Vísir


Vísir - 06.11.1974, Qupperneq 3

Vísir - 06.11.1974, Qupperneq 3
Visir. MiOvikudagur 6. növember 1974. 3 JEPPINN ER VINSJELASTA FARARTÆKIÞJÓÐARINNAR Eru hlutfallslega flestir af fólks- bifreiðum á íslandi í árslok 1973 Af fólksbifreiðaeign þjóðarinnar virðast jeppar af ýmsu tagi vera langvinsælastir. Af lauslegri könnun á nýútkominni bifreiða- skýr slu Hagstofu ís- lands frá siðustu ára- mótum kemur i ljós, að 16,25% fólksbila eru jeppar, 9.282 talsins. Eru þá ekki meðtaldar þær gerðir jeppa, sem ekki eru sér- staklega greindar frá heildar- tölu sinnar tegundar, svo sem Blazer (Chevrolet) og Toyota, svo dæmi sé tekið. Ekki eru heldur meðtaldir jeppar, sem af einhverjum ástæðum teljast til vörubifreiða, svo sem pall- gerðin af frambyggða rússa- jeppanum. Af öðrum gerðum er Volks- wagen hæstur, með 7.903 bila, eða 13,8% heilartölu fólksbif- reiða. Ford er næstur, með 7.427 bfla, eða 13.0%. Sé Ford Bronco þar meðtalinn, verður fjöldinn 8.558 bilar og hlutfallstalan rétt tæp 15%. 1 þriðja sæti er ' Moskvits með 3.350 bila og 5,9%. Alls eru 14 bilategundir skráð- ar með fleiri en eitt þúsund bila i landinu, en þess er að gæta, að verulegur hluti þeirra skiptist i undirtegundir undir sama merki, þannig að samanburður er kannski ekki eðlilegur. Af 41 tegund er aðeins einn bill til. í sumum tilvikum er þar um að ræða sérhæfða vinnubila, svo sem kranabila, en i flestum tilvikum eru það mótorhjól, eða fágætar eftirlegukindur frá horfnum tima. Elztu ökutækin á skrá eru frá 1926, en ekki er teg- unda getið. Á árinu 1973 voru alls 2.145 ökutæki, afskráð sem ónýt. Mestur fjöldi er þar af þeim tegundum, sem mest eru i um ferð. . Aldurs við afskráningu er ekki getið. Af eftirtöldum tegundum voru afskráðir yfir 100 bilar: Chevrolet, 170. Ford, 287. Moskvits, 237. Opel, 134. Skoda, 189. Volkswagen, 225. Af öðrum tegundum var minna afskráð sem ónýtt. Af 29 tegundum var afskráður sem ónýtur einn bill af hverri tegund, við lestur skýrslunnar vaknar sú tilgáta, að þar hafi farið siðasti fulltrúi sumra tegundanna. Alls voru i árslok 1973 63.532 ökutæki I landinu, þar af 343 mótorhjól. Vörubilar voru 6.070, en fólksbifreiðar 57.119. Af mótorhjólum voru þá skráðar 47 geröir, vörubilum 108 gerðir en 172 af fólksbilum. 1 skýrslunni er einnig fróðleg skrá um fjölda ökutækja á hvern kilómetra vegar, og er þá farið eftir landsvæðum.- Miðað er við akfæra þjóðvegi og sýslu- vegi I á-rslok 1971 en nýrri tölur um lengd vega liggja ekki fyrir. í ljós kemur, að i Reykjavik og á ■ Reykjanessvæði eru 65,7 öku- tæki á hvern km vegar. Ef gengið er út frá, að meðallengd ökutækis sé 4,20 metrar, þekja bflar á þessu svæði 275 metra á hverjum 1000 metrum vegar. A Vestfjörðum er hlutfallið hins vegar lægst, eða 1,3 bill á hvern kflómetra, — þekur tæplega 5,5 metra af hverjum 1000. — SH. Mikið er nú til af óseldum bílum, og tók Ijósmyndari Visis, B.G., þessa mynd af einni stæðunni. Ef einhver undrast, að ekki skuli jeppar vera með á myndinni, getur hann dregið þá ái.vktun af meðfyigj- andi frétt, að þeir séu ailir seldir og úti á vegum að aka. PRÓflAUS OG Á ÓSKRÁÐUM BÍL Á RÚNTINUM — og númerin af öðrum bíl Gamali og lasburða bill á ferð um borgina vakti athygli lög- regluþjóna I nótt. Lög- regluþjónarnir stöðvuðu biiinn. Þegar ökumaðurinn gat ekki framvisað ökuskirteini, tóku þeir málið til nánari athugunar. Okumaðurinn var ungur maður, og viðurkenndi hann að vera án ökuréttinda. Hann hafði tvisvar reynt að ná ökuprófi, en falliðibæði skiptin. Löngunin til þess að aka var hins vegar mjög sterk hjá honum, svo að hann keypti sér þennan gamla bil. En bfllinn var ekki i skoðunarhæfu ástandi, svo ekki kom til greina að fá númer á hann. Þvi tók eig- andinn númer af öðrum bil, G- númer, og setti á skrjóð sinn. Þannig var ástandið sem sagt, þegar hann var stöðvaður i nótt. Billinn var umsvifalaust tekinn úr umferð, og próflausi ökuþórinn verður nánar yfir- heyrður hjá lögreglunni. —ÓH Karlar Konur % 3.5—-HEILI 2.1------ 2.2-------VARIR -TAUGAKERFI-r-2.8 HÚÐ----------2.1 ----0.16 0.94- 2.3.- 7.2- 3.0- -BARKAKÝLI- 0.09- 22.0- —LUNGU- -VÉLINDI -BRJÓST- —LIFUR —MAGI •0.07 . —1.9 —20.0 4.4- 6.0- -BRISKIRTILL ----NÝRU -RISTILL 5.1- <0 EGGJASTOKKAR----5.3 LEG OG LEGHÁLS--14.9 4.2--ENDAÞARMUR----1.81 14.2—BLÖÐRUHÁLSKIRTILL -HVfTBLÆÐI----------- 1.51—HODGKINS-SJÚKDÓMUR—0.55 14.56-áÐRAR TEGUNDIR—11.17 ——-—— ■ ■ kW0% W ‘ '°i 100% Meðfylgandi tafla sýnir hiutfall hinna ýmsu tegunda krabba- meins eftir kynjum. Taflan er gerö yfir tiifelli skráð á tímabilinu 1965-1969. Meginbreytingin, sem sfðan hefur gerzt, er fækkandi tiifelli af leghálskrabba. „Nú er allt ó hreinu!'" | — Sagði Ámundi Ámundason og veifaði undirrituðum samningum varðandi hljómieika SLADE ,,Mér liður mikiu betur núna”, andvarp- aði Ámundi Ámunda- son, um leið og hann settist niður i djúpan stól á skrifstofu sinni i gærdag. Og hann hafði fulla ástæðu til að vera ánægður. Hann hélt á nýundirrituðum samn- ingi, sem tryggði hon- um komu brezku stór- hljómsveitarinnar SLADE i næstu viku. „Það er ég, sem tek á móti þessari hljómsveit. Það er alveg á hreinu”, sagði Amundi og veifaði samningunum. Og það rifjaðist upp fyrir viðstöddum, hversu mikil átök urðu, þegar önnur brezk hljómsveit kom hingað til lands fyrr á árinu. Það var, þegar Nazareth komu hingað til hljómleikahalds, og Ámundi og Jón ólafsson hjá Joke deildu um það fram á sið- asta dag, hvor þeirra ætti meiri rétt á þvi að taka á móti hljóm- sveitinni. En nú eru samningarnir sem- sé örugglega i höndum Ámunda. Hingað til lands kom I gær Dan- inn Erik Thomsen til að ganga frá samningunum, en Erik þessi er sá, sem skipuleggur Norður- landaferð Slade. — ÞJM Umboðsmaður Slade við ritvélina að laga til samninginn um komu hljómsveitarinnar til tslands. Ámundi fylgist með af ná- kvæmni. — Ljósm: B.P. Aðeins þrjú dánartilfelli af legkrabba á síðasta ári ,,A þeim átta árum, sem stærsta leitarstöð Krabba- meinsfélags tsiands hefur starf- aö, hefur orðið gjörbreyting á árangri meöferðar krabba- meins I legi kvenna. Áður fyrr greindist þessi sjúkdómur oft það seint.að árangurmeðferðar var ófullnægjandi, en á siðustu árum eru flest tilfelli greind á fyrsta stigi, þar sem árangur lækninga er um og yfir 90 af hundraði.” Þessar upplýsingar koma fram I ræðu eftir dr. Gunnlaug Snædal, sem flutt var i Norræna húsinu siðastliðið vor, en er nú prentuð i Fréttabréfi um heil- brigðismál, sem helgað er 25 ára afmæli Krabbameinsfélags Reykjavikur. 1 grein I sama blaði eftir Guð- mund Jóhannesson, lækni, kem- ur meðal annars þetta fram: Á árunum 1946-55 voru greind tilfelli af leghálskrabbameini 12,1 af hverjum 100 þús. konum. 1956-64 fjölgaði þeim I 16,6. 1965- 68 fjölgaði tilfellum i 28,5, og gætir þar áhrifa af leitarstöðv- um Krabbameinsfélags Islands, sem hófst árið 1964. ,,Sé reiknað með sömu fjölgun á timabilinu 1965-72 (miðað við árin á undan) ætti tiðnin að komast i rösk 20 tilfelli á ári án þeirrar fjölgun- ar, sem leitin hefur valdið,” segir i grein Guðmundar. Ennfremur segir: „A 10 ára timabilinu 1955-1964 dóu 95 kon- ur hér á landi af leghálskrabba- meini. Ef litið er i heild á dánar- töluna fyrir árin 1965-1972, hefur hún ekki sýnt merkjanlega lækkun. Hins vegar hefur oröið lækkun á dánartölu siöustu 4 ár- in, en sú lækkun er mest áber- andi fyrir árið 1973, en á þvi ári er okkur aðeins kunnugt um þrjú dauðsföll af völdum þessa sjúkdóms.” —SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.