Tíminn - 13.05.1966, Qupperneq 7
FOSTUDAGUR 13. maí 1966
TÍMINN
koma á fót kennslu fyr-
ir ráðskonur við mötuneyti
Spjallað við Vigdísi Jónsdóttur, skólastjóra.
Að Háuhlíð 9 er Húsmæðra
kennaraskóli fslands til húsa.
Þegar blaðamann Thnans ber
þar að garði, tekur skólastýr
an, Vigdís Jónsdóttir, því með
stíllingu og þolinmæði og reyn
ir eftir föngum að finna svör
við spurningum hans.
— Hversu langt er síðan
Húsmæðrakennaraskólinn var
stofnaður?
— Sfcólinn var uppihaflega
stofnaðar 1342. Allt tii vors
ins í vor hefur þetta verið
tveggja ára skóli og nemendur
því aðeins verið teknir inn
annað hvort ár. Skólahaldið féll
niður árin 1956—8, en annars
hefur skólinn ætíð verið hér
í Reykjavífc. Sumarið á milli
iþessara tveggja vetra, sem
istúlfcurnar hafa verið í skól
;anum héma, hefur verið sum
,arnámskeið fyrir þær á Laug
jarvatni, og það er innifaíið í
ináminu.
i — Hvað eru nemendurnir
jmargir?
i — Ég hef 13 nemendur, sem
ínú Ijúka kennaraprófi í vor.
jFleiri er ekki hægt að taka
inn vegna húsnæðisþrengsla.
IÞað er sérstafclega þröngt um
verknámið hjá ofckur. Að auki
hafa verið haldin námskeið á
vegum skólans, t.d. höfum við
haldið tvö húsmæðranámskeið
í vetur, og síðastliðið sumar
héldum við tvö námskeið fyrir
ungar stúlkur á Laugarvatni.
Þá fá nemendur í Hjúkrunar
skóla fslands kennslu í mat
reiðslu sjúkrafæðis hjá okkur.
— Hverjir eru helztu kenn
ararnir?
— Tveir fastir kennarar eru
við skólann, Anna Guðmunds
dóttir, húsmæðrakennari, sem
kennir matreiðslu, og Benný
Sigurðardóttir, húsmæðrakenn
ari, sem kennir heimilisstörf,
en í vetur verður hún í leyfi
í staðinn kennir Sigríður Har
aldsdóttir húsmæðrakennari.
Síðan er fjöldi stundakennara.
Baldur Johnsen, læknir, kenn
ir næringarefnafræði, Ófeigur
Ófeigsso læknir, líffæra og
heiLsufræði, Ingólfur Davíðsson
grasafræði, Ámi Böðvarsson ís
lenzku, próf. Steingrímur Bald
ursson eðlis og efnafræði, Þor
leifur Þórðarson reikning og
bókfærslu og Pálína Jónsdóttir
sálarfræði. Þá fá stúlkurnar til
sögn í að kenna matreiðslu í
gagnfræðaskólum.
— Á hvaða greinar af þess
uim fjölda legigið þið mesta
áherzlu?
— Kennslan í næringarefna
fræði og vöruþekkingu er mjög
ítarleg, en í mörgum grein
anna eru eðlilega fáar stundir
í viku. Af greinum sem að
eins eru kenndar á námskeið
unum og eftir atvikum má svo
nefna hjúkrun í heimahúsum,
hjálp í viðlögum, framsögn og
raddbeitingu og skrift.
— Og nú stendur til að
lengja skólann, er ekki svo?
— Jú. Samkvæmt lögum frá
Alþingi í maí 1965 á þetta að
verða þriggja ára skóli, og sú
ákvörðun kemur til fram
kvæmda nú í haust. Þá verður
ekki hægt að taka inn nemend
ur nema á þriggja ára fresti.
Nú í haust geri ég ráð fyrir
að geta tekið inn 12 stúlkur.
— Einhverjar námsgreinar
bætast þá væntanlega við?
— Já, það er gert ráð fyrir
að bæta við kennslu í hag
fræði, félagsfræði, fjölskyldu
fræði og heimilisfræði með
nýja skipulaginu.
— Þú stjórnaðir áður hús
mæðraskólanum á Varmalandi.
Kanntu betur við þig hér?
— Ég kann alls staðar vel
Vigdís Jónsdóttir, skólastjóri Húsmæðrakennaraskóia íslands.
við mig, líka hér í Reykjavík.
Það er erfitt og slítandi að
stjórna heimavistarskóla, mér
finnst, að það ætti enginn að
gera lengur en í 10—12 ár.
Þess háttar skólastjórn hæfir
ungu og hraustu fólki. Annars
eru húsmæðraskólarnir auðveld
ari viðfangs en héraðsskólarn
ir, bæði eru nemendurnir eldri
og svo eru þeir miklu færri.
— Hvaða skilyrði verða nú
fyrir inngöngu í Húsmæðra
kennaraskólann?
— Við krefjumst landsprófs
eða gagnfræðaprófs og
svo einnig prófs frá hús
mæðraskóla. Þá má gera ráð
fyrir því, að þær byrji í fyrsta
lagi 18 ára og útskrifist 21 árs.
Hins vegar er til lagaheimild
fyrir að halda inntökupróf, ef
um er að ræða eldra fólk og
með annað nám að baki.
— Viltu svo ekki taka eitt
hvað sérstakt fram að lokum
um skólann þinn, Vigdís?
— Mig langar mjög til að
stofna við skólann sérstaka
deild fyrir væntanlegar ráðs
konur við sjúkrahús og heima
vistarskóla, en í lögunum frá
í fyrra er sérstök heimild fyrir
starfrækslu slíkrar deildar.
Fjárskortur hamlar hins vegar
enn framkvæmdum í þessum
efnum, en ég tel nú vera mjög
mikla þörf fyrir að þetta mál
nái fram að ganga hið fyrsta,
segir Vigdís Jónsdóttir að lok
um.
Ríkið þarf að leggja barna-
heimilunum til meira fé
Rætt við Þórhildi Ólafsdótt-
ur forstöðukonu Laufásborgar
Að Laufásvegi 53—55 er
starfrækt steersta dagheimili
Reykjavíkurborgar, Laufás
borg. Forstöðukona þar er Þór
hildur Ólafsdóttir, og hún sam
þyfckir að svara nokkrum spurn
ingum.
— Hvað hefur Laufásborg
verið starfrækt lengi?
— Síðan 1952. Ég hef verið
forstöðukona alveg frá upphafi,
en áður hafði ég verið 10—11
ár í Tjarnarborg, og raunar
átti ég 25 ára starfsafmæli hjá
Sumargjöf s.l. vor.
— Hvað eruð þið með mik
ið af börnum nú hér?
— Börnin eru 125. Mér
finnst það vera fullmikið á
sama staðnum, en auðvitað
verður að reyna að nota húsa
kynnin eftir föngum. Við skipt
um þessu í sex deildir, og það
er til mikils hagræðis, að inn
gangar eru margir á húsinu.
— Hvað takið þið börnin
snemma?
— Yngstu börnir eru
þriggja mánaða, en helming
urinn er um og innan við
þriggja ára aldur, og sá helm
ingurinn þarf langmesta
gæzlu. Elztu börnin em
sex ára. Mest eftirspurn er eft
ir plássi fyrir yngstu börnin,
enda taka sum hin dagheim
ilin ekki böm innan 2ja ára
aldurs.
— Fjölgar dagheimilum ekki
heldur?
— Þau eru núna fimm tals
ins fyrir utan þetta, og í vor
verður eitt í viðbót opnað við
Dalbraut. Síðustu árin hefur
annars verið lögð meiri áherzla
á leikskólana, enda era börn
in þar bara hálfan daginn og
því tvísett og hægt að taka
miklu fleiri.
— Þið hafið ákveðnar regl
ur um það, hvaða börnum þið
veitið viðtöku?
— Já, við höfum ákveðnar
reglur um, hvaða fólkið við veit
um úrlausn. Fyrst og fremst
eru það einstæðar mæður, síð
an einstæðir feður, þá tökum
við börn frá heimilum, þar
sem veikindi eru og heimilum.
sem em í upplausn vegna
óreglu. Loks höfum við tekið
við börnum námsfólks, t.d. em
17% af börnunum núna börn
háskólastúdenta.
— Og eftirspurnin er mikil?
— Já, það er afar mikið af
konum án fyrirvinnu, og eigin
lega reynir ekki á, hver eftir
spumin yrði, ef við færam út
fyrir þann ramma, sem að fram
an greinir, því að fólk veit,
að það fær ekki inni fyrir
Börn áð leik í Laufásborg.
börnin nema það uppfylli eitt
hvert þessara skilyrða og sæk
ir ekki um vist á meðan. Samt
sem áður er biðtíminn nokkrir
mánuðir, ég er ekki enn far
in að taka inn börn, sem sótt
var um vist fyrir í janúar.
— Hversu mikið starfslið er
við þetta dagheimili?
— Ég er með 20 stúlkur, þar
af eru þrjár og sú fjórða af
hálfu við matseld og þvotta.
Ég hef verið mjög heppin með
starfslið. Sérstaklega er mað
ur miklu öruggari, þegar fóstr
urnar eru farnar að koma sér
menntaðar, Fóstruskólinn hef
ur bætt úr brýnni þörf, og það
er alveg hægt að treysta stúlk
um þaðan frá upphafi.
Eitthvað geturðu sagt ofck-
ur um fjárhagshliðina, Þórhild
ur?
— Reykjavífcurborg leggur
til húsnæðið og borgar hallann
af rekstrinum, en oftast er
hallinn æði mikill. Vandamenn
borga 1-160—1200 krónur á
mánnði fyrir börnki, enda er
Framhald á bls. 13.