Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.05.1966, Blaðsíða 12
SUNXUDAGUR 8. maí 1966 12 TÍMINN MINNING Jón Bjarnason frá Litla-Hofi F6Bc, sem tignar trómennskuna f verkl, það tendrar eilíf blys á sinni grðf. Útför Jóns 'Bjarnasonar Litla- Hafi var gerð frá Hofskirkju í Öræfum 14. apríl s.l. en hann and- aðist að heimili sfnn 5. aprfl 78 ára. Jón var fæddur 22. marz 1888 á Hnapparvöllum. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Vigfússon og Jóhanna Guðmundsdóttir. Bjuggu þau á BEnappavöllum um langt siceið. Systkini Jóns voru þessi: Gfsli bóndi á Hnappavöllum, Guð- mtmdur, er bjó á Steinsmýri f MeðaUandi, en fluttist þaðan til Reykjavíkur og Sigríður, sem lengi hefur átt heima í Hoffelli og síðar í Krossbæ í Homafirði, Halldóra húsfreyja á Hnappavöll- um var og hálfsystir Jóns. Sigríð- ur er nú ein á lífi þessara syst- kina. Jón ólst upp í föðurgarði, en þegar hann þroskaðist, gerðist hann fyrirvinna við bú Halldóru hálfsystur hans. Hún var þá ekkja og átti eina dóttur, Guðnýju að nafni. Þegar Jón var 28 ára, fluttist hann frá Hnappavöllum að Hofi og tók að sér að veita forstöðu búi Arndísar Halldórsdóttur en hún var ekkja og átti fimm börn, er þá ýoru oíl innan fermingar- aldurs. Á Hofi var Jón samvist- um við systurdóttur Arndísar og hét hún Halla Þuríður Pálsdóttir. Jón og Halla felldu hugi saman, bundust tryggðvm og eignuðust tvær dætur, Sigrúnu og Pálínu. Yngri dóttirin dó fárra vikna að aldrL Rúmu ári eftir dánardægur bamsins varð Jón með dóttur sína unga sér við hönd að ganga þau erfiðu spor að fylgja Höllu til hinztu legstaðar. Upp frá þessu styrktist tryggð- arbandið milli föðurins og dóttur- innar. Sigrún naut umhyggju og Guðjón Styrkársson, hæstaréttarlögmaður. Hafnarstræti 22, sími 18-3-54. ástúðar heimilismanna, eins og hún væri yngsta bamið í fjöl- skyldu ekkjunnar. Og Jón veitti búinu forstöðu mörg ár með slíkri árvekni, dugnaði og trúmennsku, að ekki verður metið til fjár. Eft- ir að börn Arndísar voru uppkom- in, hafði Jón með höndum eigin bú skap fáein ár. Tvítug að aldri giftist Sigrún dóttir Jóns, Gunnari Þorsteinssyni og gerðist húsfreyja á Litla-Hofi. Jón fylgdi þá dóttur sinni þangað og átti heimili á Litla-Hofi það, sem eftir var ævinnar. Jón var meira en meðalmaður á vöxt. Hann var lagvirkur og dugmikill verkmaður, að jafnaði hægur í fasi, en hinn mesti full- hugi, ef á reyndi, og þolgóður í hverri raun. Sem dæmi skal nefnt, að hann gekk þau spor í fjöllum, að lengi mun í minnum haft. Aðalstarfssvið Jóns var við það bundið að hafa forsjá fyrir heim- ilum, þar sem ekkjur og ungmenni áttu í hlut. Þessi heimili, hvort fyrir sig, báru verkum hans og umgengni fagurt vitni. Oft var leitað aðstoðar hans við fram- kvæmdir annars staðar í sveitinni Vinna við byggingar með þeim hætti, sem tíðkaðist á fyrri hluta þessarar aldar, fór honum sérstak- lega vel úr hendi. Var hann því eftirsóttur til þeirrá verka. Aðstaða Öræfinga hefur löng- um verið þannig, að þéir hafa orð- ið að treysta á eigin atorku í lífs- baráttunni og leysa sjálfir með samvinnu mörg verkefni í byggðar laginu. Sum þau verkefni, svo sem uppskipun á vörum við brimsand, voru svo erfið viðfangs að kveðja þurfti til flesta karlmenn sveitar- innar. Jón var jafnan framarlega í flokki, þar sem leysa þurfti af hendi sameiginleg verkefni í sveit- arfélaginu. Þótti það ætíð vel skipað, þar sem hann var. Hin síðustu ár var heilsu Jóns þannig farið, að hann var horfinn af vettvangi starfsins. En til ævi- loka fylgdist hann vel með því, sem var að gerast. Hann var minn ugur svo að af bar á liðna at- burði, veðurfar á liðnum tíma, at- vinnuhætti o.s.frv. Veitti hann öðr um oft ánægju og fróðleik með samræðum um þau efni. Jón Bjarnason var einn af þeirri kynslóð, sem lifað hefrn tímana tvenna, séð atvinnuhætti þróast frá frumstæðum vinnubrögðum til véla vinnu, lífsþægindi og velmegun aukast. Þetta kunni hann að meta. En hann miðaði ekki lífs- hamingjuna eða ávöxt starfsins við eigin fjármuni einungis. Hollusta hans við sveitina var af öðrum toga. Hann hugsaði til heimabyggð arinnar líkt og skáldið segir: Þar elska ég flest, þar uni ég bezt við land og fólk og feðratungu. Við ævilok þessa manns eru í fyrirrúmi í hugum sveitunga hans ibeztu þakkir og minningar um traustan félaga og trúverðugan. Þær minningar eru fölskvalausar og bregða nú bjarma á hans eigin gröf. — Og heilög ritning geytmir fyrirheit þeim til handa, er þann- ig ávaxta pund sitt. Gakk inn til fagnaðar herra þíns. p:þ. Stutt bréf til ríkisstjðrnarinnar Hæstvirta ríkisstjórn. Hið versta óheilla- og hörmung- arspor í okkar þjóðarsögu var það, er íslenzkir aðilar tóku að skjóta ágreiningsmálum sínum undir er- lenda dómara utan lands okkar. Afleiðing þeirra dómskota varð ófrelsi og ánauð íslenzku þjóðar- innar í meira en sex aldir. Þess vegna vekur það undrun mína og reiði, að háttvirt ríkisstjórn gerir nú þá ósvinnu að vísa til alþjóða- dómstóls ágreiningsmálum, sem upp kunna að koma vegna fram- kvæmda samningsins um byggingu og rekstur fyrirhugaðs álvers. Ég hef verið að hugleiða það, hvað það þýði að skjóta ágrein- ingsmálum til erlends gerðardóms, sem ekki hefur framkvæmdavald að baki, en af því leiðir, að engin trygging er fyrir því að dómnum verði fullnægt. DeHuaðilar verða eftir sem áður að annast fram- kvæmd dómsins eins og gerðist á söguöld um dóma lögréttu. Gæti það þá dregið til sögulegra at- burða líkt og fyrrum. Gamla lögréttan var tilraun, sem mistókst, og mistökin voru þau, að hana skorti framkvæmda vald. Gerðardómurinn getur ekki látið fullnægja dómsúrskurði sin- um, þar eð hann hefur hvorki her né lögregluliði á að skipa. Þess vegna er í þessum samningum illa búið um hnúta, og verði ágrein- ingur verulega djúpstæður, verða þeir hnútar bæði óleysanlegir og einnig verður ekki höggvið á þá, nema í heimildarleysi, þar sem samningarnir kveða svo á, að geng ið skuli fram hjá íslenzkum dóm- stólum og fram kvæmd avaldi. Sú ríkisstjórn, sem telur rétt- mætt að vísa ágreiningsmálum, þar sem báðir málsaðilar eru inn- an ríkis hennar, ti'l alþjóðlegs dóm stóls, hefur viðurkennt í verid, að hún sé ófær um að standa fyrir viturlegri og fullnægjandi laga- setningu handa þegnum sfnum. TH hvers á sú rílrisstjóm að sitja? Þeir, sem fyrr á öldum gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að láta erlenda aðila dæma í málum íslenzkra aðila, bafa það sér til afsökunar, að þeir höfðu ekki söguna tdl þess að vísa sér leið. Þjóðfrelsishetjur siðustu ald- ar höfðu hins vegar söguna og þekkingu sín'a á henni fyrir sverð og skjöld. Sagan gaf þeim það ðrlagahnoða, sem þeir fyigdu tH þess að leiða þjóðina úr ánauð til frelsis. Sagan sýndi þeim leiðina. Mætti sagan verða ykkur enn að sama leiðarljósi. Bjarni Ólafsson, Þinghólsbraut 39, KópavogL Bréfið hefur beðið nokkra daga birtings vegna þrengsla. — Ritstj. Þorvaldur Þórðarson frá Skerðingsstöðum Hinn 12. apríl s.l. láet á Borg- arsjúkrahúsinu Reykjavík Þorvald ur Þórðarson frá Skerðingsstöðum Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Þorvaldur fæddist í Suður-Bár í Eyrarsveit 2. aprfl, 1879 son- ur merkishjónanna Valdísar Jóns- dóttur og Þórðar Einarssonar, hreppstjóra. Þar ólst Þorvaldur upp hjá foreldrum sínum ásamt tveimur systrum sem báðar eru dánar. Þorvaldur mun hafa átt gott at- læti í æsku, því foreldrar hans voru talin efnuð á þeirra tíma mælikvarða, en vel mun þeim syst kinum hafa verið haldið til vinnu svo sem venja var á þeim tímurn. Þorvaldur mun fljótlega hafa FRÁ BARNASKÓLUM REYKJAVÍKUR Vornámskeið fyrir börn f. 1959, sem hefja eiga skólagöngu næsta haust, verða haldin í barna- skólum borgarinnar 13. til 25. maí n.k. Innritun barnanna fer fram í skólunum þriðjudag- inn 10. og miðvikudaginn 11. maí kl. 3—5 síð- degis báða dagana. ATH.: Skólahverfi Laugalækjar- og Laugarnes- skóla skiptast um Laugalæk frá Sundlaugavegi að Laugarnesvegi. Þá skulu börn (f. 1959) búsett við Laugarnesveg og norðan hans, allt að Kleppsvegi, sækja Laugarnesskóla. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. verið virkur þátttakandi í heim- ilisstörfum, þar sem saman fór hjá honum áhugi og lag til alira verka og góðir líkamsburðir. Þegar Þorvaldur er um tvítugt flytja foreldrar hans að Skerðings stöðum og kaupa þá jörð, þangað fer Þorvaldur með þeim, og má segja að upp frá því sé hann bund inn þeirri jörð órofa böndum, því árið 1907 giftist Þorvaldur ungri ekkju Kristínu Jakobsdóttur frá Kvíabryggju, fríðleikskonu og gæðamanneskju. Þau taka við búi af foreldrum Þorvaldar og búa í farsælli sambúð í 50 ár. Kristín dó árið 1957 og hafði þá verið rúmföst nokkur síðustu árin, og naut þá frábærrar aðhlynningar Þorvaldar og sonardóttur þeirra sem gömlu hjónin ólu upp svo og tveggja bræðranna sem þá voru eftir heima. Þegar Kristín og Þor- valdur giftast átti Kristín tvo drengi frá fyrra hjónabandi sem að öllu leyti alast upp hjá þeim og reyndist Þorvaldur þeim alla tíð sem sínum börnum, þan áttu svo sex börn, fimm drengi og eina stúlku, þar að auki ala þau upp sonardóttur sína sem áður er get- ið og bar nafn ömmu sinnar, og fleiri af barnabörnum sínum höfðu þau á sínum vegum. Eins og sjá má af framansögðu hefur Þorvald ur haft um nóg að hugsa að sjá fyrir jafn stóru heimili, en eftir því sem ég bezt veit, tókst hon- um það mjög vel, enda var Þor- valdur útsjónarsamur afkastamik ill verkmaður að hverju sem hann gekk, og þó hans aðalastarf væri landbúnaður, þð stundaði hann einnig sjóinn talsvert til að auka tekjur heimilisins og þótti þar sem annars staðar góður liðsmaður. Eins og algengast var á þessum árum þá naut Þorvaldur engrar menntunar umfram það sem þurfti til að ná fermingu, en Þor- valdur var mjög góðum gáfum bú- inn og varð því betur að sér en almennt gerðist Þá hafði hann fallega rithönd og var vel ritfær svo sem bréf hans báru vott um, en bréfaskrift- ir stundaði hann fram í háa elli til vina sinna. Þorvaldur komst því ekki hjá því að stunda ýms opin- ber störf fyrir sitt sveitarfélag, hann var í hreppsnefnd í mörg ár og oddviti hreppsnefndar tals- vert lengi, þá var hann formað- ur Búnaðarfélags Eyrarsveitar í mörg ár svo og í skólanefnd og sóknarnefnd. Þorvaldur var einn af þeim kjarkmiklu og bjartsýnu aldamóta mönnum sem gengu heflshngar tH móts við hverja þá féhtgsmála- hreyfingu sem verða mætti þjóð- inni til gagns og frama, hann gerðist því einlægur stuðningsmað ur samvinnufélagsskaparins og Framsóknarflokksins og var snemma glöggskyggn á gagnsemi þeirra fyrir þjóðarheiidina. Eins og fyrr segir lézt kona Þorváldar árið 1957, dagur má þykja að kvöldi kominn fyrir honum sjálf- um, þá oa-ðinn 78 ára, hann flyzt líka þá frá Skerðingsstöðum tfl dóttur sinnar RagnhHdar og manns hennar Stefáns Jónssonar sem búsett eru á Seltjamamesi hjá þeim dvelst hann þau nfu ár sem eftir eru og unir þar vel hag sínum við mikið ástríki bama sinna og barnabama, og þó al- veg sérstaklega RagnhHdar dóttur sinnar sem aUa tíð hefur verið honum góð dóttir. Þorvaldur hélt fullum andlegum kröftum til síðustu stundar og var svo lánsamur að þurfa ekki að taka langan barning síðasta spöl- inn. • Þó Þorvaldur ætti heimili á Seltjarnarnesi síðustu árin, átti hann í raun og veru alltaf heima í Eyrarsveit og þegar gamlir vin- ir litu inn til hans og rifjaðar voru upp gamlar minningar þá var gamli maðurinn fyrir vestan, þó hann sæti í hlýlegri stofu dótt- ur sinnar á SeltjamarnesL Fjörmikli og góðlegi drengur- inn sem fyrir rúmum áttatíu ár- um undi sér við leik og störf í Suður-Bár einum fegursta staðn- um við hinn fagra Grumdarfjörð á Snæfellsnesi er nú kominn heim, og hefur lagzt til hinztu hvíldar í Setbergskirkjugarði. En við sem eftir stöndum á ströndinni þökk- um samfylgdina. Pétur Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.