Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 07.11.1974, Blaðsíða 9
8 Vlsir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Visir. Fimmtudagur 7. nóvember 1974. Einar Magnússon sendir knöttinn yfir Stefán Gunn- arsson og skorar fyrsta mark íslandsmótsins. Alls urðu mörkin hans átta I leiknum. Ljósmynd Bjarn- leifur. Óvœnt úrslit strax í fyrsta leik mótsins! — Víkingur sigraði Val eftir að hafa komizt í 11-3 í byrjun — Einar Magnús son skoraði fyrsta mark ísiandsmótsins og sjö mörk í fyrri hólfleiknum Það hafa varla verið nema hörðustu Vikingar, sem hafa reiknað með þvl, að Vikingur sigraði Val í fyrsta leik íslands- mótsins i handknattieik karia i gærkveldi eftir allar þær sögur, sem heyrzt höfðu af æfingu og getu „mulningsvélarinnar” úr herbúðunum við Hliðarenda. En þegar á hóiminn kom reyndust þetta vcra falskar upplýsingar — Valsliðið var bara ósköp áþekkt þvi, sem það var, og sýndi hvorki neitt nýtt né fallegt. Það var kannski heldur ekki staður né stund til að sýna neitt þó svo að það hafi verið hugmyndin i byrjun. Valsmennirnir voru nefnilega þá teknir i kennslustund i fyrri hálfleik hjá Vikingunum, þar sem þeim var sýnt, hvernig ætti að gera hlutina. Þeim var sýnt, hvernig ætti að leika óþvingaðan og léttan sókn- arleik — hvernig ætti að skora gullfalleg mörk — hvernig ætti að leika varnarleik og hvernig ekki ætti að gera það — hvernig ætti að verja mark og ýmislegt annað, sem Valsmenn lærðu strax, en hitt muna þeir eflaust i langan tima. Þessi kennslustund stóð yfir i rúmar tuttugu minútur. Hún hófst, er staðan var 2:2, og lauk ekki fyrr en hún var orðin 12:4. Þá voru Valsmenn búnir að læra nóg og byrjuðu að klóra I bakk- ann. Það bar árangur — enda ekki hægt að vinna leik með þvi að standa og horfa á hina — og fyrir leikhlé höfðu þeir minnkað bilið úr 12:4 I 14:8. Þetta „klór” Valsmanna byggðist á þvi að leika sterkan varnarleik, láta Ólaf H. Jónsson koma framar i vörninni og hafa gætur á Einari Magnússyni, sem haföi skoraði 6 af fyrstu 12 mörk- um Vikings. Þessu héldu Valsmenn áfram i slöari hálfleik og söxuðu þá enn meira á forskotið. Vikingarnir höfðu ekkert svar við þessu varnarkerfi, og sóknarleikur þeirra varð fálmkenndur, sem sést bezt á þvi, að þeir skoruðu ekki nema fimm mörk i öllum hálfleiknum. En Valsmenn voru ekki eins harðir i sókninni og vörninni — vafasöm skot og enn varasamari sendingar gerðu það að verkum, að þeim tókst ekki að ná a.m.k. öðru stiginu. .4 þvi áttu þeir að hafa möguleika, eftir að þeir komust i tveggja marka mun 16:18 — þegar 6 mínútur voru eft- ir af leiknum. Ef þeir hefðu haldið rétt á spil- unum úr þvi og náð leik eins og Þeir splundruðu Split! Franska meistaraliðið St. Eti- enne kom heldur betur á óvart i gærkvöldi — splundraði beinlinis Hadjuk Split, mótherjum Kefl- vlkinga úr 1. umferðinni, I Frakk- landi I Evrópubikarnum. Sigraði 5-1 og það voru óvæntustu úrslitin i Evrópumótunum i gær. Þessi stórsigur St. Etienne nægði liðinu til að komast I 8-liða úrslit — samtals 6-5, þvi Hadjuk Split sigraði I heimaleiknum 4-1. Framlengingu þurfti i gær til að fá fram úrslit, þvi staðan var 4-1 eftir venjulegan leiktima (1-0 i hálfleik). 1 framlengingunni skoraði Trianfilos sigurmarkið — annað mark hans i leiknum. Ahorfendur voru 26.381 og eina mark Split skoraði Jovanik. Vlkingarnir gerðu á góða kaflan- um I fyrri hálfleik, hefðu þeir aldrei tapað þessum leik 19:17 eins og þeir gerðu. Þessi leikkafli Vikings er einn sá bezti, sem liðið hefur spilað i langan tima. Allt gekk eins og það átti að ganga og á að gera bæði i vörn og sókn. Einar Magnússon sendi boltann i netið hvað eftir annað og með slikum krafti, að menn stóðu bara og störðu. Hann átti mestan þátt i þessum óvænta sigri Vikings, ásamt þeim Skarphéðni, Páli Björgvinssyni, Ólafi Friðrikssyni, og siðast en ekki sizt Rósmundi Jónssyni, markverði, sem varði meistara- lega hvað eftir annað. Ólafur H. Jónsson var potturinn og pannan I öllu hjá Val, þó svo að hann gerði stundum slæm mistök eins og t.d. siðast i leiknum. Þá átti bróðir hans Jón þokkalegan leik — þegar hann fékk að vera inn á. Mörkin i leiknum skoruðu. Fyr- ir Viking: Einar Magnússon 8 (2 viti), Páll Björgvinsson 4, Skarp- héðinn óskarsson 3, ólafur Frið- riksson 2, Sigfús Guðmundsson og Ólafur Jónsson 1 mark hvor. Fyrir Val: Þorbjörn Guðmunds- son 5 (3 viti), Jón Jónsson 5 (2 viti), Ólafur H. Jónsson 4, Agúst Ogmundsson 2og Jón Karlsson 1. Dómarar voru Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson, og dæmdu þeir vel. — klp — GUÐMUNDUR PÉTURSSON SKRIFAR FRÁ EM í BRIDGE í ÍSRAEL Tvísvar níu stíg komu inn í gœr Tel Aviv, 6. nóvember Sviar unnu okkur með minus fjórum eftir að hafa tekið nær áttatiu stig i fyrri hálfleik, eða 78-19. Undir handleiðslu Gunn- ars Anulfs hefur þeim gengið mjög vel i mótinu, og eru efstir, þrátt fyrir að þeir töpuðu 8-12 fyrir ítaliu i gærkvöldi. Island hafði verið að vinna á litlu spilunum, þegar kom fimm spila hræðileg lota, sem byrjaði á slemmusveiflu, þar sem okkur Karli voru gefnar blekkjandi upp- lýsingar. * Á52 ¥ KD1042 ♦ 82 + 743 * KD73 * _ * — ¥ AG987653 ¥ ÁD10543 4 KG97 4 AK6 «5 4 G109864 ¥ - ♦ 6 4 DG10982 Þriggja spaða sögnin átti að þýða að suður vildi spaðaútspil frá norðri, ef vestur yrði sagnhafi. — Eftir að ég sá blindan sortnaði mér fyrir augum og síðan vissi ég ekki meir, fyrr en ég var búinn að gefa norðri stungu á eitt smátrompið hans — einn niður i borðleggjandi spili. Strax á eftir kom þetta spil: SUÐUR 752 D9 KG865 KDG NORÐUR AD A64 A97 Á10954 N 1 1 d d d A P 3 1 P P S 1 s 3 h P 4 h V 2 g 3 s 4 1 Pass hringinn. Við fengum þær upplýsingar að 2 grönd væru láglitirnir og það kom okkur algerlega út af sporinu. Hall og Lind fóru I sex grönd á móti okkur Karli, meðan Asmund- ur spilaði þrjú grönd. Eina útspilið, sem ekki gefur slemmu strax er lauf frá suðri. — Ég spilaði út laufi, Sagnhafi drap I blindum og spilaði tigli á ás og meiri tigli og svinaði gosa. Karl fékk á drottninguna og þurfti núna að spila spaða til að hnekkja spilinu, þvi að ég var með K103 — KG1032 — 103 — 832. Karl spilaði hjarta og Hall tók á ás og þegar hann hafði hirt alla laufa- slagina og siðan tigulslagina þurfti hann að hitta á það hvort ég var kominn niður á kóngana blanka, sem hann gerði, þvi að hann svin- aði ekki spaðadrottningu heldur lagði niður ásinn. 1 næsta spili reyndum við Karl laglegt spaðagame, sem Sviar fundu ekki i opna salnum. En trompið lá illa. Þó hefði ég getað hitt á að vinna það eftir gjöf Hall og Lind, en það var ekki sá dagurinn hjá manni. Ásmundur og Hjalti náðu fallegri laufaslemmu, sem Hall og Lind létu eiga sig. Trompið lá fjögur eitt og slemman var einn niður. Hall og Lind fóru i eðlileg þrjú grönd, sem vinnast alltaf, en Ásmundur og Hjalti höfðu stoppað I bút. Guölaugur og örn spiluðu siðari hálfleik, en það var áfram sama heppnin á Sviunum, og ekkert fékkst við neitt ráðið. Um kvöldið fengum við tólf stig vegna þess einfaldlega að Grikkir hafa ekki mætt til mótsins og fá all- ir tólf stig á þá. — Við gátum þvi notað kvöldið til að jafna okkur á þessum ósköpum. Ég lofaði nokkrum spilum úr leik Austurrikis, sem ekki vannst timi til I gær að senda. Austurrikismenn hafa stundum gert íslandi skrá- veifu með hindrunarsögnum og ég veit að það mun ylja sumum undir hjartarótum að frétta að við guld- um i sömu mynt núna: N gjafari NS á hættu Vestur Austur Karl Guðmundur D986 AKG742 842 G3 10 D8762 K10943 — N A . S V In Der Buch Maur meyer p 1 s d 3 s p 4 s d Pass hringinn. Buchmeyer spilaði þrivegis hjarta, en þegar hann komst inn á tigulgosann spilaði hann trompi. Of seint. Tiu slagir i húsi og tiu stig fyrir Island. Hjalti og Asmundur fóru i fimm hjörtu hinum megin og tvo niður. Buchmeyer hafði áður fengið að svitna á hindrunarsögn. Hann átti AKD84 — 6 — ADG6 — 642 og heyrði mig opna á tveimur spöðum I þriðju hendi. Hann var á hættu en við utan. Hann doblaði og þeir stoppuðu ekki fyrr en i fjórum gröndum, sem urðu einn niður — Hjalti og Asmundur dobluðu, Austurrikismenn i tveim hjörtum og tóku það tvo niður, 300 eða niu stig til íslands. — Jú, ég átti spaða- lit — G97632 — AKG3 — 753. i sjöundu umferbinni, sem spiluð var I gærdag, vann ísrael island með minnsta mun — eða 11 stigum gegn niu. Svlar juku forskot sitt á itallu I fimm stig, þar sem þeir unnu Belgiu I gærdag með 16 vinningsstigum gegn fjórum, en ítalia sat yfir. tJrslit I sjöundu umferðinni urðu þessi: Austurr.—Finnland 20-4 Spánn—Irland 17-3 Sviþjóð—Belgia 16-4 Israel—Island 11-9 Tyrkl—Júgóslavia 11-9 Holland—Danmörk 13-7 Frakkl.— Noregur 17-3 Bretland—Þýzkaland 20-5 Portúgal—Sviss 11-9 Italia átti fri. Keppni i kvennaflokki hófst i gær og urðu úrslit þessi: Spánn—Noregur 18-2 Sviþjóð—Bretland 20-3 Þýzkaland—írland 10-10 Grikkland—Belgia 16-4 Sviss—Holland 13-7 Italia—Irland 14-6 Áttunda umferðin var spiluð i gærkvöldi og þá hlaut islenzka sveitin aftur 9 stig — nú gegn Vest- ur-Þýzkalandi. Sviar náðu ekki nema 12-8 gegn Austurriki, en á sama tima vann italska sveitin gestgjafana frá Israel með 17-3 þannig, að Sviþjóð og Italia skipa nú saman efsta sætið með 123 stig hvor sveit. Orslit i áttundu umferðinni urðu: Finnland—Spánn 12-8 Sviþjóð—Austurr. 12-8 Irland—Tyrkland 10-10 Danmörk—Júgóslavia 14-6 Italía— tsrael 17-3 Frakkland—Holland 19-1 Þýzkaland—Island 11-9 Noregur—Sviss 20-4 Bretland—Portúgal 11-9 Belgla sat yfir. Eftir þessa umferð var staðan þannig: 1. Svlþjóð 123 2. Italia 123 3. Noregur 111 4. Portúgal 104 5. Frakkland 97 6. Tyrkland 90 7. Sviss 86 8. Bretland 84 9.Israel 79 10. Holland 79 11. Danmörk 74 12. Belgia 73 13. Júgóslavia 70 14. Irland 57 15. Spánn 53 16. Austurríki 53 17. Island 52 18. Finnland 49 19. Þýzkaland 44 I 2. umferð i kvennaflokki vann Danmörk Noreg 16-4, Bretland vann Frakkland 19-1, Spánn vann Þýzkaland 15-5, Sviþjóð vann Belglu 19-1, Holland vann Israel 12- 8, Italia vann Grikkland 20 mlnus 5, Sviss vann Irland 20-0. asti leikur qrsins hér — segir Geir Hallsteinsson um leik FH og St. Otmar í Evrópukeppmnni, sem verður á laugardag í Laugardalshöllinni ## — Ég get fullvissað fólk um það — já, lofað þvi — að þetta verður skemmtilegur leikur á laugar- daginn, þegar FH og svissneska liðið St. Otmar leika I Evrópu- keppninni i Laugardalshöli — leikur ársins á Islandi að mlnu áliti, sagði leikmaðurinn kunni, Geir Hallsteinsson, I gær. — Ég þekki þetta svissneska lið, hélt Geir áfram, lék með Göppingen gegn þvi I vor og okk- ur tókst að sigra með þriggja marka mun eftir alveg sérstak- lega skemmtilegan leik. Sviss- lendingarnir leika af miklum hraða og léttleiki er mikill i lið- inu. Það minnir mig talsvert á Dukla, Prag, — og það segir mik- ið. Nokkrir bráðskemmtilegir einstaklingar eru i liðinu, sem hafa yfir góðri tækni að ráða — en mestu skiptir fyrir áhorfendur, að liðið leikur ekki þann mikla varnarleik, sem oft einkennir lið i útileikjum. Við i FH leikum einnig hraðan leik og opinn svo leikurinn hlýtur að verða skemmtilegur. Ég er bjartsýnn á að FH komist áfram i keppninni, sagði Geir ennfremur. Þjálfari FH, Birgir Björnsson, var ekki alveg eins öruggur og Geir um úrslit i leikjunum við St. Otmar. Hann sagði: • — Ég tel, að liðin hafi nokkuð jafna möguleika i leikjunum. Svissneska liðið er mjög sterkt á heimavelli — hefur margsannað það I Evrópukeppninni á undan- förnum árum. Það þýðir þvi ekki að vinna það með litlum mun hér heima — tveggja til þriggja marka sigur hér segir sennilega litiö. Nei, við þurfum að vinna með miklu meiri mun á laugar- daginn — helzt 6-8 marka mun — til að geta gert okkur vonir um að komast áfram. Það er slæmt, að Ölafur Einarsson er i leikbanni i Evrópu- og landsleikjum fram á vor — hann er orðinn þýðingar- mikill hlekkur i leik FH-liðsins. Hins vegar vona ég að Gunnar bróðir hans geti leikið af fullum krafti gegn svissneska liðinu. Hann er óðum að jafna sig eftir meiðslin, sagði Birgir. Leikur FH og St. Otmar verður i Laugardalshöllinni á laugardag og hefst kl. fjögur. Forsala á að- göngumiðum verður i dag og á morgun á tveimur stöðum — i Laugardalshöll og iþróttahúsinu i Hafnarfirði frá kl. 5.30 til átta báða dagana. — hsím. Sparkoð innanhúss ó sunnudag í tilefni 25 ára afmælis Knatt- spyrnufélagsins Þróttar verður efnt til móts i innanhússknatt- spyrnu i Laugardalshöllinni n.k. sunnudagskvöld. Atta félögum hefur verið boðið að senda iið I mótið. Auk þess munu koma þar fram lið Þróttar og KR frá árunum 1961 til 1964. Dregiðhefur.veriðum hvaða lið mætast i 1. umferð og eru það þessi: Breiðablik-ÍBK Fram-Þróttur KR-Akranes Valur-Víkingur í 2. umferð mætast sigurvegar- arnir i 1. og 2. leik og siðan sigur- vegararnir úr 3. og 4. leik. Þá fer fram leikur gömlu liða KR og Þróttar og síðan úrslitaieikurinn. Fyrsti leikurinn á sunnudags- kvöidið hefst kl. 20,00. Morkakóngurinn sðkklí Magdeburg Markakóngurinn mikli — mið- herji heimsmeistara Vestur- Þýzkalands og Evrópumeistara Bayern Munchen, Gerd Muller, — var heldur betur á skotskónum i gærkvöldi. Hann skaut Evrópu- meistara bikarhafa, Magdeburg, niður i Evrópubikarnum — skor- aði tvivegis i keppni meistaraliða I Magdeburg og þvl samtals fjög- ur mörk I ieikjunum við austur- þýzku meistarana. Þessi fjögur mörk gerðu gott betur, en að slá Magdeburg úr keppninni. Bayern vann samtals 5-3 i báðum leikjunum, 3-2 i gær- kvöldi. Rúmlega 35 þúsund áhorfendur voru á leiknum i Magdeburg og Muller mætti til leiks á sérsmíð- uðum knattspyrnuskóm, þar sem hann gat ekki leikið i sinum eigin vegna meiðsla I tá. Það kom þó ekki I veg fyrir, að hann skoraði. Hann skoraði bæði mörk liðs sins — eitt i hvorum hálfleik. Spar- wasser skoraði mark Magdeburg og hann var langbezti maður liðs sins — en það bara nægði ekki gegn „Der Bomber” og Franz „keisara” Beckenbauer, sem átti snilldarleik með Bayern að þessu sinni — minnti nú loksins aftur á leikmanninn góða, sem lék svo vel á HM. — hsim. Meisturunum tókst það! — úrslit í Evrópu- bikarnum — keppni meistaraliða Crslit I einstökum leikjum I Evrópukeppni meistaraliða i gærkveldi: Magdeburg, Austur- Þýzkalandi — Bayern Munchen Vestur-Þýzkalandi 1:2.... Bayern áfram 5:3, Atvitaberg Sviþjóö — HJK Helsinki, Finnlandi 1:0... Atvitaberg áfram 4:0. Saint Etienne, Frakklandi — Hadjuk Split, Júgósl. 5:1, eftir framlengingu... Etienne áfram 6:5. Leeds United, Englandi — Ujpest Dozsa, Ungverjalandi 3:0.... Lecds áfram 5:1. Fenerbache, Tyrklandi — Ruch Chorzow, Póllandi 0:2... Ruch áfram 4:1. Barcelona, Spáni — Feijenoord Holiandi 3:0... Barcelona áfram 3:0. Ararat Yerevan, Sovétr. — Cork, irlandi 5:0.;.. Ararat áfram 7:1. Oiympiakos, Grikklandi — Anderlecht Belgiu 3:0.... Anderlecht áfram 5:4. Hvar er Valsvörin rómaða? — Þannig var hún oft framan af Ieiknum við Vlking I gærkvöldi. Skarphéðinn Óskarsson, algjörlega frlr, skorar fyrir j Víking. — Ljósmynd Bjarnieifur. „Þetta verður skemmtileg- Mark á úti- velli nœgði Benfica — í Evrópukeppni bikarhafa. Rauða stjarnan vann stœrsta sigurinn úrslit einstakra leika i Evrópukeppni bikar- meistara I gærkveldi: Benfica, Portúgal — Cari Zeiss Jena, Austur-Þýzka- land 0:0.Benfica áfram á marki skoruöu á útiveiii 1:1. Maimö FF, Sviþjóð — Reipas, Finnlandi 0:0..Malmö FF áfram 3:1. PSV Eindhoven, Hollandi _— Gwardia Póllandi 3:0...Eindhoven áfram 8:1. Austría, Vin, Austurriki — Real Madrid, Spáni 2:2 ..Real Madrid áfram 5:2. Bursaspor, Tyrkiandi — Dundee Utd, Skotiandi 1:0..Bursaspor áfram 1:0 Red Star, Júgóslaviu — Avenir Beggen Luxemb. 5:1..Red Star áfram 11:2. Ferencvaros, Ungverjal. — Liverpool Englandi 0:0..Ferencvaros áfram á marki skoruðu á útivelli 1:1. Dynamo Kiev Sovétr. — Eintracht, Frankfurt Vestur-Þýzkalandi 2:1..Dynamo áfram 5:3. Auðveldur sigur Leeds Leeds átti i ótrúlega litlum erfiöleikum meö ungverska meistaraliðiö Ujpesti Dozsa I Evrópubikarnum I gær- kvöldi. Sigraöi 3-0 á Elland Road og þvl 5-1 samtais. Billy Bremner iék sinn fyrsta leik með Leeds frá þvi leiktlmabilið hófst — og skoraöi með skalla. Hin mörkin skoruðu Gordon McQueen og Terry Yorath. t UEFA-bikarnum kom Derby á óvart I Madrid — náði þar jafntefii gegn Atletico 2-2 eftir framleng- ingu. Luis skoraði bæði mörk Madrid-Iiðsins, en Rioch og Davies fyrir Derby. Staðan var alveg jöfn — fyrri leiknum iauk einnig 2-2, en i vitaspy rnukeppni haföi Derby bctur, og komst þvi áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.