Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritst jórnarfulltrúi: Auglýsingaá'tjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Svcinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Við eygjum Ijós í stefnuræðu Geirs Hallgrimssonar forsætisráð- herra i fyrrakvöld kom fram, að nýjustu þjóðhagsspár benda til þess, að björgunarað- gerðir rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum muni stuðla að verulega bættu ástandi á næsta ári. Verðbólgan, sem stefndi langt yfir 50% og sennilega i 60% á þessu ári, hefur verið stöðvuð i 42%, sem að sjálfsögðu er Islandsmet. Það met verður ekki slegið á næsta ári, þvi að sér- fræðingar spá, að verðbólgan verði komin niður í 15% undir lok næsta árs. Verðum við þá aftur far- in að nálgast skaplegri tölur en við höfum búið við á undanförnum árum. í fyrra var hallinn á viðskiptunum við útlönd um 2,6 milljarðar króna eða um 3% af þjóðar- framleiðslu. 1 ár rýkur þessi halli upp i 12,5 milljarða króna eða um 9,5% af þjóðarfram- leiðslu. Þessi rosatala sýnir ásamt verðbólgunni, hversu hrikalegt ástandið var orðið á þessu hausti. Spáð er, að á næsta ári lækki viðskipta- hallinn niður i 9-9,5 milljarða eða i 50% af þjóðar- framleiðslu. Þetta er nokkur bati en ekki nægilegur, enda þarf enginn að undrast, að það taki meira en eitt ár að koma þjóðarskútunni fyllilega á flot. Miklu máli skiptir þó, að horfur eru á, að greiðslujöfn- uður náist gagnvart útlöndum þegar á næsta ári. Gjaldeyrisvarasjóðurinn, sem nú er kominn niður i 2 milljarða króna og nægir ekki nema fyrir hálfs mánaðar innflutningi, ætti þvi ekki að rýrna meira en orðið er. Til samanburðar má geta þess, að i ár verður hallinn á greiðslujöfnuði gagnvart útlöndum um 6,5 milljarðar króna. í ljósi þessara talna má segja, að þjóðin sleppi nokkuð naumlega við gjaldþrot i viðskiptum sin- um við umheiminn og sé raunar ekki enn komin úr allri hættu. Enn rikir óvissa um vinnufrið i landinu og auk þess geta ytri aðstæður breytzt okkur i óhag. Rikisstjórnin hefur nú þegar staðið fyrir gengislækkun, hækkun óbeinna skatta, sérstök- um ráðstöfunum i sjávarútvegi, frystingu kaupgreiðsluvisitölu og greiðslu launajöfnunar- bóta, svo að dæmi séu nefnd. Hún hyggst áfram vinna að þvi á næsta ári að draga úr hraða verðbólgunnar og tryggja sæmilegan jöfnuð i greiðslum gagnvart útlöndum án þess að gripa til harkalegra samdráttaraðgerða, er geta teflt at- vinnuöryggi og lifskjörum almennings i hættu. Takist þetta, geta lifskjör á næsta ári haldizt óbreytt frá þvi, sem var i fyrra og hittifyrra. Þá megum við teljast hafa vel sloppið eftir að hafa rambað á barmi þjóðargjaldþrots á siðari hluta þessa árs. Okkar hlutur verður þá betri en flestra nágrannaþjóða okkar, sem búa við hnignandi lifskjör og vaxandi atvinnuleysi og hafa ekki von um bata á næsta ári. Þjóðarskútan hefur verið að brenna. Rik- isstjórnin hefur verið önnum kafin við að slökkva það bál og verður svo áfram á næsta ári. Miklu máli skiptir, að þorri þjóðarinnar meti rétt nauðsynina á þessu slökkviliðsstarfi og styðji viðleitni rikisstjórnarinnar eftir föngum. Þá mun þjóðinni vel vegna, þótt á móti blási. -JK Aldrei fleiri konur í framboði en í fyrradag: „kr konunnar i banda- rískum stjórnmálum" Hvað er sameiginlegt með nunnu í Arizona# kyn- villtri konu í Boston og mellumömmu i Nevada? Jú/ þær eru allar konur, og þær voru allar í framboði í kosningunum í Banda- ríkjunum í fyrradag. Þetta er „ár konunnar" f bandarfskum stjórnmál- um. Hin nýja kvenfrelsis- hreyfing hefur haft áhrif allt frá Grikklandi til Bandaríkjanna. I miklu ríkara mæli en áður láta konur til sin taka í stjórn- málum. Nýkjörinn fylkisstjóri Elia Grasso og fjölskylda. Sigur hennar I kosn- ingunum I fyrradag var hinn fyrsti sinnar tegundar. Vist lögðu margar lóð á vogar- skálina áður, svo að um munaði. Þær sleiktu frimerkin, töluðu i simann, hituðu kaffið og pikkuðu á ritvélarnar. En þeirra gætti litið á tindinum. Þær létu sér sem sé nægja að bergmála stjórnmál karlmannanna, þeirra sem voru i framboði og þær börðust fyrir. Meira en nokkru sinni voru konurnar sjálfar I framboði i þessum kosningum. Þær byrjuðu með þvi að bjóða sig fram i for- kosningum fyrr á árinu, og 44 þeirra unnu sigra i forkosningum fyrir fulltrúadeildina. Það er jafnhá tala og þeirra kvenna, sem voru i framboði i forkosningum fyrir fjórum árum, en þá féllu þær flestar. Nú komst þessi hópur alla leið i alvörukosningarnar, lagði karlmenn að velli á leiðinni. 800 konur í f ramboði Alls voru i fyrradag 800 konur i framboði i hvers kyns kosningum um gervöll Bandarikin, allt frá borgarstjórn upp i öldungadeild. Við höfum ekki enn yfirlit yfir, hve margar náðu kosningu, en það hefur tvimælalaust verið gott met. Hæst ber sigur Ellu Grasso I fylkisst jórakosningunum i Connecticut. Hún er einnig fyrsta bandariska konan, sem er kjörin fylkisstjóri af eigin verðleikum. Sá timi er að kalla liðinn, að það borgaði sig fyrir konu að segja: ,,ég er „mamma” og ég ætla ekki að gera neitt á móti „pabba””, eins og Miriam Ferguson gerði, er hún var kjörin fylkisstjóri i Texas sem fulltrúi og þjónustu- mær eiginmanns sins, sem verið hafði fylkisstjóri. Þrjár konur hafa verið kosnar fylkisstjórar á þeim forsendum vegna laga, sem banna sama manni að vera fylkisstjóri nema um ákveðinn tima. Þetta þótti ódýr lausn. Kon- an var talin tryggja, að karlinn hennar væri i rauninni áfram fylkisstjóri. Illllllllill m mm Umsjón: H.H. „Kjósum konurnar.” Nýja kvenfrelsishreyfingin hefur áhrif, þótt konurnar styðji hana engan veginn allar. Þótt konum hafi fjölgað á tindi bandariskra stjórnmála fyrir til- stilli nýrra viðhorfa, sem kven- frelsishreyfingin hefur vakið, styðja þær engan veginn allar þessa hreyfingu. En andrúmsloft- ið hefur breytzt talsvert. Auðvit- að skortir ekki hina gömlu og við- teknu hleypidóma, og verður vist seint. Margar kvennanna eru hús- mæður, sem hafa kannski komið börnum á legg og snúið sér eftir það að félagsmálum. Flokkur kvennanna er mjög mislitur, en þó virðast flestar vera frjálslynd- ar i stjórnmálum á bandariskan mælikvarða, og flestar eru demó- kratar. Konur taldar heiöarlegri Sumar tala sem minnst um fjöl- skyldur sinar og þvi meira um þjóðmálin, en aðrar stilla fram börnum sinum og jafnvel gælu- dýrum. Hvort tveggja gefst upp og ofan, eftir þvi hvernig kjósend- ur eru gerðir i hinum ýmsu lands- hlutum. Sagt er, að hagstætt sé að vera kona i kosningum i New York en óhagstætt viða, einkum i suðurfylkjunum. Það er einnig upp og ofan, hvort borgar sig, að konurnar liti vel út. Sums staðar hefur reynslan sýnt, að menn telja laglegar konur litilsigldar en þær ófriðari njóta sin betur fyrir verðleika. Konurnar hafa grætt á Water- gatehneykslinu. „Sagt er, að kon- ur séu heiðarlegar. Ég veit ekki, hvort þetta er satt eða ekki. Við höfum ekki fengið tækifæri til að sanna það,” segir kona, sem er þingmaður i Kaliforniu. Fjárskortur háir konunum mest alls. Þeir karlar, sem ráða fjármagni fyrirtækjanna, virðast öllu tregari en kjósendur almennt til að leggja fé til kosningabaráttu þeirra. Það er býsna dýrt að vera frambjóðandi i Bandarikjunum, ef vel á að vera. Með þeim hætti, sem kosningabarátta er háð, kostar milljónir og aftur milljónir að komast eitthvað áfram. Segja má, að þetta sé mikill ljóður á lýðræðinu, en það er önnur saga. „Ég er tík" „Hvernig ól Grasso börnin sin upp?” spurðu kjósendur i Connecticut. „Hvernig getur Judy Petty, sem er fráskilin, náð árangri á þingi, úr þvi að henni mistókst i hjónabandinu?” „Ætl- ar Liz Holtzman (i New York) ekki að fara að gifta sig?” Petty bauð sig fram gegn þingmannin- um Wilbur Mills, sem situr i full- trúadeildinni og sigraði þrátt fyr- ir umdeild afskipti hans af fata- fellu einni. Körlum fyrirgefst meira. „Það eru þrjár tegundir kvenna I stjórnmálum, þær sem hafa kynþokka, þær móðurlegu og „tikurnar”, segir Doris Dor- becker, kona, sem situr á fylkisr þinginu i Indiana. Hún segist vera „tik”, enda þurfi að hafa eigin- leika tikarinnar til að berjast við karlmennina i pólitik. Um það má deila. Heimild aðallega Newsweek.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.