Tíminn - 21.05.1966, Blaðsíða 7
LAUGABDAGUR 21. maí 1966 _TÍMINN_______________7
fyrir B-lista á morgun
gerð, holræsagexö, hafnargerð,
vatnsveituframkvæmdir, hitaveitu-
framkvæmdir o.s.frv.
Ekki veit ég, tilheyrandi, góður
hvemig þér finnst borgarstjórinn
og samstarfsmenn hans hafa rækt
lallar sínar fjölmörgu skyldur, sem
taldar eru hér að ofan. Finnst þér
öll ofantalin málefni vera í ákjós-
anlegu ástandi? Finnst þér, verka-
maður góður, sem verður að
greiða árlega hærra útsvar en
vinnuveitandi þinn, að fjárreiður
borgarinnar séu í réttu horfi?
Þú, unga ekkja, með börnin ug
og smá, finnst þér framfærslumál-
in vera í góðu lagi og áttu næg-
um skilningi að fagna hjá starfs-
mönnum borgarinnar? Þú, fátæka
móðir, sem þarft að vinna úti
ásamt bónda þínum til að halda
velli gegn verðbólgunni, hveraig
hefur gengið að koma bðrnunum
á barnaheimili? Hins sama má
spyrja eiginkonu hins unga náms-
manns, sem þráast við að afla
sér menntunar, þrátt fyrir fátækt.
Þið foreldrar, sem eigið barnið,
sem er að byrja barnaskólagöng-
una, finnst ykkur það góð frammi-
staða í fræðslumálum, að barnið
unga þarf daglega að mæta í skól
ann kl. 20 mínútur fyrir 12 og
vera þar í tvo tíma, án þess að
að geta borðað heitan mat með
fjölskyklunni, þegar heimilsfaðir-
inn kemur heim frá vinnu sinnL
Þið fbúar við Miklubraut, fórnar-
lömb hins nýja og fullikomna aðal-
skipulags og þið læknar eigendur
hússins Domus Medica finnst ykk
ur hafa verið haldið vel á skipu-
lagsmálum? Þið imrfæddu Reyk-
víkingar, sem flúið hafa í Kópa-
vog, Seltjamaraes, Garðahrepp og
Mosfellssveit vegna lóðaskorts, eru
byggingamálin ekki í fínu lagi?
Góðir samborgarar, ekki ætla ég
að þreyta ykkur lengur með fleiri
spumingum. Þið svarið þeim öll-
um með sjálfum ykkur og mörg-
um fleiri. Svörin birtast á sunnu
daginn við kjörborðið.
☆
Sigríður Thorlaeius
í ræðu sinni í gærkveldi sagði
frú Sigríður Thorlacius m.a.:
»Ég vænti ekki, að sá boðskap-
ur hafi farið framhjá neinum, að
draga eigi úr verMegum fram-
kvæmdum í Reykjavfk á næstu
árum, ef sömu aðilar fara þar
áfram með völd. Það má ekki taka
vinnuafl frá framleiðslunni, sagði
borgarstjórinn. Hvaða framleiðsla
er það, sem hann og hans flokk-
ur ætlar að beina vinnuaflinu til.
Er það auMn útgerð eða aukinm
iðnaður?
Lítil merki sjást um það, svo
markvisst sem unnið er að því
að draga fjármagn frá þessum
atvinnugreinum og vanrækja flest
það, sem bætt getur aðstöðu þeirra
á innlendum og erlendum mark-
aðL NeL það verður sagt við Reyk
víkinga: Farðu upp í Hvalfjörð,
farðu suður að Straumi. Seldu út-
iendingum vinnu þína, ekki ís-
lendingum.
Er þetta aðferðin tii að skapa
framtíðaröryggi í atvinnumálum
Reykjavikur?
Ég segi nei og aftur nei. Það
á að efla innlenda atvinnuvegi til
lands og sjávar. Þeir eiga að
skapa fólkinu öryggi, þeir einir
geta það. Til þeirra á að beina
vinnuaflinu og fjármagninu.
Það hefur svo rækilega verið
minnt á hve mörg þau nauðsynja-
mál eru, sem vanrækt hafa verið
á valdaferli borgarstjórnarmeiri-
hlutans í Reykjavík, að ég fer
ekki að endurtaka það, en því
fyrr, sem gripið er í taumana, því
meiri líkur eru á, að takast megi
að bæta úr vandanum. Skortur á
skólum og barnaheimilum læknast
ekki við það, að beðið sé þangað
til börnin, sem þafnast þar vistar
núna, eru orðin fullorðin."
☆
Einar Ágústsson sagði m.a. f
sinni ræðu:
Val kjósendanna er ekki svo
erfitt, þegar vel er skoðað. Á lista
okkar Framsóknarmanna er eina
konan, sem einhver vafi getur leik
Einar Ágústsson
ið á hvort sæti eigi í borgar-
stjóra næsta kjörtímabil eða ekki.
Allir þeir mörgu, sem telja að
áhrifa kvenna ætti að gæta meira
á opinberum vettvangi en verið
hefur hafa því engan annan mögu
leika til þess að vinna því áhuga-
máli sinu lið en að kjósa B-list-
ann.
Allir þeir mörgu, sem telja að
betur þurfi að vinna að málefn-
um ungmennan.na f borginni og
þeirra, sem minna mega sín, vita
að konur eru liMegri til þess en
karlar að hafa heillavænleg áhrif
á þau mál. Einnig þetta fólk á
ekki annan kost betri en að kjósa
B-listann til þess að tryggja þessu
hugðarefni stuðning.
Þegar við þessar röksemdir bæt-
ist svo, að sú kona, sem B-listinn
býður fram er frú Sigríður Thorla-
cius, valinkunn mennta- og
mannkostakona, þá léttist enn val
reykvískra kjósenda.
Án þess að ég ætli að fara að
kasta rýrð á frambjóðendur ann
arra flokka, sem sjálfsagt hafa all
ir einhverja kosti til brimns að
bera, þá hika ég ekki við að full-
yrða, að enginn framboðslisti hef-
ur jafn glæsilegan frambjóðanda
í baráttusæti sinu að þessu sinni
og B-listinn, listi Framsóknar-
flokksins.
Þegar saman fer hagstæð mál-
efnaaðstaða og slíkt framboð, get-
ur tæpast hjá því farið að góður
árangur náist.
Stuðningsmenn B-listans.
Látum þennan glæsilega fund
verða tákn þess að frá og með
næst komandi mánudegi eigi fleiri
Framsóknarmenn sæti í borgar-
stjórn Reykjavíkur en nokkru
sinni fyrr.
Tryggjum kosningu frú Sigríð
ar Thorlacius.
Veitum fólkinu bætt skilyrði til
betra lífs í borginni við sundin.
Hleypum ferskum andvara fram
sóknar- og umbótavilja í auknum
mæli inn í húsakynni borgarstjóm
ar.
Vinnum vel og vinnum mikið,
þá verður uppskeran ríkuleg, því
að jarðvegurinn er frjór, sem í er
sáð.
SéS yfir sviSið á hinum stórglæsllega kosningafundi B-listans i gærkveldi. Jón A. Ólafsson f rœSustói. (Timamynd KJL
FLUTTAR VORU A HINUM
LISTANS I GÆRKVÖLDI