Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 7
Þarna opnaðist vörn Fram illa — Hörður Kristinsson svifur inn I teiginn og skorar. Ljósmynd Bjarnieifur Armanns-liðið brotnaði síðustu 10 mínúturnar! — Reykjavíkurmeistarar Fram sigldu framúr og sigruðu með 16-12 Glæsileg markvarzla Ragnars Gunnarssonar, markvarðar Ármanns, hleypti mikilli spennu i annan leik islandsmótsins i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Það var ekki fyrr en slðustu tiu minúturnar, sem úr rættist fyrir Reykjavikurmeistara Fram. Þeir breyttu stöðunni úr 11-11 í 16-12 — skoruðu þá fimm mörk gegn einu — og það urðu lokatölur leiksins. Fyrstu tiu minúturnar sendu Ármenningar knöttinn hins vegar fimm sinnum i mark Fram, sem aðeins tókst að svara einu sinni fyrir sig — og áhorfendur voru farnir að búa sig undir óvænt úr- slit. verkið og skoruðu fjögur siðustu mörk Fram — tvö hvor. Fram-liðið var lengi að ná sér á strik i leiknum — og það var einnig einkenni á liðinu i Reykjavikurmótinu á dögunum. Það átti vissulega i miklum erfið- leikum með Armann, þó úr rættist I lokin — en Ármenningar hafa oft verið leikmönnum Fram erfiðir siðustu árin. Fram hefur jöfnu, allgóðu liði á að skipa og Björgvin er nú greinilega kominn I betra form en á Reykjavikur- mótinu. Þrátt fyrir alla lands- liðsmennina í liðinu vakti þó leikur Árna Sverrissonar hvað mesta athygli. Hann hefur sjaldan leikið betur. Armenninga skorti úthald i lokin og féllu á þvi, en Armann getur orðið hættulegt hvaða liði sem er i mótinu. Aðall liðsins er sterk vörn og góð markvarzla — en sóknarleikurinn hefur löngum ekki verið nógu skarpur. Þó eru margír leikmenn liðsins með hörkumikil skot — en leikmönn- um liðsins hættir til að þjappast of mikið inn á miðjuna. Breidd vallarins ekki nýtt. Vilberg Sig- tryggsson, linumaðurinn snjalli, leikur ekki með Ármanni i vetur — fluttur á Akranes — en Armanni hefur bætzt góður liðs- styrkur, þar sem Hörður Harðar- son, áður Breiðablik, er. Afar leikinn piltur. Mörk Fram skoruðu Björgvin 4, Pálmi 4 (3 viti), Pétur 3 Guð- mundur Sveinsson 2 (1 víti), Árni, Arnar Guðlaugsson og Stefán Þórðarson eitt hver. Fyrir Armann skorðu Jón 3, Björn Jóhannesson 3 (2 viti), Hörður Kristinsson 2, Pétur Ingólfsson, Stefán, Ragnar Jónsson og Hörður Harðarson eitt hver. Dómarar voru Magnús Pétursson og Valur Benediktsson og þurfa að undirbúa sig betur fyrir „átök” vetrarins. —hsím Derby komst áfram á vítaspyrnum (Jrslitin í einstaka leikjum I „UEFA-keppninni” i gær- i kveldi: Portadown N Irlandi — IPartizan Júgóslaviu 1:1..Partizan áfram 6:1. Real Zaragoza Spáni- Grasshoppers Sviss 15:0..Real áfram 6:2. FC Porto Portúgal — I Napolí italiu 0:1.Napoli áfram 2:0 Racing White Belgiu — FC Twente HoIIand 0:1...FC I Twente áfram 3:1 Banik Ostrava Tékkó- I slóvak. — Nantes Frakklandi 2:0..Banik áfram 2:1. Fortuna Vestur-Þýzka- , landi — Raba Vasas Ung- | verjalandi 3:0..Fortuna , áfram 3:2. Steagul Rosu Brasov Rúmeniu — SV Hamburg I Vestur-Þýzkal. : 2:2....Hamburg áfram 10:1. Lyon Frakklandi — Borussia Mönchengl.Vestur- Þýzkal 2:5.....Borussia áfram 6:2. Valez Mostar Júgóslavlu — Rapid Austurriki 1:0..Valez áfram 2:1. Juventus italiu — Hibernian Skotlandi 4:0..Juventus áfram 8:2. Dukla Pragh Tékkó- slóvakiu — Djurgarden Sviþjóð 3:1.Dukla áfram 5:1. FC Köln Vestur-Þýzka- landi — Dynamo Bukarest Rúmeniu 3:2....FC Köln áfram 4:3. DynamoMoskva Sovétr. — Dynamo Dresden Austur- Þýzkal. 1:0 eftir framleng-I ingu. Dresden áfram eftir vitaspyrnukeppni. Atletico Madrid Spáni — t Derby Englandi 2:2 eftir framíengingu. Derby áfram eftir vitaspyrnukeppni. Enn á eftir að leika tvo leiki i „UEFA-keppninni” Royal Antwerpen Belgiu- Ajax HoIIandi, og FC Amsterdam Ilollandi - Inter Milan ttaliu. Svo varð þó ekki. Fram skoraði næstu þrjú mörk leiksins og hafði jafnað i 6-6, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Jón Ástvaldsson, hinn harðskeytti skotmaður Ármenninga, skoraði svo siðasta mark hálfleiksins —■ eins og það fyrsta — og staðan var 7-6 fyrir Ármann i leikhléi. Aðeins þrettán mörk voru skoruð I hálfleiknum og ber það vitni um góðan varnarleik — og þó einkum góða markvörzlu, þvi bæði liðin hafa góðum skotmönn- um á að skipa. í Fram-liðinu voru allir landsliðsmennirnir inná nær allan timann i fyrri hálfleiknum — sex af sjö leikrnönnum — en að- eins sex sinnum tókst þeim að koma knettinum framhjá Ragn- ari Gunnarssyni. Leikurinn var frábær — meðal annars varði hann viti frá Pálma Pálmasyni, og svo annað i siðari hálfleiknum — og hann kemur sterklega til greina i landsliðið eftir þessa frammistöðu. Já, meira að segja virðist hann sjálfsagður eftir þá markvörzlu, sem sýnd var I landsleiknum við Færeyjar. Ragnar lék i landsliðinu i fyrra- vetur. En Fram-liðið var einnig með góðan markvörð — Guðjón Erlendsson, sem leikið hefur nokkra landsleiki I haust, átti einn af sinum betri dögum og það segir mikið — jafnvel þó hann næði ekki Ragnari. Stefán Hafstein skoraði fyrsta mark siðari hálfleiks fyrir Ár- mann — en siðan tók Fram sprett. Skoraði þrjú mörk i röð og komst i fyrsta skipti yfir i leiknum eftir átta minútur. Armann jafnaði I 9- 9, siðan aftur i 10-10 og 11-11, en þá koma lokasprettur Fram, sem Armann réð ekki við. Þá léku linumennirnir i Fram-liðinu — landsliðsmennirnir. Björgvin og Pétur Jóhannesson, aðalhlut- Fyrst sendum við þá úr landi Sífellt auknar tæknikröfur gera þjónustu viö eigendur nútíma skrifstofuvéla, svo sem rafreikna, bókhaldsvéla og ritvéla, ómögulega án tæknimennt- aðra viðhaldsmanna með sérþekkingu á hinum ýmsu tæknikerfum. Þess vegna sendum við tæknimenn okkar til sérnáms erlendis áður en þeir taka til starfa hjá Skrifstofutækni. Tæknideild okkar, sem sér um viðhald og eftirlit, hefur nú til umráða rúmgóða vinnuaðstöðu, að Hafnarstræti 17 (Tryggvagötu megin), sem gerir okkur kleift að fullnýta þekkingu þeirra í yðar þágu! olivetti SKRIFSTOFUTÆKNIHF Tryggvagötu (Á móti Eimskip).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.