Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. 13 Við eigum miklar eignir i þessum plötum....heldurðu ekki að við getum fengið bankalán út á þær til að kaupa nýjar....? i Hvernig skyldi standa á þvi að flugvélarnar ! hoppa ekkert nema þegar ég sit i þeim? Vilja skrifast á Hjálparbeiðni Húnvetningar i Reykjavik Tökum höndum saman og komum á móts við Björn Magnússon og Aðalheiði Ingvars- dóttur Hólabaki i Þingi vegna stórbrunans, er þau misstu 14 nautgripi, 800 hesta af heyi, fjós og hlöðu 23. október síðast liðinn. Sýnið sýslungum ykkar hlyhug með fjárframlögum og ritið nöfn ykkar á lista, er liggur frammi að Hraunbæ 98 (fyrstu hæð til hægri). Tekið er á móti framlögum eftir kl. 7 á kvöldin til 18.nóv. n.k. Sigriður Sigurðardóttir Baldur Magnússon. ÝMISLEGT Aðstandendur drykkjufólks Simavakt hjá Ala-Non, að- standendum drykkjufólks, er á mánudögum kl. 15 til 16 og fimmtudaga kl. 17 og 18. Fundir eru haldnir hvern laug- ardag i safnaðarheimili Lang- holtssóknar við Sólheima. Simi 19282. 14 ára kanadiskan dreng langar til að skrifast á við jafnaldra sina á Islandi með frimerkjaskipti i huga. Rick Christensen 8855-111 st. Delta B.C., Canada. Eftirfarandi stúlkur óska eftir að komast i bréfasamskipti við íslendinga: Claudia Reimann 754 Calau Otto-Nuschke - str. 61 DDR (16 ára) Uta Petschick 7701 Spohia Nr. 43 DDR (16 ára) Petra Lubig 759 Spremberg Drebkauerstr. 14 DDR (17 ára) Marta Wirkus 7544 Vetschau Lindenstr. 20 DDR (16 ára) Martina Graupner 8601 Doberschutz bei Neschwitz DDR (16 ára) Þær skrifa á þýzku og ensku. ★ Mig langar að komast i bréfa- viðskipti við stelpu á aldrinum 11- 12 ára. Ingibjörg Guðmundsdóttir Suðurgötu 99 Akranesi. -K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K-k-lt-k-k-k-K-K-k-k-K-k-k-k-k-k-k-K-K-k-K-K-k-KÍ ★ ★ * ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ í ★ ★ ★ $ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ■¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t ¥ í I ! 1N m Spáin gildir fyrir föstudaginn 8. nóv. f Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þú hefur tilhneigingu til að dæma fólk á röngum forsend- um. Fjarlægðarskynið er lika eitthvað ekki I lagi •svo þú skalt ekki ákveða málin allt of fljótt. Nautið,21. april-21. mai. Þú virðist vera I skapi til að skapa eitthvað i dag og gætir komið fram með eitthvað alveg nýtt af nálinni. Ekki sökkva þér niður i dulræn efni. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Hlutirnir koma til með að verka ruglandi á þig I dag, sérstaklega i kringum heimili þitt. Þú verður að sjá eitthvert vit út úr allri vitleysunni. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Flýttu þér ekki of mikið i dag. Þú gætir þurft að snúa til baka til að leiðrétta villurnar, ef þú ert ekki varkár. Þú færð gott tilboð. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. óhófleg eyðsla er ógn- un við jafnvægi I peningamálum. Athugaðu hvað þú getur gert til að spara. Vertu góður við gamla fólkið, þú átt eftir að eldast sjálfur. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þú ert i skaDÍ til að gera einhverjar breytingar en ert samt ekki of viss um sjálfan þig. Ráðfæring við reyndari manneskju getur hjálpað upp á sakirnar. Vogin,24. sept.-23. okt. Vertu einlægur þegar um er að ræða kvartanir eða erfiðleika. Reyndu ekki- að búa til sögur i von um að hljóta meiri samúð. Einhvera er oft þroskandi. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Það er heilmikið að gerast hjá þér, og margt af þvi skemmtilegt, en varastu að ofgera sjálfum þér. Sjálfsstjórn er einn af góðu mannkostunum. Bogmaðurinn,23. nóv.-21. des. Þú þarft ef til vill að taka á varakraftinum til að ná einhverjum árangri i dag. Þú þarft að gefa eitthvað upp á bátinn.til dæmis leiðinlegt starf. Steingeitin,22. des.-20. jan. Það er timi til kom- inn að fara að gagnrýna sjálfan sig smávegis. Farðu samt ekki að breiða sængina upp fyrir haus, það má bæta úr öllu. Gerðu jákvæða hluti. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb. Hafnaðu ekki trausti annarra. Fjárfestingarmöguleikar eru fyrir hendi en gætu verið vafasamir. Treystu ekki á dómgreind annarra meira en þina eigin. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. Láttu ekki draga þig á asnaeyrunum. Þú býst við of miklu af öðrum eöa' þéir af þér. Forðastu að umgangast vafasamt fólk. Aðrir munu hugsa að hver dragi dám af sinum sessunaut. ! ★ i í ¥ ¥ ! ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ I t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ t ¥ I ¥ ¥ ¥ t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ o □AG | n KVÖLD | Q □AG | D KVÖLD | n □AG | ÚTVARP • 13.00 A frivaktinni Margret Gúðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Frá getnaði til fæðingar Þriðji og siðasti þáttur um meðgöngutimann. Umsjón: Guðrúri Guðlaugsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Janos Starker sellóleikari og György Sebök pianóleikari flytja Sónötu i D-dúr op. 58 eftir Mendelssohn. Ingrid Haebler leikur á pianó Sónötu i Es-dúr op. 122 eftir Schubert. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.30 Timi fyrir unglinga: Kristin Unnsteinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna Dr. Finnbogi Guð- mundsson ræðir um tvö vestur-islensk skáld, Jó- hann Magnús Bjarnason og Stephan G. Stephansson. Lesið verður úr „Eirikur Hansson”, — saga eftir Jó- hann Magnús Bjarnason, flutt „Illugadrápa” eftir Stephan G. Stephansson og lesiðúr bréfum hans. Leikin verður tónlist eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Flytjendur ásamt stjórn- endum: Helga Stephensen og Knútur R. Magnússon. 17.30 Framburðarkennsla I ensku á vegum Bréfaskóla StS og ASl. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Flokkur islenskra leik- rita VI. „Skálholt” eftir Guðmund Kamban. (Hljóð- ritun frá 1955). Þýðandi: Vilhjálmur Þ. Gislason. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Dr. Páll Isólfsson leikur á orgel. Kristján Albertsson rithöfundur flytur inn- gangsorð. Persónur og leik- endur: Brynjólfur Sveins- son, biskup ... Þorsteinn ö. Stephensen, Biskupsfrúin ... Ingibjörg Steinsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir ... Herdis Þorvaldsdóttir, Daði Halldórsson ... Róbert Arnfinnsson, Helga i Bræðratungu ... Arndis Björnsdóttir, Dómkirkju- presturinn ... Haraldur Björnsson, Prófasturinn ... Gestur Pálsson, Séra Arni ... Jón Aðils. Aðrir leikend- ur: Þóra Borg, Edda Kvar- an, Nina Sveinsdóttir, Bryn- dis Pétursdóttir, Hólmfrið- ur Pálsdóttir og Lárus Páls- son. Kynnir: Andrés Björnsson. 21.45 Hljómsveit Roberts Stolz leikur þekkt lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „i verum” sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar Gils Guðmundsson les (3). 22.35 Frá alþjóðlegu kóra- keppninni „Let the Peoples Sing” — fimmti þáttur Guð- mundur Gilsson kynnir. 23.10 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. VÍSIR flytur nýjar fréttir Vísiskrakkamir bjóða fréttir sem skrifaðar voru 2 'A klukkustund fyrr. VISIR fer í prentun kL hálf-eilefu að morgni og er á götunni klukkan eitt. P ^fréttirnar VISIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.