Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. 1 REUTER A P UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Haukur Helgason Frjálslyndið sigrar nú í suðurfylkjunum t suðurfylkjum Bandarikj- anna, þar sem ihaldssamir demókratar drottnuðu til skamms tima, varð hreyfing i átt til frjáislyndis i kosningun- um i fyrradag. Magrir demókratanna, sem nú sigruðu i þing- og fylkis- stjórakosningum, létu kyn- þáttamál lönd og leið og boðuðu ,,ný suðurfylki”. Þrir nýir öldungadeildar- menn, Dale Bumpérs, sem var áður vinsæll fylkisstjóri i Arkansas, Robert Morgan i Norður Karólinu og Richard Stone i Florida, eru allir þekktir að frjálslyndri stefnu i kyn- þáttamálum. Þeir unnu allir þingsæti, sem áður voru i höndum ihaldssamra. I Florida var Reubin Askew endurkjörinn fylkisstjóri með yfirburðum, þótt hann styddi þá skipan að aka skólabörnum milli hverfa til að blanda hvitum og svörtum sem mest. í Georgiu vann hinn frjáls- lyndi fylkisstjóri George Bushbee yfirburðasigur á öfga- fullum hægri sinna, Ronnie Thompson borgarstjóra i Macon, sem hefur viðurnefnið „vélbyssan”. Thompson fékk viðurnefni sitt, eftir að hann hafði skotið á leyniskyttu i Macon. Siðar skipaði hann lögreglu borgar- innar að skjóta menn til bana, ef þörf gerðist til að stöðva ræningja. Hann lét setja upp að- vörunarskilti, þar sem likams- árásarmenn voru varaðir við, að þeir yrðu skotnir. Einnig keypti hann skriðdreka af um- frambirgðum hersins til að nota I götuóeirðum. I Tennessee er nýkjörinn fylkisstjórí talinn „alþýðusinn- aður demókrati”. Hann hefur gagnrýnt oliufélög fyrir of mikinn ágóða. Fylkisstjórinn, Ray Blanton, greiddi atkvæði gegn umbótum i kynþátta- málum, þegar hann var á þingi en siðar snerist honum hugur, og hann hlaut mikið fylgi blökkumanna i borgunum Memphis og Nashville. í Memphis var svertinginn Harold Ford, demókrati, kjörinn i kosningum til fulltrúa- deildarinnar. Hann velti úr sessi Ihaldssömum repúblikana, Dan Kuykendall. Blóð og tár Eldur og reykur I verzlunarhúsum f Belfast f morgun, eftir að mikil sprenging varð f vörubifreið f göt- unni Musgrave Street. Dagiega eru fréttir um skemmdarverk og manndráp vegna átakanna á Norð- ur-trlandi. 138 HAFA FALLIÐ FYRIR MORÐINGJUM Umsátursástandi var i gær lýst yfir i Argentinu vegna baráttu stjórn- valda við vaxandi öldu pólitiskra ofbeldisverka. Nú fær lögreglan og herinn, ef rikisstjórnin kýs að beita honum, alger völd til að handtaka fólk og gera húsleit. Það er i fyrsta sinn, siðan borgaraleg rikisstjórn tók við af hernum fyrir 17 mánuðum, að slikt ástand skapast. Innanrikisráðherrann, Alberto Rocamora, tilkynnti um umsátursástandið, sem eru I reynd herlög með vægari hætti. „Ofbeldisbylgjan er komin i þær öfgar, að lifi skólabarna er hætta búin,” sagði hann. Siðan Maria Estela Peron komst til valda I forsetaembætti að eiginmanni sinum látnum, 1. júli, hafa 138 manns verið myrtir af öfgahópum hægri og vinstri manna. Stuðningsmenn rikisstjórnar- innar fögnuðu yfirlýsingunni um að svipta landsmenn, 25 milljónir, borgaralegum réttindum. Stjórnarandstæðingar, sem eru i niu flokkum á þingi, munu senni- lega fara varlega i gagnrýni á þessari ákvörðun rikisstjórnar- innar. Ungir byltingarsinnaðir perónistar hafa nýverið tekið höndum saman við borgaskæru- liða marxista I baráttu gegn rikisstjórninni. Morðsveitir, sem kallast samtök argentinskra and- kommúnista, AAA, hafa myrt fjölda vinstri manna. öfgamenn hafa nú siðast hótað að drepa kennara og skólabörn. Allt hefur verið I kalda koli I Argentlnu, siðan ekkja Perons, Maria Estella, tók við stjórn. Viðurkenna loks samdráttinn Fjármálaráðherra Bandarikj- anna, William Simon, viður- kenndi I dag i fyrsta skipti, að samdráttur rikti i efnahagsmál- um iandsins. Hann sagði hópi hagfræðinga i Chicago: „Ég álit, að sú mein- semd, sem nú er i efnahagsmál- um, verði siðar bókfærð sem samdráttur”. Stjórnin hefur hingað til neitað að viðurkenna þetta. Simon sagði, að stjórnin mundi hvergi hopa i boðaðri stefnu sinni i efnahagsmálum þrátt fyrir sig- ur demókrata i kosningunum. MeHumomma tapaði naumlega Meira var um vln en konur i nótt, þegar Beverly Harrell, er rekur hóruhús i Nevada, tapaði kosningum til fylkisþings fyrir eiganda vinbúðar, Don Moody. Hin lágvaxna og bláeyga Harrell tapáði með 2.674 at- kvæðum gegn 2.552. Þó héldu stúlkur hennar og viðskiptavinir hátiðlega fyrstu tilraun „mellumömmu” i sögu Bandarikjanna til að ná kosn- ingu á þing. Glaumur og gleði var rikjandi. Vændishús eru leyfð i Nevada. Námumenn og kúrekar byrj- uðu fagnaðinn, þegar fyrstu töl- ur gáfu til kynna, að Harrell mundi hafa betur. Hún hafði sigrað Moody i forkosningum demókrata, en hann bauð sig fram engu að siður, þar sem enginn repúblikani var i fram- boði. Ford vill grafa stríðsöxina Ford Bandarikjaforseti segist reiðubúinn að grafa striðsöxina i stjórnmálunum og starfa með þinginu að endurreisn efnahags- ins og öðrum vandamálum. Hann segist munu ganga meira en hálfa leið til móts við demókrata, sem liafa yfirburði á þingi. Leiðtogi demókrata i öldunga- deildinni, Mike Mansfield, sagði Ford i gær, að demókratar mundu vinna með honum i baráttu við verðbólgu. „Ég vona,” sagði Mansfield, ,,að við getum hafið samstarf, nú þegar kosningarnar eru afstaðnar, og ég veit, að þú vilt það. Ég get full- yrt, að öldungadeildin vill það, og ég er viss um, að fulltrúadeildin gerir það einnig.” Staðan er þessi eftir kosning- arnar (talningu er ekki lokið á fjórum stöðum): Fulltrúadeild: Demókratar 292, repúblikanar 143. Demókratar bættu þar við sig 44 sætum. öldungadeild: Demókratar 61, repúblikanar 36. Demókratar bættu við sig þremur, en i morgun var enn óvist um úrslit i Oklahoma, Nevada og Norður Dakóta. Dularfull drápsfœki \ Menn biða spenntir eftir að líta manna, sem liklega verða sýnd I augum ýmis ný vopn Sovét- dag á 57 ára afmæli byltingarinn- ar. Hersýning verður með hefð- bundum hætti á Rauða torgi. Fulltrúar Vesturlanda hafa einkum áhuga á hinni dularfullu „x” eldflaug, svo og vopnum, sem voru notuð I Mið-Austurlönd- um og Vietnam. „x” flaugin var rétt sem snöggvast sýnd hernað- arfulltrúum að vestan fyrr á ár- inu. Einnig beinist athyglin, að litlum skeytum til að granda flug- vélum, sem hermenn geta skotið af öxlinni. Fylkisstjórar: Demókratar 36, repúblikanar 12, óháður 1. Demókratar bættu við sig fjórum, en óljóst er um úr- slit I Alaska. (íblaðinui gær varð villa i þessum úrslitum sakir skekkju i fréttaskeyti að utan).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.