Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 14
14 TIMINN SUNNUDAGUR 8. maí 1966 VEITINGAHÚSAEIGENDUR Hin vinsæla hljómsveit TEMPÓ frá fyrra sumri hefur nú ákveðið að hefja leik sinn að nýju frá og með 3. júní n.k. Þeir sem vildu sinna þessu, vinsamlegast hafið samband við umboðsmann hljómsveitarinnar sem fyrst. BALDVIN JÓNSSQN, Sólheimum 35 — fjfmi 3-63-29. eskh ÁFALLA-FÓLK Það er kuldalegt byggðaheiti Jökuldalur. Svo þegar við bætist hiin imiskunnarlausi eyðandi mátt ur eldsins. IHafa menn leitt fyrir andlegar sjónir sér, hvílíkt hlutskipti þeim hefur skapazt í bústarfi og lífs- baráttu, nú fyrir skemmstu, hjón- unum á Haukstöðum á Jökuldal, er þau urðu að brjóstast út um glugga á náttklæðum einum, til bjargar lífi sínu og 5 ungra barna sinna og aldraðs föður, og frost- bitur stórhríðin blés um fjölskyldu hópinn, er hann í hinni bitru lífs- neyð leitar sér skjóls í köldum fjárhúsumrm. fbúðarhúsið er brunnið ásamt öllu þar innan veggja. Fjósið er orðið eldinum að bráð með flest- um þeim skepnum er þar voru — eldurinn hlífir engu — aðstaða engin til bjargar skepnunum. — Er hægt að hugsa sér öllu meir yfirþyrmandi og hörmulegri and- legan og efnislegan lífsömurleika? Við sem persónulega höfum aldr ei orðið fyrir slíkum lífsáföllum, við gerum okkur varla þess fulla grein hve mikið þetta aðþrengda fólk, er slíkt hlutskipti hefur hlot- ið, bæði efnislega og andlega má iíða. Hitt ætti okkur að vera ljóst, að á okkur hvílir drengskapar- skylda, sú að rétta þessu áfalla- fólki hagsmunalega aðstoð með því að leggja fram nokkurt fé hver og einn eftir getu. Ég vona og raunar veit, að margur verður hér til að rétta fram hjálpandi hönd bróðurhugans til hjálpar þessu nauðstadda fólki. Það hlýtur ætíð að kveikja gleðibjarma í hug drengskapar- manns og konu að geta sýnt hjálp- andi samiúð hinum aðþrengda hjálparfurfandi. Þá er það ekki síður uppörfun og gleði, þeim er afföllin hljóta, að finna að skiln- ingur bróðurhugans stendur að baki fégjafarinnar og það er ef til vill ekki minna um vert fyrir áfallamanninn en fégjöfin. Þorbjörn Björnsson frá Geitaskarði. SUMARFOTIN DRENGJAJAKKAFÖT frá 5 til 13 ára. MATRÓSAFÖT. MATRÓSaKJÓLAR. DRENGJAJAKKAR, stakir. HVÍTAR NYLONSKYRTUR. ENSKAR DRENGJA- OG TELPUPEYSUR, mikið úr- val nýkomið. FERMINGARFÖT frá 32—37, terylene og ull, fyrsta fL efni. SÆNGURFATNAÐUR, kodd- ar, sængurver, lök. GÆSADÚNN. HÁLFDYNN. FIÐUR. DÚNHELT OG FIÐURHELT LÉREFT. PATTONSGARNIÐ 1 litavali. 4 grófleikar. hleypur ekki. Póstsendum Vesturgötu 12, sími 13-5-770. SOLHOLTi 6 íHús Beloi--noraarinnar Higinkona mín og móðir min Svanhildur Hjartar verður jarðsungin þriðjudaginn 10. maí kl. 13.30 Athöfnin fer fram i Fríkirkjunni. Grímur Kristgeirsson, Ólafur Ragnar Grímsson. Útför konu minnar, móður okkar og tengdamóður Sigurbjargar Jónsdóttur Hjarðarhaga 19, sem andaðist á Landsspítalanum 7. maí s. I„ fer fram frá Neskirkju þrlðjudaginn 10. maí n. k. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðnir, viðkomandi bent á líknarstofnanir. Kjartan Ólafsson, Hanna S. Kjartansdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jón Guðnason. BRIDGESTONE HJÓIBARÐAR Síaukin sata BRIDGESTONE sannar gæðin veitir aukið öryggi • akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viSgerSir sími 17-9-84 Gúmmíbarðinn h.f., Brautarholti 8. Brauðhúsið Lau^avegi 126 — Slml 24631 "★ AIls konai veitlngar ★ Velzlubrauð. snlttur ★ Brauðtertur. smurt Drauð. Panttð tímanlega Kynnið yður verð og gæði. HÚSBYGGJENDUR TRÉSMIÐJAN, Holtsgötu 37, svefnherbergisinnréttingar framleiðir eldhúss- og r~Y >~>r TIIIIIII 4~< (slenzli frimerki ot Kvrstadagsnm- slðg Erleno trtmeria Innstnngnhæknr mlkln ftrvall FRIMERKJASALAN Læklareötn 6A XXIIIIIII -V'l EKKI ÞÖRF Framhald af bls. 1. um fjölskyldum afnot sumardval- samþykkir borgarstjórn- in nauðsynlegur fjárgreiðslur úr borgarsjóði.“ Eins og fyrr sagði vísaði meiri- hlutinn tillögunni frá á þeim for- sendum, að fræðslustjóri hefði með málið að gera, væri það í góðum höndum og hefði mikið verið gert í þessum málum á und- anförnum árum. Kristján Benediktsson benti á, að afskipti fræðslustjóra af þess- um málum á undanförnum árum hefðu aðallega verið í því fólgin að safna upplýsingum um sumar- dvalarstaði, sem ýmsir einkaaðilar og félagssamtök reka og gera til- lögur um skiptingu á fjárstyrk til þessara aðila. Sannleikurinn er sá, að fjölmargir einkaaðilar hafa lagt mikla vinnu og fjármuni til að reyna að leysa úr hinni miklu þörf fyrir sumardvalarstaði fyrir böm. Miðað við það framtak, sem þessir aðilar hafa sýnt er sá fjár- styrkur, sem þeir fá frá borginni óverulegur. En þótt nokkur fjöldi barna fái þannig fyrir aðstoð einkaaðila og félagssamtaka sum- ardvöl, er eftirspurninni hvergi nærri svarað. Borgarstjórnarmeiri hlutinn virðist ekki átta sig á því, hve borgin vex ört og að þarfir heimilanna fyrir þjónustu af hálfu borgaryfirvalda vex að sama skapi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg um þar um. Sömu sögu er að segja um dagheimili, leikskóla og vöggu- stofur. FREYFAXI Framhald af bls. 2. dreifbýlisins, því skipið býður upp á að landa sementinu í hús, þar sem aðsrtæður leyfa, og þarf þá engan mannskap á landi. Talið er að um 40% af sementsframleiðsl- unni fari út til landsbyggðarinn- ar. Skipstjóri á Freyfaxa er Frið- rik Jónsson, fyrsti stýrimaður Fjölnir Björnsson og fyrsti vél- stjóri Reynir Jónsson. Bolungavík er fyrsta höfn Freyfaxa með sem- entsfarm, og héðan fór skipið til íisafjarðar. GRENSÁSHEIMILI Framhald af 16. síðu. ur Árnason, forstjóri og Átli Á- gústsson er varaformaður. Fjáröflunarnefnd er einnig starf andi á vegum sóknarnefndarinnar. Formaður hennar er Jóhann Finnsson, tannlæknir. Bygging sanaðarheimilis er fjár frek framkvæmd og verður því ekki komizt hjá að leita til margra aðila um fjárhagslegan stuðning. Áður en langt um ljður mun því verða efnt til almennrar fjársöfn unar í sókninni og er mikilvægt að sem allra flestir veiti þessari þýðingarmiklu framkvæmd styrk svo að takast megi að reisa safnað arheimilið á þessu sumri. hennar rúmlega 1.2 milljónir kr. í stjórn sambandsins eru þessir menn: Jóhann Jónasson, Einar Ólafsson, Sigsteinn Pálsson, Einar Halldórsson og Ólafur Andrésson. í varastjóm er Páll Ólafsson, Brautarholtí. SMÁN Framhald af bls. 1. Þessi hneykslun Morgtm blaðsins minnir óþyrmilega á frásögn Kiljans í Skálda tíma, er hann sá fátæk böm liggja í tötrum við húsdyr á götu að naeturlagi lagi í Moskvu og spurði hinn stjómskipaða fylgdarmann sinn, hvort mikið væri af svona útigangs bömum f Sovét: Nei, þau eru alls ekki til, svaraði maðurinn og var aðist að líta á börain. Þannig er viðhorf íhalds ins í Reykjavík Iíka. Við- brögð íhaldsins i þessu máli sýna smán þess, smán sem borgaramir geta ekki og eiga ekki að fyrirgefa með atkvæði sínu. 130 MILLJÓNIR Framhald af bls. 1. þeir Erlendur Einarsson, forstj., formaður, Hjörtur- Hjartar, fkv. stjóri, varaform. og VHhjálmur Jónsson, frkv.stj., og til vara Helgi Þorsteinsson, frkv.stj., Ásgeir Magnússon, frkv.stj. og RrisQeif- ur Jónsson, aðaltféhirðir. Endur- skoðendur voru kjömir þeir Ólaf- ur Jóhannesson, prófessor og Hall- dór E. Sigurðsson, alþingismaður. MENN OG MÁLEFNI Framhald af bls ? með því að búa til æ stærri og staerri geislabaug um borgar- stjórann. í kosningunum 22. maí eiga Reykvíkingar fyrst og fremst að kjósa um það, hvort hið staðnaða og spillta valdakerfi Sjalfstæðisflokksins eigi áfram að drottna í Reykjavík. Það er höfuðmál kosninganna, ásamt því, hvort veita eigi stjórnar- flokkunum jafnframt ráðningu vegna uppgjafarinnar í dýrtíðar- málinu og hvetja þá þannig til meiri aðgætni á þeim tíma, sem eftir er til næstu þingkosninga. FALLÞUNGI Framhald af bls. 16. Iíjálmarsson, flutti starfssíkýrslu sína og kom þar greinilega í ljós, að hann taldi kúastofninn hafa stór batnað síðan kynbótastöðin tók til starfa. Ýmsar samþykktir voru gerðar á fundinum. M. a. var samþykkt tillaga frá Einari Halldórssyni á Setbergi um eignaskiptinu á Bændahöllinni, svohljóðandi: — Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings, haldinn að Hlé garði 29. apríl 1966, skorar á stjórn Búnaðarfélags íslands og Búnaðarþing að semja við stjórn Stéttarsambands bænda að eigna hlutföll Búnaðarfélagsins og Stétt arsambandsins í Bæmdahöllinni verði jöfn. Fundurinn telur það eðlilega og farsælustu lausn máls ins, til varanlegs samkomulags milli eignaraðila Bændahallarinn ar“. Lögð var fram og samþykkt fjár hagsáætlun fyrir sambandið fyrir árið 1966, og voru niðurstöðutölur KVIKMYNDAGAGNRÝNI Framhald af bls. 8. hafsatriðum myndarinnar, og enda lokum, allt frá því Marnie snýr til baka á hesti sínum, Forio, úr veiðiförinni. Þó er það atriði, þeg- ar hún steypist af hesthaki og svíf- ur í lausu lofti heldur óraunveru- legt, enda vandmeðfarið. Þau at- riði, þegar Marnie sér rautt eru ágætlega gerð og marka vel dul- vitund hennar. Annars er miðkafl- inn fremur leiðigjarn og mörg samtölin flatneskjulega gerð og lítt nýjunigagjörn. Myndin er ekki laus við spennu eins og vera ber. Mestum spenningi nær Hitchcock, þegar Marnie ruplar fjármuni Rut- land-fyrirtækisins, meðan þvotta- kona er nærstödd. Leikur er hvergi til fyrirmyndar. Greinilegt er, að James Bondhlut- verkin hæfa Sean Connery mun betur. „Tippi“ Hedren leikur aðai- hlutverkið og er mestur vandi á höndum. Hennar fjrrsta hlutverk var í Fuglunum. Virðist hún lítið hafa skánað frá því síðast, og mér kemur hún tæpast fyrir sjónir nema ein af þessum „snoppufríðu, mýuppgötvuðu stjörnum.“ Hún nær hvergi þeirri dýpt, önriinon né sálrænni áreynslu, sem einkenn ir persónuna. Sigurður Jón Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.