Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974.
3
Bœndur í Ölfusi vilja
fá regnboga til
,,Við litum það alvar-
legum augum ef ekki
verður leyft að flytja
regnbogasilunginn
austur til eldis, þar eð
hér getur orðið um
verulegan (útflutnings-)
atvinnuveg að ræða.
Og ef svo færi, að sá
regnbogasilungsstofn,
sem til er i landinu og
er heilbrigður, yrði
drepinn, væri tjónið ó-
bætanlegt.”
Þannig segir i tilkynningu frá
stjórn Veiðifélags Varmár og
Þorleifslækjar i ölfusi. En eins
og menn rekur minni til, sam-
þykkti aðalfundur Veiðifélags
Árnessýslu i haust, að „gæta
þess stranglega, að eigi verði
fluttir á vatnasvæði ölfus-
ár—Hvitár aðrir fiskistofnar
eða tegundir en þar eru fyrir og
leggja leið sina um eða frá
ölfusárósum.”
„Veiðifélag Varmár og Þor-
leifslækjar er ekki i Veiðifélagi
Árnessýslu,” sagði Þorlákur
Kolbeinsson, bóndi á Þurá i
ölfusi, i viðtali við Vfsi. „Við
höfum óskað eftir þvi, en verið
hafnað. Og hvað snertir tillög-
una, sem samþykkt var á aðal-
fundi Veiðifélags Árnessýslu, er
það að segja, að hún var borin
upp af stjórn félagsins, án þess
aö talað væri fyrir henni. Eng-
inn óskaði að ræða um hana, og
var hún siðan samþykkt
umræðulaust.
Það horfir nú þannig, sem
nokkrir menn vilji helzt drepa
þennan stofn, sem kominn er i
landið, og það væri óbætanlegt.
Þess vegna viljum við, að leyft
verði að flytja hann austur i
ölfus og gera hann þar að eldis-
fiski, þar sem allar aðstæður
eru eins og bezt verður á kosið,
meðal annars með tilliti til
fæðuöflunar.
Eldisfiskur — ekki
sleppifiskur
Ég vil taka fram, að við erum
ekki að biðja um þennan fisk til
að sleppa honum lausum, held-
eldis
ur til eldis. Auðvitað er okkur
ljóst, að eitthvað kann að kom-
ast út i árnar. En okkar ár eru
hlýjar, og við trúum þvi, að fisk-
urinn muni halda sig við hlýja
vatnið en ekki fara upp um allar
ár. Og þó svo færi, gæti það eng-
an skaða gert, ef það er rétt,
sem haldið hefur verið fram, að
regnbogasilungur timgist ekki i
frjálsri náttúru.”
I fyrrnefndri tilkynningu frá
stjórn Veiðifélags Varmár og
Þorleifslækjar segir, að tillagan
sem samþykkt var fyrr I haust,
sé Veiðifélagi Varmár og
Þorleifslækjar með öllu óvið-
komandi.
Vitnað i veiðimála-
stjóra
Ennfremur: „Samkv. áliti
ýmissa sérfróðra manna er
regnbogasilungurinn heppileg-
asti fiskistofn til eldis, sem tií
er, enda mest notaður. I þvi
sambandi viljum við leyfa okk-
ur að vitna i grein Þórs Guð-
jónssonar veiðimálastjóra, sem
birtist undir nafninu „Regn-
bogi”, i timaritinu „Öldin.” Þar
segir meðal annars: „Regn-
bogasilungurinn hefur ýmsa
kosti fram yfir til dæmis urriða,
þvi hann þolir hærri hita, er
ónæmari fyrir sjúkdómum og
vex örar, þegar vel er fóðrað.”
—óbœtanlegt
tjón, ef
regnbogasilungs-
stofninn í
Laxalóni
yrði drepinn,
segja þeir
í niðurlagi tilkynningarinnar
segir: „Viljum við benda á, að
nær hvergi á Norðurlöndum
hefur tekizt að láta regnbogasil-
ung lifa i frjálsu umhverfi og i
sambýli við annan fisk. Er það
þvi álit okkar, að vatnasvæði
Hvitár og ölfusár stafi ekki
hætta af þvi, þótt regnboga-
silungur verði fluttur austur i
ölfus til eldis þar. En til þess að
útkljá þennan leiðinda ágrein-
ing um regnbogasilunginn, telj-
um við heppilegast að fá álit er-
lendra sérfræðinga um hvort
þvi náttúrafli, sem fyrir er,
stafar hætta af honum.”
Það kemur fram af þessu, að
þeir bændur, sem mótmæltu
regnbogasilungnum fyrr i
haust, voru ekki „réttu” bænd-
urnir. Bændur á þvi svæði sem
hin nýja fiskeldisstöð Skúla i
Laxalóni væntanlega ris, vilja
fá hana i nágrenni við sig.
Þvi má svo bæta við, til fróð-
leiks, að i 15 ár hefur regnboga-
silungur lifað villtur i Setbergs-
læk við Hafnarfjörð, án þess að
séð verði, að hann hafi þar spillt
öðru lífi. Virðist hann timgast
þar, þótt litið hafi veiðzt af hon-
um upp á siðkastið.
Deilurnar um regnboga-
silunginn virðast nú komnar á
það stig, að timi sé til kominn,
að eitthvað raunhæft verði að-
hafzt I málinu. _ §h.
Regnbogasilungurinn frá Laxaióni hefur verið á sýningum hér-
lendis og vakið mikla athygli. Ekki sizt yngri sýningargesta,
sem kunnu vel að meta þennan fallega og sundfima fisk.
KR
bjargað
undan
hamrinum
„Það eru nú aðaliega við og
Valur, sem möguleiki væri að
bjóða upp hjá”, sagði Einar
Sæmundsson formaður KR f sam-
tali við Visi en nauðungaruppboð
var auglýst hjá félaginu I gær.
„Þetta eru einu félögin, sem
eiga eignir að ráði. Hin félögin
leigja ýmist hjá bænum eða búa
smátt.
Við höfum staðið i milljóna-
tugaframkvæmdum og auðvitað
eigum við alltaf i fjárhagsbasli”,
sagði Einar.
„Uppboðið var auglýst vegna
vangoldinna skulda við einkaað-
ila. Nú er hins vegar búið að leysa
þau peningavandræði.”
Einu sinni áður hefur komið til
þess, að KR væri auglýst til upp
boðs. KR-ingar láta þó slikt litið á
sig fá og huga nú að byggingu
félagsheimilis og gerð nýs vallar.
— JB.
Óttazt um
börn inni í
brennandi
bílskúr
Eldur kviknaði i bilskúr við
Ægissiðu 109 rétt eftir hádegi I
gær. t fyrstu var talið, að börn
gætu verib inni i logandi bilskúrn-
um, en reykkafarar slökkviliðsins
leituðu af sér allan grun og fundu
engin börn þar inni.
Fljótlega tókst að slökkva
eldinn, sem var aðallega i drasli
inni i skúrnum. Skemmdir urðu
talsverðar, bæði af vatni og reyk
—ÓH
ER TIIBÚINN Tll AÐ
TAKA VIÐ BÍINIIM,
SEM ER í ÓSKIIUM
— í stað Skódans, sem var tekinn frá honum
og notaður í uppfyllingu...
„Þið megið gjarnan koma þvi
fyrir mig á framfæri við rétta
aðila, að ég sé tilbúinn til að
taka við Cortinunni, sem Visir
sagði I gær, að lögreglan fyndi
ekki eiganda að. Það væri ágætt
að fá bilinn i stað Skódans, sem
var hirtur af mér á sinum tima
og notaður i uppfyHingu”.
Þetta sagði Guðbergur
Auðunsson auglýsingateiknari,
þegar hann hafði samband við
Visi, eftir að blaðið kom út i
gær.
„Þið sögðuð frá þvi i Visi i
sumar, hvernig billinn minn
hvarf af stæðinu fyrir utan
heimili mitt á siðasta vetri”,
rifjaði Guðbergur upp. „Þegar
ég svo fór á stúfana að leita
hans, fannst hann hvergi. Seint
og um siðir komst ég svo að þvi,
aö hann hafði verið notaður i
uppfyllingu einhvers staðar i
borginni með öllu, sem i honum
var”.
„Mér hefur enn ekki verið
bætt þetta tjón”, sagði Guð-
bergur, „en nú finnst mér blasa
við ágæt lausn á málinu:
í stað Skódans sem frá mér
var tekinn, er ég tilbúinn til að
taka á móti Cortinunni, sem
Árbæjarlögreglan er með I
óskilum og hefur ekki getað
losnað við”. —ÞJM
Enginn vill eiga bílinnl
— 100 þús. króna bíll „óskilamunur" hjá lögreglunni, og eigandinn finnst ekki
A stz&inu fyrir framan lög-
rrglustöðtna I Arbcjarhvrrfl
strndur rauöbrun Cortina. Bill-
inn htfur staðift þar I máquð
númrrslaus og rinkrnnalaus,
þannig að lögreglan finnur nú
hvrrgi rlgandann.
.,£g mundi áctia söluverft-
mæti bllsins svona 100 þúsund
krónur," sagði Jóhannes BJörg-
vinsson, varftstjóri á lögreglu-
stöðiruii, þegar við litum á
„óskilamuninn” I morgun.
„5. október kom maður meft
þennan bil hingaö á stöðina og
sagöíst ekkl vilja sjá hann leng-
ur. Blllinn var númerslaus, og
þaft er ekkert skráningar-
sklrteini Ihonum. Viftfréttum af
þvi, að biUinn hefði staðið fyrir
framan Hraunbx 198, en þar
kannast enginn vift hann. Vift
stöndum þvi uppi alveg ráft-
þrota," sagfti Jóhannes. „Eina
iausnin virftist vera aft setja
hann meft öftrum óskilamun-
um”, bætti hann vift og hió.
Jóhannes sagði, aft iögreglan
heffti véiarnúmerift, en þaðsegfii
ekkert, þvl ekki er hægt afi fletta
þvi upp á skrám. Þaft mundi
kosta nokkurra vikan leit afi
finna þaft hjá Bifreiðaeftirlitinu.
Eigandi blisins, hver sem
hann nú er, verftur þvl afi finna
einhverja einfaidari lausn á
óáncgju sinni með billinn. Hann
getur t.d. gert þaft sama og
bvzka sendiráftift let gera fyrir
nokkru, afi láta jarftýtu kremja
bll sendiráfisins og jarða hann
slfian. Einnig er hcgt afi seija
bninn. En eigandinn ctti afi
hirfia bllinn hift fyrsta, hvafi sem
hann svo gerir vifi hann. —óH
Einkabíll hans
var notaður
í uppfyllingu
Þótt Guóbcrgur fari mcö stækkunargier um allt, finnur hann
aldrci framar bilinn sinn. Ljósmynd Bragi.
//Ég veit ekki, hvort
maöur á aö hlæja eöa
vera vondur út af þessu. I
fyrsta lagi veit ég ekki
við hvern ég á að vera
vondur, en í öðru lagi
finnst mér þetta vera
anzi dýr hlátur, þvi þetta
kostar mig nokkur þús-
und krónur, og ég hef
ekki efni á að hlæja fyrir
svo háa upphæð".
Þetta sagöi Gubbergur
Auöunsson auglýsingateiknari.
er viö höföum tal af honum i
gær, vegna mjög sérkennilegs
máls, sem hann lenti i fyrir
nokkru.
Máliö er þannig vaxiö, aö
Guöbergur keypti sér gamlan
og góöan Skoda af árgeröinni
1965, sem hann ætlaöi aö nota til
aö komast á i vinnuna og ýmis-
legt annaö nauösynlegt.
Þetta var góöur bill, sem fór
alltaf I gang eins og klukka —
eöa svo gott sem. Hann haföi átt
hann i nokkrar vikur, þegar
fyrri eigandi bilsins hringdi til
hans og baö hann aö skipta um
nafn eiganda á bilnum, en þaö
haföi gleymzt, þegar kaupin
fóru fram.
Guöbergur ók á sinum góða
bil inn i Bifreiðaeftirlit til aö
ganga frá þessum málum. En
þar kom i ljós, aö einnig haföi
gleymzt aö skipta um nafn á
eigandanum þar á undan og
einnig þeim, sem átti bilinn á
undan honum.
Hófst nú leit aö þessum
mönnum, en þeir fundust
hvergi. Féll þvi máliö niöur um
sinn og Guöbergur hélt áfram
aö aka um á sinutn Skoda, eins
og ekkert væri. -
Einn morguninn er hann kom
út, og ætlaöi aö taka bilinn, var
kominn mikill snjór, svo hann
lét hann vera og ákvaö aö hvila
hann i nokkra daga.
Þegar hann leit næst á hann,
tók hann eftir þvi aö búiö var aö
klippa bæöi númerin af bilnum.
Haföi lögreglan veriö þar aö
verki, en um þetta leyti var hún
i herferð meÖ skærin og klippti
númer af öilum gömlum bílum,
sem hún sá.
Þarna stóö billinn númerslaus
i nokkrar vikur. En einn dag var
hann horfinn. Taldi Guöbergur
þaö trúlegt. aö lögreglan heföi
fariö meö hann inn i Vökuport,
þar sem hann væri vel geymdur
fram til vorsins.
Þegar voriö lét loks sjá sig fór
hann á stúfana til aö ná i bilinn
sinn góöa. Hann fór fyrst til
Vöku, en hann var ekki þar, og
enginn kannaöist viö hann á
staðnum.
Þá var farið I lögregluna, en
hún vissi ekkert um bilinn og
visaöi á einhverja aöra.Þar var
sama sagan, enginn vissi neitt
um bilinn þar.
Eftir mikiö þóf — miklar
göngur — og fjölmargar sim-
hringingar i allar áttir — kom
loks upp úr kafinu, aö gamli
góöi Skodinn haföi veriö tekinn,
meö öllu sem i honum var, og
notaður I uppfyllingu einhvers-
staðar i bænum.
,,Ég hef ekki gefiö mér tima
til aö gera neitt i þessu máli, en
ætli ég fari ekki aö gera eitthvaö
i’þvi hvaö úr hverju. Þaö getur
ekki annað veriö en einhver eigi
aö borga mér tjónið... þaö á ekki
aö vera hægt aö taka einkabi!
manns og nota hann i uppfyll-
ingu, jafnvel þótt gleymzt hafi
aö skipta nöfn viö eigenda-
skipti....eöa er þaö????”
—klp—
Fréttin frá i gær, þar sem lögreglan er mefi bil I óskilum. Eig-
andi vill ekki gefa sig fram, og hvaö á aö gera viöskrjóöinn?
Fréttin frá 31 mai, þegar Guöbergur Auöunsson var aö leita aö
bflnum sínum. „Hann er einhvers staöar hérna ofan I”, sagöi
Guöbergur, og ieitaöi meö stækkunargleri.