Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. visntsm'- Ætlar þú á Slade hljóm- leikana? Margrét Svavarsdóttir, nemi: — Já, ég býst nú viö þvi. Samt hef ég varla efni á að fara, en þaö reddast einhvern veginn. Nei, ég á enga hljómplötu með hljóm- sveitinni Slade. Gisli Ragnarsson, nemi: — Nei, ég kemst ekki á hljómleikana. Ég eralveg blankur. Mér likaralveg sæmilega músikin sem þeir spila. Una Einarsdóttir, nemi: — Ég er ekki viss hvort ég fer á hljómleik- ana. Ég á engan pening en kannski reyni ég að biðja mömmu að bjarga málunum. Friörik Jóhannsson.nemi: — Nei, ég hef ekki neinn áhuga á að fara. Ég er ekki hrifinn af músik eins og þeir spila. Þó að ég ætti nógan pening mundi ég ekki fara. Rögnvaldur Guðmundsson,nemi: — Nei, alveg ábyggilega ekki. Mér finnst músikin þeirra léleg og mundi ekki tima að eyöa peningum I hljómleika með Slade. Jón Guðni Kristinsson, nemi: — Nei, ég ætla ekki að fara á þessa hljómleika. Mér finnst þeir ekki vera þess virði að eyða i þá peningunum. Þar að auki finnst mér músikin léleg. LÍKA SAMKEPPNI FYRIR KARLMENN! „Einn framtakssamur” hefur hugmynd fram að færa: „Þið hjá Visi hafið tvö undan- farin ár verið með samkeppni meðal ungra stúlkna um utan- ferðir. Þið birtið myndir af þeim i litum á forsiðu, og almenningi gefst siðan kostur á að velja þá sem hljóta skal hnossið. Lang- flestir hafa mjög gaman af þessu, og ég veit að margir taka þátt i atkvæðagreiðslunni. En hvernig væri að taka sams konar keppni upp meðal sterk- ara kynsins, og þá með sama fyrirkomulagi og er hjá stúlkun- um, að sigurvegarinn fengi sólarreisu, eða frostreisu, i verðlaun. Ég er viss um, að þetta mundi skapa góða til- breytingu, og þáttur okkar karl- ■BBamaMMamOHBHOaMHHIBBBH manna yrði ekki siður vinsæll en þáttur kvenþjóðarinnar. Lesendur ættu örugglega ekki i neinum vandræðum með að velja þann „fallegasta” okkar og senda úr landi. Jafnvel rauðsokkar munu berjast með okkur i þessu (ekki satt?). Hvernig væri svo að fá að heyra álit kvenþjóðarinnar á þessari hugmynd?” Það er vist bezt að hamra járnið meðan það er heitt og minna lesendur á atkvæða- greiðsluna i keppninni sem nú stendur yfir. Atkvæðaseðlar birtust siðast i Visi á mánudag, og allir seðlar verða að hafa borizt blaðinu fyrir föstudags- :j kvöld 8. nóvember. ■■■■■■■■■■HHHHHBHHSSBBBEDHHHfl Jónas frá Skuld, Alseyjarlundakall, velur sér gómsætan bita á lundahátiðinni I Vestmannaeyjum. Ljósmyndir: GS. „Má bjóða þér bita?” — Súlli og Tóti smakka á lundanum áður en hátiðin hefst. Lundakallar úr öllum út- eyjum héldu sér ærlega lundaveizlu í Samkomu- húsinu í Vestmannaeyj- um um síðustu helgi. Þarna voru snæddir 600 lundar (300 reyktir og 300 steiktir). Lundakallarnir sáu sjálfir um allt skemmtiefni. Sungnar voru vísur um helztu eyj- arnar og bændurna á þeim. Sýndar voru mynd- ir og ýmislegt fleira sér til gamans gert, og að lokum var svo dansað til klukkan þrjú um nóttina. — GS/SH. Hér er lundinn hamflettur. ósk- ar og Hjalti eru meðai yngstu lundakalla i Eyjum. 300 REYKTIR OG 300 STEIKTIR LUNDAR HURFU Á EINU KVÖLDI LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hallgrímskirkja er meira en sóknarkirkja „Borgari” skrifar: „1 Visi hal'a komið fram mis- jafnar skoöanir vegna væntan- legra prestskosninga við Hall- grimssókn, og leyfi ég mér aö leggja nokkur orð i þann orða- sjóð. Hallgrimskirkja á Skóla- vörðuhæð er þjóöarkirkja, enda reist til minningar um séra Hallgrim Pétursson, af fleiri en þeim er teljast til sóknarbarna kirkjunnar. Tel ég ósanngjarnt að fámennur hópur þjóðarinnar velji þar menn til ævistarfa. Hallgrimskirkja á að vera op- in öllum þeim er Guðs orð vilja flytja og heyra, en að sjálfsögðu geta prestar Hallgrimssafnaðar fengið forgang að helgihaldi I kirkjunni. Við megum ekki gera Hall- grimskirkju að monthúsi eða sýningargrip, kirkjan hefur allt öðru hlutverki aö gegna. Ekki er þaö ætlun min að rýra þá menn er þjónað hafa kirkj- unni undanfarinár.þeir hafa all- ir gert það með mesta sóma, en nota mætti Hallgrimskirkju I miklu viðari. tilgangi i framtið- inni til helgihalds, bæði á rúm- helgum sem helgum dögum.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.