Vísir


Vísir - 04.01.1975, Qupperneq 8

Vísir - 04.01.1975, Qupperneq 8
8 Visir Laugardagur 4. janúar 1975 ORN PETERSEN PELIKAN er ótvírœtt hljómsveit órsins 1974 Um áramótin voru vinsælustu lög ársins, svo og vinsælustu hljómsveitir ársins tekin fyrir í þættin- um Tl U Á TOPPNUM. Útreikningi þeim var þannig háttaö, að hvert lag, sem náö hafði fyrsta sæti, hlauttiu stig, lag í öðru níu stig, o.s.f rv. Þannig var árangur hverrar hljómsveitar einnig reiknaður út. Vinsælustu lög ársins urðu því: 1. Honey Honey. — Abba. 54. st. 2. -3. Kansas city. — Les Humphreis Singers. 52 st. 2.-3. Seasons in the sun. — Terry Jacks. 52 st. 4. Hooked on a feling. — Blue Sweet. 5. -7.1 love you love me love. — Gary Glitter. 48 st. 5.-7. Jenny Darling. — Pelikan. 48 st. 5.-7.1’m leaving it all up to you. — Donni & Mari Osmonds Vinsælustu íslensku lög ársins. 1. Jenny Darling — Pelikan. 48 st. 2. Sprengisandur. — Pelikan. 42 st. 3. Honey will you marry me. — Stuðmenn. 4. Diggi liggi ló. Lonli blú bois. 36 st. 5. Tasko Tostada. Hljómar. 29 st. 6. Helga. Magnús Kjartansson. 27 st. Vinsælustu hljómsveitir ársins. 1. Pelikan —103 st. (f. þrjú lög i allt) 2. Abba. — 96. (f. tvö lög) 3. Slade. — 95 st. (f. þrjú lög) 4. Paper Lage. — 85. st. (f. tvö lög) 5. Albert Hammond — 82. 6. -7. Sweet — 74. 6-7. Rubettes — 74. 8. Demis Roussos — 73. 9. Nazareth — 59. 10-11. Mud og New Seekers — 56 st. Það sem mest komá óvart við útreikning þennan, var hve gífurlegum vinsældum hljómsveitin PELI- KAN átti að fagna á árinu, og sömuleiðis hve stjörnur eins og Gary Glittei— Démis Roussos — David Cassidy — Osmonds og Sweet beinlinis hurf u af toppnum. Change I einni hljómplötuverzlun borgarinnar fyrir júl aft gefa einum aftdáenda sinna eigiahandar- áritanir á umslag hljómplötu hljómsveitarinnar. —LjósmtBJ.Bj. Falleg plata frá hœfileikamönnum CHANGE: „CHANGE”. Þessi fyrsta breiðskifa CHANGE lofar sannar- lega góðu um framtið hljómsveitarinnar, þó að sumum þyki hún kannski full einhæf, þeirra á meðal mér. Það sem afgerandi ein- kennir tónlist Change á þessari breiðskifu, er róandi og þægilegt and- rúmsloft, blandað skemmtilegum rythma. Söngur þeirra Jóa og Magga er stórgóður, og þó að litið sé lagt upp úr sóló köflum, má alitaf heyra góða sóló kafla frá Bigga i bakgrunninum. Trommuleikur Sigga er mjög öruggur á plötunni, en það er eins og að hann hálf pini sig við að halda tempóinu niðri á köfl- um, hann hefur jú alltaf verið þekktur fyrir kraftmikinn trommuleik. Jakob Magnússon kemur einnig fram á þessari plötu, og sannarlega yrði það mikill feng- ur fyrir Change, aö hann gengi i liðið. ,,I’m free”. Með betri lög- um plötunnar, rólegur og falleg- ur söngur Jóa einkennir þetta lag fyrst og fremst, og skemmtilegir kaflar Sigga falla vel inn I lagið. „Hey, its al- right”. Magnús syngur þetta lag, sem er alls ekki svo slæmt, en mér finnst persónulega, að flutningur þess sé full hægur. A kafla er eins og að trommurnar séu að keyra tempóið upp, en slöan fellur lagið aftur i sömu gröfina, þó með skemmtilegum lokakafla. „Hit Record”. Mjög skemmtilegt lag, Jói syngur aðalrödd, en bakrödd Magga kemur einnig mjög vel út. Ef þetta lag hefði fengið aðeins meiri danstempó, þá hefði það örugglega orðið að „Hit- Record”. ,,Ifyoudo,pleasedo”. Þaðer sosum ekkert að furða þó að sá frægi maður, H.B. Barnum, hafi verið hrifinn af röddun þeirra Magga og Jóa (og Bigga) á ýmsum lögum albúmsins, þvi aö það kemur greinilega fram i þessu lagi, hversu miklir hæfi- leikamenn þeir eru á því sviði. „Bluerberry Bush”. Tvimælalaust fallegasta lag þessarar plötu. Ctsetning Barn- um og Change á strengjum i bakgrunni lagsins er mjög góð, og söngur Jóa sömuleiðis. Þeir piltarnir hafa sjálfsagt velt þvi lengi fyrir sér, hvernig útsetja ætti þetta lag, og útkoman hefði vart getað orðið betri. „LAZY LONDON LADY”. Þetta lag gáfu þeir félagarnir út á lltilli plötu á siðasta ári, með hörmulegum árangri, svo að ekki sé meira sagt, en nú fær lagið aðra meðferð, sem er öllu betri. Samt vantar ennþá eitthvað i það, þó að Kobbi komi þarna fyrst greinilega fram með pianóleik sinn, sem að sjálf- sögöu er óaðfinnanlegur. Þetta lag fellur ekki saman við hið rólega andrúmsloft, sem annars einkennir öll önnur lög albúms- ins. „Taka my Hand”. Róman- tiskur söngur Magga, el-pianó Kobba og bassi Jóa koma einna sterkast út i þessu lagi, bak- raddir frá Bigga og Jóa. „I can be with you”. Þar kom að þvi? Fjörugasta lag plötunn- ar, og hefðu þau gjarnan mátt vera fleiri i þessum dúr. Sam- spil þeirra Sigga og Jóa á bassa kemur mjög vel út, og gerir það að verkum aö rythmanum er haldið við út allt lagið, með smá innskotum frá Bigga. „Hey! you”. Þarna ber bassaleikur Jóa af, ef vel er á hlustað. Samsöngur þeirra Magga og Jóa er einnig skemmtilegur, á milli sóló kafla Bigga. „Sunshine”. Mjög fallegt og skemmtilegt lag, sem flestir kannast við, frá fyrsta albúmi þeirra Magga og Jóa. Þarna fær lagiö allt aðra meðferð en fyrr, og á ég bara anzi bágt með að sætta mig við hana. Útsetning Magga og Jóa á þessu lagi var góð eins og hún var, þá vantaði aðeins sterkari bakhljóm og raddir, sem hefðu verið fyrir hendi núna. útsetning lagsins nú er einum of róleg, og ekki nægilega vel gripandi. Þarna er ég þó ekki að segja, að hún sé léleg eða óvönduð, þvi að það er hún svo sannarlega ekki, þeir hefðu bara átt að útsetja lagið I stil viö fyrri útsetningu þess. Þá ertu búinn að lesa lýsingar minar á einstökum lögum albúmsins, og segir kannski: „Þetta sagði mér barasta ekki neitt”. Það er alveg rétt, þessi lýsing segir ósköp litið. Ég get aðeins lýst þvi sem mér finnst greinilega bezt, og þvi er verra lætur I eyru, — (sem ekki var mikið). Það er dálitið erfitt að gera sér grein fyrir tónlistarstefnu CHANGE út frá þessu albúmi. Út af fyrir sig virðast þeir Maggi og Jói komnir niður á það plan, er þeir upphaflega hófu feril sinn á, sem og er gott, en betur má ef duga skal. Þar á ég við, ef þeir ætla sér að ná umtalsverðum árangri á erlendum markaði. Þetta er falleg plata frá mikl- um hæfileikamönnum, við hér heima getum allavega verið stolt af Change og þeirra fram- taki. Ég hef persónulega mjög gaman af þessari plötu, fyrst og fremst vegna þess, að ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að geta kynnzt þeim félögunum, og fylgzt náið með þróun tónlist- ar þeirra. Þess vegna vil ég forðast það að dæma Change út frá þessari plötu, þvi að ég veit að hún lýsir ekki fullkomlega þvi, er framtiðin kemur til með aö sanna. Þó að hér sé á ferðinni mjög vönduð og skemmtileg plata, skulum við ekki byggja okkur loftkastala um skyndilega heimsfrægö þeirra i Change, þvi hún er enn langsóttur draumur. Change hafa þó mjög góða möguleika núna, með mann eins og H.B. Barnum sér að baki. Hann hlýtur að hafa á þeim félögunum mikla trú, þeg- ar hann neitar hjómsveitum að- stoð fyrir stórar peningaupp- hæðir, á sama tima og hann snýst I kring um Change fyrir nærri ekkert. Látum þetta nægja um Change. Ég hefi ekki talið upp allt það góða á þessari plötu, og þó að ég hafi oftast minnzt á þátt þeirra Jóa og Magga, má ekki gleyma þeim Bigga, Sigga og Kobba. Þáttur þeirra er vissulega ómissandi á þessu albúmi. Tóngæði og allur frágangur þessa albúms er til fyrirmynd- ar. Það eina, sem eiginlega á það vantar, er krassandi hit-lag, sem vonandi kemur fljótlega frá Change. Beztu lög: „Blueberry Bush” „I’m Free”. „I can be with you”. „If you do please do”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.