Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 9
9
SDRNVDACrCR 8. maf 1966
TÍMIWW
Margir kaupstaðabúar vilja
komast í sveit yfir sumarið
Þegar dag tekur a5 lengja á
vorin fara ýmsir kaupstaðarbú-
ar að hugsa sér til hreyfings
úr borginni yfir sumarmánuð-
ina. Það er t.d. algengt að kon-
ur með eitt til tvö börn taki
að sér ráðskonustörf á sveitar
bæ eða ungar stúlkur ráði sig
sem kaupakonur. Einnig leita
karlmenn talsvert til sveita-
starfa. Þó munu börnin flest,
sem vilja njóta þess að véra
í sveit. Því er ýmsum vand-
kvæðum bundið að gera þeim
öllum úrlausn og yfirleitt fást
bændur ekki til að taka við
börnum yngri en tólf ára og
helzt ekki fyrr en þau eru 13—
15 ára.
Ráðningarskrifstofa land-
búnaðarins sér að miklu leyti
um vistráðningar fólks í sveit-
imar og ég spjallaði við for-
stöðumanninn, Ingólf Þor-
steinsson og fræddist um þessi
mál hjá honum.
Fyrir tíu árum var auðveldara
að koma bömum i sveit en nú
er.
— Er ekki að verða mikið
annríki hér á skrifstofunni þess
ar vikurnar?
— Jú, það er að byrja núna.
Við höfum skrifstofuna opna
allt árið nú orðið, þótt lítið sé
að gera yfir vetrarmánuðina.
En þegar kemur fram í apríl
hefst annríkið fyrir alvöru. Við
erum mikið beðnir um að út-
vega börnum dvalarstaði í sveit
yfir sumarið. Yngst böm höf-
um við skrásett ellefu ára, en
það má samt segja. að mjög
erfitt sé að koma svo ungum
börnum í sveit. Ég hef verið
hér á skrifstofunni í 10 ár og
Þá gekk miklu betur en nú
að koma ungum börnum fyrir.
Bændurnir biðja hins vegar um
unglinga 13—15 ára, sem þeir
treysta til að vera á vélunum.
Og svo er eitt enn, að sífellt
versnar aðstaðan fyrir kaup-
staðabörnin að komast á sveita
bæi. Það er að heimilunum
fjölgar miklu meira í bæjun-
um, í sveitunum gera þau rétt
að standa í stað.
— En viðvíkjandi fullorðnu
fólki. er framboð og eftirspurn
þar nokkuð jöfn?
— Ilingað kemur alls kon-
ar fólk og vill ráða sig í sveit
ákveðinn tima. Sumum er eng-
in alvara með þetta og við
heyrum ekki frá þeim meira.
En hér má sjá á skránni frá
1965 að framboð á verkafólki.
sem bauð sig fram var alls 685.
þar af voru 147 karlmenn og
136 konur. Drengir yngri en
16 ára voru 244 og stúlkur 158.
Framboðið er mest á vorin.
enda þörfin fyrir aukið starfs-
lið í sveitum langmest á sumr-
in. Aftur á móti sneru sér til
okkar á siðasta ári 494 bænd-
ur og báðu um aðstoð. Beðið
var um 448 karla, 109 konur,
181 dreng og 57 stúlkur. Þess-
ar tölur gefa þó ekki alls
kostar rétta mynd, vegna þess
að mörgum sem hingað koma
og segjast vilja ráða sig til
sveitavinnu er engin alvara
með það.
— Og fram'boðið er yfirleitt
alltaf mest á vorin?
— Já, í maí og júní og svo
er talsverð hreyfing í október.
Áður var mikið um það í ágúst,
þegar síldveiðum var lokið, að
fólk vildi þá fara í sveit. Nú
standa síldveiðarnar svo til allt
árið, eins og allir .vita, og þá
berytist þetta um leið.
Fólk ræður sig ekki lengur
en til 6 mánaða.
— Hvað vill fólk ráða sig
til langs tíma?
— Oftast í þrjá til fjóra
mánuði. Sjaldan lengur en til
hálfs árs. Þess má geta í sam-
bandi við ráðningar að eitt-
hvað kann að ráðast til sveita-
starfa af því því fólki, er læt
ur skrá sig, þótt skrifstofunni
sé ekki kunnugt um það. Mar-
ir vanrækja að tilkynna, þótt
ráðning hafi farið fram og gild
ir þetta jafnt um bændur og
verkafólk.
-r- Er þetta fólk á öllum
aldri?
— Já, það má víst segja
það. Þó varla eldra en fimm-
tíu ára. Einstöku karlmönnum
eldri höfum við þó útvegað
starf.
— Er eklci allmikið um að
konur með börn ráði sig yfir
sumarið?
— Jú, það er fjöldinn allur.
Flestar hverjar með 1—2 börn,
sumar með þrjú. En þegar
börnin eru orðin svo mörg
gengur treglega að útvega
þeim pláss. En mjög algengt
er að konur með tvö börn ráði
sig í sveitirnar. Það eru oft
giftar konur, sem vilja komast
úr bænum yfir sumarið. Marg-
ar þeirra eru giftar sjómönn-
um eða mönnum, sem stunda
atvinnu utanbæjar eða eru er-
lendis þennan tíma.
— í hvaða landshlutun er
mest óskar eftir fólki?
— Það er langmest á Suð-
urlandi og í Borgarfirði. Það
kemur varla fyrir, að bændur
á Norðausturlandi og Austur-
landi snúi sér til okkar, enda
hefur nú ráðningaskrifstofa tek
ið til starfa á Akureyri og geri
ég ráð fyrir. að til hennar snúi
sér bændur af þessu sviði. Mik-
ið ber á því. að fólk vill sið-
ur ráða sig mjög langt frá
Reykjavík. Því fjarlægari sem
staðirnir eru þvi erfiðlegar
gengur að ráða fólk þangað.
Konur gera nokkrar kröfur um
þægindi og aðbúnað.
— Gera t.d. konur miklar
kröfur um þægindi á sveita-
bæjunum, sem þeim er bent á?
1 — Já, þær spyrjast fyrir um,
hvemig húsakynni séu, hvort
sé rennandi vatn og rafmagn
og fleira slíkt. Það er næstum
ógerningur að ráða kontir á
bæi, sem ekki hafa rafmagn.
Að vísu er rafmagn orðið á
flestum sveitabýlum, en hér og
hvar i afskekktum stöðum er
það ekki og þá getur ráðning
oft strandað á því.
— Er algengt, að konur
ílendist?
— Við vitum lítið um það.
Við fréttum náttúrulega ekki
af því nema endrum og eins.
Eitthvað kann að vera meira
um það en við vitum til.
— Eru útlendingar ráðnir til
sveitastarfa?
— Bændur sækjast eftir Dön
um til starfa á bæjum, þar sem
kúabúskapur er mikill. Danirn-
ir hafa reynzt ágætlega, enda
eru þeir reyndir í þessum störf
um heiman frá, þar sem þeir
verða að fara á námskeið og
kynna sér þetta.
— Og hvernig er með kaup-
ið?
— Ég veit lítið um það,
vegna þess að raginn sérstak-
ur taxti er til. Ég býst við það
sé mismunandi og fari eftir því,
hvaða verkefni viðkomandi tek
ur að sér. Ég held að eini
ákveðni taxtinn sem er til, sé
kaup þeirra Dana, sem hingað
ráðast sem fjósamenn. Þeir
hafa 8—9 þúsund á mánuði og
allt frítt. En að öðru leyti er
kaupið breytilegt, allt niður
á það að vera matvinnungur.
Ef kona með börn ræður sig
í sveit lækkar náttúrlega kaup-
ið eitthvað vegna barna, en ef
um eitt barn er að ræða er
oft ekkert dregið frá vegna
þess. En við hér á skrifstof-
unni höfum ekki afskipti af
kaupsamningum. Við látum
bænduma hafa nöfn sem til-
tæk eru og svo fylgjumst við
ekki frekar með því, hvernig
samið er.
Upplýsingar aðeins þær sem
fólkið gefur sjálft.
— Takið þið ekki greinar-
góða skýrslu af fólki, sem hing
að leitar og býður sig fram til
starfa?
— Við reynum það auövit-
að, en ekki megum við spyrja
of nærgöngulla spurninga. Við
spyrjum um nafn, heimili, ald-
ur, verkhæfni og hvort viðkom
andi sé giftur, um börn ef ein-
hver eru og aldur þeirra. Ef
við leitum til lögreglunnar
vegna einhvers manns og vilj-
um fá að vita, hvort þeir þekki
nokkuð til hans, fáum við þau
svör, að þeir geti ekki gefið
upplýsingar um slíkt. Við höf-
um því ekki annað við að styðj-
ast en þær upplýsingar, sem
fólk veitir sjálft.
— Eru fleiri verkefni, sem
ráðningarskrifstofan hefur með
höndum?
— Eitt er að aukast. Nú er
farið að rigna yfir okkur bréf-
um frá útlendu námsfólki, sem
segist vilja ráða sig í sveit
héma í einn mánuð til sex
vikur og heldur að það geti
gripið upp ósköpin öll af pen-
ingum. Við höfum engin tök á
að gera neitt fyrir þetta fólk.
Hvort tveggja er að yfirleitt
kann það ekki til íslenzkra
verka og svo er málið mikil
hindrun. En þó höfum við kom
ið örfáum fyrir. Nú höfum við
skrásett 43 aðila og svarað
þeim öllum á þessu vori. Hér
er einkum um Englendinga.
Austurríkismenn og Þjóðverja
að ræða, og svo frá Ameríku,
Egyptalandi og mörgum öðr-
um löndum. Sumir vilja koma
af nýjungagimi, langar til að
kynnast landi og þjóð. Ég
man t.d. eftir tveimur Austur-
ríkismönnum, sem skrifuðu og
spurðu, hvort þeir gætu fengið
sveitavinnu hér í um það bil
sex vikur, hvort kaup það, sem
þeir fengju mundi ekki nægja
fyrir flugfarinu heim og heim-
an og uppihaldi þeirra í skóla
næsta vetur! Svona hugmyndir
hljóta að stafa frá því sem frétt
ist út þegar uppgrip eru við
síldina og þeir ragla svo þessu
tvennu saman.
H.K.
SPJALLAÐ VIÐ INGÓLF ÞORSTEENSSONf FULL-
TRÚA Á RÁÐNING ARSTOFU LANDBÚ NAÐARINS