Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Aögtýsin.g í Tímanum feemur dagJega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerizt áskrifendur ai Tímanum. Hringið í síma 12323. 103. tbl. — Sunnudagur 8. maí 1966 — 50. árg. Börn aö leik Ekkcrt er hollara börnum, en dveljast að sumarlagi á góðum dvalarstöðum við útiveru og leiki, góða aðhylnningu og gæzlu. Minni myndin er af sumardvalarheimili Rauða- krossins við Laugarás og hin sýnir böm að leik í fögru um- hverfi baðað sumarsól. Hve margir foreldrar í þessari borg myndu ekki kjósa að geta kom ið bömum sínum til dvalar á slíkum stöðum — en eiga þess ekki kost. Ljóst er, að úrbóta í þeim málum er ekki að finna hjá þeim meirihltua. sem nú fer með stjórn Reykjavíkurborg ar. Meirihlufi Sjálfstæðisflokksins í horgarstjórn segir: Ekki þorf fleiri sumar- dvalarstaða fyrir börn! TK-Reykjavík, laugardag. Eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu fluttu borgarfulltrúar Framsóknarflokksins tillögu um það á borgarstjórnarfundi s.l. fimmtudag, að borgin beitti sér fyrir því. að börn allt að 11 ára aldri ættu kost að komast til sum- ardvalar í sumar við hóflegu verði. Þessari tillögu vísaði meirihluti Sjálfstæðisfiokfksins frá og vísaði til þess, að þessi mál væru í góð- um höndum fræðslustjóra, taldi að mikið hefði verið gert í þessum Reynist svo, að þeir aðilar, er að sem flest börn borgarinnar eigi kost nokkurrar sumardvalar, þar sem þau geti kynnzt nýjum og þroskandi viðfangsefnum og kom- izt í snertingu við dýralífið í sveit- Samþykkir borgarstjórnin að beita sér fyrir því, að börn allt að 11 ára aldri, er óska að komast til sumardvalar á sumri komanda eigi þess kost við hóflegu verði. málum á undanförnum árum og ekki þörf frekari afskipta borgar stjórnar af þeim. Kom þar enn fram, að meirihlutinn í borgar- stjórn Reykjavíkur virðist eiga af- ar erfitt með að skilja vandamál heimilanna, finnst mikið gert á öllum sviðum og ekiki þörf frekari aðgerða. Tillaga borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins var svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur telur mikilvægt og leggur á það áherzlu, undanfarin ár hafa séð um sum- ardvalir Reykjavíkurbarna, geti ekki annað eftirspurninni nú í vor, felur borgarstjórnin borgarstjóra og borgarráði að taka á leigu nauð synlegt húsnæði ,t.d. heimavistar- skóla, þar sem hentugt er að hafa sumardvalarheimili. Til að standa straum af kostnaði við þessa starfsemi svo og til að auðvelda tekjulágum og barnmörg Eh-amhald á 14. síðu Þetta er smán Alþýðublaðið birti í fjrra dag áhrifaríka stórfrétt á forsíðu, ásamt myndum af átta manna fjölskj’ldu, sem býr í kofaræksni, sem er að- eins fimmtán fcrmetrar og ekki mönnum bjóðandi. Og blaðið sagði: ÞETTA ER ENN TIL f REYKJAVÍK. Hér var bent á mjög alvar legt mál, sem er smánar- blettur á stjórn borgarinn ar, að annað eins og þetta skuli vera til i Reykjavík, þar sem meginþorri manna býr í góðum húsakynnum og sumir í höllum. En hvemig tekur Morg- unblaðið á þessu? Það ræðst með fáryrðum að Alþýðn blaðinu fjrir það að sjá þetta og segja frá því. Það birtir myndir af forsíðunni sem það telur hneykslunar verða og segir með vandlæt ingu: Það er þetta „sem Alþýðublaðið sér í Reykja vík.“ Morgunblaðið segir, að menn eigi ekki að horfa á þetta, heldur falleg hús og rúmgóð heimili vel stæðra borgara og svo kauphallim ar allar. En borgararnir í Reykja- vík munu segja: Það er ein mitt á þetta, sein menn eiga að horfa á og muna eftir, meðan það er til, og kref jast þess að stjórnendur borgar innar leggi sig alla fram um að útrýma því í stað þess að hneykslast á því að aðrir skuli sjá það. Framhaid á 14. síðu 130 millj. innstæðuaukn- ing í Samvinnubankunum Tímanum hefur borizt fréttatil- kynning um aðalfund Samvinnu- bankans, sem haldinn var laugar- daginn 2. aprfl 1966. Innstæðu Samvinnubankinn við Bankastræti. I aukning á árinu varð 130 milljón- ir, sem er hlutfallslega mest aukn ing meðal bankanna. Þá var sam- þykkt á fundinum að fela stjórn bankans að vinna að undirbúningi stofnlánadeildar. Fundarstjóri var kjörinn Guð- röður Jónsson, kaupféLstj., Nes- kaupstað og fundarritari Ásgeir Magnússon, framkv.stj. Formaður bankaráðsins Erlend- ur Einarsson forstjóri flutti skýrslu þess um starfsemi bank- ans síðastliðið ár, og kom þar fram að mikill vöxtur var í allri starfsemi bankans og að aukning innstæðna var meiri en nokkurt annað ár. Á árinu tóku útibú bankans í Keflavík og á Húsavík til starfa í nýjum húsakynnum. Samvinnubankinn starfrækir nú sjö útibú og þrjár umboðsskrif- stofur. (Tímamynd Bj. Bj.) Einar Ágústsson, bankastjóri. lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og skýrði þá. Heildarinn- stæður í Samvinnubankanum í árs- lok 1965 námu 401.6 millj. kr. og höfðu hækkað um 130.0 millj. kr. á árinu eða 47.8%, sem er hlut- fallslega mest aukning meðal bank anna. Hlutur útibúa bankans í inn- lánsaukninguni var 71.9 millj. kr. Yfirtekir voru á árinu Sparisjóð- ur Kaupfélags Þingeyinga, Spari- sjóður Norður-Þingeyinga og Inn- lánsdeild Kaupfélags Tálknafjarð- ar með innstæðum samtals 13.0 millj. kr. Nemur hrein innstæðu- aukning í bankanum þannig 117.0 millj. króna. Heildarútlán bank- ans námu í árslok 1965 kr. 300.2 millj. Samþykkt var á fundinum að fela stjórn bankans að vinna að undirbúningi stofnlánadeildar við Samvinnubanka. Endurkjörnir voru í bankaráð Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.