Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 8
f TÍMINN LAUGARDAGUR 7. mai 196« Rætt við frú Valborgu Bentsdóttur fulltrúa í Bamavemdarnefnd Reykjavíkur. Heilsugæzlu og eftirlit skortir á 5 ára tímábili Frú Valborg Bentsdóttir heí- ur unnið á Veðurstofunni um tuttugu ára skieið og verið skrif stofustjóri þar síðan 1953. Áð- ur hafði hún fengizt við barna- kennslu. Fyrir nokkrum árum gaf hún út Ijóðabók, sem í voru m.a. ástarljóð um karlmenn. Freistandi væri að inna hana nánar eftir Ijóðagerð hennar. En að þessu sinni er ég kO'm- in til að fræðast um störf og starfssvið Barnaverndarnefnd- nefndar Reykjavíkur en í þeirri nefnd situr Valborg sem fulltrúi Fram.sóknarflokksins. Meðan frúin ber fram kaffi og meðlæti, glugga ég í skýrsi- ur nefndarinnar og sé þar ýms- an fróðleik um ástand í barna verndarmálum. Auk þess lít ég yfir nýtt frumvarp til laga, sem liggur fyrir Alþingi þessa dag- ana. Meðal nýmæla í því er að þar er loks skýrt kveðið á um, að börn fái ekki aðgang að bönnuðum kvikmyndum, þótt þau séu í fylgd með foreldr- um sínum. Ótrúlega oft hefur það gerzt, að foreldrar taka börn sín með á slíkar myndir og halda að allt sié í lagi, ef þeir séu bara með. Samstarf innan nefndarinnar hefur verið gott. — Hvert er starfssvið barna verndarnefndarinnar? — Samkvæmt frumvarpinu sérðu, að það er býsna viðtækt. Þar er almennt eftirlit með aðbúð og uppeldi barna á heim ili, eftirlit með hegðun og hátt semi utan heimilis. Ráðstöfun í vist, fóstur, til kjörforeldra eða á aðrar uppeldisstofnanir. Eftirlit með þessum uppeldis- stofnunum, sé það ekki öðrum falið samkvæmt sérstökum lög- um. Eftirlit með börnum og unglingum, sem eru líkamlega eða andlega miður sín, með þeim sem eru siðferðilega mið- ur sín, hafa vinnuvernd og eft- irlit með skemmtunum. Með börnum er átt við einistaldinga innan 16 ára aldurs, ungmenni eru tali á aldursskeiði 16—18 ára. — Hvernig er skipað í nefndina? — Nefndin er kosin af borg- arstjórn Reykjavíkur og fylgir kjörtímabili hennar. Eg kom inn í nefndina seint á síðasta kjörtímabili og hef átt þar sæti á fimmta ár .Þrátt fyrir það að í nefndina er skipað eftir pólitik, er samstarf mjög gott innan hennar. En þegar út fyr- ir hana kemur vill oft stranda á Sjálfstæðismönnum að sam- þykkja þær úrbótatillögur, *m stjórarandstöðumeðlimir leggja til. Því er að ýmsu erfitt um vik fyrir okkur, minnihluta imenn. Þyrfti að byrgja brunninn, áð- ur en barnið er dottið ofan í. — Heldur nefndin fundi reglulega? — Vikulega að vetrinum, en á sumrin fellur venjulega einn mánuður úr,- að ekki eru fund- ir að staðaldri en nefndar- menn note þá tækifærið og fara i kynnis- og eftirlitsferðir á þau bamaheimili, sem undir nefndina heyra. Mér þykir verst, heldur Val- borg áfram, hvað störf nefnd arinnar eru neikvæð, þ.e. að við tökum við málum þeirra, sem komnir eru í andstöðu við þjóðfélagið. Mín skoðun er sú, að það þyrfti að byrgja brunndnn fyrr en gert er. Mörgu barninu mætti bjarga, ef betur og fyrr væri að gætt. — Hefurðu einhverjar sér- stakar tillögur þar að lútandi? — Það sem ég vil einkum Leggja áherzlu á, er að i fram- kvæmd félagsmála okkar verð ur eyða á vissu árabili. Við höfum heilsuvernd fyrir verð- andi mæður, það er byrjað að fylgjast með barninu, áður en það fæðist í heiminn. Síðan heldur. þessu eftirliti áfram til tveggja ára aldurs barnsins. En þar verður eyðan og ekkert eftirlit hefst að nýju fyrr en barnið fer sjö ára gamalt í skóla. Þessa eyðu þarf að brúa, því að margt getur gerzt á þessum fimm árum, sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf og heilsu barnsins. Og mér vitanlega eru ungbarnaskýrsl- ur barna ekki athugaðar af skólalækni, þegar það kemur í skólann. Auðvitað geta mæð- ur leitað til læknis síns, en það gera þær ekki nema barn- ið sé veikt. En svo margt ann- að kemur til. Skilyrði fyrir þvf, að barni líði vel og það þrosk- ist eðlilega er að andlegum og likamlegum þörfum þess sé gaumur gefinn, og væri nauð- synlegt að hafa heilsugæzlu og eftirlit þessi fimm ár líka. Hún gæti verið í höndum hjúkrun- arkvenna eða félagsráðgjafa. Og bezt væri að sett væri á lagg- imar barnaverndarstöð, sem hefði á sinni könnu eftirlit með uppeldi barna alveg frá því þau eru nýfædd og upp úr. Foreldraaldur fer sílækkandi. — Getur ekki eitthvað af erf iðleikunum stafað af því, hve snemma stúlkur verða mæður núna? — Það má vel vera. Nú er mjög algengt að stúlkur verði mæður sautján ára gamlar. Þeg ar ég var að eiga mín börn fyrir tuttugu, þrjátíu árum var það frekar sjaldgæft, að stúlka ætti barn innan tvítugs aldurs. En undantekningar voru til og Frú Valborg Bentsdóttir á skrifstofu sinni. ég man eftir jafnöldrum mínum ýmsum, sem orðið höfðu mæð- ur um oig innan við tvítu.gt. Þær bókstaflega voru miður sín af löngun að fara eitthvað — hreyfa sig — vera ekki stöðugt bundnar. Annað er, að í hverjum skóla er kennt allt milli himins og jarðar, hagnýtt sem óhagnýtt. En að kenna börnum og ungligum að um- gangast fólk er alveg sniðgeng ið. Það vantar algerlega upp- eldisfræðikennslu fyrir börn og unglinga, sem áreiðanlega kæmi að góðum notum væri nógu snemma byrjað á því. Við getum varla breytt því að for- eldrar eru stöðugt yngri og yngri, en við getum hjálpað ungu fólki og gert því kleift að ala upp börnin sín svo vel fari. Ekki algengara að börn frá heimilum, þar sem húsmóðir vinnur úti lendi á glapstigum. — Er það almennara, að böm frá heimilum, þar sem konan vinnur utan þess, lendi á glapstigum? — Ég hef gert nokkra at- hugun á þessu og í ljós hefur komið að svo er ekki. Auðvitað getur það komið fyrir, en ástæðan er þá ekki sú, að kon- an vinnur úti, heldur kemur fleira til. Ég er eindregið þeirr ar skoðunar, að kona sem fær að vinna út á við, að einhverju leyti, sinni börnum sínum meira og betur í frítíma sín- um, heldur en þessar síþreyttu mæður, sem argast í bömun- um allan liðlangan daginn. Þær eru dauðfegnar að geta sent þau í bíó eða heimsóknir á sunnudögum og losna við þau dálitla stund. Kona sem vinnur úti gæti ekki gert það. Hún mundi vilja verja tímanum með börnunum. Ég heyri oft margra barna mæður segja: „Ósköp þyrfti ég að hvíla mig á bömunum og þau á mér.“ Og ég held nú einu sinni, að á misjöfnu þrífist börnin bezt. Það verður að reyna á þau án þess að of mikið sé á þau lagt. — Hverjar eru helztu ástæð- ur til að börn leiðast út í alls kyns afbrot? — Þær geta verið margar. þar getur verið um heimilis- leysi að ræða, það er að börn- in hafi misst foreldra sína og ættingjarnir ekki náð tökum á þeim. Og svo er drykkju- skapur og órégla foreldra al- gengari en margir halda og leiðir til margs konar vanda- mála í sambandi við börnin á þeim heimilum. Víst geta börn frá svokölluðum góðum heimilum lent á villigötum, en foreldrar þeirra gefa sér þá oft tíma til að grafast fyrir um orsakirnar og hjálpa börnum sínum. Það er algengara, að vandræðabörn séu frá miður góðum heimilum, þar sem drykkjuskapur og óregla ann- ars foreldris eða beggja er alls ráðandi. Oft er um einstæðar mæður að ræða, sem eru óreglu samar og hafa átt eitt eða fleiri börn, stundum með sama manninum, stundum ekki. Þessi börn eru oft sett á barna heimili, einkum Silungapoll. Því að fæstar þessara stúlkna vilja, að börnin séu sett I einkafóstur, hvað þá ættleidd af öðrum þótt urmull sé af góðum heimilum, sem fegin vildu taka þessi börn að sér. Jafnvel þótt sumar þeirra heim sæki ekki börn sín í tvö þrjú ár, er eins og búi með þeim einhver von um að verða þess umkomnar að taka þau til sín og búa þeim viðhlítandi heimili. Þegar við skrifum þeim og spyrjum, hvort þær samþykki, að börnin séu látin í einkafóstur er svarið langoft- ast þvert nei. Þær skilja ekki, að það er bezt fyrir barnið. Barnaheimilin eru mjög góð, en það liggur í augum uppi, að starfsfólkið kemst ekki yfir að sýna hverju einasta bami þá ástúð og umhyggju, sem því er nauðsynleg á þessum árum. Okkur vantar tilfinnan- lega dagvöggustofur. Ef móð- irin getur haft barnið á nótt- unni og um helgar, slitnar aldrei sambandið milli móður og barns. Ég held að það gæti haft uppeldisáhrif á lítt þrosk- aða móður að vera þannig gerð samábyrg um uppeldi barns síns. Nefndin fær ábendingar nm heimili. — Hvernig fréttið þið um heimili, þar sem eitthvað er athugavert? — Okkur berast ábendingar og tilkynningar. Þá höfum við eftirlit með þessum heimilum. Og hafi á annað borð verið byrjað að fylgjast með heimili, er því haldið áfram, eftir því sem við verður komið. En barn er ekki tekið af heimili sínu fyrr en í síðustu lög. Stundum held ég að börnin séu of lengi heima. Þau ern vanhirt af mæðrunum, sem henda kannski I þau vínar- brauði eða einhverju slíku öðru hverju og láta svo allt danka. Stundum er hægt að hjálpa með því að útvega leik- skólapláss. Við höfum stúlkur, sem líta eftir slikum heimil- um, en þær þyrftu að vera miklu fleiri. — Viðtökur á heimilunum? — Allflestir taka þessum heimsóknum sæmilega. Sumir loka og neita að hleypa stúlk- unum inn. Þá er reynt að kom- ast að samkomulagi, og ef í harðbakikann slær verðum við að láta opna með lögregluvaldi en það er afar sjaldam. Margir illa staddir foreldrar viður- kenna bresti sína og langar til að gera betur og eru svo dauða drukknir að kvöldi. Þegar börnin stækka er þeim komið fyrir í Breiðuvík og á Bjargi. — Hvaða óknytti og afbrot er helzt um að ræða hjá stálp- uðum börnum? — Það er hnupl, útivist, laus læti og margs konar önnur spilling. Þá er um tvo staði að ræða, stúlknaheimilið Bjarg sem Hjálpræðisherinn rekur og hefur bætt úr brýnni þörf. Stúlkur, sem vita að þær eiga yfir höfði sér að vera látnar á stúlknaheimili hugsa sig ef til vill tvisvar um, áður en þær leiðast út í sama standið. Stundum er stúlkunum komið fyrir á sveitaheimilum og get- ur það oft gefið góðan árang- ur. Drengjunum er komið á heimilið í Breiðuvík. Mér gafst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.