Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 8. mai 1966 Gamalt austurlenzkt máltæki segir: „Sá stjórnmálamaður, sem þakkar sér regnið, verður að sætta sig við, að andstæðing amir kenni honum um þurrk- inm“.v Vöxtur borgarinnar _ hefur verið ör s.l. 20—30 ár. Á þeiin tíma hefur íbúafjöldinn tvö- faldazt og rúmlega það. Fram kvæmdir á vegum borgarinnar hafa á þessum tíma verið í engu' samræmi við hina öru fólksfjölgun. Við því er kann- ski varla að búast, þar sem svo virðist stundum, að fulltrú- ar meirihlutans hafi alls ekki haft tíma til að átta sig á fram- þróuninni og breyttum aðstæð- um. Hraðinn hefur orðið þeim ofviða. Þeir hæla sér og flokki sín- um fyrir miklar framkvæmdir, benda kannski á einstök verk, eins og nýjan skóla og barna- heimili og segja: „Sjáið þið þetta. Finnst ykkur þetta ekki myndarlegt átak hjá okkur því allt sem gert er á vegum borgarinnar og vel tekst til með, þakka þeir sér. En Reykjavík er orðin stór- borg. með 80 þúsund íbua. i»að eru því engin tíðindi lengur, þótt stöku sinnum sé hægt að vígja nýjan skóla ag barnaheim ili á nokkurra ára fresti. Skort urinn á þessu tvennu er senni- lega brýnni í borginni en á flestu öðru, Við viljum halda því fram, að alltof lítið sé fram kvæmt í borginni miðað við þarfirnar og að of lítið verði úr því fjármagni, sem borgin hefur úr að spila. Mér hefur reiknazt svo til, að borgarsjóð- ur og allar stofnanir borgar- innar muni hafa til ráð'iöfun- ar á þessu ári um 1370 millj- ónir króna, þar af borgarsjóð- urinn einn um 840 milljónir. Finnst fólki svo ástæða til að falla í lotningu að fótum meiri hlutans þótt töluvert sé fram- kvæmt og allt þetta geysifjár magn fari ekki í eyðslu. Ég sé a. m. k. ekki neina ástæðu til þess. En þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn þakkar sér og sín- um meirihluta í borgarstjórn- inni allt, sem hægt er að hæla sér af, þá er eðlilegt, að við kennum þeim um hitt. Og þar er margt, sem nefna mætti. Skortur á skólahúsnæði er gífurlegur og þrísetning í skóla stofur eru við lýði og fer vax- andi fremur en hitt. Vöggustofur, dagheimili og leikskólar og dagheimili þyrftu að vera helmingi fleiri en nú eru í borginni til að eftirspum væri fullnægt. Hitaveitan er í megnasta ólagi í gömlu borginni og ekki ætlun meirihiutans að gera neitt til úrbóta í þeim efnum. Helmingur gatna borgarinn ar er ennþá malargötur, þrátt fyrir mikla malbikun síðustu árin. Gangstéttarlagning er þá mun skemmra á veg komin en malbikunin. Kannski vill einhver spreyta sig á því að finna borg í Evrópu, þar sem ekki er búið að malbika hvern götuspotta, hvað þá höfuðborg. Þar hljóta frábærir menn að stjórna borgarmálefnunum. í eigu borgarinnar sjálfr- ar eru á annað hundrað íbúðir, sem borgarlæknir hefur dæmt heilsuspillandi og óíbúðarhæf- ar. Álíka fjöldi íbúða í eigu borgarinnar er að dómi borg- Kristján Benediktsson arlæknis mjög lélegt húsnæðL Röskir tveir áratugir hafa ekki reynzt nægilega langor tími fyrir íhaldið í borgar- stjóminni til að losna við braggana. Þannig gæti ég haldið áfram að telja lengi enn, en sjálfsagt getið þið í huganum haidið upptalningunni áfram, því stað reyndirnar um ódugnað ihaids- ins í borginni blasa hvarvetna við augum. Kristján Benediktsson. Er úrbófa ekki þörf? Barnaverndarnehd hafði af- skipti af máium 598 barna GÞE-Reykjavík, föstudag. Samkvæmt skýrslu, er blað- inu hefur borizt um störf Bamavemdarnefndar _ Reykja- víkur fyrir árið 1965, segir að afbrotum barna og unglinga innan 16 ára aldurs hafi fjölg- að töluvert frá fyrra ári. Það sést af því, að 1965 hafði nefnd in afskipti af 284 börnum vegna samtals 591 brots, en á fyrra ári vora bömin 203, en brotin 271. Þau brot, sem hér um ræðir eru ýmiss konar eðl- is, hnupl og þjófnaðir, innbrot svik, skemmdarstarfsemi, úti- vist, lauslæti og hrekkir. Hefur orðið fjölgun á afbrotum í öll- um þessum myndum, en mest þé hvað varðar auðgunar- og útivistarbrot. Nefndin hafði alls afskipti af milum 598 barna á árinu, en á fyrra ári voru börnin 612. Aðalástæður fyrir tilhlutun nefndarinnar voru svo sem hér segir: Heimilisástæður, afbrot, fjarvistir úr skólum, deilur um forræði og ættleiðingar. Á ár- inu hafði nefndin afskipti af 104 heimilum vegna aðbúnaðar 235 barna, en árinu áður voru heimilin 117 og börn 350. Nefndin fékk til meðferðar 7 hjónaskilnaðarmál vegna deilna um forræði barna, gerði hún í því sambandi tillögur um foræði 11 barna svo og 6 ann- arra, sem um var deilt. Mælti nefndin með 24 ættleiðingum en sá sér hins vegar ekki fært að mæla með^ tveimur, sem henni bárust. Á árinu ráðstaf- aði nefndin alls 205 börnum ýmist á barnaheimili eða einka heimili um lengi og skemmri tíma. Var það gert ýmist vegna heimilisástæðna eða erfiðleika barnanna sjálfra. Þá hafði nefnd in á árinu undir stöðugu eftir- liti 60—65 heimili, þar sem aðbúnaði barna þótt ábótavant. Ýmislegt gerðist í barna- heimilismálum á árinu. Til starfa tók á vegum borgarinn- ar, fjölskylduheimili að Skála við Kaplaskjólsveg, og rúmar það átta börn. Þetta er fyrsta fjölskylduheimilið hér á landi, en slík heimili eru ætluð börn- um, sem ráðstafa þarf til lengri tíma. Vel miðar áfram bygg- ingu upptökuheimilisins við Dalbraut, og mun byrjað að starfrækja það, áður en langt um líður. Á vegum Hjálpræðis- hersins tók til starfa síkólaheim ili fyrir unglingsstúlkur að Bjargi á Seltjarnarnesi. Bætir þetta heimili úr mjög brýnni þörf, en vistmöguleikar fyrir stúlkur hafa verið litlir til þessa. Á árinu hófu þau Kristj- án Friðbergsson kennari g kona hans Hanna Halldórsdótt- ir rekstur barnaheimilis að Kumbaravogi við Stokkseyri. Er það ætlun þeirra hjóna að taka til uppeldis allt að 15 börnum á ýmsum aldri. Freyfaxi bætir úr flutnings- þjónustunni við dreifbýlið KRJÚL-Bolungavík, mánudag. Freyfaxi hið nýja skip sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi kom hér s.l. laugardag í fyrstu ferð sinni, og landaði hundrað tonnum af sementi á tveimur tím- um. Áður hefur það tekið sex til átta tíma að landa sama sagni. Skipið getur lagt til allan mann- skap við löndun, ef þess er óskað, nema bílstjóra, sem keyra frá skipshlið. Skipið hefur lyftara, sem lánaður er í land, og fylgir hon- um maður. Bretti, sem sements- pokarnir eru hífðir á, eru lánuð í land og tekin aftur í næstu ferð skipsins. Freyfaxi á að geta fullnægt flutningsþörfum landsmanna utan Reykjavíkur en þangað er ekki ætlazt til að skipið komi. Með tilkomu Freyfaxa er stórlega bætt úr flutningaþjónustu á semeni til Framhald á bls. 14. Klukkan 11 í gær var Vélstjóraskólanum sagt upp í 51. skipti. Það var skólastjórinn Gunnar Bjarnason, sem sagði skólanum upp. Að þessu sinni útskrifuðust 26 vélstjórar og 16 vélstjórar með lokaprófi. Tveir vélstjórar útskrifuðust með ágætiseinkunn, þeir Guðmundur Þórmundsson með 7.41 og Þorsteinn Gíslason með 7.32 (8 er gefið hæst). Niu vélstjórar fengu 1. einkunn, 8 aðra einkunn betri og 7 aðra einkunn lakari. Af vélstjóram með Iokaprófi fengu tveir ágætiseinkunn, þeir Jóhannes Ágústsson 7.47 og Búi Guðmundsson 7.44. Sjö fengu 1. einkunn, 4 n. einkunn betri og 8 aðra efnkunn lakari. Guðmundur Þórmunds- son hlaut Fjalarsbikarinn, sem er farandbikar Sjómannadags- ráðs og veittur er þeim, sem hæstu einkunnir fær í vélfræðigrein um. Tveir 50 ára vélstjórar voru viðstaddir uppsögnina, þeir Gísli Jónsson f. v. alþingismaður, sem er handhafi vélstjóra- skírteinis nr. 1 og Hallgrímur Jónsson vélstjóri. Myndina tók GE, og sjást þeir Gísli og Hallgrímur fremst á myndinni. FRAGER HELDUR TÓNLEIKA FB-Reykjavík, laugardag. Á morgun kemur hingað til la ds bandaríski píanóleikarinn Malcolm Frager, og heldur hann tónleika í Þjóðleikhúsinu kl. 2.30 á mánudagskvöldið. Á þriðjudag heldur hann síðan tónleika á ísa- firði. Þetta er í annað sinn, sem Frager kemur hingað til lands í tónieikaför. Fleirikonur-f leiri Fi ramsóknarmenr 11 borgarstjórn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.