Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 16
fW <é 103. tbl. — Sunnudagur 8. maí 1966 — 50. árg. Byrjað að byggja safnáðár- heimili fyrir Grensássókn FtB—Reykjavík, laugardag. Klukkan 14 í dag tók séra Felix Ólafsson, sóknarprestur Grensás- sóknar fyrstu skóflustunguna að byggingu safnaðarheimilis fyrir Grensássókn við hátíðlega athöfn á kirkjulóð sóknarinnar á Hvassa- leitisásnum. Viðstaddur athöfn- ina var biskupinn yfir íslandi, hr. Sigurbjörn Einarsson og flutti hann ávarp. Formaður sóknar- nefndar, Magnús Gíslason, náms- stjóri greindi frá undirbúningi að byggingu safnaðarheimilisins, og kirkjukór söng. Aðstaða til safnaðarstarfs hef ur verið og er mjög erfið, þar sem ekkert húsnæði fyrirfinnst innan sóknarinnar til guðsþjónustuhalds og safnaðarstarfs. Síðan söfnuður jnn var stofnaður, hafa guðsþjón- ustur og önnur starfsemi safnaðar ins farið fram í Breiðagerðisskóla eða utan sóknarmarkanna, Vonir standa til,-að unnt reynist að leysa húsnæðisvandann og koma upp safnaðarheimili á árinu sem fullnægir húsnæðisþörfinni. Jósef Reynis, arkitekt, hefur teiknað safnaðarheimilið, en verk fræðiþjónustu hefur Stefán Óíafs son, verkfræðingur, annazt. Grunn teikningar og líkan af safnaðar- heimilinu hefur legið frammi á safnaðarfundi. í safnaðarheimil- inu verður rúmgóður salur til guðsþjónustuhalds og félagsstarf- semi á vegum safnaðarins. Auk þess verður þar minni salur til fundarhalda, skrifstofa sóknar- prestsins, eldhús, forstofa og fata geymslur, auk annars nauðsynlegs rýmis. Mun safnaðarheimilið vænt- anlega ekki hvað sízt verða æsku lýðsheimili sóknarinnar og leysa brýna þörf á því sviði. Á vegum sóknarnefndarinnar hafa tvær nefndir starfað að und- irbúningi fyrirhugaðra fram- kvæmda. Undir forustu Atla Ágústsson- ar, verkstjóra hefur starfað 3ja manna framkvæmdanefnd. Hefur hún nú verið aukin .og verður hún maður nefndaripnar er Guðmund- Framhald á bls. 14. Hverfaskrífstofur B-Hstans í Rvík Hverfaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru á eftirtöldum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30 sími 1-29-42. Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnargata 26, sími 1-55-64. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168, sími 2.35-19. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-18. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168, sími 2-35-17. Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54, sími 3-85-48 Fyrir Breiðagerðisskólann: BúðargerSi 7, sími 3-85-47. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91, símar 3-85-49 og 3-85-50. Allar skrifstofurnar verða opnar frá kl. 2—10 nema hverfamiðstöðin að Laugavegi 168 sem verður opin frá kl. 10—10, sími 2-34-99. Stuðningsfólk B-listansi Hafið samband við hverfaskrif- stofurnar á viðkomandi stað. Veitið þeim allar þær upp- lýsingar, sem að gagni mega koma við kosningaund*r- búninginn. BAZAR í dag klukkan tvö hefst bazar Framsóknarkvenna að Tjarnar- götu 26. Á bazarnum er f jöldinn allur af vönduðum munum, mik ið er þar af ódýrum barnafötum, sokkum, vettlingum og alls kyns öðru prjónlesi. Þar má einnig fá bastvörur og uppstoppuð dýr. Púðar eru þarna af öllum gerðum, og skemmtilegar vegg- myndir með applíkeruðum myndum, sem sérstaklega eru æflað ar börnum. Það er sannarlega þess virði að líta inn að Tjarnar götu 26, og sjá, hvort ekki sé þar eitthvað á boðstólum, sem húgurinn kann að gimast. Myndina hér að neðan tók Bj. Bj. og sýnir hún nokkurn hluta þess, sem á bazarnum verður til sölu. ' ; « , " • Áburðardreifing Kjalnesinga á afréttarlönd ber árangur: FALLÞUNGISAUÐFJÁR- INS HEFUR AUKIZT EJ—Reykjavík, laugardag. Búnaðarsamband Kjalarnesþings hefur um nokkurt árabil staðið fyr ir dreifingu áburðar á afréttalönd í samvinnu við Sandgræðslu ríkis ins. Bændur telja nú almennt, að þeir hafi þegar séð nokkum árang ur af þessari starfsemi í aukn um fallþunga sauðfjárins, og þeir, sem um heiðamar ganga, sjá greinilegan mun á gróðri, þar sem borið hefir verið á. Skrifstofur Frams. f!. Skrifstofur Framsóknarflokks- ins Tjarnargötu 26 eru opnar frá kl. 9—12 og 1 til 10 síðdegis. Sím ar 1-60-66, 1-55-64, 1-29-42 og 2-37-57. Kosningaskrifstofa: Vegna utan- kjörstaðakosningamra er í Tjarn argötu 26 símar sömu og getið er hér á undan, ennfremur sími 1-96-13. Sjálfboðaliðar óskast til aðstoð ar við kosningaundirbúninginn, og til starfa á kjördag. Vinsamlegast hafið samband við skrifsitofuna í Tjarnargötu 26, eða hverfaskrif stofnunnar. HITAVEITAN Þetta kom fram á aðalfundi Bún aðarsambands Kjalamesþings, seim haldinn var að Hlégarði í Mosfells sveit 29. apríl s. 1. Tilgangur þessarar áburðardreif ingar er margþættur, svo sem að koma í veg fyrir að landið blási upp, styrkja og auka afköst þess gróðurs, sem fyrir er, og græða upp aftur örfoka land. Á starfs árinu var dreift um 40 tonnum á sambandssvæðinu. Á fundinum var samþytokt tillaga um, að samband ið stæði fyrir áburðardreifingu á afréttarlönd í svipuðu formi og verið hefur, eftir því, sem landeig endur legðu fram peninga til áburðatkaupa. Jóhann Jónasson, formaður sam bandsins, flutti skýrslu um störf Framsóknarflokkurinn hefur árum saman barizt fyrir því í borgarstjórn, að hitaveita værj lögð um borgina, og reynt væri að nýta heita vatnið sem bezt. Leggur flokkurinn áherzlu á eftirfarandi atriði varðandi framkvæmdir hitaveitunnar: að gerðar verði þegar á þessu sumri viðhlítandi ráðstafanir til a® bæta hitaveituna í gamla bænum og á öðrum þeim stöð um, þar sem úrbóta er þörf, að á þessu ári verði lokið við að Ieggja hitaveitu í öll skipu- lögð hverfi fyrir vestan Elliða. ár, að kannað vcrði tii þrautar með borunum, hvort fáanlegt er meira heitt vatn í borgar- landinu og nágrenni. að unnið verði að undirbúningi og framkvæmd nýrrar hita- veitu frá Nesjavöllum eða öðr um þeim stað, sem heppilegri kann að reynast til virkjunar, að á meðan ný hitavirkjun er ekki komin til framkvæmda, verði nýjum hverfum séð fyrir upphitun frá olíukyntum kyndi stöðvum og sú fyrirhyggja höfð um byggingu þeirra að tengja megi nýbyggð hús hitaveitu strax og þaú eru tekin i notk un. Helgi Bergmann opnar sýningu í Félagsheimilinu í Kópavogi KT—Reykjavík, laugardag. Á morgun, sunnudag, opnar Helgi M. S. Bergmann sýningu á málverfcum og teifcningum sínum í Félagsheimili Kópavogs. Sýnir hann þar 30 olíumálverk, auk teikn inga ur bókinni „Mjög merkir menn“, en sú bók á að koma út í haust. Á fundi með blaðamönnum sagði Helgi, að málverk þau, sem á sýningunni yrðu, væru mörg mál uð á Þingvöllum,, en þar hefði hann verið s. 1. haust. Teikning araar eru skopmyndir af ýmsum þekktum mönnum. Sýning Helga Bergmann verður opnuð fyrir almenning kl. 19. Sýningin stendur yfir í viku og er á neðstu hæð í félagsheimilinu. samibandsins á liðnu ári. Kom þar m. a. fram, að þar sem kúm fækk ar stöðugt í héraðinu, gengi sí- fellt erfiðlegar að bera uppi rekst ur kynbótastöðvarinnar á Lága- felli. Búskapur bænda sunnan Reykjavíkur á Reykjanesskaganum öllum hafi dregizt og dragist óð- fluga saman, sérstaklega naut- griparæktin, en sauðfjárræktin hefði heldur aukizt. Áhugi manna á búskap fari minnkandi, og erfið ara verði með ári hverju að halda uppi allri félagsmálastarfsemi í sambandi við landbúnað. Ráðunautur sambandsins, Pétur Framhald á bls. 14. Bílar á kjördag Þeir stuðningsmenn B-Iistans sem geta lánað bíla á kjördag eru vinsamlegast beðnir að haf: samband við síkrifstofu Fram sóknarflokfcsins, Tjarnargötu 2c símum 16066, 15564, 12942 eð; 23757 hið fyrsta. Ekki er það mér að kenrt; þótt Bjarni sé í flokknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.