. En hve hann var viss um sjálf an sig! Og en hve hann hafði góða ástæðu tii þess! Jill fann hjarta sitt berjast um, hún gleymdi allri gremju og ánægja og sigur- hrós svall í barmi hennar Á þess- ari stundu fannst henni næstum. að sigur hans væri einnig henn- ar. Hann var stórkostlegur! En einu sinni hafði hann tekið áhættu sem gat alveg eins mistekizt o? heppnazt það sem hver annar mað ur hefði bliknað við að reyna. Síðan spurði rödd Falconbys læknis. dálftið þurrlegri en venju- lega: — Haldið þér ekki að ein- hverjir erfiðleikar kunni að koma í Ijós síðar. hr. Carrington? — Ekki nema sjúklingurinn verði latur — en það er ég eigin lega ekki hræddur við þótt hún muni finna til óþæginda fyrst f stað Hann sendi Söndru enn eitt af brosum sínum. — Það er kom ið að vður —■ mínu starfi er lokið Hún starði upp til hans and- artak. Síðan létti hún út hójðarj __ 11 hendurnar með ósjálfráðri hreyf- ingu. — Ó! þakka yður fyrir — þakka yður fjrrir! Ég trúi þvf varla Sf það er satt, þá eruð þér raun- verulega galdramaður — — Það er ekkert dularfullt við það. Hann snerti og losaði grcnnu hendurnar, en Jill tók eftir dökk- um roða undir húð hans. — í rúm- ið aftur. Síðan lyfti hann henni eins léttilega og hún hefði verið barn og bar hana aftur f rúmið. Meðan Jill var að knma henni þægilega fyrir sneri hann sér að hinum læknunum sem stóðu við gluggann. Þeir ræddust við f hálf- um hljóðum stutta stund. síðan yfirgaf Pearson læknir herberaiff og eftir að hafa stanzað og ósk- að Söndru til hamingju bjó eldri læknirinn sig undir að fylgja hon- um. Hann stanzaði við dyrnar og leit til baka. — Það getur verið að hr. Carr- ington sé hógvær f þetta sinn og neiti því að vera galdramaður. en ég voga mér að segja að þér eruð heppin með skurðlækni, saeði hann dálítið hastur við Söndru. — Ég óska yður aftur til ham- ingju — ykkur báðum. Þetta var reyndar mjög mikið hrós af munni roskins manns. sem hafði ekki komizt upp á tindinn, til yngri manns. sem hafði klifið tindinn á svo stórkostlegan hátt. Þar sem JiII þekkti mannlegt eðli, gat hún ekki annað en virt hrós „Falconbys gamla“ —einkum þar sem sögusagnir höfðu sagt. að hann hefði verið vantrúaður á sig- ur Carrington i þetta skipti. — Þökk fyrir Vere leit á klukk una og andlit hans var sem óráð- in gáta. — Ég verð að flýta mér, sagði hann. — Ég hefði átt að vera farinn fyrir tíu mínútum! Sjáið um að sjúklingurinn hvfli sig f dag, Systir — ég mun ekki koma hingað aftur fyrr e n á fimmtudag Á meðan á hún að fara í nudd tvisvar á dag. Látið fótinn ekki verða stirðan. en revn ið ekki að láta hana ganga fyrr en ég skipa svo fyrir — Allt í lagi, herra. Jill opn- aði dyrnar fyrir hann og áður en hann fór út kinkaði hann ko!li brosandi til Söndru, en kinkaði Guðfón Stvrkírsson, hæstaréttarlöamaður. Hafnarstræti 22, sími 18-3-54. ÚTVARPIÐ Laugardagur 7 mat 7.00 Morgunúvarp 12.00 iládeg isútvarp 13.00 Óskalög <iúkl- inga Kristfn Anna Þórarinsdótt fir kvnnir lögin 14.30 í vikulok- in þáttur undir stjóm lónasar Jónassonar 1600 Á nótum æsk unnar Jón Þór Hannesson -ig Pétur Steingrimsson kvnna léit lög 16.30 Veðurfregnir hetia vil ég heyra Gunnlaugur Þorð arson dr iuris vpiur sér alióm plötur 17 36 Tómstundanattiir barna og unglinza lón Páis«on flytur 18 00 Sönevar i lettum tón- Comedian Harmi.ni^ts syngja lagasvmu eftir lane Fm man og aðra I8 4R Tilkvnning ar 10.20 Veðurfregnir 10 30 Fréttir 20.00 ítölsk binðlög: Licia Albanese svneur ‘JO 20 20.20 „Hvi orióta menn mvnd ir“ smásaga eftir Karel ('am'k Karl Guðmundsson les 20 45 Franska tónskáldið Auber Hild ur Kalman sti 2130 Leikrit: „Sá á kvölina sem á rölina * Leikstiórl- Láms Pálsson 22. 00 Fréttir og veðurfregpir 22. 15 Danslög 24.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.