Tíminn - 13.05.1966, Page 2

Tíminn - 13.05.1966, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 13. maí 1966 TÍMMNN Frambjóðendur hafa orðið Borgarstjórinn og fíokkurinn Það, sem sérstaka athygli hefur vakið við fundi borgar- stjórans, er að forðast er að minnast á Sjálfstæðisflokkinn í sambandi við þá. Sú var tíðin að Sjálfstæðis- menn skömmuðust sín ekki fyr ir flokkinn sinn, og auglýstu hann rækilega í borgarstjórn- arkosningum. Nú er þetta breytt. Nú er það borgarstjóir, sem boðar til funda og nokkr- ir stuðningsmenn hans, sem borga brúsann, Sjálfstæðisflokk urinn kemur þar hvergi nærri. Þetta kann að koma mönn- um spánskt fyrir sjónir í fyrstu en á sínar eðlilegu skýringar. ef grannt er skoðað. Ferill flokksins er nefnilega þannig, að Geir borgarstjóri telur sér eflaust lítinn ávinn- ing í að tengjast honum meira en þarf, sérstaklega núna þessa dagana, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn í ríkisstjórn er að auka dýrtíðina enn að miklum mun. Afneitun borgarstjórans er því jafn skiljanleg og hún er haldlaus. Reykvíkingar gleyma því ekki, sem að þeim snýr frá ríkisvaldsins hálfu, þeir muna verðbólguna og kjara- skerðinguna, þótt reynt sé að fela þær staðreyndir. Menn muna áreiðanlega eftir því, að ríkisstjórnin lýsti í upphafi því stefnuskráratriði að verð bólgu skyldi haldið 1 skefjum en svaraði fyrstu kjarabótatilraunum almenn- ings með gengislækkun! ' Menn muna fyrir víst, að álögur samkvæmt fjárlögum hafa hækkað á 6 árum úr 1501 millj. í 3794 millj. kr. og fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar hefur meira en tvöfaldast á 4 árum. Menn muna, að vísitala fram færslukostnaðar hefur hækkað um 82% á viðreisnartímanum og vísitala vöru og þjónustu um 112% á sama tíma. Menn muna að byggingar- kostnaður 350 teningsmetra íbúðar hefur hækkað úr 430 þúsundum í 914 þús. króna, og hámarkslán eru enn aðeins 280 þús. kr. en nú vísitölu- tryggð, sem samkvæmt mati formanns húsnæðismálastjórn- ar þýðir það, að lánin verða með sömu verðbólguþróun fljót lega ekki aðstoð heldur baggi! Allt þetta og fleira líkt munu menn hafa í huga, þegar þeir ganga að kjörborðinu þann 22. þessa mánaðar og gera sér ljóst að það er sá sami Sjálf- stæðisflokkur, sem ber ábyrgð- ina á þessu og nú biður Reyk- víkinga að fela sér forsjá mál- efna sinna einu sinni enn. Ég héld því að tilraunin að villa á sér heimildir sé tilgangslaus. Bak við brosleitt andlit borg- arstjórans er úfin íhaldsásjóna Sjálfstæðisflokksins og eftir kosningar fellur gríman. Enguni getum þarf að því að leiða, hvernig óstjórn undan- farinna ára hefur leikið af- komumöguleika almennings. Enda er það svo, að þrátt fyr- ir gífurlegan vöxt þjóðartekna, sem ætti, ef rétt væri á hald- að að geta aukið kaupmátt launanna verulega, hafa menn orðið að lengja vinnudag sinn meir og meir til þess að standa undir nauðsynlegum útgjöld- um. Mér er það mjög minnisstætt að fyrir nokkrum mánuðum •hitti ég á förnum vegi verka- mann, sem ég er málkunnug- ur. Ég spurði hann um afkom- una, en hann lét illa yfir henni. Hann kvaðst eiga erfitt með að sjá fyrir heimilinu en bætti svo við: „En það er kannski ekki alveg að marka mig, ég hef verið svo mikill sjúkling- ur að undanförn.u að ég hef ekki getað unnið nema 10 tíma á dag.“ Þetta var ekki gamanmál, heldur bláköld alvara. Finnst nú ekki fleirum en mér að ef þetta gefur rétta mynd af viðhorfinu í dag að allir aðr- ir en sjúklingar verði að vinna meira en 10 tíma á dag til að komast af, þá sé tími til kominn að staldra við og gá að því, hvar við stöndum? er lengur hægt að una þeirri istjórn, sem þannig heldur á imálum? Ég held ekki. Hvernig halda menn svo að þessu heim- ili gangi að mæta nýjustu send- ingunni, fiskverðshækkuninni og því, sem henni fylgir? Einar Ágústsson Enda er nú svo komið, að jafnvel stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar geta ekki lengur orða bundist. í 1. maí ávarpinu lýsa Verkalýðssamtökin því, að þau líti það mjög alvarlegum augum, að margítrekuð loforð ríkisstjórnarinnar um stöðvun verðbólgunnar hafa reynst marklaus og má þar minna á síðustu verðhækkun á brýnustu lífsnauðsynjum almennings, sem bitna harðast á tekjulág- um barnafjölskyldum. Undir þetta skrifar fyrstur manna Óskar Hallgrímsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins. Bragð er að þá barnið finn- ur. Einar Ágústsson. SKIP EIMSKIPS SIGLDU 468 ÞÚSUND MfLUR ÁRIÐ 1965 KJ—Reykjavík, fimmtudag. Aðalfundur fyrir 51. starfsár Eimskipafélags íslands var halð- inn í samkomusal félagsins í dag og kom þar m.a. fram, að vöru- flutningar á árinu 1965 með skip um félagsins námu 348 þúsimd tonnum í allt og sldp félagsins sigldu samtals 468 þúsund sjómfl ur á starfsárinu. Fundarstjóri var Lárus Jóhann esson, hrl., og fundarritari Sigur- laugur Þorkelsson, fulltrúi Ein- ar Baldvin Guðmundsson, hrl., stjórnarformaður félagsins minnt Lista Framsóknarflokksins á Þingeyri skipa þessir menn: 1. Árni Stefánsson, hreppstjóri. 2. Þórður Jónsson, bóndi. 3. Valdimar Þórarinsson, bóndi. 4. Gunnar Jóhannesson, bóndi. 5. Gunnar Friðfinnsson, kennari 6. Ólafur Finnbogason, skipstj. 7. Gestur Magnússon, verkstjóri. Listi vinstri manna á Ólafsfirði H-listinn, verður skipaður eftir- töldum mönnum við bæjarstjórn- arkosningar í vor. 1. Ármann Þórðarson, kaupfél.st. 2. Bragi Halldórsson, gjaldkeri 3 Stefán T. Ólafsson, múraram. 4. Sveinn Jóhannesson, verzl.m. 5. Nývarð Ólfjörð, Jónsson bóndi 6. Líney Jónasdóttir, húsfrú. ist Guðmundar Vilhjálmssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra félags- ins, en hann lézt á síðasta ári. Einnig minntist Einar Baldvin tveggja látinna fyrrv. stjórnar- manna félagsins, þeirra Ásgeirs G. Stefánssonar og Jóns Ásbjörns sonar, og Jóns Rögnvaldssonar, yf irverkstjóra. Árið 1965 voru 22 skip í för- um á vegum félagsins, og fóru þau 141 ferð á milli íslands og útlanda, þar af fóru 12 skip félags ins 124 ferðir á milli landa, Sam tals sigldu skip félagsins 468 sjó 8. Gunnlaugur Sigurjónsson, bóndi. 9. Andrés Jónasson, verksm.stj. 10. Rögnvaldur Sigurðsson, kaup félagsstjóri. Til sýslunefndar: Séra Stefán Eggertsson, sóknar- prestur, til vara: Gunnar Jóhann- esson, bóndi. 7. Sumarrós Helgadóttir, húsfrú. 8. Halldór Kristinsson, útgerðar- maður. 9. Gunnlaugur Magnússon, húsa- smíðameistari. 10. Magnús Magnússon, tónlistar- kennari. 11. Gunnar Eiríksson, bóndi. 12. Páll Guðmundsson, verkam. 13. Ingvi Guðmundsson verkam. 14. Hrafn Ragnarsson, skipstjóri. mílur á árinu 1965 og fluttu 348 þúsund tonn af vörum, sem er 12 þúsund tonnum minna þunga magn en árið áður. Þess má geta að félagið fékk ekki áburðarflutn inga á reikningsárinu, en þar á móti koma flutningar á frystivör- um fyrir Sölumiðstög hraðfrysti- húsanna, sem upphaflega var sam ið um til eins árs, en samningar hafa nú verið framlengdir tii 1. jan. 1968. Metár varð í farþegaflutning- um félagsins, þar sem 8511 ferð- uðust með skipum félagsins. Flest ir ferðuðust með Gullfossi, eða Framhald- á bls. 14. Kópavogur Framsóknarfélögin í Kópavogi efna til almennrar skemmtunar í Félagslieimili _ Kópavogs næsta laugardag, 14. maí kl. 9 síðdegis. Ávarp og góð skemmtiatriði — dans. Nánar auglýst á morgun. Pantið miða í slma 41590. Fjöl- mennið. Framsóknarfélögin í Kópa vogi. LEIÐRÉTTING Ég vil leyfa mér að gefa eftir- farandi skýringar í sambandi við grein frú Valborgar Bentsdóttur, fulltrúa í Barnavemdarnefnd Reykjavíkur, er birtist í Tíman- um s.l. laugardag undir fyrirsögn- inni: „Heiisugæzlu óg eftirlit skort ir á 5 ára tímabili." (En þar seg- ir m.a. að eftir tveggja ára aldur sé ekkert heilbrigðiseftirlit með börnum, fyrr en þau komi í skóla). Samkvæmt skýrslu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur 1965, hafa 1384 börn á aldrinum 2ja til 6 ára fengið 1711 læknisskoðanir. En alls komu á árinu 5296 börn og tala skoðana var 11461. Er þá ótalin aðsókn barna á geðvernd- ardeild. Þess skal getið, að eftir að reglubundnu eftirliti lækna og hjúkrunarkvenna sleppir, um 1— 2ja ára aldur, er ætlaist til, að börn innan Reykjavíkur og Sel- tjarnarnesumdæmis komi árlega til eftirlits á Heiisuverndarstöð- ina sem næst afmælisdeginum — fram að skólaaldri. Foreldrar vita, að þessi þjónusta stendur þeim til boða, án endurgjalds, og verð- ur að treysta skilningi þeirra og samstarfsvilja. En það þarf að panta tíma fyrir eldri börnin, og birtast um það áminningar öðru hvoru í dagbókum blaðanna. Eink um er áríðandi, að 5 ára börn komi, til þess m.a. að fá síðustu bólusetningar á barnadeildum. Að vísu mega börn með smitnæma sjúkdóma ‘eða kvilla: kvef, maga- veiki) ekki koma á Heilsuvernd- arstöð vegna hinna heilbrigðu og eru á stöðinni skýr fyrirmæli um, að í slíkum tilfellum beri að snúa sér beint til heimilislækna eða annarra starfandi lækna í bænum. í grein sinni talar frú Valborg um, að: „ungbarnaskýrslur barna séu ekki athugaðar af skólalækni, þegar barnið komi í skólann.r‘ Því er til að svara, að skýrslur BVamhald á bls. 15 Kosningahappdrættið Skrifstofa kosningabsppdrættis Framsóknarflokksins er að Hringbraut 30, á horni Tjarnargötu og Hringbrautar. Skrifstofan er opin alla daga frá 9—12 og 1—10, símar 1-29-42 og 1-60-66. Gerið skil sem allra fyrst. Listi Framsóknarm. á Þingeyri Listi vinstri manna á Ólafsfirði Fleiri konur - fleiri Framsóknarmenn í borgarstiórn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.