Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.05.1966, Blaðsíða 14
LAUGARDAGUR 7. maí 1966 TÍMINN BRIDGESTON E HJÓLBA RÐAR Síaukin sala BRIDGESTON E sannar gæðin veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir. Gúmmíbarðinn h.f., Brautarholti 8. sfmi 17-9-84. Braudhúsið Laugavegi 126 — Slml 24631. ★ Alls konar veitlngar ★ Velzlubrauð. snlttui ★ Brauðtertux, smurt orauð. Pantið timanlega. Kynnið yðut verð og gæði. EYJAFLUG MEÐ HELGAFELLI NJÓTIS ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERDA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. SÍMAR: ____ VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVELtl 22120 SKOLI j. pálmason, héraðsdómslögmaður. Sambandshúsinu, 3.hæð Sölvhólsgötu 4, Símar 12343 og 23338. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 12. fán Kristjánsson, svo og voru”þeir endurkjörnir, sem úr stjóm áttu að ganga. Stjórn Skíðasambandsins skipa nú: Formaður: Stefán Kristjánsson, Reykjavík. Váraformaður: Þórir Jónsson, Reykjavík. Ritari- Gísli B. Kristjánsson, Kópavogi. Gjald- keri: Ólafur Nílsson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Þórir Lárusson, Reykjavík, Einar B. Ingvarsson, ísafirði, Guðmundur Árnason, Siglufirði, Þórarinn Guðmnndsson Akureyri, Ófeigur Eiríksson, Nes- kaupstað. ÍÞRÓTTIR Framhald af 12 síðu Liverpool, sérstaklega þegar það er haft í huga, að liðið var í sókn nær allan tímann. En vörn Bor- ussia Dortmund varðist fráb'ærlega vel, og þulurinn í BBC sagði, að liðið hefði sýnt einhvern bezta ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlegar þakkir til barna, tengdabarna og barna- barna, sveitunga, frænda og vina, sem heiðruðu mig með heimsóknum, kveðjum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu 16. apríl s.l. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Jónsdóttir, Hvalgröfum Móðursystir mín Ingigerður Símonardóttir lézt á Hrafnistu 5. mal. JóHannes Zoega Innilegar þakklr fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Jakobínu Davíðsdóttur Hulda Ólafsdóttir Margréf Ólafsdóttlr Blöndal, Lárus H. Blöndal Gísli Ólafsson, Hólmfríður Jóhannesdóftir Davíð Ólafsson, Ágústa Gísladóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Helgi Þorsteinsson, Sigrún Ólafsdóttir, Gunnar Flóvenz og barnabörnin. varnarleik, sem sézt hefði í lengri tíma. Yfir 20 þúsund Liverpool- búar, sem gerðu sér ferð til Glas- gowar, sneru því í slæmu skapi heim. Þess má til gamans geta hér, að yfirleitt hefur ensku liðunum gengið vel í Evrópubikarkeppni bikarhafa. Tottenham varð Evrópu bikarmeistari, eins og menn muna og í síðustu keppni sigraði Lun dúnaliðið West Ham þýzku meist- arana frá Miinehen í úrslitum á Wemibley. En nú hverfur bikar- inn frá Englandi til Vestur-Þýzka lands með Borussia Dortmund, sem gnæfir yfir önnur þýzk lið sem sést bezt á því, að liðið hefur ekki tapað einum einasta leik á keppnistímabilinu, sem er að Ijúka. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 12. arður Jónsson hefur tekið við því starfi. Frjálsar íþróttir. Á vegum ÍA og Æskulýðsráðs var haldið námskeið í frjálsum íþróttum. Sóttu um 100 börn og unglingar námskeiðið. Tvær stúlk- ur tóku þátt í Kvennameistara- móti fslands og náði önnur þeirra, Magnea Magnúsdóttir mjög góð- um árangri. Varð hún nr. 2 í langstökki og hástökki. Mjög erf- iðar aðstæður eru til iðkunar frjálsra íþrótta á íþróttaVellinum og standa vonir til að úr því verði bætt að nokkru á komandi sumri. Ævar Sigurðsson íþróttakennari hefur verið ráðinn þjálfari í frjáls um íþróttum á komandi sumri. Handknattleikur. Þrír flokkar tóku þátt í lands- mótum í handknattleik og var frammistaða þeirra eftir atvikum góð. Vaxandi áhugi er fyrir hand- knattleik, sérstaklega hjá stúlk- unum. Ævar Sigurðsson hefur þjálfað meistara- og 2. flokk karla, en Jón Runólfsson kvennaflokkana. Badminton. Haldið var Akranesmót í bad- minton, hið fyrsta í röðinni og sigraði Pétur Jóhannesson í ein- iðaleik og Hallgrímur Árnason og Helgi Daníelsson í tvíliðaleik. Tveir keppenduf ifrá ÍA tóku þátt í íslandsmeistaramótinu í þessari grein. Gunnar Alfonsson frá TBR annaðist þjálfun á vegum Badmin- tonráðs. Sund. Þátttaka yngri kynslóðarinnar í sundæfingum var mjög góð. Nokk- ur innanfélagsmót voru haldin, Sveinsmeistaramótinu er haldið var á Sauðárkróki voru tveir kepp- endur frá ÍA og sigraði Kári Geir- laugsson í 100 metra skriðstundi. Helgi Iíannesson og Magnús Gunn laugsson þjálfuðu sundfólkið. Fjármál. Fjárhagur ÍA og sérráða má teljast góður eftir atvikum. Þó væri æskilegt að bandalagið hefði fleiri tekjustofna og meiri mögu- leika til tekjuöflunar. Hagnaður á reikningum bandalagsins var á ár inu rúmar 60 þús. kr. Haghaður á reikningum knatt- spyrnuráðs var um 67 þús. kr. Tekjur af 1. deildarkeppninn hafa aldrei verið meiri en s.l. ár og námu þær um 114 þús. kr. og tekjur af Bikarkeppni KSÍ voru 22 þús. kr. Tillögur. i Margar tillög'^ voru lagðar yrr- ir þingið og skal nokkurra þéív*n getið hér: 21. ársþing ÍA samþykkir að fela væntanlegri st.jórn að vinna að því. að stofnað verði til sam eieinlegrar félagasamtaka i bæn- um um bygsingu félagsheimilis Þingið iítur svo á, að bygging fé- lagsheimilis sé brýnt nauðsynja- mál, þar sem skortur á hentugu húsnæði hái eðlilegri félags- og skemmtanastarfsemi flestra félaga. Þá fagnar þingið samþykkt fram- kominni tillögu í bæjarstjórn varð andi félagsheimilismálið. 21. ársþing ÍA samþykkir að fela væntanlegri stjórn, að koma á framfæri við stjórn ÍSÍ tilmæl- um um að hún hlutist til um, að félög og íþróttabandalög utan Reykjavíkur fái aðstöðu til keppni á íþróttavéllinum í Laugardal, þeg ar um heimsóknir erlendra íþrótta flokka á þeirra vegum er að ræða. Þannig að unnt sé að gera heild- aráætlun um heimsóknir erlendra íþróttaflokka til þessara aðila, á sama hátt og gert hefur verið í Reykjavik um heimsóknir til starf andi félaga þar. Þá er væntan- legri stjórn falið að hafa samráð og samstöðu við önnur bandalög utan Reykjavíkur, sem möguleika gætu haft á að fá heimsóknir er- lendra íþróttaflokka. Stjórnarkjör. Guðmundur Sveinbjörnsson var einróma endurkjörinn formaður ÍA og aðrir í stjórn eru: Frá KA, Óli Öm Ólafsson og Guðjón Finn- bogason. Frá Kára, Eiríkur Þor- valdsson og Helgi Daníelsson. Frá Golklúbb Akraness, Þorsteinn Þor valdsson. ÓVÆNT HEIMSÓKN Framhald af bls. 2 Sigurður A. Magnússon gat þess í leikdómi sínum um verk- ið í meðförum Leikfélags Hveragerðis, að þarna væri um lofsvert framtak að ræða hjá Hveragerðingum, og að hann minntist þess ekki að hafa séð íslenzkan áhugaflokk utan Reykjavíkur skila öllu svip- meiri sýningu. SÖFNUN Framhald af bls. 2 ina, hvert á sínu svæði, en í kaup- stöðunum munu stjórnir átthaga- félaga Skagfirðinga veita framlög- um viðtöku. Aðalfénirðir söfunar- innar er Guttormur Óskarsson, gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga og geta þeir, sem vilja leggja þessu máli lið, einnig sent fram- lög sín beint til hans. BÚSTAÐAKIRKJA Framhald af bls. 16. byggingarmeistari er Davíð Kr. Jensson. Eftir guðsþjónustu safnaðarins á sunnudaginn verður svo aðal- safnaðarfundur, þar sem iagðir verða fram endursk. reikning- ar og skýrslur um starf safnaðar og prests, kosningar fara fram og rætt verður nánar um kirkjubygg inguna og annað það, sem efst er á baugi í Bústaðasókn. En ofar lega á biaði er almenn fjársöfn un, sem nú mun fara fram, því ekki mun af veita, að allir þeir, sem stuðla vilja að byggingu kirkj unnar, leggi fram sinn skerf, svo að hraða megi framkvæmdum sem mest. JARÐSTRENGIR Framhald af bls. 1. í fréttatilkynningunni segir. að „kostnaður þessi lendi að sjálf- sögðu á þeim, er tjóninu veldur eða tryggingafélögunum. Notend ur verða /s sji’fsögðu fyi'ir veru- legum óþægiiíaum vegna þesssra bilana og kerfig er að sjálfsögðu aldrei jafngott eftir. Þá eru skemmdir þessar Rafmagnsveit- unni þungar í skauti, þar eð mik ið vinnuafl er bundið við stöðugar viðgerðir og tefur þetta fyrir öðr um framkvæmdum”. 4 ÁRA ÁÆTLUN Framhald af bls. 16. til leiðbeininga en ekki nákvæmr ar framkvæmdar. Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins kvað ástæðu til að fagna þeirri tilraun til skipulegra vinnubragða og meiri áætlunargerðar sem hér væri um að ræða, því óviðunandi skipulagsleysi hefði ríkt í fram kvæmdum borgarinnar, og aðrir minnihlutafulltrúar lýstu svipaðri afstöðu, til þessa verks. ÁVÍSANIR Framhald af bls. 1. Magnús sagði, að nokkrar fals- aðar ávísanir úr þessum heftum væru þegar komnar í umferð. Hann hafði þegar fengið til með ferðar tvær ávísanir, aðra upp á 450 krónur og hina upp á 300 krónur. Nokkrar fleiri falsaðar ávísanir væru komnar til bank anna. Flestar ávísanna voru seldar í venjulegum verzlunum hér i borginni, en ein var seld í apó- teki. Magnús sagði, að enn hefðu ekki borizt ávísanir, sem hljóð uðu upp á stórar upphæðir, úr þessum stolnu heftum, enda væri oftast auðveldara að selja lágar ávísanir en háar. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Framhald af bls. 1. þá aðferð til sátta og þá aðeins með skriflegum samningi máls- aðila hverju sinni, en aðalreglan var sú, að deilumál skyldu út- kljáð fyrir reglulegum íslenzkum dómstólum og mátti þar ekki frá víkja nema allir málsaðilar sam þykktu, og aðeins 'ef allir aðil ar samþykktu mátti leggja tiV tekið ágreiningsefni fyrir alís- lenzkan gerðardóm. Séu þessi ákvæði borin saman við gerðardómsákvæði álsamning ana eins og þau nú hafa verið staðfest af hinum nauma meiri- hluta á Alþingi, er Ijóst, hve raka laus og vísvitandi dómsmálaráð- herrann hefur farið með ósann- indi, og hve fráleitt það er að halda því fram, að þessi ákvæði hafi breytzt til batnaðar frá því fyrsta samningsuppkastið var sýnt Ólafi Jóhannessyni. Ráðherra, sem uppvís yrði að slíkum vísvitandi ósannindum í nágrannalöndum okkar, yrði taf ariaust látinn víkja — og myndu ekki sízt flokksmenn hans og sam ráðherrar knýja hann til þess. Um þetta mætti nefna dæmi til sönnunar. Á fslandi virðist hins vegar ekki gerðar eins miklar sið ferðilegar kröfur til dómsmála- ráðherra, æðsta oddvita réttlætis og heiðarleika. Atkvæðagreiðsla um áfengisútsölu SK—Vestmannaeyjum. Fyrir skömimu var samþykkt í bæjarstjórn Vestmannaeyja tillaga sem er á þessa leið: Með því að fyrir liggja áskor unarlistar og einnig tillaga í bæj arstjórn um að láta fara fram atkvæðagreiðslu um hvort opna skuli hér útsölu frá Áfengisverzl un ríkisins samþykkir bæjarstjórn, að atkvæðagreiðsla fari fram um þetta hinn 22. maí n. k. Verði stefnt að því að hafa kjörstaði fyrir atkvæðagreiðsluna á sömu stöðum og kjörstaðir fyrir bæjar stjórnarkosningar verða, en ekki í sömu kjörklefum, eða herbergj um, til þess að forðast truflun við þær kosningar. Þessi tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.