Vísir - 10.12.1974, Síða 6
6
Vlsir. Þriðjudagur 10. desember 1974.
vísrn
Otgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
y Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Siðumúla 14. Simi 86611. 7 línur
Askriftargjaid 600 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Engin kreppa
Fólk á íslandi stynur undan verðbólgunni, en
atvinna er góð. Færri eru atvinnulausir en á
sama tima i fyrra. Úti i heimi vex hins vegar ótti
við kreppu, og til eru þeir, sem segja, að hún
verði jafnvel álika mikil og var fyrir strið, þegar
talað var um heimskreppuna miklu.
Islendingar verða að bera bagga oliukreppunnar
svokölluðu, að minnsta kosti um sinn. Við verðum
að sætta okkur við að bera i bili minna úr
býtum,þvi að við höfðum á undanförnum árum
tekið meira en i rauninni var til. En kreppa sem
slik mun ekki verða af þessum sökum. Miklu
meira þarf til. Kreppa mun ekki verða hér á
landi, nema hún komi að utan, og þá fyrst og
fremst frá Bandarikjunum.
Kreppa i Bandarikjunum mundi þegar i stað
teygja angana til íslands. Bandarikin eru helzta
viðskiptaland okkar, svo að við yrðum strax fyrir
búsifjum i verðlækkun á útflutningsvörum ef
eftirspurn minnkaöi i Bandarikjunum.
Bandarikin eru einnig undirstaða velmegunar á
Vesturlöndum yfirleitt. Kreppa berst gjarnan frá
einu landi til annars, og kreppa i Bandarikjunum
mundi tvimælalaust valda svipuðum þrengingum
i öðrum löndum.
Af þessum sökum er eðlilegt, að við fylgjumst
vel með hættumerkjum i Bandarikjunum.
Efnahagsvandræði grannrikja okkar eru fyrst
og fremst afturkippur eftir langt framfaraskeið.
Atvinnuleysi fer nú viðast i vöxt, og hagvöxtur
minnkar. Þetta hefur valdið skelfingu margra,
sem rif ja upp svartnætti heimskreppunnar rpiklu
og óttast, að hið sama muni gerast. Hér er þó um
allt annað að ræða, timabundinn samdrátt, sem
flest bendir til, að muni heldur aukast fram á
næsta ár. Hagfræðingar eru svo misjafnlega
bjartsýnir á, hve fljótt samdrátturinn muni enda,
en margir álita, að það verði næsta haust.
I Bandarikjunum hefur nú orðið einhver mesti
samdráttur, sem þekkist frá striðslokum.
Samdrátturinn hefur staðið i eitt ár, og flestir
telja, að hann standi i að minnsta kosti fjóra
mánuði enn. Með þvi mundi þetta verða lengsta
samdráttarskeið i Bandarikjunum eftir strið.
Árin 1953 og 1954 varð samdráttur i efnahag
landsins, sem stóð i 14 mánuði.
Alvarlegast varð ástandið hins vegar 1957-1958,
þegar raunveruleg þjóðarframleiðsla minnkaði
um 3,9 prósent. Nú er minnkunin orðin svipuð, og
hagfræðingar telja láklegt, að hún verði 4-5
prósent. Atvinnuleysi i Bandarikjunum er nú
orðið um 6 prósent, en frá striðslokum varð það
mest 1948-1949, 7,9 prósent. Ráðherrar i
Washington spá allt að 7 prósent atvinnuleysi á
næsta ári.
Þótt þetta sé slæmt ástand, er það engan
veginn kreppuástand. Það er sannarlega alls ólikt
þvi, sem var í heimskreppunni miklu. Þá komst
atvinnuleysið upp i 25 prósent, og það var enn 10
prósent i striðsbyrjun þrátt fyrir miklar rikisað-
gerðir gegn kreppu. Iðnaðarframleiðslan
minnkaði um meira en 53 prósent, vikulaun
verkafólks minnkuðu um þriðjung og hagnaður
fyrirtækja varð enginn, þegar á heildina var litið.
Samdrátturinn i Bandarikjunum er nú ekki að
ráði meiri en hann hefur stundum áður verið frá
striðslokum. Hér er engin heimskreppa á
ferðinni.
—HH
Angela Davis
vill snúa sér
að kennslunni
iiiiiniiiii
MPÆMl
UMSJÓN: GP
Angela Davis, handtekin eftir tveggja mánaha
ilótta undan yfirvöldum.
Angela Davis, blökkustúlkan, sem
sæti á i miðstjórn kommúnistaflokks
Bandarikjanna og vakið hefur athygli
fyrir sinn þátt i réttindabaráttu
blakkra í Bandarikjunum, hefur
fullan hug á þvi að snúa sér aftur að
þvi að kenna heimspeki. — Það var
hennar starf áður en hún sneri sér að
stjórnmálum, og nú hyggst hún
hverfa til þess aftur i byrjun næsta
árs.
Siðan kviðdómurinn sýknaði hana af ákærum um
vopnaða árás og morð i hittiðfyrra, hefur hún
helgað sig málstað annarra fanga, kommúnista-
flokknum og þeim sem berjast gegn kynþátta-
misrétti. Hefur hún viða farið til þess að tala þessu
máli og skýra frá reynslu sinni, þegar hún var sjálf
fangi, sem beið dóms.
Sá erindrekstur hefur haft i för með sér mikil
ferðalög fyrir þessa hávöxnu grönnu konu, en hún
hefur þó dregið mjög úr þeim að undanförnu og sezt
að i hverfi einu i Oakland að austanverðu San
Franciscoflóa, þar sem meirihluti ibúa eru blökku-
fólk, handverksmenn að mestu.
Æði oft kom það fyrir á fjöldafundum þeim, sem
hún efndi til, eða þeir, sem að ferðalögum hennar
stóðu, að hún þurfti að standa að baki skotheldum
glerskildi vegna hótana annarra öfgamanna um að
taka hana af lifi.
,,En nú vildi ég mjög gjarnan snúa mér aftur að
kennslunni”, sagði hún nýlega i viðtali við Bruce
Russell, fréttamann Reuters. — „Þegar öllu er á
botninn hvolft, þá var kennsla það, sem ég bjó mig
undir og lærði til”.
Davis var nemandi dr. Herberts Marcuse, eins
aðaltalsmanna nývinstristefnu vestanhafs. Hann
hefur fyrirlestrahald i San Diego, en Angela Davis
útskrifaðist með góða einkunn frá Bandeis-háskól-
anum i Massachusetts. Siðar lagði hún stund á
viðbótarnám i heimspeki i Frankfurt i Þýzkalandi.
1968 fékk hún stöðu sem kennari i heimspekideild
Kaliforniuháskóla i Los Angeles.
Hún komst fyrst i blöðin ári siðar, þegar skoðana-
skipti urðu um þá ákvörðun deildarforseta
háskólans — að tilstuðlan Ronalds Reagans,
þáverandi rikisstjóra — að vikja henni úr starfi
vegna aðildar hennar að kommúnistaflokknum.
Varð af þvi töluverður úlfaþytur.
En Angela Davis, sem nú er þritug orðin, er
viðbúin þvi, að það geti orðið meira fjaðrafok um
það að hún ætlar að sækja um kennarastöður við
einhverjar af menntastofnunum Bandarikjanna.
Dagblöð i Kaliforniu slógu þvi upp sem stórfrétt,
þegar kvisazt hafði, að Angela Davis hefði sótt
formlega um stöðu við San Francisco-háskóla, en
verið hafnað.
„Þessar frásagnir komu algerlega flatt upp á
mig”, segir hún. „Allt og sumt sem skeði var bara
það , að ég ræddi við háskólayfirvöld um hugsan-
lega vinnu. Ég lagði ekki fram neina umsókn, og
engin ákvörðun var tekin. — Ég hef ekki minnstu
hugmynd um, hvernig þessi saga hefur lekið út”.
Arið, sem hún kenndi við Kaliforníuháskóla i Los
Angeles, flutti hún fyrirlestra um stefnur þær, sem
gætti i bókmenntum blakkra höfunda.
,,En það, sem ég hef mestan áhuga á um þessar
mundir, lýtur að framkomnum hugmyndum um
kúgun konunnar”, segir hún i dag. „Þetta málefni
hefur verið mikið til umræðu, en engar fræðilegar
rannsóknir hafa farið fram um það”.
„í fangelsinu skrifaði ég langa ritgerð um,
hvernig beita mætti kenningum Marx til skýringar
á þvi, hvernig konunni hefur verið haldið niðri i
samfélaginu. Mér hefur ekki unnizt timi til þess að
yfirfara þá ritgerð.
Hún var lögð fyrir hóp heimspekinga, meðan ég
var i fangelsinu. En nú stendur hugur minn til þess
að endurskoða hana og laga til en birta hana siðan
til þess að styðjast við hana i fyrirlestrum og við
kennslu”.
Angela Davis sagði fréttamanni Reuters, að hún
væri staðráðin i þvi — ef hún ekki fengi stöðu við
rikisháskólana — að kenna við einkamenntaskóla
eða þá verða með einkakennslu sjálf, ef af hinu geti
ekki orðið.
Hún gaf nýlega út sjálfsævisögu sina „Angela
Davis”, þar sem hún m.a. gerir grein fyrir morð- og
samsærisákærunum gegn henni, mánuðunum
tveim, þegar hún var á flótta undan FBI (alrikis-
lögreglunni), frá réttarhöldunum, sem siðan
fylgdu, og loks sýknuninni. — Hún komst i kast við
lögin, þegar tveir blökkumenn, sem komu fyrir rétt
i Kaliforniu fengu smyglaðar byssur i hendurnar
brutu sér leið út úr réttarsalnum og tóku með sér
dómarann fyrir gisl. Þegar þeir voru i þann veginn
að stiga upp I bifreið, sem þeir ætluðu að nota til
flóttans, felldi lögreglan þá báða, en þeir skutu gisl
sinn til bana áður. Við rannsókn málsins kom I ljós,
að byssa annars þeirra var skráð á nafn Angelu
Davis, sem hafbi keypt hana ekki löngu ábur. Féll
Angela Davis „ab flytja bobskapinn”.
grunur á hana um að hafa smyglað vopnunum til
kynbræðra sinna. — Kviðdómurinn, sem skipaður
var eingöngu hvitum, sýknaði hana þó af
ákærunum, en réttarhöldin drógust yfir fjölda
mánaða. Vakti málið á meðan mikla eftirtekt, og
samtök blökkumanna og kommúnista gengust fyrir
undirskriftasöfnunum þar sem skorað var á yfir-
völd að láta Angelu Davis lausa. Komst á þetta
mikil hreyfing, og frá ýmsum löndum — ekki sizt
kommúnistalöndum — áskoranir I þá átt.
Angela Davis segist aldrei hafa sótzt eftir þvi að
verða frægur persónuleiki. Henni finnst starf sitt
sempólitiskur erindreki „þreytandi og taugastrekkj
andi”. — En hún segir, að henni hafi fundizt það
skylda sin að berjast fyrir málstað annarra fanga,
vegna þess að fólk viða um lönd hafði gert svo mikið
fyrir hana, meðan hún var i fangelsi.
„Ég trúi þvi ekki, að ég gengi frjáls i dag, ef ég
hefði ekki notið við „Frelsið Angelu Davis”-hreyf-
ingarinnar”, segir hún sjálf.
„Þrátt fyrir að ég hef óbeit á þvi að koma fram
fyrir fjölda fólks og á blaðamannafundum og tala og
allt það umstang þá finnst mér ég hafa skyldum að
gegna gagnvart þeim, sem börðust fyrir minum
málstað, að nota stöðu mina til þess að koma
boðskapnum áleiðis, til þess að hjálpa öðru fólki”.
Mörgum þótti einmitt i þessu sambandi, sem hún
hefði — eftir sýknunina — orðið allra gagn
kommúnista, sem óspart höfðu hampað henni fram
til þess að tala málstað þeirra, eftir að búið var að
skapa henni pislarvættisfrægð. Þeim skilningi á
starfi hennar neitar hún sjálf. Þegar þeir, sem
þessarar skoðunar eru, segja, að kommúnistar séu
hættir aö beita henni fyrir sig, gagnsemi hennar sé
lokiö, þvi að enginn nenni lengur að sækja fjölda-
fundi þar sem hún á að tala, ofnotkunin hafi gert
áheyrendur leiða á henni, þá lýsir Angela Davis þvi
yfir, að þörfin sé orðin minni núna eftir afvopnunar-
viðræðurnar. Hún bendir á, að sambúð Bandarikj-
anna við kommúnistalöndin hafi farið mjög batn-
andi, og þess gæti á kommúnistum i Bandarikj-
unum.
„Ég held, að við séum að mestu komin yfir
„kaldastriðsmóðursýkina” vegna afvopnunar-
viðræðnanna”, segir hún.