Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. cTVIenningarniál Frelsi og bylting Leikfélag ReykjaVikur: MEÐGÖNGUTÍMI Sjónleikur eftir Slawomir Mroz- ek Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson Þýöandi: Hólmfriöur Gunnars- dóttir Leikmynd: Stcinþór Sigurösson Ljósameistari: Gissur Pálsson Eins og fyrri leikrit Slawomir Mrozeks sem hér hafa verið sýnd, Á rúmsjó, Tangó, er vist óhjákvæmilegt að lita á Meðgöngutima sem pólitiska dæmisögu. Það er óhjákvæmilegt vegna þess að pólitiska merkingin er alveg rikjandi i leiknum, leiksagan sjálf fyrst og fremst tæki til að fram- fleyta henni, og þætti ¥ EFTIR ÓLAF JÓNSSON En þannig séð er hugmynda- fræöin i Meögöngutlma furöu lík Tangó um árið — nema hér er hún einfaldari og kannski aö þvi skapi eindregið neikvæöari. Bæöi leikritin draga saman i einfalda afkára-mynd dæmi beldis I Meðgöngutlma sem tákn og llkingu upp á til dæmis sigrihrósandi bolsévikabyltingu austan fyrir tjald, eða leggja hana út I vlötækara samhengi, sjá til aö mynda Kjartan sem tákngerving hins alltgleypandi neytanda I vestrænu velferöar- þjóöfélagi. Þessi slðarnefndi skilningur er kannski freistandi ef þaö er rétt, sem ég raunar ekki veit, aö Meðgöngutlmi sé nýlegt verk af nálinni, samið eftir aö Mrozek fluttist heiman aö frá Póllandi og settist aö á Vesturlöndum. Þá má kannski sjá gestinn I leiknum, hinn „frjálsa stjórn- leysingja” sem Þorsteinn Gunnarsson leikur, meö stúdentauppreisnina I Frakk- landi vorið 1968 I baksýn: svo mikið er llka víst að gesturinn er sú persóna sem meinlegust- um tökum er tekinn og versta útreið fær I leiknum. Meðgöngutimi er sem sé, eins og Tangó, næsta svartsýnt verk hvernig sem reynt er aö ráða I hiö pólitiska hugmyndafar Kynslóöir I einni sæng: Konan og Maöurinn, Sigrföur Hagalin og Jón Sigurbjörnsson, Karlinn, Helgi Skúlason, og Gesturinn, Þorsteinn Gunnarsson. vist marklitil án sinnar pólitisku útleggingar. Annað mál er það að væntanlega ráða menn með ýmsum hætti hið pólitiska dæmi leiksins, hver eftir sinum smekk og viðhorfum — þeir sem i leikhús fara til að ráða dæmi. langrar félagslegrar og póli- tiskrar þróunar, þriggja kyn- slóöa eða svo, og báöum lýkur meö svipuðum hætti: Eftir held- ur ráðlitla byltingu I nafni frels- is, lýöræðis, framfara stendur nakið og blóðugt valdiö sigri- hrósandi i leikslokin, ruddinn Eddi I Tangó, vigtenntur óvitinn sem Kjartan Ragnarsson leikur i Meðgöngutlma. Menn geta svo hagað þvi eftir vild og hentug- leikum slnum hvort þeir llta á þessa imynd hins glórulausa of- leiksins, og hin svarta sýn er hér látin uppi I svartafyndni absúrd-leikhússins. Frá þvl er sagt að þegar verk evrópskra absúrdista, Becketts, Ionescos, bárust austur fyrir tjald hafi þeim verið fagnandi tekið —• ekki sem heimspekilegum eða trúarlegum heldur pólitlskum táknlikingum, ekki bara sem nýstárlegum leikstíl heldur nýj- um pólitískum leikstil. Sá Godot sem beðið var eftir fyrir austan var ekki nein frumspekileg Sameinaöir stöndum vér: Maöurinn, Jón Sigurbjörnsson, og Gesturinn, Þorsteinn Gunnarsson. guösgerving, heldur tákn og Igildi hinna pólitlsku fyrirheita kommúnismans og byltingar- innar sem öll höfðu brugðist. Þetta mál hefur nú kannski ein- faldast eitthvað I afspurnum. En svo mikið er vlst að afkára- leikir og söguþættir Mrozeks virðast einatt þrungnir póli- tiskri merkingu, einstök orö- svör, persónusköpun og tákn- gerving, öll formskipun leikj- anna — sem spursmál var kannski hvort skilaði sér og nýttist til hlltar I þýðingu á ann- að mál I öðru menningarlegu og pólitisku umhverfi. Þá var það hinn svarti farsi sem hélt uppi skemmtigildi leikjanna sem um leiö urðu heimildir um pólitik og stjórnarfar I heimkynnum leikjanna og höfundarins. Þetta á svo sem einnig við um Meðgöngutima nema leikurinn er allur einfaldari I sniðunum en t.a.m. Tangó var, umræða og boðskapur hans að þvl skapi af- dráttarlausari. Hinar þrjár kynslóðir I leiknum, elliær afinn (Helgi Skúlason), vesalings miðaldra foreldrarnir sem dreymir um frelsi og framfarir (Jón Sigurbjörnsson og Sigriður Hagalin) og risavaxinn sísvang- ur óvitinn (Kjartan Ragnarsson) sem þau geta I frelsisins heilaga nafni, skipa sér fyrirhafnarlaust upp I hina pólitisku dæmisögu hvort sem menn svo vilja leggja hana út I austur eða vestur eða einhvers staðar þar I milli. Og sem betur fer er pólitiska útleggingin ekki einasta hjálpræði leiksins: hin skringilega saga sem ber hana uppi og fram er ágætlega virk I öllum sinum afkáraskap, leikurinn firrist allar málaleng- ingar út af efninu, greiður I spori og skýrmæltur og þess vegna ansi skoplegur. í sýningu Leikfélags Reykja- víkur, sviðsetningu Hrafns Gunnlaugssonar, var einmitt lögð rækt við þessa eðliskosti leiksins, einfaldleik og stll- færslu, klára og skýra persónu- mótun, það sem hún náði, létt- viga hantéringu hinna alvöru- gefnu útleggingarefna I leikn- um: af þessari frumraun hans að dæma er Hrafn hagvirkur og smekkvls leikstjóri. Þá er llka aö þvi að gá að leikurinn leggur engin þau vandamál né við- fangsefni fyrir sem hinni reyndu og velvirku áhöfn hans sé eða ætti að vera ofvaxin. Fyrir minn smekk kom Þor- steinn Gunnarsson samt nýstár- legast fyrir I hópnum: hinn lubbalegi gestur hans var kátleg og meinleg mannlýsing guðfað- ir og fyrsta fórnarlamb hins blinda og ófrýna byltingarafls I leiknum. t frelsisins nafni: Kjartan Ragnarsson, Barniö og Þorsteinn Gunnarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.