Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 8
s SUNNTDAGCR 8. imrf TÍMINN Tom Jones Tónabíó. Ensk gamanmynd. Leikstjóri: Tony Richard- son. Handrit: John Osborne. Kvikmyndun: Walter Lassally. Tónlist: John Addison. Fyrir tæpum tveim árum sýndi Háskólabíó Hunangsilm og Ein- mana sigur viS dræma aðsókn. Stóð þá til skömmu síðar að end- ursýna þessar myndir, þó ekki hafi borið á slíkri viðleitni, enn sem komið er. Leikstjóri þessara kvikmynda var Tony Richardson. Kvikmynd Richardson‘s Tom Jones, er mikil stökbbreyting frá fyrri myndum hans, sem flestar lýstu mannlegri einsemd í nútíma þjóðfélagi, Efniviðurinn í Tom Jones er ekki sérlega mikilsverð- ur, þó margbreytilegur, en Richí ardson hefur tekizt að skapa úr honum bráðskemmtilega kómedíu með farsakenndum blæ, en fer þó hvergi út í öfgar. Richardson virð- ist bera ágætt skynbragð á góð- an húmor, sem hann hagnýtir sér óspart. Atburðarásin er hröð, klipp ingar margar, snögg myndskipan, og þrátt fyrir að sýningartíminn er fulla tvo tíma, verður hún hvergi sökuð um langdrægni né leiðindi. Richardson notfærir sér einnig tækni þöglu myndanna^ t. d. í upphafsatriðum myndarinn- ar, þar sem Tom Jones er reifa- barn. Þar kemur texti í stað tals. Þegar eltingaleikurinn stendur sem hæst í Upton, er allt sett á fulla ferð og atburðir sýndir með of miklum hraða. Einnig er sú ný- breytni höfð á, að leikendur skír- skota máli sínu til áhorfenda og tekst það ágætlega. Milli at.riða kemur sögumaður með skemmti- legar athugasemdir við atburðarás ina og háðsglósur um siðferðis- kennd þeirra tíma, en sagan ger- ist um miðja 18. öld. Mörg atriði eru vel unnin og er hjartaveiðin sennilega eitt bezt gerða atriði myndarinnar. Þar fara saman nákvæmar klippingar, mjög góð myndataka og stígandi í at- burðarásinni. Atriði þau, 'ém Squire Westren og systir hans koma fram i eru með skemmti- legustu atriðum myndarinnar, þó sérstaklega sakir túlkunar leikend- anna. Ógleymanlegt er fígúruhlut- verk þeirra á grímudansleiknum Eina alvarlega atriði myndarinnar, þegar Tom Jones hefur verið hnepptur í fangelsi er og vel unn ið. f mörgum atriðum, t.d. að næt- urlagi, er litameðferð aldrei of- aukin. Eins og að framan getur, er hér á ferðinni hinn skemmtilegasti gamanleikur, vel gerður af hendi leikstjórans og handritshöfundar. John Osborne's, og hefur sam- vinna þeirra tekizt með ágætum. Klippingar eru allar mjög vel unn ar og kvikmyndataka víðast hvar athyglisverð. Tónlistin er mjög áheyrileg og fellur vel við atburða rásina. fslenzkur tezti er með myndinni og er hann vel og skil- merkilega þýddur. HJutverkaskipun er með ágæt- um og má segja. að það sé val- inn maður í hverju hlutverki. Albert Finney leikur titilhlutverk- ið, Tom Jones, ágæta vel og verð- ur ekki annað séð, en hér sé á ferðinni mjög efnilegur kvik- myndaleikari, þegar haft er í huga, að þetta er annað stóra hlutverk hans í kvikmynd. Hug Griffith sem hinn ruddalegi Squire West- ern og Dame Edith Evans sem „ungfrú“ Western með sífelldar siðaprédikanir i kollinum, eru skemmtilegustu manngerðir kvik- myndarinnar. Eftirminnilegur er og David Werner í hlutverki Bli- fiTs, keppinautar Toms um ástir Soffíu Western (Susannah Yrok). Það er óhætt að segja, að Tony Richardson sé eftirtektarverðari með hverri kvikmynd, sem frá hon um kemur. Sunnudagur með Sybele Stjörnubíó. Frönsk frá 19G2. Leikstjórn og kvikmyndahandrit: Serge Bourguinon. Kvikmyndun: Henri Decae. Mér hefur ekki fyrrum auðnast að sjá verk Serge Bourguignons, en Sunnudagur með Cybéle ber þess greinilega vott. að Bourgu- ignon hefur eitthvað fengizt við smámyndagerð, en Sunnudagar með Cybéle er önnur mynda hans í fullri lengd. Pierre (Hardy Kriiger) er ein- mana ungur maður og atvinnu- laus. Dagleg hugsun hans beinist að fortíðinni, en hann getur ekki munað, hvað gerzt hafði. Sannleik- urinn er sá, að í einni loftárásinni í stríðinu hafði hann orðið ungri stúlku að bana, og hrapar síðan til jarðar. Vinkona hans, Mada- leine (Nicole Courcel) hefur hjúkr að honum af kostgæfni. Dag nokík urn kynnist hann 11 ára gamalli telpu, sem kveðst heita Francoise (Patricia Gozzi), en dylur sitt rétta nafn. Hún er á klaustur- skóla þar í bæ, og á hverjum sunnudegi fara þau Pierre í göngu ferð um skóginn. Samband þeirra verður náið, með bamslegum inni- leik segist hún elska hann og Pierre verður hrifinn af henni á sinn ungæðislega hátt. • Lengra skal efniviður þessarar sér- stæðu kvikmyndar ekki rakinn. ! Kvikmyndin er sums staðar frísk jlega og smekklega gerð og ber sað því leyti nokkurn keim „nýju j frönsku bylgjunnar," þó ekki held i ég að beri að telja Bourguigon meðal þeirra franskra kvikmynda- höfunda, er aðhyllast þá stefnu. Mörg atriði eru ágætlega unnin, sérstaklega bera skógaratriðin þar af, sakir vandaðrar leikstjórnar og nákvæmrar kvikmyndunar. Atriði, þar sem kvikmyndavélinni er beint að tjörninni meðan við heyrum persónurnar mæla, taka a sig ein hvem ljóðrænan blæ. Manni virð ist stundum sem náið samlyndi Pierre og Francoise sé fremur fjarstæðukennt, en Bourguignom heldur þannig á efninu, að slíkt gleymist. Inngangsatriði myndar- innar. er sýnir Pierre í styrjöld- inni er frumlegt, unnið af ná- kvæmni. með magnaðan elektrón- iska tóniist að undirleik Kvikmyndun Henri Decae er víðast hvar vel úr garði gerð, eins og vænta mátti úr þeirri átt, en Decae hefur annazi kvikmynda- töku margra nýbylgjukvik mynda “ einkum hjá Claude Cha- brol. Nærmyndir eru all margar í kvikmyndinni.. Sambúð Pierres og Francoise er undirstrikuð nákvæmlega, þegar. Pierre, eftir fyrsta fund þeirra | Francoise, finnur tómleikann um- i vefja sig og segir við vinkonu j. sína: „Ég er ekkert,“ og síðustu orð Francoise í lok myndarinnar! deyja út í áköfum grátklökkva i hennar vegna dauða Pierres, er | hún sgeir: „Eg er ekkert lengur.'í' Þau geta ekki án hvors annars ver-! ið. Hardy Kriiger túlkar ágætlega barnslega einfeldni hins einmana auðnuleysingja. Patricia Gozzi er einstaklega sakleysisleg og hlý- leg sem stúlkubarnið. Leikur henn ar er yfirleitt ágætur og Bourgu- ignon tekst að laða hjá henni ýmsa barnslega eiginleika. Þó er málfar hennar á nokkrum stöðum helzti fullorðinslegt og kemur spaugilega fyrir sjónir. Aðrir leikendur eru lítt umtalsverðir, utan þokkalegur leikur Nicole Coucel. Daniel Iver- nel, sem fer með hlutverk vinar Pierres, Carlos, sýnir frekar dauf- an leik, en hann kemur sem betur fer það lítið við sögu, að það skaði heildarsvipinn. Ég er ekki alls kostar ánægður með það. að kvikmyndin sé keypt frá Columbia-fyrirtækinu, þar sem enskt tal hefur verið sett tnn í myndina, en það spillir nokkuð fyrir áhrifum og er mjög illa við hæfi talandi telpunnar. Seint ætlar kvikmyndakaupmönnum að lærast að kaupa evrópskar kvik- myndir beint frá heimalandinu og setja síðan íslenzkan texta við, en slíkt eru ólíkt geðfelldari vinnu- brögð. Þó hér sé ekki um að ræða stórbrotið listaverk eður horn- stein í þágu kvikmyndagerðar, er óhætt að gefa myndinni meðmæli, en ég man ekki til að betri kvik- mund hafi verið sýnd í Stjömu- bíói í langa tíð, enda forráða- menn þess ógjamir á listaverkin. Ég hlakka til að sjá Lord Jim eftir Richard Brooks og Vivre sa vie eftir Jean-Luc Godard, sem ef til vill verða sýndar á þessu ári. Þögnin Leikstjórn og handrit: Ingimar Bergman. Kvikmyndun: Sven Ny- kvist. Hafnarfjarðarbíó. Skammt er stórra högga í mill- um hjá Hafnarfjarðarbíói. Vart er lokið sýningum Kvöldmáltíðargest anna, er annað snilldarverk meist- ans Ingmar Bergmans, Þögnin, lítur þar dagsins ljós. Þögin er endaverk þríleiksins um leitina að Guði og þögn hans, sú fyrsta var Sem f skuggsjá. önnur Kvöld- : máltíðargestimir. { Þögnln er fyrir margra hluta I sakir merkileg mynd. Hún er vafa- I Jaust filmrænasta verk Bergmans. Með Þögninni hefur hann losað sig undan klafa leikhússins, en i fyrri myndum Bergmans voru uppstillingar leikenda víðast hvar með miklum leiksviðsbrag. Stíl- bragð Bergmans er áhrifamikið, og þrátt fyrir fá samtöl, enga tón- list, utan þeirrar, er heyrist í ferða tækinu. og með sterkum effect- hljóðum. tekst Bergman samt að skapa magnað listaverk. Hans hæg gengi stíll er áhrifameiri en t.d. hjá Carl Dreyer. Kvikmyndataka Sven Nykvists er i einu orði sagt frábær Af fyrri verkum Ingmar Bergmans. er ég hefi séð. minnist ég ekki að hafa séð vandaðri kvik myndun en er i Þögninni. Nykvist kvikmvndaði einnig fyrri myndir þríverksins og fórst það vel úr hedi, en list hans stendur þó hæst með þessari mynd Höfuðpersónur leiksins eru Sean Connery ásamt konu sinni. Connery leikur i mynd Alfred Hitc hock, sem sýnd er í Hafnarbíó um þessar mundir. þrjár, systurnar Ester (Ingrid Thul in) og Anna (Gunnel Lindblom), ásamt Jóhanni (Jörgen Lind- ström), syni þeirrar síðarnefndu. Starf Ester er að þýða bækur. Hún er haldin alvarlegum sjúk- dómi, berklaveiki, sem dregur hana siðar meira til bana. Ester er. kynvillingur og ber ónáttúru- lega ást í brjósti gagnvart systur inni. Hennar eina kynræna full- næging er sjálfsflekun. Anna er fráskilin húsmóðir og í augum hennar brennur girndarbruni og niðurbælt hatur á Ester. Bergman hefur jafnan mikið vald á leik- endum sínum og leggur ekki ein- ungis mikla áherzlu á skapgerð þeirra, heldur og einnig hátterni og allt útlit. Því má til sanns vegar færa, ef hlutverk þeirra Ingrid Thulin og Gunnel Lindblom er borið saman við hlutverk þeirra i Kvöldmáltíðargestunum, þar sem Thulin lék heiðvirða og fremur ófríða kennslukonu, en Lindblom fór með hlutverk elskulegrar og trygglyndrar eiginkonu manns, sem fremur isjálfsmorð. Gervi þeirra er það ólíkt í Þögninni, að leikkonurnar eru næstum óþekkjanlegar frá fyrri myndinni. Túlkun þeirra verður tæplega á betri veg kosin. Sterkur og áhrifa- ríkur er leikur Lindblom í svefn- herberginu með þjóninum eftir komu Ester. Hvað leik snertir, er það ef til vill minnisstæðast, hvað Bergman hefur tekizt með næmri nákvæmni að laða öruggan og sannfærandi leik hjá Jörgen Lind- ström. Þögnin fjallar um kynferðis- lega spillingu nútímans, stórtæk- an vígbúnað. ótta, tómleikann og einmanakennd i sálum manna. Yf- ir öllu grúfir hin ógnþrungna þögn Guðs. Systurnar og Jóhann hafa viðdvöl i óþekktri borg, Tim- uka. þar sem talað er framandi tungumál Meðan Ester liggur þungt haldin leggur Anna leið sína í kvikmvndahús og er vitni að ægilegum kynmökum tveggja elskenda Atriði þetta verkar mjös sterkt á áhorfandann og engum nema Bergmanni mundi komat il husar að kvikmvnda þvílik atriði l’mræft atriði vekur upp ákafa kynþrá Önnu og fær hún einn af barþjónum gistihússins til fylgi- lags við sig Meðan á öllu þessu stendur. röltir Jóhann um langa og skrautlega ganga hótelsins og eru mörg athyglisverð atriði flétt- uð þar inn í. Auk hótelþjónsins koma nokkrir dvergar við sögu, sem að sumu leyti gætu táknað góðleikann. Undir lok myndarinn- ar skilja mæðgin Ester eftir, hel- sjúka. í lokaatriðinu beinist kvik- myndavélin að andlliti drengsins sitjandi I járnbrautalestinni og nemandi nokfcur orð hins fram andi tungumáls, eins og i hljóðri spum Bergmans um framtíðina: Hvernig verður framtíðin og hverj ar verða gjörðir mannsins á kom- andi árum í þessum syndum spillta heimi? Þögnin er vissulega mikilsvert listaverk, er markar tímamót í kvifcmyndaþróun Ingmars Berg- mans. Marnie Hafnarbíó. Leikstjórn: Alfred Hitchcock. Handrit: Jay Presson Allen. Kvikmyndun: Róbert Burks. Tónlist: Bemhard Hermann. ís- lenzkur texti. Ég hef ekki alltaf verið jafn rhifinn af þeim kvikmyndum Hitch cock‘s, er ég hef séð. Tvær þeirra skera sig þó nokkuð úr: Glugginn á bakhliðinni og Psycho. Marnie fjallar um unga sjálsjúka konu, sem þjáist af stelsýki og lætur sig efcki muna um að ræna peningaskápa ýmissa fyrirtækj* Einnig hefur hún ímugust a rauð- um lit og er mjög skelfd gagnvart þmmuveðri. Sömuleiðis virðist hún hafa óbeit á karlmönnum. Dag nokkurn kynnist hún Mark Rut- land (Sean Connery), sem ósjálf- rátt fær áhuga á henni, gegn vilja hennar. Þau giftast þó um síðir, enda á nún ekki nema um tvo kosti að velja — hjónaband eða fangelsi Mark reynir að grafast fvrir um sálræna eiginleika henn- ar og út á það gengur megin hluti myndarinnar. Ekki er hægt að segja, að maður verði sérlega hrifnæmur af Marnie Hitchcock‘s né að hann sé svo nýjabrumslesur með þessari mynd sinni Þó má finna myndinni það ti) hróss. að sums staðar er notazt við skemmitlega og nýstárlega myndatöku, t.d i nokkrum upp- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.