Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 11
SUNNTTDAGUR 8. maí 1966
TÍMINN
57
langt kominn að selja varninginn með ríflegum gróða, þegar
hann fékk veður af að rannsókn var hafin með þáttöku
Alþjóðalögreglunnar og búið að handtaka nokkra menn.
Pasqualini bað þá einn trúnaðarmann sinn, Losettani, að
koma farminum í geymslu á hentugum stað þangað til
rannsóknin lognaðist útaf. Ekki hafði Pasqualini fyrr gefið
þessi fyrirmæli en lögreglan náði honum og varpaði hon-
um í fangelsi. Meðan hann varð að dúsa þar lenti Losettani
vinur hans í áflogum í drykkjustofu í Ajaccio, særði and-
stæðing sinn lífshættulega og neyddist til að fara í felur.
Áður en hann hvarf trúði hann Cavanna nokkrum, bæjar-
stjóra í smábæ á Korsíku, fyrir felustað sígarettanna.
Af þessum trúnaðarmálum milli bófa átti síðar eftir að hljót-
ast manndráparuna, sem olli skelfingu í Suður-Frakklandi
og á Korsfku.
Þegar hér var komið sátu flestir sökudólganna í varð-
haldi og almenningur gleymdi brátt málinu, en árið 1954
voru nokrir sakborningar látnir lausir gegn tryggingu.
Einn í þeim hópi var Pasqualini, og hann vissi, að sígarett-
urnar voru enn í felustaðnum á Korsíku. Hann tók sér
fari þangað til að hitta Cavanna bæjarstjóra og krefjast
þess að hann afhenti sér smyglgóssið. En þarna reyndust
þjófarnir ekki heiðarlegir hvor við annan. Hvor sakaði
annan um svik, en Cavanna vissi hvar smyglvarningurinn
var niður kominn og ætlaði sér ekki að sleppa honum.
Á þessum fundi var stríði lýst yfir og þess var ekki
langt að bíða að til vopnaviðskipta kæmi. Nokkrum dögum
síðar sáust þrír náungar í felum innan um tré og runna
andspænis litlu hóteli í Ajaccio. Þeir biðu þangað til bíll
ók að húsinu, maður sté út og gekk að dyrunum. Sex
skot kváðu við úr skugganum undir trjánum og maðurinn
hné til jarðar með kveinstöfum. Þremenningainir hlupu
upp í bíl, sem beið nærlendis og óku burtu sem skjótast
Konur æptu og mannsöfnuður hnappaðist í þkringum særða
mannin, sem lá í blóði sínu á gagnstéttinni.
Hann reyndist vera Cavanna, og skurðlæknar borgar-
sjúkrahússins luku þvi verki, sem byssubófarnir hófu. Þeir
tóku af honum báða fætur, en hann var bráðlifandi
og hugði á geipilega hefnd. Sjálfur gat ftann lítið hafzt
að, en að mánuði liðnum létu menn hans til sín taka.
Skotið var á Pasqualini, þegar bíll hans þurfti að nema
staðar á götu um hábjartan dag, en hann særðist óverulega.
Um nokkra mánaða skeið leit út fyrir að blóðhefndum
væri lokið, en í marz 1955 þurfti bílstjóri, sem átti leið
um mjóan veg á Fagurey skammt frá Ajaccio að nema
staðar vegna þess að stóreflis umbúðakassi lokaði leiðinni.
Hann fór út til að velta burt kassanum, en þá rufu hvellir
af tíu skotum sveitakyrrðina. Ferðalagurinn var Traverni,
náinn vinur Pasqualini, og var hann á heimleið úr veiðiferð.
Þetta var fyrsta mannslífið, sem blóðhefndin krafðist
og fyrsti stórsigur bófaflokks Cavanna. Tveim mánuðum
síðar var annar af mönnum Pasqualini skotinn, en svo kom
röðin að Jaques Cavanna, yngra bróður bófaforingjans. Hann
var myrtur úr launsátri. Hvert morðið og ofbeldisverkið
rak annað sumarið út í gegn. í ágúst var einn af mönnum
Pasqualini skotinn niður með vélbyssu fyrir utan veitinga-
hús sitt í Ajaccio.
í nóvember fann lögreglan lík á afviknum stað við
skipakvíamar í Marseille. Þar var Pasqualini kominn með
átta byssukúlur í hnakkanum. Cavanna hafði nú hefnt sín
að fullu, en ekki lauk stríðinu. Enn voru vinir Pasqualini
á lífi, og það fékk Cavanna að vita. Á gamlárskvöld 1955
sat Louis Muratore að drykkju ásamt nokkrum kunningj-
um sínum í drykkjustofu nærri kauphöllinni í Marseille.
Dyrnar opnuðust hljóðlega og einu skoti var hleypt af.
Muratore datt niður dauður með byssukúlu í hjartanu.
Nú hefði mátt virðast að nóg væri komið, en Muratore átti
bróður, sem kom fram sinni hefnd í febrúar 1956, þegar
hann skaut Cavanna með vélbyssu á fjölfarinni götu skammt
frá óperuhúsinu í Marseille.
Meðan bófarnir brytjuðu hver annan niður eins og óðir
væru, hélt lögreglan áfram leitinni að Sydney Farney, Kan-
anum. Hann hafði falið sig í Vaucluse, smábæ í Suður-
Frakklandi. Hann þóttist í fyrstu vera daufdumbur og ætlaði *
að reyna að sannfæra lögregluna um að hann væri að ná
sér eftir taugaáfall. Bandaríkjamennimir fengu báðir
þriggja ára dóma, en þeim var síðar breytt í skilorðsbundna
dóma ásamt sekt.
%
1
DANSAÐ A DRAUMUM
HERMINA BLACK
17
aðeins kolli til hjúkrunarkonu
hennar — án þess að brosa.
Jill stóð andartak í gættinni og
horfði á eftir honum. Síðan lok-
aði hún hurðinni hljóðlega og
mætti augum Söndru um leið og
hún sneri sér aftur við.
Sandra sagði: — Ég veit ekki
hvort ég enda með því að dýrka
þennan mann eða hata hann, sem
auðvitað er hreinasta vanþakklæti.
Jill — hún greip skyndilega and-
ann á lofti. — Er það satt? Verð
ég — heilbrigð?
— Þú ert orðin heilbrigð, fuil-
vissaði Jill hana, — bæði til gagns
og gleði. Þú átt enn langt í land,
en þú heyrðir hvað hann sagði,
vina mín, það er komið að þér.
Við munum öll hjálpa þér — þú
verður að muna að allir hér á
staðnum standa á bak við þig.
Þú hefur ekki hugmynd um hve
ákveðin við öll höfum verið i því
að gera þig heilbrigða — en auð-
vitað er það Vere Carrington sem
hefur gert það eins og ég var bú-
in að segja þér að hann mundi
gera.
— Ég trúi því ekki! kallaði
Sandra'' upp yfir sig. — Það er
of dásamlegt og hún brast í
grát.
Jill settist á rúmið vafði grát-
andi stúlkuna örmum og lét hana
gráta í nokkrar mínútur. *
— Svona, þetta er nóg, sagði
hún síðan ákveðin og lét Söndru
leggjast aftur á koddann, gaf
henni róandi töflu og horfði á
hana meðan hún tók hana.
Brátt var Sandra farin að tala,
hálf hlæjandi: — Ég hef lesið um
fólk sem grætur af gleði — en
venjulega er það reiði sem kemur
mér til að gráta. Guð minn góður!
Ég vona að ég verði ekki rauð-
eygð þegar Glyn kemur.
— Glyn — ? Jill ygldi sig spyrj-
andi.
— Já — Glyn Errol. Varstu bú-
in að gleyma að hann ætlaði að
koma í dag?
— Satt að segja held ég að þú
háfir ekkert gott af þvi að fá
gesti — byrjaði Jill.
Sandra greip fljótmælt fram í
fyrir henni. — Auðvitað hef ég
gott af þvi. Ég verð að minnsta
kosti — þetta er eina tækifærið
mitt. Hann er að fara til Ameriku
á morgun. Og — það er mjög mik-
ilvægt að ég sjái hann. Ekki vera
leiðinleg, Systir — hr. Carring
ton þarf ekkert að vita af því,
ef þú heldur að honum sé illa
við það.
Jill var viss um. að honum væri
það, en það virtist ekki mikið vit
í að koma Söndru úr jafnvægi
með því að mótmæla, þannig að
hún samþykkti hikandi.
— Allt í lagi þá. En þú verður
að vera óskaplega stillt þangað til
hann kemur. Og þú mátt ekki æsa
þig upp þá — þú hefur gengið
í gegnum nóg í dag.
Þegar hún fór út út herberg-
inu litlu síðar gat hún ekki ann-
að en hugsað, að Sandra væri fædd
til að láta aðra stjana við sig —
fædd til að fá það sem hún vildi,
þrátt fyrir allt mótlæti.
Spurningin var aðeins sú, hvort
hún hefði fengið dálæti á mann-
inum sem ætlaði að heimsækja
hana í dag — eða var hjarta henn
ar enn frjálst sem fuglinn fljúg-
andi og tilbúin að helga sig ein-
hverjum öðrum?
— Ég mun annað hvort enda
með því, að dýrka þennan
mann —
Ef það gerðist, mundj hún
ábyggilega lenda i erfiðleikum,
nema auðvitað Vere Carrington —
Jill hratt hugsuninni burt,
en hún gat ekki gleymt
hvernig hanr hafði roðnað þegar
Sandra þakkaði honum. eða — áð-
ur en það gerðist — hvernig augu
hans höfðu mildazt þegar hann
leit niður til hennar. Hann hafði
unnið eins og þræll að þessu til-
felli — lét ekkert hindra sig í
að fylgjast með því. Auðvitað
hafði það mikla þýðingu fyrir
hann, aðeins sem tilfelli, það voru
svo margir f hans starfsgrein, sem
I biðu eftir að honum mistækist.
Það rann upp fyrir Jill, að hann
hafði hætt mannorði sínu þegar
hann hafði ákveðið að hið ólækn-
anlega tilfeHi væri alls ekki ólækn
anlegt.
En einhvers staðar undir. emb-
ættisstolti sínu var maðurinn
mannlegur og embættisleg reynsla
jJill hafði oft sannað henni, að
i læknar finna til nokkurs konar
jþakklætis gagnvart þeim sjúkling-
;um, sem þeim hefur tekizt sérlega
ivel upp með. Og Sandra var sig-
lur. Vere hlaut vissulega að vera
ómannlegur, ef áhugi hans á
henni yrði ekki persónulegri.
Vissulega hlaut hann að vera al-
gerlega ómannlegur og blindur,
ef hann sá ekki að auk þess að
vera tilfelli, var hún líka mjög
yndisleg og girnileg ung kona.
Þegar allt kom til alls, hafði hann
ekki verið algerlega ópersónulegur
fram að þessu, hann hafði stanz-
að og drukkið te með sjúklingi
sínum, gert sér ómak hennar
vegna —
Ó, fjandans! hugsaði hún óþol-
inmóð. Hvað kemur mér það við ?
En það gat ennþá látið hana
finnst sem hnífi væri stungið i
brjóst hennar. Þvílík vitleysa-
Úti á stigapallinum, sem venju-
lega var auður uppgötvaði aún
granna veru í búningi hjúkrunar
kvenna sem hreyfði sig eins og
hún væri að gera mjög fióknar
listir á skautum. ■
— Judy! Ertu búin að missa
vitið? sagði hún höstuglega.
n
En Judy lét engan bilbug i
finna, greip um handlegg hennar
og kreisti hann. — Jill! És var
að vona að þú kæmir út. Ég sá
„gogginn" og hina koma út.
— Jæja, þú varst þó ekki áð
sleppa þér vegna þess að þú sást
hr. Carrington fara?
— Nei —
— Ef ég hefði nú verið Systir-
in? Hún hefði annað hvort haid-
ið að þú værir orðin vitskeH eða-
ávítað þig fyrir óvirðulega tu óvið
eigandi hegðun — hún hefur ekki
mikið álit á þér íyrir.
— Hún heldur, að ég verði
ágæt hjúkrunarkona — ef ég vildi
hafa stjórn á tilhneigingu minni
til hringlandaháttar Judy herpti
saman varirnar og hermdi svo ná-
kvæmlega eftir Svsturinni þe?ar
hún varð reið. að Jill gat ekki
annað en hlegið.
— Hugsum ekki um Systurina,
sagði Judy. — Ég fæ fjögurra
daga frí í næstu viku. Og hvað
heldurðu, Jill?
— Segðu mér það. Ég sr ekki
góð að geta.
— Harding læknir er búinn að
bjóða mér í Drury Lane með sér
á fimmtudaginn.
Jill hafði ekki í huga. að segja
henni hvemig á boðinu stæði. —
En gaman, sagði hún glaðlega.
— Á neðri svölum? Rödd Judy
var lotningarfull. — Hugsaðu þér,
.
UTVARPIÐ . ^
Sunnudagur 8. maf
8.30 Létt morgunlög 8.55 Frétt
ir 9.10 Morguntónleikar. 11 00
Messa í Kópavogskirkju. Prest
ur: Séra
Gunnar
Árnason.
Organleikari: Guðmundur Matt
hiassson. 12.15 Hádegisútvarp
13.15 Hádegisútvarp 13.15 Efn
istoeimurinn Magnús Maynús-
son prófessor flytur erindi Efn
ið. 14.00 Miðdegistónleikar 15.
00 í kaffitímanum 16.30 Veður
fregnir- Endurtekið efni. 17 30
Bamatími: Unglingareglan á
íslandi 80 ára. 18.30 íslen/.k
sönglög. Guðrún Á. Símonar
syngur. 18.55 Tilkynningar 19.
20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir
20.00 Gleðileikurinn guðdom-
legi, „Divina Commediaí1 eftir
Dante Guðm. Böðvarsson skáíd
les þýðingu sína á 1 kviðu úr
Vítisljóðum. 20.15 Einleikur í
útvarpssal: Stefán Edelstein
leikur. 20.35 Sýslurnar svara
Borgfirðingar og Þingeyinsar
heyja úrslitakeppni þáttarins.
22.00 Frélir og veðurfregnir
22.10 anslög- 23.30 agskrárlok.
Mánudagur 9. mai
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.15 Búnaðarþáit
ur Gunnlaugur Skúlason dýra
læknir talar um sauðburð. ;3.j0
Við vinnuna
15.00 Mið-
degisútvarp
16.30 Síðdegisútvarp 18.00 Á
óperusviði. Lög úr „II rrova
tore“ eftir Verdi 18 45 Tilkynn
ingar. 19.20 Veðurfregnir 19.
30 réttir 20 00 Um daginn og
vegjnn Gísli Kristiánsson ritstj.
talar. 20.20 „Ennþá brennur
mér f muna“ Gömlu lögin sung
in og leikin. 2040 Tveggia
manna tal Sig Benediktsson
ræðir við Birgi Kiaran haafræð
ng, form Náttúruverndarráðs.
21.10 Fiðlukonsert i a-moll op.
82 eftir Glazúnoft 21.30
varpssagan: „Hvað sagði tröll
ið“? eftir Þórleii Bjarnason.
Höf flytur (4) 22 00 Fréttir og
veðufregnir 2215 Hliómnlötu
safnið í umsjá Gunnars Ouð-
mundssonar 23 05 Að tafli
Sveinn Kristinsson flvtur skák
þátt 23.40 Dagskrárlok.
Á morgun