Tíminn - 07.05.1966, Síða 2

Tíminn - 07.05.1966, Síða 2
LAUGARDAGUR 7. mai 1966 TÍMINN Frambjóðendur hafa orðlð SKIPULAGSMÁLIN •Borgarstjórinn hefur mjög haft sig í frammi og boSið mönnum upp á handaband og bros, sem væntanlega er ætlað að sætta þá við vanræksluna hjá meirihluta í borgarstjórn. Á þessum fundum hefur borg arstjóri að mestu talað einn, en meðreiðarsveinar hans hafa þó fengið að flytja stutt ávörp, svona til þess að minna á að þeir eru líka í framboði. Sitthvað athugavert hefur komið fram á þessum fundum og verður fátt eitt af því nefnt hér. En sem örlítið sýnishorn má nefna, að Gísli HaUdórsson sá alveg sérstaka ástæðu til þess að þakka borgarstjóra það víðsýni að láta gera skipulag af borginni. Hann gleymdi hins vegar alveg að geta þess, að skipulagning borgarinnar ihefur verið ein aðalkrafa minni ■hlutans árum saman og þá •ekki sízt Framsóknarmanna. iÞað er líka mála sannast, að án efa er eins dæmi í sið- imenntuðu landi að byggð sé .höfuðborg án þess að nokkur áætlun sé til um heildarskipu- Jag gatna og bygginga. Þetta hefur þó verið gert hér, og ií skjóli handahófs og ringul- ireiðar hefur þróast spiUing og brask, en nauð- synlegar framkvæmdir orðið að bíða vegna þess, að skipulag var ekki fyrir hendi. Ýmis mannvirki höfðu verið leyfð, sem torvelduðu mjög þá skipu- lagningu, sem nú hefur verið unnin og kostað hefur 25 millj ón króna, og nægir í því sam- bandi að minna á hina marg- nefndu Morgunblaðshöll. Þrátt fyrir það, hvernig að málinu hefur verið unnið, seg- ir Gísli Halldórsson að víst sé, að engin höfuðborg í heimi eigi jafngott skipulag - og Reykjavík né byggt á svo traust um grunni! Mikið held ég að Sölvi Helgason mundi öfunda Gísla af þessari setningu mætti hann nú hlýða! Ég hygg að sannleikurinn sé sá, að margt í þessu skipulagi orki mjög tvímælis, m.a. vegna þeirra erfiðleika sem erlendu sérfræð- ingarnir áttu við að glíma vegna þess hvað margar vit- elysur var búið að gera áður en þeir voru kvaddir til. Jafnframt skyldu menn hafa hugfast, að lausleg kostnaðar- áætlun borgarstjórna við fram kvæmd skipulagsins er 18 mill-j arðar króna, og sjá þá allir að ýmislegt hlýtur að mega laga fyrir þá risafjárhæð. Sjálf- stæðismenn ættu að spara að Einar Ágústsson hrósa sér af því að framkvæma sjálfsagða hluti, en viðurkenna í staðinn það, sem allir vita, að með aðgerðarleysi í skipu- lagsmálum samfara því að leyfð ar hafa verið einstakar stór- byggingar flokksgæðinga eftir geðþótta þeirra, hefur meiri- hlutinn bakað borgarbúum stór fellt tjón, sem greiðast verður af útsvörum Reykvikinga á komandi árum. Einar Ágústsson. Hverfaskrífstofur B-listans s Rvík Hverfaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30, sími 1-29-42. Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnargata 26, sími 1-55-64. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168, sími 2.35-19. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-18. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-17. Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54, sími 3-85-48 Fyrir Breiðagerðisskólann: Búðargerði 7, sími 3-85-47. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91, símar 3-85-49 og 3-85-50. Allar skrifstofurnar verða opnar frá kl. 2—10 nema hverfamiðstöðin að Laugavegi 168. sem verður opin frá kl. 10—10, sími 2-34-99. Stuðningsfólk B-listansí Hafið samband við hverfaskrif- stofurnar á viðkomandi stað. Veitið þeim allar þær upp- lýsingar, sem að gagni mega koma við kosningaundir- búninginn. Kirkjusöngsnámskeið haldið í Stykkishólmi GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Dagana 4.—12. júní næstkom- andi verður haldið kirkjusöngs- námskeið á Stykkishólmi á veg- Stórgjöf til Sund- laugarsjóðs Skála- túnsheimilisins Ein af kvennastúkum Oddfellow- reglunnar á fslandi — Rebekku- stúkan nr. 4 Sigríður — hefur fært Sundlaugarsjóði Skálatúns- heimilisins eitt hundrað þúsund krónur, sem verja á til byggingar sundlaugarinnar þar á staðnum. Stjóm Sundlaugarsjóðs þakkar af alhug Rebekkust. nr. 4. Sigríði fyr ir þessa stórhöfðinglegu gjöf. OVÆNT HEIMSÓKN GÞE-Reykjavík. Næstkomandi mánudags- kvöld verður sýnt í Lindarbæ leikrit Leikfélags Hveragerð- is Óvænt heimsókn eftir J.B. Priestley. Leikstjóri er Gísli Malldórsson. Leikritið hefur verið sýnt í Hlégarði síðan snemma í marz og hlotið afar góða dóma. Helztu leikendur eru Val- garð Runólfsson, Guðjón H. Björnsson, Aðalbjörg Jóhanns- dóttir, Gíslunn Jóhannsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson og Óttar Guðmundsson. Leikritið óvænt heimsókn var á sínum tíma leik ið í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Indriða Waage og munu margir minnast þess síðan, en þetta er sakamálaleikrit, og kemur þar fram hörð ádeilda á hugsunarhátt góðborgarans Framhald a 14 siðu um söngmálastjórnar þjóðkiykj- unnar. Veitt verður tilsöng í söng, organleik og söngstjórn, og hefur söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Róbert Abraham Ottósson yfirum- sjón með námskeiði þessu, en hon- um til aðstoðar verða þau frú Hanna Bjarnadóttir söngkona og Guðjón Guðjónsson stud. theol. Þetta er fjórða námskeiðið sinn ar tegundar úti á landsbyggðinni, þrjú hin fyrri þóttu takast með ágætum oig var þátttaka ágæt Þessi námskeið eru styrkt af söng- málasjóði, en hverjum þátttakanda er gert að greiða kr. 1.000 en það gjald nemur aðeins helming af fæðiskostnaði. Kennslan í Stykkis- hólmi mun fara fram í kirkjunni, barnaskólahúsinu og í hljómskál- anum á staðnum, en þátttakendur á námskeiðinu búa á sumarhótel- inu, sem er hið vistlegasta í alla staði. Að sögn dr. Róberts er þetta námskeið aðallega ætlað fyrir íbúa á Vesturlandi, en þó ekfei eingöngu bundið við þá. Námskeiðin eru fyrst og fremst fyrir ungt áhuga- fólk og kirkjuorganista. Umsækjendur , eru beðnir að gera sig fram hið allra fyrsta við Víking Jóhannesson skólastjóra í Stykkishólmi eða Róbert Abraham Ottósson, sem gefa allar upplýs- ingar varðandi námskeiðið. Málfundur iðnema Nk. námudag heldur Málfunda- félag iðnnema í Reykjavík málfund í Iðnskólanum (kvik- myndasal) og hefst hann kl. 8.30. Umræðuefni að þessu sinni verð- ur: „Skemmtanalíf unga fólksins." Málshefjendur verða: Guðriý Gunnlaugsdóttir, Stefán Ólafsson og Ragnar Snæfells. í vetur hefur félagið haldið mál- fundi einu sinni í mánuði og hafa þeir jafnan verið vel sóttir og fjör- ugar umræður um hin ýmsu mál, sem rædd hafa verið. Iðnnemar eru hvattir til að fjöl- menna og taka þátt í umræðum. MLISICA N0VA HELDUR TÓNLEIKA Musica Nova heldur aðra tón- ieika sína á þessu starfsári sunnu- daginn 8. maí kl. 5 í Kennara- skólanum. Flutt verða verk eftir pólska tónskáldið Taddeusz Baird, Cast- iglioni, Varese, Clementi og Raph- ael. Auk þess verða flutt ný verk eftir Leif Þórarinsson og Þorkel Siguirbjörnsson, sem frumflutt voru á tónleikum félagsins í Stokk- hólmi í marz síðastliðnum. Flytjendur verða: Simon Hunt (flausta), Kristján Þ. Stephensen (óbó), Gunnar Egilsson (klarin- ett), Sigurður Markússon (fagott), Ingvar Jónasson fiðla), Pétur Þor valdsson (selló), ásamt píánóleik urunum Gísla Magnússyni og Þor keli Sigurbjrönssyni, sem jafn framt stjórnar sumum verkanna Ekkert verkanna á efnisskránni hefur verið flutt hér á landi áður. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Söfnun vegna veikinda 5 ára stúlku GÓ-Sauðárkróki, föstudag. Á Sauðárkróki er fimm ára gam- alt stúlkubarn heldið meðfæddum alvarlegum hjartasjúkdómi. Að dómi lækna er henni nauðsyn á umfangsmeiri rannsóknum og að gerðum en framkvæmdar eru hér á landi og það sem fyrst. Er í ráði að senda stúlkuna til Banda- ríkjanna. Slíkt kostar mikið fé, opinber framlög takmörkuð og ættingjar efnalitlir. Hafa því fjöl- menn samtök á Sauðárkróki haf- izt handa um fjársöfnun til sjóðs- myndunar til þess að standa straum af þessum kostnaði. Verður fé safnað dagana 7. og 8. maí n.k. Kvenfélögin á Sauðárkróki og í Skagafirði munu annast söfnun- Framhald á bls. 14. Fleiri konur - fleiri Framsóknarmenn í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.