Vísir - 19.12.1974, Side 2

Vísir - 19.12.1974, Side 2
1 Vlsir. Fimmtudagur 19. desember 1974. rimsm: Ætlið þér að verja jólunum heima? Sólveig Vilbergsdóttir, húsmóöir: — Já, um aö gera að vera bara heima. Það er alltaf bezt. Þórunn Pálmadóttir, húsmóðir: — Já, ég hef alltaf gert það að vera heima. Maðurinn minn veröur á sjónum um jólin, svo ég verð ein með börnin. Erla Gunnarsdóttir, húsmóðir: — Já, alveg örugglega. Ég verð heima með börnin. Haraidur Jóhannsson, sjómaður: — Já, ég verð heima við i ár. Og það hefur reyndar alltaf verið þannig, að ég dveldi heima um jólin. Ég er á fiskibáti, en við fá- um jólafri. Þórarinn Stefánsson, skrif- stofumaður: — Já, ég reikna fast- lega með þvi. Ég hef aðeins einu sinni verið erlendis um jólin. Þá fór ég með föður minum, sem er flugstjóri, eina ferð. Stefán Haligrimsson, bilstjóri: — Já, örugglega. Ég hef yfirleitt verið heima um jólin. Ég vona bara, að jólin verði róleg og góð. „ÞAÐ ER HANN ESARDAÐRIÐ, SEM FARIÐ HEFUR MEÐ ÞÁ" — Bréf úr Launráð og landsfeður í bókinni Launráð og lands- feður, sem Almenna bóka- félagið gefur út, eru bréf, sem fóru miili þeirra Björns Jóns- sonar og Valtýs Guðmunds- sonar. Þessir kappar voru þeir stjórnmálamenn á einu örlaga- rikasta skeiði islenzkrar stjórn- málabaráttu, sem áttu sér harðasta fjendurog heitasta fylgismenn. Við birtum hér eitt bréf úr Reykjavik, 25.5. 1908 Elskulegi vin! Kæra þökk fyrir Sterlingspistilinn. Já, svona fór með okkar menn i sambandsnefndinni. Allir hvikið þér, nema Skarphéðinn — Skúli. Það er Hannesar daðrið, sem farið hefir með þá Stefán og Jóhannes — ef ekki Bakkus meðfram með Stefán, og þetta alþekta joll i honum. Og svo er hann að gylla alt saman. Við kennum þeim missagnirnar i simskeytum þinum (Thingvalla- -skilnaðartilboð o.s. frv. ) Þvi ekki gazt þú neitt vitað nema frá þeim félögum. Eg hefi llka heyrt indiscretionssögu frá honum og missögli. Mjög leitt, ef þú hefir ánetjast eitthvað. Þvi hlakka fjandmenn vorir yfir og okkur er það mikill skaði ef þú ert fullráðinn að verða með nefndinni á móti okkur. Ég sé eftir að hafa ekki varað þig við i ritsimanum. Datt það i hug snöggvast, en hvarf frá þvi aftur með þeirri hugsun, að það væri ekki til neins, ef þú værir búinn að fullráða við þig, hvað gera skyldi, en hins vegár mætti lita svo á, að skeytin væri beint dikteruð af nefndinni. Þvi ekki annað kostur með hennar skeyti. Og það finst mér raunar enn, gefið það út. úrþvættin Lögrétta og Reykjavik rekin úr Blaðskeytabandalaginu, ef ekki taka aftur rógin(n) um þig, sem gerðir það af náð og greiðvikni að vera korresp(onden)t okkar I bili. Þvllikir tuddar! Umbætur á sambandsnefndarfrumvarpinu verður að vera program okkar allra og verður það, hygg eg, þar á meðal ýmissa stjórnarliða, nema verstu skriðdýranna. Lengra ekki lagt upp, þó að flestir munu hugsasér fremur skilnað en status quo, þegar fullreynt er, að Danir kjósa heldur að sleppa okkur en fallast á konungssambandið tómt. Um þetta erum við allir sammála, flokksstjórnirnar hvorartveggja og Þjóðólfsmaður, sem nú hefir brent sin skip og getur naumast aftur snúið, enda skilyrði fyrir endurkosningarvon i Arnessýslu. Margblessaður ætið Þinn einlægur vin, Björn Jónsson þessari eftirtektarveröu bók, valið af handahófi: (Bréf nr. 141) LESENDUR HAFA ORÐIÐ And-semitískur óróður í íslenzkum fjölmiðlum H.K. skrifar: Undanfarið hefur verið fluttur mikill and-semitiskur áróðuri isl. fjölmiðlum og gefur hann ekkert eftir samsvarandi áróöri þjóðlegra sósialista (nasista) á árunum 1933 til 1945. Talar sá, sem man. Aðeins hefur veriö skipt um „formerki”. Nú eru þaö „Arabar”, sem þjóðahatrið beinist gegn, bræður Gyðinga. Eins og um allan slikan áróður — gegn eða ,með litar- hætti, þjóðerni og trú — er fávizka og þekkingarleysi hlustenda og lesenda ræktað af gáfuðum en miður upplýstum höfundum. Einu sinni voru Arabar bara vondir af þvi að þeir voru ekki kristnir. Ollum yfirsást þá, að múhameðstrúarmenn hafa frá upphafi viðurkennt Krist sem einn af stærstu spámönnunum. Við nákvæman lestur trúar- bókar múhameðstrúarmanna munu menn geta komizt að þeim þægilegu sannindum, að frelsarinn er þar oftar nefndur en nokkur önnur persóna og honum alltaf til lofs. En kannski er þetta bara óþægilegur sannleikur? Það er sjálfsagt þá lika óþægilegur sannleikur að vita, aö fyrir margar Arabaþjóðirnar eru gjaldeyristekjur af oliu 100% þýðingarmeiri heldur en gjald- eyristekjur af fiski eru fyrir Is- lendinga. Þvi vikur þannig við, að tæp 50% af gjaldeyristekjum okkar eru fyrir fiskútflutning en flest ollurikin hafa engar aðrar gjaldeyristekjur en þær, sem olian gefur. tslendingar eru gestrisnir og gjöfulir. Ekki þolum við þó neinn samanburð við Araba I þeim efnum. Islendingar eru vinnusamir og dugnaðarfólk. Ekki hefjum við þó vinnu fyrir sólarupprás og höldum áfram til sólarlags eins og austrænar þjóðir al- mennt, ef hiti um miðjan dag leyfir (40-50 gráður á Celsius i skugga samsvarar um og yfir 100 gráðum i sól undir beru lofti). Ég ætlast ekki til, að Is- lendingar vinni meira en þeir gera, en mér leiðist aö lesa og heyra fréttir af „letingjum sem liggja i sólinni og nenna ekki að vinna”. Sú setning á betur við vestræna ferðamenn á suðlæg- Arabar hafa löngum vakiö andúð á sér með hinum tfðu flug- ránum, morðum á saklausu fólki og eyðileggingu á verðmætum. Myndin sýnir eyðilagða þotu frá Pan Am sem þrír arablskir skæruliðar skemmdu á Leonardo da Vinci fiugvellinum I Róm. um slóðum. Þeir fara ekki á fætur fyrr en sól er komin hátt á loft og hitinn óbærilegur fyrir vinnandi fólk. Ég er nú kominn að erfiðum kafla,semfjallarum „samspil” Gyðinga og Araba. Ég við menn að taka viljann fyrir verkið, þvi að naumast er hægt að fjalla um það öðruvisi en að sáera Gyöinga, og hafa þeir þó haft býsn að bera I um 4000 ár. Frá þvi skömmu eftir að siöustu Isöld lauk hafa eyði- merkurlöndin verið að þorna upp og gróður aö eyðast vegna loftslagsbreytinga (ekki vegna ofbeitar, segja sérfræðingar). Frá þvilöngu áður en nokkrar sögur hófust hefur þvf verið of- fjölgun i eyðimerkurlöndunum og fólksflutningar stöðugt út úr þeim, i allar áttir, nema af Arabiuskaganum. Þaðan hlaut landflóttinn að liggja til norðurs inn i Miðfljótaland, Sýrland og Palestinu. I suðri, austri og vestri var hafið, og ekkert timbur til, til aö byggja bata. Fólkið hélt saman I ættum og ættbálkum og gerir enn. Flestir hafa samlagazt mót- töku-þjóðunum I trú og menningu á hverju timabili og I hverju landi. Ein þessara fjölskyldna virðist hafa lent I óbætanlegu klandri, þegar hún kom norður úr eyðimörkinni austarverðri, nær botni Persaflóa. Þá þegar, um 2000 fyrir Kristburð, er hún rekin með hörku, af beitar- landinu austur við Úr i Kaldeu, og hefur naumast átt sér sama- stað siðan. Gamla testamentið er nákvæmt rit, en hefur litið um þetta atvik að segja. Sökin þarf ekki aö hafa verið mikil þó meiri en venjuleg blóðhefnd. Brottrekstur með smán hefur bitið sig i sálarlif f jölskyldunnar og sektartilfinning aðskilið hana frá öðrum hirðingjum. Hún samlagaðist ekki eftir þetta og forhertist siðar upp I það að kalla sig sjálfa „guðs útvöldu þjóð”. Það er guðlast. Jafnvel blaðamaður getur ekki sjálfur slegið þvi föstu að hann sé guðs útvaldur. Fjölskyldan stækkaði og varð að litilli „þjóð”. Löngu siðar, liklega um eða eftir 1300 fyrir Kristburð, verður þessari þjóð á að fremja fyrsta þjóðarmorð, sem mannkynssagan getur um, og jafnframt eina þjóðarmorð sögunnar, sem hefur „heppnazt”, og er þvi lýst af ná- kvæmni á Gamla testamentinu, Jósúabók. Enginn hefur erft þetta við Gyðinga enda lifði enginn af hryðjuverkin, nema ein port- kona, sem var I þjónustu þeirra fyrir. Um skilmerkilegri lýsingu visast hér með til Jósúa- bókar. Þannig eignuðust Gyðingar Palestinu upphaflega. Hvort þeim tekst að eignast Landið helga aftur, svo að enginn verði til að erfa það við þá, verður fréttaefni fjölmiðlanna næstu ár. Vinsamlegast takið ekki að yður hlutverk portkonunnar. Seinagangur í „tannbótum ## S.E. margra barna móðir skrifar: „I sumar komu þær gleðilegu fréttir að nú myndu tann- viðgerðirbarna og unglinga upp að 16 ára aldri verða borgaðar af rlkinu. Þetta voru sannarlega gleði- fréttir fyrir marga foreldra. Ég var ein af þeim sem sendi dóttur mina til tannlæknis og pantaði tima fyrir aðra. En mér brá heldur betur i brún þegar reikningur upp á 6 þús.kr. kom frá tannlækninum, sem hann sagði að ég yrði að borga. Það fylgdi með að ég fengi hann endurgreiddan hjá Trygginga- stofnuninni. Nú, jæja, hugsaði ég ánægð. Ég þarf hvort sem er að fara niður I bæ að kaupa gallabuxur á krakkana, svo að ég næ i þetta I leiðinni. En nei, svona auðvelt var þetta ekki. Upplýsingarnar sem ég fékk voru þær, að ég yrði að biða. Hve lengi? A þvi gat stúlkan ekki frætt mig. Hver gæti þá sagt mér hvenær þetta yrði eða hvort þetta yrði fyrir jól, sem ég fengi peningana » endurgreidda? Nei, ekkert svar var til. Það vissi þetta ábyggi- lega enginn, sennilegast væri þetta enn i nefndum og yrði ábyggilega engin niðurstaða komin fyrir jól. Mig langar til að vita hvort þeir geti nú ekki farið að ákveða sig i nefndunum, svo að þeir sem peningalitlir eru, geti hiklaust sent börnin sin til tannlæknis, án þess að þurfa kannski að leggja út fleiri þúsundir mánuð- um saman. Fyrst á annað borð er búið að ákveða að gera þetta, þá i guðanna bænum látið þetta ekki kafna i einni nefndinni af annarri.”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.