Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 8. maí 1966 f SPEGLITÍMANS TIIVIINN í Nice í Suður-Frakklandi er nú yerið að taka kvikmyndina Two for the Road. Hér á mynd inni sjást tveir leikendanna, ★ Nokkuð einkennileg réttar- höld voru haldin í New Yok fyrir skemmstu. Fyrir dómend urna 12 í réttinum — og þeim aaðvitað til mikillar ánægju, voru spfluð 62 lög eftir George Gerswin, Cole Porter og Bur- ton Lane og það var Burton Lane, sem spilaði lögin. Burton Lane hafði verið kall aður til réttarins sem sérfræð- ingur í máli, sem hafði værið hafið gegn hljómsveitarstjóran um Bert Rose, en hann vai ákærður fyrir það að hafa stol- ið verkum þessara manna og fært þau i örlítið annan bún- ing, áður en hann sendi þau á markaðinn í bók _með 100 vinsælum söngvum. Á þennan hátt ætlaði Rose að losna við að borga höfundarlaun. í réttinum voru ailir pessir söngvar spilaðir tvisvar — einu sinni í útsetningu höfund ar og einu sinni i útsetningu Bert Rose. Ef Bert Rose verður fund- inn sekur um lagaþjófnað verð- ur hann dæmdur í 2, 5 millj. óna króna sekt og allt að því 60 ára fangelsi. ★ Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni nefbrotn aði Anna Bretaprinsessa fyrir skömmu. Atburður þessi átti sér stað í námunda við Oxford og var gert að brotinu á spít- ala í Oxford. í ljós kom þó, að ekki hafði aðgerðin heppn- azt eins og bezt var á kosið, því nef prinsessunnar hafði eitthvað stytzt í meðförum lækaanna. Fór prinsessan þá til London og var þar lögð inn á spítala til þess að lag- færa nef hennar og er nú bæði líðan og útlit prinsessunnar hið ákjósanlegasta. þau Audrey Hepburn og Al- bert Finney, (sem lék í Tom Jones). ★ í Ástralíu var fyrir skömmu fegurðarsamkeppni með öðru sniði en fram að þessu hefur verið þar. Til þess að geta kom- izt í keppnina varð hinn vænt- Þessir fimm sundurgerðar- menn hér á myndinni eru upp- rennandi tónlistarmenn. Þeir héldu nýlega upp á það, að anlegi þátttakandi að koma með 100 ástralska dollara, sem hún hafði safnað og áttu að fara til heimilis fyrir Jömuð börn. Síðan kom spurningin um útlitið til sögunnar. Það var ekiki sú stúlka, sem safnað hafði mestum peningum, sem varð ungfrú Ástralía — ef hún var ekki hæf til þess að vera fegurðardrottninig féklk hún þó nafnbótina Miss Australia Char ity Queen. Þetta árið var það Carolyn Hannaford, sem hreppti þann titil. Hún hafði safnað 22.452.000 dollurum. Titilinn sem Miss Australia hreppti hins vegar 21 árs göm- ul stúlka, sem heitir Sue Gallie og eins og stendur er hún nú í ferð um heiminn og á að heimsækja 14 lönd. ★ Veronica Lake var skær stjarna á himni kvikmyndanna fyrir milli tíu og tuggugu ár- um. Eftir að hún dalaði fór hún að vinna sem þjónustu- stúlka í veitingahúsi, en nú eftir meira en tíu ár, er hún í þann veginn að snúa sér aftur að kvikmyndunum og á nú að fara að leika í kvikmyndinni Footstep on the Snow. Hún hefur nú látið klippa sitt síða og fagra hár, sem var hennar aðal stolt, þegar hún var og hét í kvikmyndunum og birtist nú með stutt hár. ★ ítalska ríkið hefur nú ákært fjölda ítalskra kvikmyndaleik- ara og felst aðalákæran í því, að leikarar þessir eru sagðir sýna opinberlega blygðunar- nýjasta platan þeirra komst of- arlega á vinsældarlistann í Bret landi. Þeir kalla sig „Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick og Tick. en leysi. Meðal hinna ákærðu er Gina Lollobrigida, sem á að hafa reitt marga ítali til reiði með því að láta taka mynd af sér í fötum og stellingum, sem eru siðferðislega óverjandi. Segja ákærendurnir, að Gina og slíkar konur eigi ekki að láta sjá sig á kvikmynd. Gina sjálf neitar alveg að láta uppi nokkuð álit á þessum ájtærum. ★ Nú fáum við brátt að sjá Monu Lisu á kvikimyndatjald inu, og verður það rússnesk- franska leikkonan Marina Vlady, sem á að leika þessa frægu ítölsiku konu í kvikmynd inni „Þjófur Monu 'Lisu“ Kvik myndin fjallar um sannan at- burð, sem átti sér stað 1911. Ungur ítali, Vincenzo Perugia var óður af ást tfl þessarar dul arfullu konu og houum heppn aðist a ðstela málverki Leonar dos de Vinci úr listasiafninu í Louvre. Eftir tveggja ára leit fannst málverkið svo í listasafn inu í Florens og var þá flutt aftur til Parísar. ★ Franska leikkonan Simone Signoret er í London og leikur þar í kvikmynd. Fyrir skömmu birtist við hana viðtal í einu ensku blaðanna og þar sagði hún: Margar konur líta á það sem sjúkdóm að verða fertugar. En ég get fullvissað ykkur um það að það er ekkert í líkingu við það að fá influensu. Hvort sem árið, sem kemur á eftir þessum afmælisdegi verður af gleði eða sorg ást og tárura þá verður allt betra en áður. Því þið vitið það jú ósköp vel að það eru áhyggjumar, sem halda olkkur konunum ungum. þetta eru nöfn þeirra félaga. En þeim er fleira gefið en að syngja, því eins og sjá má á myndinni eru þeir mjög frum- Hér á myndinni sést Nancy Sinatra, dóttir hins fræga söngvara Franks Sinatra. Hún fetar nú dyggilega í fótspor föður síns og hefur haldið út á söngbrautina. Fyrir skömmu kom hún til Parísar og vakti það mikla athygli, að fyrsta kvöldið, sem hún var þar, skipti hún þrisvar um skó, eða rétt- ara sagt stígvél. Þegar hún kom til Parísar var hún í svört- um hnéháum leðurstígvélmn, þegar hún hélt sðngskemmtun þrem klukkustundum síðar var hún komin í svört stígvél og um kvöldið, þegar hún var far- in að fá sér gönguferð í París- arborg var hún í Ijósíbrúnum stígvélum. Uppáhaldslag Nancy um þessar mundir er These Boots are made for Walking, eða þessi stígvél eru til þess að ganga í. lega klæddir og eru það þeir sjálfir, sem teikna föt sín og láta síðan sauma eftir teikn- ingum sínum. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.