Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 5
T LAUGARDAGUR 7. maí 1966 ________________________TÍMINN____________________________________________________________ 5 i— — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson Jón Helgason ne indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímui Gislason Ritstj,skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrai skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 a mán lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Ljóf blaðamennska Erfitt er að finna þess dæmi, að ráðherra hafi farið aora eins hrakför eða verið staðinn að jafn augljósum fölsunum og Jóhann Hafstein í sambandi við gerðar- tíómsákvæði állaganna. Ein helzta réttlæting Jóhanns á , gerðardómsákvæðinu var nefnilega sú, að Ólafi Jóhannes- syni hefði verið sýnt það í upphafi og hann þá ekki haft neitt við það að athuga. Þetta ákvæði hafi svo batnað í meðförum, en þá rísi Ólafur fyrst upp eftir dúk og disk og mótmæli. í framhaldi af því hóf svo Mbl. miklar árásir á Ólaf Jóhannesson og taldi, að hann segði eitt sem prófessor en annað sem stjórnmálamaður. Það er nú upplýst, að Jóhann Hafstein hefur hér hall- að réttu máli eins stórlega og verða má. Gamall nem- andi Ólafs sýndi honum í trúnaði fyrsta uppkast rík- isstjórnarinnar að lögsagnarákvæði gerðardómslaganna. Ólafur sagðist ekki vilja sakir aðstöðu sinnar gefa neitt álit um efnisatriði þetta. í þessu sam- bandi skiptir það heldur ekki máli, heldur hitt, að þetta fyrsta uppkast hljóðaði á allt aðra leið en hin endanlegu ákvæði álsamningsins u mþetta efni. Sam- kvæmt þessu fyrsta uppkasti áttu íslenzkir dómstólar eingöngu að fjalla um mál álbræðslunnar, en því jafn- framt heitið af ríkisstjórninni, að kæmist upp fyrir- hugaður gerðardómur, sem væri tengdur við Alþjóða- bankann, skyldi ríkisstjórnin íhuga þann möguleika að vísa málum þangað. í þessu fólst engin skuldbinding, heldur gat ríkisstjórnin ráðið þessu hverju sinni. Sam- kvæmt hinum endanlegu ákvæðum álsamningsins er ríkisstjórnin skuldbundin til þess að fara með hvert deilu- mál fyrir alþjóðlegan gerðardóm, ef álbræðslan óskar þess. Allir hljóta að Sjá höfuðmuninn á þessu tvennu Jóhann Hafstein varð líka að algeru viðundri á Al- ■ þingi eftir að þetta var upplýst og gat engum vörnum þar við komið. í fyrsta lagi var hér upplýst, að árás hans á Ólaf Jóhannesson var byggð á hreinum fölsunum, því að það, sem Ólafi hafði verið sýnt, var allt annað en það, sem um var deilt. í öðru lagi sýndi þetta hið algera und- anhald stjórnarinnar í álsamningunum. f upphafi hafði hún réttilega krafizt íslenzkrar lögsögu yfir álbræðsl- unni, en alveg gefizt upp við það og fallizt á erlendan gerðardóm. Þegar þannig var komið málstað Jóhanns var vitanlega sæmst að biðjast afsökunar, en síðan að þegja. En Mbl. sem hefur notað þetta mál til árása á Ólaf Jóhannesson, gerir hvorugt. Það forðaðist að segja frá viðureign þeirra Ólafs og Jóhanns á Alþingi og staðfesti með því algeran ósigur Jóhanns. En nú, eftir þinglokin, sækir það aftur í sig veðrið. Það er byrjað að nýju að brigzla Ólafi Jóhannessyni um, að hann hafi „fórnað embættis- heiðri sínum fyrir pólitíska tækifærismennsku“ og ann- að eftir þessu. í stað þess að viðurkenna ósigur sinn að hætti heiðarlegra manna, er alið á rógi og dylgjum í garð manns, sem ekki hefur til neinna slíkra ásakana unn ið og er jafn viðurkenndur sem sérlega grandvar emb- ættismaður og stjórnmálamaður. Ljótari blaðamennsku er erfitt að hugsa sér. Ólafur Jóhannesson mun hins vegar ekki tapa á þess- um árásum. Þær sýna aðeins, að íhaldið svíður undan hinum rökfasta og skelegga málflutningi hans. Mbl. finn- ur, að álit og traust Ólafs er vaxandi. Því skal hann nídd- ur. En sá,'sem mun tapa mestu. er kirkjumálaráðherr- ann, sem stöðvar ekki þessi ósæmilegu blaðaskrif og veitti honum þó ekki af að auka embættisheiður sinn. ERLENT YFIRLIT Valdamesti maöur Sovétríkjanna Fullvíst þykir nú, að Breshneff hafi tryggt sér það sæti HINU NÝLOKNA flokks- þingi Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna var ekki sízt veitt at- hygli vegna þess, að líklegt þótti, að þar kæmi í ljós, hver væri valdamestur af núv. for- ustumönnum Sovétríkjanna eða væri líklegur til að verða það. Álit flestra sem bezt til þekkja er það að þingum loknum, að Leonid Ilyish Bresneff sé nú valdamestur af leiðtogum So- vétríkjanna eða fremstur með- al hinna fremstu, eins og það er stundum orðað. Hann nálg ist þó enn hvergi nærri það að hafa sambærileg völd og þeir Stalín og Krústjoff höfðu. Raunar hafði Krústjoff aldrei eins mikil völd og Stalín, en hann var þó óumdeilanlega langsamlega valdamesti leið- togi Sovétríkjanna um nokk- urra ára skeið Sú ályktun, að Breshnefí sé nú valdamesti leiðtogi Sovét- ríkjanna er einkum dregin af því, að titli hans var breytt. í tíð Krústjoffs var breytt nafn- inu á aðalframkvæmdastjóra og aðalleiðfoga Kommúnista- flokksins. í tíð Stalíns var þessi maður kallaður aðalritari en Krústjoff lét breyta því í fyrsta ritara, er átti að gefa til kynna, að hann væri aðeins fyrstur af mörgum riturum eða framkvæmdastjórum flokksms, en deildi völdum með þeim Á flokksþinginu var samþykki að taka aðalritaranafnið upp að nýju og jafnframt var Breshn eff kjörinn til að gegna því.^Af þessu er dregin sú ályktun. að hann hafi styrkt stöðu sína og megi því telja hann fremur en nokkurn annan valdamesta mann Sovétríkjanna. Næstur honum kemur Kosygin en hann gefur sig aðallega að stjórnar- störfum í þágu ríkisins og starf ar þannig meira sem embættis- maður en flokksleiðtogi, Sam- starf hans og Breshneff virð- | ist ekki ólíkt samstarfi þairra Stalíns og Molotoffs áður fyrr. HINN NÝI aðalritari Komm únistaflokks Sovétríkjanna þyk ir líklegur til að láta bera mun minna á valdi sínu en þeir Stal ín og Krústjoff, þótt hann beiti því kannski engu síður í kyrr- þey og í samvinnu við nánustu samverkamenn sína Hann er alinn upp í flokkskerfinu, ef svo mætti segja, og kann því sennilega enn betur að beita því en fyrirrennarar hans án þess að þurfa að grípa til hreinsana öðru hvoru. Honum virðist lagið að haga segíum eftir vindi, án þess að breyta um meginstefnu. Breshneff er fæddur í Duepr odzerzinsk í Ukrainu 19. des. 1906, þar sem faðir hans vann í stálverksmiðju. Hann gekk fyrst [ landbúnaðarskóla, en lærði síðar námuverkfræði. Hann hélt þó ekki inn á þá braut, heldur gekk ) þjónustu flokksins og hefur unnið á veg um hans nær alla tíð. Þess vegna þekkir hann óllu betur á flokksvélina en nokkur annar Hann kann bæði að beita henni af festu og lagni. Þess vegna er yfirleitt búizt við hóflegri BRESHNEFF þróun undir forustu hans en engum stórbreytingum. Þær breytingar, sem verða taldar nauðsynlegar, verða látnar koma hægt og hægt. Vinnuað- ferðir hans munu minna meira á embættismann en byltingar- mann. Frama sinn innan flokksms á Breshneff Krústjoff mjöQ að þakka. Þegar Stalín sendi Krús- tjoff til Ukrainu til að stjórna „hreinsuninni” þar, var Breshn eff aðstoðarborgarstjóri í fæð- ingarborg sinni. Margir af eldri leiðtogum flokksins voru þá látnir víkja og gerðist það með ýmsum hætti. Nýir menn voru færðir upp og varð Breshneff einn þeirra. Hann hækkaði síð an óðum í tign því að hann þótti leysa vel af hendi þau störí, sem honum voru falin. í stríðsbyrjun var hann gerður einn af eftirlitsmönnum flokks ins í hernum og hlaut hershöfð ingjatitil fyrir gott starf. AÐ LOKNU stríðinu var Breshneff aftur sendur til Ukra inu til að stjórna flokksstarf- inu þar. Þegar Stalín dó 1953, kvaddi Krústjoff Breshnefi tii Moskvu og fól honum yfir- stjórn flokkseftirlits hjá hern- um. Sést vel á því, að Krúst- joff hefur borið mikið traust til hans. Nokkru síðar hófst Krús tjoff handa um ræktun hinna stóru eyðilanda á Kazakhan- stan og sendi hann Breshneff þangað til að hafa eftirlit roeð flokksstarfinu. Árið 1956 kallaði Krústjofí Breshneff aftur til Moskvu eftir að hann hafði dvalið Kazakhanstan um nær 3ja ára skeið. í Moskvu varð Breslmeff brátt hffgri hönd Krústjoffs og kom fljótlega í æðstu stjórn flokksins. Þegar Krústjoff taldi sig þurfa að láta Voroshitofí marskálk víkja úr starfi sem forseta Sovétríkjanna, sem er fyrst og fremst tignarstaða, skipaði hann Breshneff eftir- mann hans. Þetta gerðist i maí 1960. Þessu starfi gegndi Bresh neff þangað til snemma árs 1964, en seinasta árið, sem hann var forseti, var hann einn ig einn af aðalriturum Komm- únistaflokksins. Þótti það sýna að Krústjoff bæri mikið traust til hans. Breshneff treysti Krústjoff ekki eins vel, því að sennilega hefur hann átt mesta þátt í því, að Krústjoff var steypt úr stóli 15. okt. 1964 og Breshneff \tók þá sjálfur við starfi hans sem fyrsti ritari Kommúnistaflokksins. BRESHNEFF er myndarleg ur maður í sjón og kemur vel fyrir. Hann getur verið skemmtilegur í samræðum. Meðan hann var forseti, ferðað ist hann allvíða. Hann er kvæntur og á a.m.k. tvö börn, dóttur, sem stundar blaða- mennsku, og son, sem er verk- fræðingur. Það er líkt með þeim Bresh neff og Johnson Bandaríkja- forseta, að báðir hafa fengið blóðtappa og hafa því þurft að hlífa sér um skeið. Ekki ber þó á öðru en að þeir séu nú við beztu heilsu. Báðir segjast þeir vilja koma á bættri sambúð austurs og vesturs og vonandi endist þeim líf og heilsa til að sýna þao í verki. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.