Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR J FIÍttMTUDAGUR 9. Júm 1966 TIMINN 12 Adsent bréf Eftirfarandi bréf barst íþrótta- síðu Tímans nýlega frá „frjáls- íþróttaunnenda.“ Þykir okkur rétt að birta þa'ð, enda á sömu skoð- un og bréfritari: „Mig langar til að beina því til forystumanna frjálsíþróttafélag anna hér í bænum, að þeir beiti sér fyrir því, að íþróttamenn þess- ara félaga klæðist íþróttabúning- um félaganna á frjálsíþróttamót- um, en noti ekki ýmsa aðra bún- inga, m.a. merkta íþróttasamtök- um og háskólum erlendis. Mer finnst afar smekklaust hjá viðkomandi aðilum að leyfa íþróttamönnum, sem keppa fyrir íslenzk félög, að nota slíka bún- inga í opinberri keppni, og það jafnvel á landmótum. Frjálsíþróttaunnandi.“ Myndin hér að ofan Var tekin af Laugardalsvellinum í gær frá norSri. Hf hún prentast vel, má sjá hve illa völlurinn er farinn, ekki stingandi strá á stórum köflum? íþróttahöllin sést baksýnd, (Tímamynd GE) Laugardalsvöllurinri er í mjög slæmu ásigkomulagi Alf-Reykjavík, miðvikudag. — Vallargestir á Laugardalsvellinum hafa tekið eftir því, að völlur- inn er mjög illa farinn, víða tætt- ur og stór moldarflög við bæði mörkin. Er það mál manna, að völlurinn hafi aldrei litið eins illa ut á þessum árstíma og nú. Út af þessu sneri blaðið sér til Baldurs Jónssonar, vallarstjóra, og spurði hvort nokkrar sár- stakar ráðstafanir yrðu gerðar til að fá völlinn góðan, t.d. með því að fresta leikjum. Baldur sagði, að ekkert slíkt hefði verið ákvsð- ið ennlþá, en vissulega væri 'þörf á því, að völlurinn fengi'tveggja til þriggja vikna „hvíid.*1 Bætti Baldur því við, að mikil hætta væri á að völlurinn yrði í svipuðu ásig komulagi í allt sumar og jafnvel verri, ef hann fengi ekki ein- hvern tíma til að jafna sig. Allur gróður er nokkuð á eftir tímanum í ár, og munu því fleiri grasvellir en Laugardalsvöll- urinn ekki vera í góðu ásigkomu- lagi, t.d. völlurinn á Akureyri, en hann er annars sjaldan tilbúinn fyrst í júní. Landliðsnefnd velur ekki lið -til að leika á Akranesi á sunnudaginn Alf-Reykjavík, miðvikudag. Landsliðsnefnd Knattspyrnu- sambands íslands mun ekki velja tilraunalandslið til að leika gegn Norwich á Akranesi n.k. sunnu- dag. Upplýsingar um þetta fékk blaðið hjá Sæmundi Gíslasyni, for- manni landsliðsnefndar, þegar við spurðumst fyrir um liðið hjá hon- um í dag. Ástæðuna kvað Sæmundur vera þá, að á sunnudaginn ættu KR og Þróttur að leika í 1. deild og Fram og Vestmannaeyjar í 2. deild. Myndu því leikmenn úr þessum liðum ekki koma til greina í tilraunaliðið og væri því um tómt mál að tala að velja úr- valslið. Auk þess ættu svo Kefla- vík og Þróttur að leika í 1. deild á þriðjudagskvöld og hæpið væri, að félögin vildu taka þá áhættu að láta leikmenn sína taka þátt í úrvalsleik svo stuttu áður. Að- staða Keflvíkinga er slæm, þvi ef þeir ættu leikmenn í úrvalsliði á sunnudegi, þyrftu þessir sömu leilkmenn að leika á þriðjudegi aftur og einnig á miðvikudegi, en til stendur, að Norwich leiki í Keflavík þá. Ekki er vitað hvernig Skaga- menn shúa sér í málinu, en hugs- anlegur möguleiki er að láta Norwich leika á Akureyri á sunnu daginn og sleppa þar með a'.veg tilraunaleik. Þessir erfiðleikar verða til fyrir það, að Skagamenn breyttu upp- haflegri áætlun sinni. Tilraunalið- ið átti nefnil. að leika á morgun gegn Bretunum á Laugardalsvelli en eftir hina slæmu frammistöðu liðsins gegn Dundee Utd. töldu þeir ekki árennilegt, fjárhagsins vegna, að fórna þeim eina degi, sem þeir fengu á Laugardalsvell- inum, fyrir þann leik. Námskeið í körfu- knattleik Útbreiðslunefnd Körfuknatt- leikssambands íslands og Körfu knattleiksráð Reykjavíkur hafa ákveðið að halda námskeið í körfuknattleik fyrir drengi á aldrinum 10—16 ára. Námskeið in fara fram á tveim stöðum hér í bænum, við Gagnfræða- skóla AusturbæjarogLangholts skóla. Kennslan fer fram úti, en sé veður óhagstætt fer hún fram inni. Flokkaskipan verð- ur sem hér :*egir: 10 til 13 ára og 13 til 16 ára, Yngri flokkarnir verða á tímabilinu kl. 4 til 6 en eldri á tíma- bilinu kl. 7 til 9. Námskeiðið stendur yfir í júní mánuði og kennt verður þrisvar í viku. Námskeiðsgjald verður 50 kr. Framhald a ols 10 i Þjóðhátíðarmót frjálsíþróttamanna Þjóðhátíðannót _ frjálsíþrótta-117. júní 1966. Keppt verður í manna fer fram á íþróttaleikvang-1 þessum greinum: inum í Laugardal dagana 16. og I 16. júní: 200 m, 800. og 3000 m hlaupum, 400 m grindahlaupi, kringlukasti, spjótkasti og sleggju kasti, þrístökki og 1000 m boð- hlaupi. Auk þess hástökki kvenna og langstökki kvenna. 17. júní: 100 m„ 400 m. og 1500 m. hlaupum, kúluvarpi, hástökki, langstökki og stangarstökki, 110 m grindarhlaupi, 4x100 m. boð- hlaupi. Auk þess 100 m hlaup kvenna og 100 m hlaup sveina. Undankeppni í greinum þjóðhá- tíðardagsins fer fram 15. júní, ef þörf verður á að takmarka þátt- töku í aðalkeppninni tímans vegna. Þátttökutilkynningar sendist fyr ir 9. júní n.k. til Þórðar Sigurðs- sonar, pósthólf 215, Reykjavík. Dýrir atvinnumenri í liði Norwich, sem kemur hingað i dag á vegum Akraness Fyrsti leikur liðsins á Laugardalsvelli annað kvöld gegn ÍA Enska atvinnumannaliðið Norwich er væiitanlegt til landsins í dag á vegum íþrótta- bandalags Akraness. Fyrsti leik ur liðsins verður annað kvöld á Laugardalsvellinum og mæt- ir það þá gestgjöfum sínum. í hinu enska liði eru nokkrir dýrir leikmenn, þ.á.m. Ron Davies, sem Norwich keypti fyrir 35 þús. sterlingspund. Hér á eftir fara nokkrar upp Iýsingar um leikmenn þá, sem kocma með Norwich til íslands: Terry Allock, framherji eða framvörður. Lék með Bolton Wanderers. Kom til Norwich 1958 og hafði í lok síðasta keppnistímabils leikið 288 leiki í deildar- og bikarkeppni. í þessum leikjum hefur hann skorað 124 mörk, þar af á keppnistímabilinu 1962—1963, 37 mörk. Terry Anderson, hægri út- herji. Lék með Arsenal 1961— 1965, en var þá keyptur til Norwich. Áður í unglingalands- liði. Geoff Barnard, markvörður. Lék áður sem áhugamaður með Southend. Kom til Norwich 1963 og lék sinn fyrsta leik í deildarkeppni, gegn Coven- try, 1965. Gordon Bolland, innherji. Lék áður me'ð CheLsea og Ley- ton Orient. Var keyptur til Norwich 1964. Skoraði á síð- asta keppnistímabili 20 mörk. Annar dýrasti leikmaður sem Norwich hefur keypt. Tommy Bryceland, innherji. Lék áður með St. Mirren. Var keyptur til Norwioh 1962, þá fyrir 20.000 pund. Lék hér með St. Mirren 1961. Ron Davies, miðherji eða innherji. Lék áður með Luton og Chester. Var keyptur til Norwich 1963 fyrir 35.000 pund. Hefur leikið f landsliði Wales og úrvali leikmanna undir 23 ára aldri. Mjög góður leikmað- ur. Don Heath, framherji. Lék áður með Middlesbrough. Kom til Norwich 1964 og hefur leik- ið 34 deildar- og bikarleiki. Kevin Keelan, markvörður. Lék áður með Áston Villa og Stockport. Var keyptur til Norwioh 1963. Aðalmarkvörð- ur liðsins seinni hluta siðasía keppnistímabils. Phil Kelly, hægri bakvörður. Lék áður með Wolves. Var keyptur til Norwich 1962 Fæddur á írlandi og hefur leik ið með írska landsliðinu íimm sinnum. Malcolm Lucas, hægri fram vörður. Lék áður með Leyton Orient. Keyptur til Norwich 1964 fyrir mjög hátt verð. Leik- ur í landsliði Wales. Bill Punton, vinstri útherji. Lék áður með Newcastle og Southend. Var keyptur til Nor- wioh 1959. Hefur leikið yfir 200 leiki í deilda- og bikar keppni. Freddie Sharpe, varnarmað ur mjög góður. Lék áður með Tottenham níu keppnistímabil Keyptur til Norwich 1963 sem framvörður, en hefur einnia leikið miðvörð og bakvörð. Dave Stringer bakvörður eða miðvörður. Lék í áhugamanna landsliði unglinga fyrir Eng- land. Kom til Norwich 1963. Lék fyrst í dfeildakeppni síð- asta keppnistímabil. Mike Sutton, framherji eða innherji. Lék með unglingalið- um Norwich en gerðist atvinnu maður hjá félaginu 1962. Lék fyrst í deildakeppni 1963 og hefur síðan sýnt stöðugar fram- farir. Hugh Curran, innherji. Lék Tommy Briceland — hann lék áSur meS St. Mirren áður með Lundúnaliðinu Mill- wall. Nýlega keyptur -til Nor- wich fyrir hátt verð. Frægur Framhaid á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.