Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 8. maí 1966 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benedtktsson mtstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Krlstjánsson. Jón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur ) Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán Innanlands — í lnusasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hJ Þá varðar ekkert um dýrtíðina Þau tfðindi gerðust 1 borgarstjórn Reykjavíkur á síð- asta fundinum fyrir kosningarnar, að íhaldsmeirihlut- iim vfldi með engu móti lýsa yfir neinni vanþóknun á Óðadýrtíðinni, sem nú herjar á almenning með æ meiri ofea og eyðir framkvæmdafé borgarinnar. Það vísaði ftá tfllögu Framsóknarmanna um að lýsa yfir áhyggjum vegna sívaxandi dýrtíðar og mótmælum vegna síðustu stórhækkana á brýnustu neyzluvörum, hækkunum, sem koma þyngst niður á stórum og efnalitlum fjölskyldum. Þessari tillögu hafnaði íhaldið hreinlega með þeim rök- um, að það væri ekki mál borgarstjórnar að álykta um dýrtíðina. DDýrtíðin kemur mér ekki við, sagði íhaldið. Fulltrúar Framsóknarflokksins í borgarstjórn lögðu á það áherzlu, að þeir teldu að hér væri um svo mikið alvörumál að ræða, og mikið í húfi fyrir hag borgaranna og borgarinnar sjálfrar, að borgarstjórn bæri að leggja fram lið sitt til viðnáms. Þeir minntu á hina skorinorðu yfirlýsingu verkalýðsfélaganna gegn dýrtíðinni 1. maí, undirritaða af fulltrúum allra flokka. Ef borgarstjórn sameinaðist með svipuðum hætti um ályktun þar sem óðadýrtíðin væri fordæmd og mótmælt síðustu stór- hækkunum á neyzluvörum almennings, gæti það stuðlað að og knúið stjórnarvöld til nýs viðnáms. Borgarstjórn bæri að vinna gegn dýrtíð með öllum hugsanlegum ráð- um og vera sverð og skjöldur borgaranna í því sem öðru. En íhaldið í Reykjavík hristi aðeins höfuðið og hafði eitt svar á reiðum höndum: Dýrtíðin kemur mér ekki við — hún er ekki mál borg- arstjórnar. Kjósendur vita þá, hvað að þeim snýr og geta svarað því, sem vert er við kjörborðið. Táknrænt úrræðaleysi Fisksölumál borgarinnar eru og hafa lengi verið mjög táknræn um það úrræðaleysi og viljaleysi, sem ríkir hjá borgarstjómaríhaldinu í hagsmunamálum borgaranna. Á íslenzkum miðum, svo að segja við bæjardyr Reykvík- inga veiðist bezti fiskur í heimi, en samt er það svo. að mánuðum og missirum saman, meira að segja á hávertíð, er lítill sem enginn góður neyzlufiskur í fiskbúðum borg- arinnar. Þetta er ekki fisksölum að kenna, því að þeir leggja sig alla fram til þess að útvega góðan fisk og reyna meira að segja stundum að gera út til þess. En íhaldið, sem ræður borginni hefur engan manndóm til þess að vinna að því að koma haldbæru skipulagi á fisköflunarmálin. Það silast í mesta lagi til að láta tog- ara landa hér einum eða tveimur förmum, þegar ástand er verst eins og í vetur, en það hefur engin úrræði til þess að koma á frambúðarlausn í máli, sem mjög auðvelt ætti að vera að leysa, ef nokkur dugur væri til. Auðvitað eiga borgaryfirvöld að beita sér fyrir því, að útgerðarmen-n og fisksalar hafi samtök um að leysa málið, en dugi það ekki, kemur mjög til mála. að borgin geri út nohkra báta til að afla á' borgarmarkaðinn Og það er ekki nóg, að íhaldið sé úrræðalaust og dug- laust við að sjá um, að góður fiskur sé jafnan á borgar- markaði í mesta fisklandi heims Það fellir meira að segja tillögur um að reyna úrbætur í borgarstjórn. Þann- ig vísaði það frá tillögum minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn um þessi mál á síðasta fundi. TÍMIWN s Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Bandaríkin verða að endur- skoða afstöðuna til Evrópu Annars eiga þau á hættu að standa ein að lokum DE GAULLE ÞEIRRAR skoðunar gætir nokkuð á æðri stöðum hér í Washington, að okkur sé ærið nógur vandi á höndum í Viet- nam þó að við þyrftum ekki samtimis að glíma við de Gaulle og endurskipulagningu Atlantrhafsbandalagsins. Vitan lega verði einhvern tíma æski- legt að koma Atlantshafsbanda laginu í nútímahorf, en hví skyldum við þurfa að hugsa um þau mál nú, þegar forseti * okkar er jafn önnum kafinn og raun ber vitni og utanríkis- ráðherra okkar örþreyttur, og þegar þar við bætist, að ekki verður séð, að neitt sérstakt sé að gerast í Evrópu, ef de Gaulle vildi aðeins gjöra svo vel að láta sér hægt að svo stöddu? í hlutarins eðli leggur, að mál þau, sem árekstrum valda í Evrópu, hafa mjög mikil áhrif á framvindu mála í Asíu. Ef við látum alla smámuna- semi lönd og leið og jafnframt þá fjarstæðu að halda, að t.íð- indin, sem okkur berast frá París, séu ekki annað en fjas um fánýta hluti — sleppum öllum tilraunum til að skýra fyrirbærið með sálgreiningu hins aldna hershöfðingja og hættum að minna hann á, hvað við höfum gert mikið fyrir Frakkland — hljótum við að komast að raun um, að aðal- undirrótin að baráttu Gaulle- ista er ákaflega mikilvæg fyrir hugsanlega lausn mála i Asíu. Bárátta de Gaulles og samí starfsmanna hans hefur að meg inmarkmiði að binda endi á kalda stríðið í Evrópu og fá Rússa til samstarfs við að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld. Þetta er kjarninn, sem liggnr á bak við allt talið um her- fræðileg og hertæknileg atriði. Okkur er tilfinningamál, að halda Atlantshafsbandalaginu eins og þar var fyrir 15 árum —að halda sjúklingnum áfram rúmliggjandi sem ævarandi aumingja, af því að honum batnaði sjúkdómurinn, sem upp haflega þjáði hann, við það eitt að leggjast í rúmið á sinni tíð. En þessi ósk okkar á ekkert skylt við veruleikann. LÁNIST sú breyting, sem Gaulleistar vilja koma á, hljót- um við að þokast til muna nær því marki að koma á í heimin- um nýju valdajafnvægi, sem unnt gæti orðið að byggja á samninga við Kínverja um As- íumálin. Þá yrði aðeins eitt kalt stríð í gangi í staðinn fyrir tvö. Þá yrði aðeins um baráttu að ræða við eitt öflugt kommúnistaveldi á einum víg- stöðvum. í stað þess að þurfa að stríða við tvö hundruð og andstæð kommúnistaveldi sam- tímis. Þegar þar að kæmi, að sam- komulag væri í þann veginn að komast á milli vestrænna samtaka og Sovétríkjanna, værí hægt að beita öllum herafla og áhrifamætti vesturveldanna fyrst og fremst að Asíu, en eins og nú standa sakir verður að deila aflinu milli Evrópu og Asíu. Þegar spennan rénar í Evrópu leystist úr læðingi vest ræn orka og athygli, og þá verð ur öllum stórveldum í heimin- um mikið í mun að hindra út- þenslu Kinaveldis og sameigin leg kappsmál að koma í veg fyr- ir stórstyrjöld í Asíu. í húfi er heilbrigð, breyting á valdajafnvæginu í heiminum. Við höfum mjög brýnna hags- muna að gæta við þessa breyt- ingu, þar sem við erum sjálfir heimsveldi. ÉG VEIT. að þetta viðhorf á ekki upp á pallborðið hjá mönnum h ér eins og sakir standa. Allir, sem hafa athugað feril de Gaulles af gaumgæfni, hljóta að viðurkenna, að hann hefur venjulega tekið afstöðu til málefna Evrópu með hlið- sjón af heimsmálunum yfirleitt. Þannig var þetta til dæmis í júni árið 1940, þegar Frakk- land var búið að bíða ósigur í styrjöldinni. Þá eggjaði hann Frakka og allar vestrænar þjóö- ir lögeggjan og minnti á, að styrjöldin væri orðin að heims- styrjöld og hlyti að vinnast af þeim sökum, enda þótt orrust- an á meginlandinu hefði tap azt., Þegar de Gaulle komst til valda árið 1958 varð sama við horfið uppi á teningnum, þótt á annan hátt bæri að. Þá minnti hann á, að enda þótt Atlantshafabandalagið væri svæðisbundin samtök og tak- markaðist í raun og veru við Evrópu eina, þá hefðu þrjár af bandalagsþjóðunum brýnna hagsmuna að gæta og gegndu ábyrgð víðs vegar um heim, eða Bretar, Frakkar og Banda- rikjamenn. Hann hvatti valdamenn í London og Washington mjög eindregið til að leysa þennan vanda innan bandalagsins. Hann stakk upp á, að heims- veldin þrjú stofnuðu með sér forustusamtök innan bandalags ins til þess að ræða og ákvarða um úrlausnarefni, sem stæðu utan við verksvið Atlants- hafsbandalagsins sjálfs. Þarna átti hann við mál eins og þau, sem upp hafa komið á Kúbu, í-Kongó, Vietnam og Rodesíu og önnur mál svipaðs eðlis. Bandaríkjamenn nöfh- uðu þessari uppástungu de Gaulles og tóku hana raunar aldrei til alvarlegrar athugun- ar. En erfiðleikarnir, sem de Gaulle sá fram á og ollu hon- um áhyggjum eru eftir sem áð- ur fyrir hendi. EFTIR því sem Bandaríkja- menn hafa á eigin spýtur ánetj azt meira og meira í flækjur í Mið- og Suður-Ameríku, Afr- íku og Asíu, hefur þeirri skoð- un aukizt fylgi í Evrópu, að þeir kynnu að draga Evrópu með sér inn í stórstyrjöld, án þess að Evrópumenn yrðu nokk urna tíma kvaddir til umsagna eða ákvörðunar fyrri en allt væri komið í bál og brand. George Pompidou forsætis ráðherra Frakka flutti ræðu í franska þinginu 20. fyrra má- aðar. Þar benti hann á, að í átökunum um éldflaugarstöðv- arnar á Kúbu hefði Frökkum ekki verið skýrt frá ákvörðun Kennedys forseta fyrri en að búið var að taka hana og segja hersveitum Atlantshafabanda- lagsins í herstöðvum á Frakk- landi að vera við öllu búnar. Þetta táknaði, að á þessar stöðv ar var litið sem hugsanlegt skot mark í árás Sovétmanna, ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Ósanngjarnt er að neita að kvartanir Frakka og Banda- ríkjamanna við Evrópu hafi við rök að styðjast, eða vísa þeim með öllu á bug á þeim for- sendum, að þetta sé ekkert annað en umfangsemi gamals og geðstirðs manns. Vandinn er raunverulegur en ekki ímyndaður og lausn hans verð- ur þess brýnni sem Banda- ríkjamenn færa meira út stríðskvíarnar í Asíu og taka á sig aukna ábyrgð víðs vegar um hnöttinn, án samráðs við aðra. Ef við skellum við þessu skollaeyrum með öllu hlýtur það að koma okkur í koll. Þá eigum á hættu að standa allt i einu einir uppi í stór- átöku í Asíu. yfirgefnir af öllum öðrum stórveldum og hafandi ekki á annan liðsauka að treysta en vanmáttuga sam- herja okkar og skjólstæðinga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.