Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriftjudagur 14. janúar 1975. TÍSBSm: Værir þú tilbúin til þess aö taka þátt i eins dags verkfalli I tilefni kvennaársins? Dagný Lárusdóttir: Þaö faeri alveg eftir þvi, hverjir tækju þátt f verkfallinu. Ég er ekki tilbúin til þess aö fara f verkfall með Rauösokkum einum. Hulda Gunnarsdóttir: Jú, ég held ég væri alveg tilbúin til þess. Reyndar skiptir það ekki svo miklu máli fyrir það, sem ég geri. Ég er nemi, en starfa reyndar lika sem sendill. Halldóra Jónsdóttir, afgreiöslu- stúlka: Hvað á ég þá að gera? Bara slappa af og hafa það gott? Jú, ég held ég væri alveg tilbúin til þess, svo framarlega sem allar eru samþykkar þvi. Ingibjörg Guöjónsdóttir, hús- móöir og starfar hjá Sjúkrasam- lagi Rvik.: Ég hef heyrt rætt um ,það að fara I eins dags verkfall, og ég held ég sé alveg tilbúin til þess að taka þátt f þvi. Hins vegar veit ég ekki, hvert ég á að fara á meðan, ég vinn jú heima lika. Svanhvit Albertsdóttir, af- greiðslustúlka: Ég held það nú, ef til kæmi. Það er ekkert sérstakt, sem ég vildi fá fram með verk- fallinu, en það er mörgu ábóta- vant. Guörún Guöjónsdóttir, húsmóöir: Ég er ekki i fastri vinnu eins og er, þannig að ég get ekki beint svarað þessu. Mörgum kröfum Rauðsokka er ég ekki sammála, þannig aö ef það væri vegna krafa þeirra almennt þá er ég ekki alveg tilbúin til þess að taka af- stöðu. En ég er sammála launa- jafnrétti. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Fjallið flutt til Múhameðs S.N. skrifar: ,,Ég las frétt um það i ein- hverju dagblaðanna, að nú ætti að fara að byggja brú yfir Borgarfjörðinn. Sú brú á að vera 400 metra löng og til þess gerö að stytta leiðina til Borgar- ness um 30 kilómetra. Þá var þess einnig getið, að vegurinn, sem leiðin styttist um, væri orð- inn úr sér genginn og mundi kosta of fjár að gera hann góðan sem varanlegan veg. Þarna kom þá okkar núver- andi samgönguráðherra óska- draumi sfnum i gegn. Hann hef- ur oft á tiðum talað um nauðsyn þessarar brúar. Kannski ekki furða, þvi hann býr sjálfur i Borgarnesi. Hann þarf að fara þessa 30 km á slæmum vegi i hvert sinn, sem hann fer frá Borgarnesi eða kemur þangað. Einnig aka þarna um fjöl- mörg atkv...ég meina, fjöl- margir samsveitungar ráðherr- ans. Ekki hef ég hugmynd um, hversu dýr þessi brú verður. En eitt er vfst, að hún verður ekki ódýr. Ég verð að lýsa yfir þeirri skoðun minni, aö mér finnst þessi brúarbygging núna hinn mesti óþarfi og eyösla á fé. Það er sagt, að endurnýjun vegarins fyrir fjörðinn verði svo dýr, þ.e.a.s. a gera hann að varanlegum þjóðvegi. Hvers vegna er allt i einu talað um að gera vegarspotta upp i Borgar- firði varanlegan, þegar enn eru ekki til nema nokkrir tugir kiló- metra af varanlegum vegum út frá Reykjavik. Þar aðauki segir siöar i fréttinni um brúna, að eftir sem áður verði veginum haldið við fyrir umferð upp i sveitirnar. ., Þá ber einnig að hafa það i jjiuga, að ekki nærri þvi allir, sem aka norður i land (eða að norðan suður) fara til Borgar- ness. Það kostar útúrkrók um nokkra kilómetra. Þá vaknar sú spurning, hvort smiði brúarinnar sé bragð Borgnesinga, með ráðherra sinn i broddi fylkingar, til að leiða umferð inn i kaupstaðinn. Þvi með tilkomu brúarinnar færist auðvitað öll umferðin milli Norður- og Suðurlands til, þannig að hún rennur i gegnum Borgarnes. Slikt ætti að vera Borgnesingum mjög i hag með auknum viðskiptum. Borgnesingum finnst þeir hafa verið afskiptir vegna hinnar löngu heimreiðar sinnar, sem hefur valdið þvi, að umferð þangað hefur verið minni en æskilegt hefði verið. Þvi er brugöiö á það ráö, að úr þvi að Múhameð vill ekki koma til fjallsins, að færa bara fjallið til Múhameðs. tslenzkir skattgreiðendur fá reikninginn fyrir flutningana.” Fólk misskilur tímaáœtlunina „Strætófarþegi” hringdi: ,,Ég tilheyri þeim lánsama hópi, sem þarf ekki að eyða peningunum sinum i rándýrt bensin. Ég ferðast með strætó. Ég vil vekja athygli strætófarþega á misskilningi þeirra á timaáætlun SVR, sem ég hef orðið var við. Ég hef séð hópa fólks standa bölvandi og ragnandi fyrir framan lokaða strætisvagnana á Hlemmi. Þaðstendur þar I næðingnum, blátt i framan af kulda og kjálk- arnir I þvi skjálfa. En þar sem ég er þrautþjálfaður I þvi að biöa eftir strætó, feröast ég alltaf með þeim i ullarnærföt- um, og skelf þvi ekki jafnmikið. Ástæðuna fyrir bölvinu fæ ég að vita. Hún er sú, að fólkið tel- ur strætisvagnastjórana ekki fylgja timaáætlun og koma seint út úr kaffistofunni til þess aö opna vagnana og aka af staö. Ég vil benda þessu fólki á, að það hefur alrangt fyrir sér. Það heldur að timaáætlunin segi til um, hvenær strætisvagninn eigi að fara af stað frá biðstöðinni. Svo er ekki. Timaáætlunin segir strætisvagnasjórunum til um, hvenær það sé hér um bil kominn timi til þess að fara út úr kaffistofunni. Vil ég þvi koma þeirri ósk á framfæri til forráðamanna SVR, að þeir gefi út rétta tima- allir átti sig á þvi, að systemið áætlun, þvi að ekki er vist að sé svona.” Áfram Ásgeir! Fyrsta flokks fréttaskýringar frá Spáni „Hólmar” hringdi: venjulega útvarpshlustanda „Það er ekki oft, sem hinum finnst sérstök ástæöa til að lyfta ástæða til, að loknum þætti As- geirs Ingólfssonar fréttamanns, um Stjórnmálaástandið á Spáni, sem var á dagskrá á föstudags- simtólinu þeim útvarpsmönnum kvöldið. til hróss. Mér finnst þó sérstök Þarna var bæði um að ræða fróðlegan og skemmtilegan fréttaskýringaþátt, en slikir eru þvi miður allt of sjaldheyrðir I islenzkum fjölmiðlum. Þvi veld- ur vafalaust timaskortur og-. fleira, en þvi frekar er ástæða til að gleðjast yfir þvi, sem vel er gert. Þetta er raunar ekki i fyrsta skipti, sem Ásgeir vekur athygli fyrir góðar fréttaskýringar — og semsagt — áfram Ásgeir og aðrir fréttamenn útvarps”. Juan Carlos, arftaki Francos á Spáni, ásamt fyrirrennara sinum, sem er t.v. á myndinni. Asgeir Ingólfsson fréttamaður flutti fréttaskýringaþátt frá Spáni viö góðan oröstir á föstudag. Fullt nafn fylgi bréfunum Lesendur blaðsins, sem senda bréf til birtingar, eru beðnir að láta fullt nafn, heimilisfang og simanúmer fylgja bréfunum. Þetta gildir hvort sem þess er óskað að halda nafni leyndu eða ekki. Bréf, sem ekki uppfylla þessi skilyrði, verða ekki birt.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 12. Tölublað (15.01.1975)
https://timarit.is/issue/238928

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. Tölublað (15.01.1975)

Aðgerðir: