Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Miðvikudagur 15. janúar 1975
Skepnufóðrinu er stjórnoð of viti
og þekkingu, en manneldinu...?
Enn er margt á huldu
um samhengi matar-
æðis og heilsufars, en
þekking manna á
næringarefnaþörf fólks
og samsetningu mat-
væla er þó orðin svo
staðgóð, að unnt er með
réttu mataræði að
fyrirbyggja sjúkdóma
og bæta heilsufar al-
mennt.
Þannig segir meðal annars I
nýútkomnum bæklingi frá
Kvenfélagasambandi Islands,
en hann heitir Nútima matar-
æði, og er þar að finna margt
fróðlegt um hlutverk fæðunnar,
almenna galla mataræðisins,
næringarefnaþörf og margt
fleira.
Bæklingur þessi er þýddur úr
dönsku, en þar kom hann út á
vegum Statens Husholdnings-
rad, en það er ríkisstofnun sem
vinnur i þágu heimila og hefur
meðal annars það hlutverk að
veita almenningi fræðslu um
heimilishald.
t bæklingnum segir meðal
annars i kafla sem hefur fyrir-
sögnina: Skepnufóörinu er
stjórnað af viti og þekkingu, en
manneldinu....?
I búfjárrækt eru fyrstnefndar
grundvallarreglur fyrir löngu
viðurkenndar. Þar er fram-
leiðslumagnið beinlínis háð þvi,
hvort fóðrið hefur að geyma öll
þau næringarefni i réttum hlut-
föllum, sem dýrum eru nauð-
synleg, og menn hafa lengi
viðurkennt, að þvi fé, sem fer til
að bæta fóðrun búfjárins, sé vel
varið.
Mönnum veitist sýnu erfiðara
að fara eftir fræðikenningum i
eigin fæðuvali, þvi matarvenjur
virðast vera mjög rótgrónar.
Þær ráðast af umhverfi og
erfðavenjum strax i bernsku —
af þeim mat, sem barnið venst á
að borða allt frá fyrstu æviár-
um, og af þvi, sem barnið sér að
fullorðna fólkið og önnur börn
leggja sér til munns.
A liðnum öldum hafa matar-
venjur ekki eingöngu þróazt i
samræmi við fæðuframboð á
hverjum stað og tima, heldur
hafa þær einnig mótazt af mis-
munandi pólitiskum aðstæðum
og trúarofstæki.
Algengir gallar
mataræðisins
Fæða almennings á íslandi er
óheppilega valin. 1 henni er of
mikið af fitu og sykri — of mikið
af feitum og sætum fæðutegund-
um. Þegar menn seðja hungur
sitt með fitu og sykri minnkar
neyzla annarra fæðutegunda,
sem hafa meira næringargildi,
og árangurinn verður sá, að
likaminn fær of litið af nauðsyn-
legum næringarefnum.
Einkum hefur það slæm áhrif
á heilsufar þeirra sem neyzlu-
grannir eru að fá of mikinn
hluta orkumagnsin's úr fitu- og
sykurflokkunum. A það t.d. við
um aldraðfólk, litil börn og kon-
ur, sem stunda létta vinnu.
irsjrvi
SIÐAN
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Súkkulaði og súkkulaðikrem á
I ekki að vera aðaluppistaða
hádegisverðar.
Kvöld- eða miðdegisverður-
inn. Miðdegisverðurinn er yfir-
leitt sú máltið, sem mest er lagt
I og mestum tima fórnað i að
matbúa. Frá næringarefna-
fræðilegu sjónarmiði er mikil-
vægast aðimiðdegisverðinn séu
notaðar réttar fæðutegundir
með hæfilegri fjölbreytni. Það
skiptir ekki eins miklu máli,
I hvaða réttir eru búnir til úr
fæðutegundunum og hve langur
timi fer i matreiðsluna.
Lausleg áætlun um miðdegis-
verö vikunnar getur skapað
nauðsynlega fjölbreytni:
1 dagur slátur, lifur eða annar
innmatur
Máltiðir dagsins
Mikilvægt er aö borða dag-
lega einhverjar fæðutegundir úr
hverjum fæðuflokki. Setja skal
allar þrjár aðalmáltiðir dagsins
saman úr fæðutegundum úr
sem flestum fæðuflokkum til
þess að tryggja velliðan og
starfsorku allan daginn.
Morgunverðurinn er senni-
lega sú máltið, sem menn
vanrækja mest. Kaffibolli og
hveitibrauðssneið, sem gleypt
er á hlaupum, hressir að visu
fljótt, þar sem þetta er kol-
vetnarik máltið — en hún brenn-
ur einnig fljótt. Það er gjörsam-
lega ófullnægjandi máltið, þar
sem hálfur sólarhringur er lið-
inn frá þvi að menn fengu siðast
næringu og fleiri klukkutimar
liða til næstu máltíðar. Morgun-
verður á helzt að fullnægja 20%
af daglegum þörfum likamans
fyrir orku og næringarefni.
Góðan morgunverð má setja
saman úr hviturfkum fæðu-
tegundum eins og mjólk,
súrmjólkurafurðum, osti eða
eggi, e.t.v. stundum lifrarkæfu
eða mögru kjötáleggi i staðinn
fyrir egg, brauði, jiýjum ávöxt-
um eða ávaxtasafa, kaffi eða te.
Hádegisverðurinn verður,
eins og morgunverðurinn, að
vera alhliða samsettur, hvort
sem um er að ræða nestisbrauð
eða máltið i mötuneyti eða I
heimahúsum. Með smurðu
brauði á að bera fram mjólk eða
súrmjólkurafurðir og nýja
ávexti, helzt á hverjum degi. Af
hollu áleggi má t.d. nefna: Mag-
urt kjötálegg, hrogn, sild, reykt-
an fisk, egg, ost, lifrarkæfu o.fl.
Þar að auki er soðið eða steikt
kjöt, lifur, eggjakaka o.þ.h. frá
miðdegisverðinum daginn áður
vel til fallið sem álegg. Forðizt
að nota daglega álegg eins og
majones, feit salöt og sultu.
3-5 dagar fiskréttir
2-3 dagar kjötréttir
e.t.v. 1 dagur eggjaréttur
Bætt er við kartöflum og
grænmeti eftir árstima og efn-
um og ástæöum.
Timinn sem til umráða er,
matarvenjur og fjárhagur ráða
mestu um það, hvort borinn er á
borð einn réttur eða tveir. Frá
hollustusjónarmiði er ekki allt-
af kostur á að framreiöa tvo
rétti. Með forrétti eða ábæti,
sem gefur ekki annað en hita-
einingar, má eyðileggja matar-
lystina á aðalréttinum sem er
næringarefnarikari.
Tlmasparnaður er að þvi að
matbúa t.d. einhvern kjötrétt
fyrir marga daga. En berið ætið
fram nýsoðið grænmeti eða
nýtilbúið hrásalat.
Það sakar ekki, þótt
„grautardagur” sé einu sinni I
viku, ef fjölbreytt fæði er á
boðstólum hina dagana.
Aukamáltiðir eru hressandi
hlé á önn dagsins. En þær mega
ekki vera svo stórar, að þær
eyðileggi matarlystina á aðal-
máltiðunum. Góðar auka-
máltiðir bæði handa börnum og
fullorðnum eru t.d. ostabrauð,
nýir ávextir, hrásalat, ávaxta-
safi, súrmjólk, mjólk eða ein-
hverjir aörir mjólkurdrykkir.
Foröizt kökur, kex, sælgæti
o.þ.h. sem er mjög fitandi og
óhollt fyrir tennurnar.
Og til þess að grenna
sig....
Talsverða einbeitni þarf til að
losa sig við fáein aukakiló.
Matarást og skilningsleysi ann-
arra getur þvi miður gert við-
leitnina vonlausa. En auðveldur
og fljótvirkur megrunarkúr er
ekki til.
Eina úrræðið er að borða
minna, sérstaklega af orkurik-
um fæðutegundum, og samtimis
að hreyfa sig meira. Með þvi að
neyta minni fæðu en llkams-
starfsemin útheimtir, eyðum
við af fituforðanum. A þvi
byggjast allir nothæfir
megrunarkúrar, hvernig svo
sem þeir eru samsettir.
Bæk'ing Kvenfélaga-
sambandsins er hægt að fá
keyptan á skrifstofu K.í. að
Hallveigarstöðum og kostar
hann 125 krónur.