Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 16
vísir
Fimmtudagur 7. nóvember 1974.
Hart deilt hjó
Taflféiaginu
Miklar sviptingar uröu á
sunnudaginn á fjölmennasta
aöalfundi hjá Taflfélagi
Reykjavikur, sem nokkru sinni
hefur verið haldinn. Nýr for-
maöur félagsins var kjörinn Guö-
finnur R. Kjartansson meö 49 at-
kvæöum en keppinautur hans
Edgar Guömundsson fékk 37 at-
kvæöi.
Deilurnar standa um málefnin,
sem þessir tveir menn eru full-
trúar fyrir. Edgar hefur marga
helztu skákmenn okkar að baki
sér, en þeir vilja beina auknum
kröftum i það, að hefja skák-
iþróttin aftur til vegs og upp úr
þeim öldudal, sem hún nú er i.
Einkum er það efling félagslifs-
ins, sem þeir hafa i huga.
A móti eru Guðfinnur og þeir,
sem honum fylgja, er leggja vilja
aðaláherzlu á að ljúka byggingu
nýs skákheimilis. Fundinum á
sunnudaginn var frestaö, en
komiö veröur saman á ný núna á
sunnudaginn. —JB
ENN MALAFERLI HJÁ
SL ÖKKVIL IÐSM A NNIN UM
— nýtt meiðyrðamál í uppsiglingu?
Gunnar Jónsson, fyrrverandi
slökkviliösmaöur á Keflavikur-
flugvelli, hyggur nú aftur á
málaferli vegna brottreksturs
hans úr slökkviliði Keflavikur
flugvallar.
Fyrir um mánuði siðan féll
dómur i máli, er hann höfðaði á
hendur fjármálaráðuneytinu,
vegna uppsagnarinnar. Hann
fékk þar dæmdar nær 500
þúsund krónur i miskabætur og
laun.
Fjármálaráðuneytið tekur
ákvörðun i næstu viku um það,
hvort dómnum verður áfrýjað.
Mjög liklegt er að svo verði, þar
sem um grundvallarmál er að
ræða.
Nú undirbúr Gunnar nýtt mál
á hendur Sveini Eirikssyni
slökkviliðsstjóra vegna um-
mæla um þennan dóm, er fram
komu i viðtali við VIsi.
„Sveinn heldur þvi fram, að
ég hafi safnað gegn honum
undirskriftum á fölskum og
upplognum forsendum”, segir
Gunnar. „Ég hlýt þá samkvæmt
þessu að vera fjandi sterkur
karakter, ef ég fæ 44 af 64
slökkviliðsmönnum til að
standa með mér gagnvart
slökkviliðsst jóra ’ ’.
Blaðið hafði samband við
Svein Eiriksson, slökkviliðs-
stjóra, og spurði hann, hvernig
hann hygðist bregðast við lög-
sókninni.
„Ég held, að ekkert hafi
komið fram I þessu viðtali, sem
ekki er hægt að standa fullkom-
lega við”, sagði Sveinn.
„Ástæðurnar fyrir brott-
rekstrinum voru ærnar”.
Það, sem Gunnari gremst
mest I ummælum Sveins er, að
sifelldur undangröftur hans
hefði stórlega getað veikt alla
starfsemina og samstarf liðs-
manna slökkviliðsins. Þá segir
Sveinn einnig i viðtalinu, að
hvernig, sem máíinu endanlega
lyktar fyrir dómstólum, þá hefði
slökkviliðið sem slikt unnið
sigur, þvl bylting hefði orði á
liðinu, öllu, eftir að maður þessi
hvarf úr starfi.
Ein af forsendum þess, að
slökkviliðsmanninum voru
dæmdar miskabætur vegna
brottrekstursins var trúnaðar-
bréf, sem hann gat lagt fram.
Þar gerði Sveinn Eiriksson,
slökkviliðsstjóri, yfirmanni
varnarliðsins, grein fyrir brott-
rekstrinum. Sveinn telur, að
bréfið sem forsenda dómsins sé
óraunhæft, þar eð hér var um
einkamál og trúnaðarbréf að
ræða.
„Bréf þetta barst mér i póst-
hólf mitt I Keflavik frá
óþekktum aðila”, segir Gunnar
til skýringar á þvi, hvernig
bréfið barst honum.
„Bæði var bréf þetta sent til
starfsmannahalds varnarliðs-
ins, og svo til varnarmála-
deildar, sem i sitja 10 menn.
Það er vart hægt að kalla
bréfið trúnaðarbréf lengur,
þegar það hefur farið um
hendur fjölda manna” , sagði
Gunnar.
—JB
Pulvinna hjá þing-
mönnum í vetur
— a.m.k. 60 stjórnarfrumvörp lögð fram, auk allra þing -
mannafrumvarpa
Alþingi kemur ekki til meö aö
sitja auöum höndum I vetur. t öll-
um ráöuneytunum er veriö aö
undirbúa stjórnarfrumvörp eöa
búiö aö undirbúa þau. t fylgiskjali
meö stefnuræöu forsætisráöherra
er getiö fiestra frumvarpanna.
Samtals eru þaö 60 lagafrum-
vörp, og enn vantar þó nokkur
upp á, sem eru ekki aö fullu frá-
gengin. Sum þessara lagafrum-
varpa eru endurflutt. Sum þeirra
voru meira aö segja lögö fram
fyrir tveimur árum, en hafa enn
ekki veriö aö fullu rædd.
Auk þessara frumvarpa má svo
búast við fjöldanum öllum af
þingmannafrumvörpum og
þingsályktunartillögum. Það
verður þvi nóg að gera á þingi I
vetur ef á að takast að ljúka af-
greiðslu allra þessara mála.
Segulbönd í dómssali
Dómskerfið hefur löngum mátt
búa við það, að allt, sem sagt er I
réttarsölum, verður að skrá á
blað jafnóðum. Frumvarp til
laga um breytingu á lögum um
meðferð einkamála I héraði, bæt-
irþetta seinvirka kerfi. Breyting-
in varðar heimild til hljóðritunar
á dómþingum.
Þetta frumvarp er frá dóms-
málaráöuneytinu. Annað frum-
varp þaðan varðar gagngera
endurskoðun á meðferð skot-
vopna og sprengiefna.
og ályktunartillagna
Byggingarmál samræmd
Félagsmálaráðuneytiö hefur
m.a. á sinni könnu frumvarp til
laga um byggingarsamþykktir.
Þar er stefnt aö einum lögum um
byggingarmál og byggingarsam-
þykktir fyrir allt landið.
Eftirlit hert með útþenslu
ríkisbáknsins
1 samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar um að hefta út-
þenslu rikisbúskaparins, verður
lagt fram frumvarp til laga um
eftirlit með ráðningu starfs-
manna I þjónustu rikisins. Þessi
lög varða einnig eftirlit með
aukningu húsnæðis rlkisstofnana.
Þetta frumvarp er á vegum
fjármálaráðuneytisins. Frá þvi
kemur einnig frumvarp um
skráningu og mat fasteigna.
Mikilvæg heilbrigðisfrum-
vörp lögð fram
Fóstureyðingarfrumvarpið
kemur nú á ný fyrir þing, en ekki
tókst að ljúka afgreiðslu þess á
siðasta þingi. Þá má einnig nefna
frumvarp til nýrra laga um tann-
lækningar, lyfjaheildsölu, lyfja-
framleiðslu, tryggingardóm og
félagsráðgjöf, öll hjá heilbrigðis-
og tryggingaráðuneytinu. A veg-
um þess ráðuneytis er hafin eða I
þann veginn aö hefjast endur-
skoðun á lögum um almanna-
tryggingar, vátryggingastarf-
semi og um störf og menntun
ýmissa heilbrigðisstétta.
Breyting á afréttamálefn-
um
Landnýtingar- og landgræðslu-
nefnd hefur samið frumvarp til
laga um breytingu á lögum um
afréttamálefni, fjallskil o.fl. Þau
lög sem breyta skal eru nýlega
frá ’69. Væntanlega mun hin nýja
lagasetninga gera ýmis ákvæði
um afrétti skýrari, svo forðast
megi deilur og setja skýr ákvæði
um landareignir býla á afréttum.
Frumvörp um nýja skóla
Menntamálaráðuneytið hefur
undirbúið nokkur frumvörp sem
kveða á um nýja skóla og skóla-
fræðslu. Gert er ráð fyrir
he im il i sf r æ ða skó la, hús-
stjórnarkennaraskóla og fjöl-
fatlaðraskóla. Þá eru ráðgerð lög
um fulloröinsfræðslu og breyting-
ar á Hótel- og veitingaskólanum.
Breytingar á viðskipta-
málum
Viðskiptaráðuneytið leggur
fram þrjú frumvörp. Eitt er um
ný lög um hlutafélög, og þótti vist
ýmsum full þörf á slikum lögum
fyrr. Þá eru undirbúin lög um af-
borgunarkaup. Einnig verður
lagt fram frumvarp um Firma-
skrá rikisins. — óH.
TEMPLARAR SELJA TE
Kannski reka menn upp stór augu, þegar barið veröur aö
dyrum hjá þeim á morgun og þeim boöið te — tilkaups.
Það eru tsienzkir ungtempiarar, sem hafa þessa nýstárlegu
fjáröflunaraðferö. . Þeir ætia aö selja te, bæöi úr tjaidi I miö-
bænum og svo meö þvi aö ganga fyrir hvers manns dyr.
Þvi fé, sem safnast á þennan hátt, verður variö tii aö styöja
Ceylonbúa, sem eru þurfandi fyrir aðstoö. Þaö er einmitt teiö
þeirra, sem ungtemplarar selja — og hvaö er betur viöeigandi?
Ljósm. B.G.
Hœkkar bensínið enn einu
Hœkkun ó slysatryggingu ökumanna kann
að hafa óhrif á bensínverðið
Slysatrygging
ökumanna var einn af
þeim útgjaldaliðum, sem
var gert ráð fyrir að félli
niður, er bensínið hækk-
aði nú í haust.
Upphaflega var gert ráð fyrir
7 króna hækkun á hvern lltra, en
siöar var sú tala lækkuð niöur i 6
krónur. Hvaða útgjaldaliöir
féllu niöur i staðinn, var hins
vegar ekki endanlega ákveðið,
nema hvað þungaskattur af
bensinbifreiðum var lagður
niður.
Alþingi á enn eftir að sam-
þykkja niðurfellingu á slysa-
tryggingargjaldi ökumanna, en
i tillögum um það gerir fjár-
málaráðuneytið ráð fyrir, að á
móti þurfi að koma 70 milljónir
króna úr rlkissjóði. Þessar
tölur eru miðaðar viö tekjur
Tryggingastofnunarinnar af
slysatryggingargjaldinu á
siðasta ári.
Nú er hins vegar ljóst, að
upphæðin þarf að vera mun
hærri til aö ná endum saman.
Tryggingastofnunin hefur þó
enn ekki gert dæmið upp frá
sinni hlið, en tölunni 140 millj-
ðnir hefur brugðiö fyrir.
Væntanlega getur Trygginga-
stofnunin gert grein fyrir fjár-
þörf sinni vegna slysa-
tryggingar ökumanna mjög
bráölega.
Forsendur fyrir hækkunum
eru margvislegar. Bæði hafa
tryggingabætur hækkaö, frá þvi
að dæmið var gert upp snemma
á þessu ári, bilum hefur fjölgað
og að auki varð tap á þessari
slysatryggingu á siöasta ári.
Með öllu er óvist, hvernig
alþingi kemur til með að af-
greiða þessi mál. Til greina
kemur bæði,að tryggingarfyrir-
komulagið haldist óbreytt og
ökumenn greiði áfram sina
tryggingu og þá hækkaða, eins
getur rikissjóður tekið að sér að
greiða iögjöldin fyrir ökumenn,
og I þriðja lagi er sá möguleiki
fyrir hendi, að rikissjóður
standi sjálfur undir bótagreiðsl-
um.
Ef valinn verður annar hvor
siöari kostanna, má gera ráð
fyrir þvi, að benzinið hækki enn
aftur, þar sem þessi útgjalda-
liður hefur hækkað svo mjög.
—JB
sinni?
Fátt hefur hækkað eins og
blessað bensinið. Má búast við.
að enn verði hert á þvl með
heimatilbúnum hækkunum?