Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Miðvikudagur 15. janúar 1975 Crslitin i Grand Prix Argentinu 1. Emerson Fittipaldi (Braziliu) á McLaren, 1 klst. 39 min. 26.29 sek. 2. James Hunt (Bretl.) á Hesketh, 1:39.32.20. 3. Carlos Reutemann (Argent.) á Brabham 1:39.43.35. 4. Clay Regazzoni (Italiu) á Ferrari, 1:40.02,08. 5. Patrick Depailler (Frakkl.) á Tyrreil, 1:40.20,54. 6. Nikki Lauda (Austurr.) á Ferrari, 1:40.45,94. 7. Mark Donohue (USA) á Penske, 52 hringi. 8. Jackie Ick (Belgiu) á Lotus, 52 hringi. 9. Vittorio Brambilla (Italiu) á March, 52 hringi. 10. Graham Hill (Bretl.) á Lola, 52 hringi. 11. Jody Scheckter (S-Afriku) á Tyrrell, 52 hringi. 12. Tommy Price (Bretl.) á UOP Shadow, 51 hring. 13. Rolf Stommelen (V-Þýzkal.) á Lola, 51 hring. 14. Jochen Mass (V-Þýzkal.) á McLaren, 50 hringi. 15. Carlos Pace (Braziliu) á Brabham, 46 hringi. 16. Arturo Maerzario (italiu) á ISO Marlboro, 44hringi. 17. Mario Andretti (USA) á Parnelii, 27 hringi. 18. Mike Wilds (Bretl.) á B.R.M. 24 hringi. 19. Ronnie Peterson (Sviþjóö) á Lotus, 15 hringi. 20. Jacques Laffite (Frakkl.) á Williams, 15 hringi. 21. Wilson Fittipaldi (Braziliu) á Copersugar, 12 hringi. 22. John Watson (trlandi) á Surtees TS 15, 6 hringi. „Hárnólarbeygjan" réð úrslitum Braziliumaðurinn, Emerson Fittipaldi — heimsmeistari i kapp- akstri — byrjaði kapp- aksturskeppnina 1975 i Formula I glæsilega, þegar hann sigraði i Grand Prix-keppninni i Argentinu á nýársdag. Emerson Fittipaldi ók McLaren-kapp- akstursbifreið sex sek- úndum á undan Bret- anum James Hunt i mark. Þessi keppni var annars bezti árangur Hunts til þessa. Hann ók Hesketh-bifreiö, en varö fyrir þvi óhappi, þegar hann átti átján hringi ófarna, aö mistak- ast I „hárnálar beygju”. Snar- snerist bfllinn hjá honum og hann tapaði dýrmætum tima. Þriðji bill í mark var Brab- ham, en honum ók hetja Argen- tinumanna, Carlos Reutemann. Var honum tekið með gifurleg- um fögnuði, svo aö ókunnugir hefðu mátt ætla, að hann hefði unniö keppnina. Strax I upphafi keppninnar heltust keppendur úr lestinni. Frakkinn Jean-Perre Jarier, sem ók Shadow, haföi sett hraðamet i undanrásum. Hann hafði farið hringinn á 1 minútu 49 sekúndum og 21 sekúndu- broti. Fyrra met átti Clay Regazzoni frá Sviss, en það setti hann i fyrra. Fór hann þá hring- inn á 1 minútu 52 sek. og 10. — En bill Frakkans bilaði og hann gat ekki einu sinni byrjað keppnina. í keppninni sjálfri fór Hunt hringinn á stytztum tlma, skömmu áöur en hann missti forystuna til Fittibaldis. Fór hann þá hringinn á 1 mínútu 50 sek og 91. Alls óku keppendur 54 hringi en sex þeirra komust i mark. Reutemann byrjaöi strax mjög vel, en félaga hans frá Brabham, Carlos Pace frá Braziliu, vegnaði siður. Fór Pace fram úr Reutemann á 14. hring, en þá missti hann stjórn á bilnum og lenti út af. Hunt I slnum Hesketh-bíl náði forystu I 26. hring. Fittipaldi fór einnig fram úr Reutemann, og þegar Hunt átti i vandræðum á „hárnálinni” i 35. hring fór Fittipaldi einnig fram úr hon- um. Regazzoni frá Sviss átti jafn- an og stöðugan akstur og lenti i fjóröa sæti á Ferrari. Fast á hæla honum komu Frakkinn Patrick Depailler I Tyrrell og Niki Lauda frá Austurrlki I öðr- um Ferrari. Bandarlkjamaðurinn Mark Donohue, sem þarna ók slna fyrstu Formúlu I-keppni, náöi sjöunda sætinu I Penskebifreiö sinni. Eldri bróðir Fittipaldis, Wil- son Fittipaldi, ók nýjum bll þeirra bræðra, Copersugar, smiöuðum I Brazilíu. Það sprakk hjá honum, og Coper- sugarinn lenti úti I rimlagirð- ingunni. Kviknaði I bilnum, sem skemmdist það mikið að fram- an, að hann var úr keppni. Hins vegar slapp Wilson ómeiddur. — Þetta var strax i 13. hring. Pace sagði, að hann hefði ein- mitt lent I oliuleka úr Coper- sugarnum, þegar hann missti stjórn á sínum bil I 14. hring. Pace var þó ekki úr leik við svo búið. Smám saman náði hann sér aftur á strik og var I þann veginn aö ná Hunt, sem Fittipaldi var nýkominn fram úr, þegar vélin bilaði hjá Pace I 46. hring. Þar með hafði Regazzoni fjórða sætið fyrir sig. Regazzoni og félagi hans frá Ferrari, Lauda, höfðu haft sam- flot lengst af keppninnar, þar til Depailler á Tyrrell Ford fór fram úr Lauda og komst i fimmta sætið, þegar Pace datt úr. Donohue var heilum hring á eftir Fittipaldi, sem fór fram úr honum I seinna skiptið á 51. hring. Sigurvegarinn sagði eftir á, að þetta heföi verið „afbragðs- góö keppni”. 1 sama streng tók „gamli maðurinn” Graham Hill, sem hafnaði I tiunda sæti. Jackie Ickx, sem ók Lotus Ford, varð áttundi, þvi að hann fór fram úr Vittorio Frambilla frá ítallu, sem var I March, á slðasta hring. Jody Schekter frá Suður- Afriku, sem ók hinum Tyrrell- bllnum, missti úr heilan hring, þegar hann neyddist til að leita á náðir vélvirkjanna strax I öðr- um hring. Hann var I átjánda sæti, þegar viðgeröinni var lok- ið, en hreinsaði af sér hverja eftirlegukindina á eftir annari unz hann var kominn I 11. sæti áður en lauk. Sviinn Ronnie Peterson, I Lotus Ford, var I fimmta sæti framan af keppninni, en varð fyrir vélarbilun i 15. hring og var úr keppni þar meö. Heimsmeistarakeppnin er nú rétt hafin með þessari fyrstu Grand Prix-keppni ársins. Frá henni kemur Fittipaldi með 9 stig, Hunt fær 6 stig, Reutemann 4 stig, Regazzoni 3 stig, De- pailler 2 stig og Lauda I sjötta sæti fær 1 stig. Samanlögö stigatala kepp- anda við árslok ræður þvi hver verður heimsmeistari 1975. Emerson Fittipaldi Umsjón: GP Verst kkeddor Leikkonan Eiizabeth Taylor var núna á dögunum titluö „verst klædda kona alira tima,”en titilgjafinn vai Holly wood-tízkuteiknarinn Earl Blackwell. Hann kvaö áströlsku söng- konuna Helen Reddy vera verst klæddu konu ársins 1974. Blackwell hefur haldið lista yfir klæöaburð frægra kvenna undanfarin 15 ár. Sagði hann fréttamönnum á dögunum, að Liz Taylor hefði veriö mest áberandi á þessum listum allan þann tima. „Hlutföllin eru kolröng hjá henni. Hún flíkar of mörgum sentimetrum af fleski á móti of fáum sentimetrum af klæðaefni. — Hún hefði getað verið fegursta kona heims. Þaö er tilgangslaust að reyna að gera sig grennri með þvi aö herða að rennilásnum. Ef þú ert stór, þá ertu stór. Stórar konur geta vel tekiö sig yndislega út.” Listinn fyrir árið 1974 er sá fyrsti, þar sem ekki getur að lita nafn einhvers úr brezku konungsfjölskyldunni — drottningarfjölskyldunni vild- um viö sagt hafa. „Ég er bara orðinn leiður á þeim,” sagði Blackwell til skýringar. „Þau eru vonlaus. 011 fjöl- skyldan er vita vonlaus.” En aðrar voru komnar á listann I staöinn, eins og Eliza- beth Júgóslavluprinsessa sem ætlar að giftast Richard Burton. Eða Fanne Foxe, nektardansmærin, sem batt enda á áhrifaferil Wilbur Mills þingmanns I Bandarikjunum. Og svo llka Bella Abzug, sem á sæti I fulltrúadeild Banda- rikjaþings, Cher Bono sjón- varpssöngkona, sem gift var Bonnie, og fleiri má telja. SANNGIRNI í VIÐSKIPTUM Þjófapassari i verzlun einni i Chicago hékk framan á vélar- hlif bifreiðar, sem ekið var hálfan annan kiló- metra, þar til ekillinn gafst upp við að reyna að hrista hann af biln- um, Ekillinn var grunaður um að hafa stolið leðurjakka úr verzluninni. Gafst hann loks upp fyrir þrjózku hins og fleygði I hann leðurjakkanum. Kenneth Boyd, en svo hét hinn 22 ára gamli vöröur verzlunar- innar, lét sér það þóekkilynda. Heimtaði hann að þjófurinn æki honum til baka til verzlunar- innar. Ekillinn tók það þó ekki I mál, heldur ók i hasti á brott. Þó ekki fyrr en hann hafði látið Boyd hafa 2 dollara fyrir leigubil til baka! Fittipaldi tók forystu í kappakstri Formula I Ford McLaren kappakstursbill Fittipaldis, sem hann notaöi I Buenos Aires.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.