Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 15. janúar 1975 3 Verðmœtið var 23 milljónir i frétt Visis í gær um smygl- málið varð sú prentvilla, að heild- arverðmæti smyglsins var sagt 230 milljónir. Þarna slæddist inn 0 úr lausu lofti, eins og revndar mátti sjá af öðrum tölum fréttar- innar — verðmætið er „aðeins” 23 milljónir. Lögreglubíll ók ó Ijósastaur Lögreglubill lenti á ljósastaur I Breiðholtinu á föstudagskvöldið. BUIinn ók i beygju, þar sem flug- hált var. Hjólin á bilnum lentu I malbiksskorningum, þannig að bilstjórinn hélt ekki stjórn á biln- um. Lenti billinn á Ijósastaur við beygjuna. Tveir lögregluþjónar, sem I bilnum voru, hlutu minni- háttar meiðsli. —ÓH Sá ekki staurinn Atta unglingar stigu út úr biln- um, sem ók á ljósastaur á Snorra- braut um helgina. Fjórir ungling- anna slösuðust litilsháttar, og voru fluttir á siysadeild. Bilstjórinn sagðist ekki hafa séð ljósastaurinn fyrr en um sein- an. Hann var ekki undir áhrifum áfengis. —ÓH „Okkar beztu kveðjur og óskir um að allir beri sig karl- mannlega á árinu”. Þetta er kveðja frá Auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar i ár með almanaki fyrirtækisins. Þvi fylgir þessi skemmti- lega mynd af hinu mikla kvennaári, sem svo mjög er rættum manna (og kvenna) á meðal. Þjóðhótíðar- ór og svo kvennaór — hvað verður eiginlega nœst? Kafaði í höfnina eftir tanngarði félaga síns Það getur verið nógu bagalegt að missa góm- inn sinn — en þá er líka munur að eiga góða vini, sem raunverulega skilja vandamálið. Það veit einn skipverja á dýpk- unarskipinu Gretti af eig- in reynslu. Eitt laugardagskvöld i desember gerðist það, þar sem Grettir lá við bryggju i Grinda- vik, að einn skipverja varð fyrir þvi óláni að glata tanngarði sin- um út fyrir borðstokkinn og alla leið á mararbotn. Ekki mun þetta hafa gengið alveg þegj- andi fyrir sig , og skipsfélag- arnir tóku vandlega mið af bryggjunni þar sem þetta ólán gerðist, en sá tannlausi varð að snúa sér að fljótandi fæðu og mjúkri. Þriðjudaginn næstan á eftir var Grettir utar i höfninni og var að hifa grjót allan daginn. Kafarinn, Grimur Eysturoy Guttormsson, var stöðugt i kafi við að bregða böndum á grjót. Um kvöldið var farið að bryggj- unni aftur og lagzt á sama stað og skipið hafði áður verið. Þegar grjótið hafði verið hift frá borði, bað Grimur um gott ljós, þvi hann ætlaði niður aftur. Hann fékk ljósið og renndi sér fyrir borð, ofan i náttmyrkan sjóinn. Fara svo ekki sögur af honum i svo sem tuttugu minút- ur, eða fyrr en hann kemur aftur upp á yfirborðið — með tanngarð skipsfélaga sins i hendinni. Fagnaðarfundir urðu með tanngarðinum og eiganda hans, sem á að hafa sagt: „Nú verður konan min fegin.” Skipstjóri Grims sagði i við- tali við Visi, að hann væri sér- lega duglegur kafari og laginn. Hann væri stundum samfleytt frá hádegi til kvölds á sjávar- botni, og kæmi varla fyrir að steinn færi úr böndum hjá hon- um. ,,Við skiljum stundum ekki, hvernig hann fer að þvi að sjá til, bara við ljós, þegar sjór er gruggugur og mikið rót,” sagði skipstjórinn. En sagan um tanngarðinn sýnir, að hann sér býsna vel. SH VIÐBOTAR- RITLAUNIN KOMU RIT- SALTBAÐINU LOKIÐ Svo virðist nú sem menn geti loksins hreinsað salt og óhrein- indi af biium sinum án þess að strax verði komið i sama horfiö aftur. A veðurstofunni segja þeir að norðaustan áttin sé nú að mestu gengin yfir, og þykir mörgum timi til kominn. Snemma I morgun var þó enn snjókoma og nokkuð hvasst á nokkrum stöð- um á landinu. Hér I Reykjavik er spáð norðaustan kalda I dag og einnig á að létta til. Bjarnieifur tók þessa mynd á meðan verst gegndi á Skúlagötunni. —EA HOFUNDUM VEL Viðbótarritlaun sem mennta- málaráðuneytið úthlutar eftir umsóknum rithöfunda og nam við siðustu úthlutun 285 þúsund krón- um, gerir hlut bókahöfunda nokk- uð betri en ella væri. úthiutunar- féð er fengið með þeim hætti, að rikið gefur eftir hluta af sölu- skatti, sem inn kemur fyrir sölu siikra hugverka. Sé sett upp dæmi, þar sem bók kostar kr. 2000 út úr búð, mun al- gengt að höfundurinn fái i ritlaun 15% af brúttóveröi bókarinnar án söluskatts, eöa 252 krónur. Seljist 700 eintök af bókinni, fær höfund- urinn þá 176 þúsund krónur fyrir sölu bókarinnar, en viðbótarrit- launin að auki, svo heildarkaupið verður kr. 461 þúsund. Séu 1200 bækur seldar, hækkar ritlaunahluturinn upp i 302 þús- und, eða 587 þúsund samtals. Fyrir 1500 bækur seldar verða rit- launin 378 þúsund, eða 663 þús. samtals, fyrir 2000 eintök 504 þús- und eða 789 þúsund samtals, og fyrir 2500 eintök, sem mun heldur fágæt sala, verður hluturinn 630 þúsund, eða 915 þúsund samtals. Fyrir 700 bækur seldar fær höf- undurinn i þessu dæmi þá kr. 658,75 á selda bók, fyrir 1200 bæk- ur 489 krónur, fyrir 1500 bækur 442 krónur, fyrir 2000 bækur 394 krón- ur og 2500 bækur 366 krónur. Hefðu aðeins selzt 200 bækur, hefði hlutur höfundarins á bók orðiö 1677 krónur, en fyrir 100 bækur seldar kr. 3102 á hverja selda bók, sem kostaði kr. 2000 með söluskatti út úr búð. t þessu dæmi er reiknað með viðbótarritlaunum eins og þau voru fyrir verk, sem komu fram á árinu 1973, en vonandi hækka þau eins og annað i þessari verzlunar- grein um 40—50% fyrir árið 1974. —SH Borgaði 10 þúsund krónur í aðgangseyri 21 millión og 320 þús. betur höfðu f gær safnazt I snjóflóða- söfnunina. Greinilegt er, aö margir vilja láta eitthvaö af hendi rakna til þeirra, sem um sárt eiga að binda I Neskaup- stað. Féö rennur til aöstand- enda þeirra, er létust, og eins til að bæta einstaklingum upp eignatjón þeirra. Aö undanförnu hafa stærstu gefendurnir verið Ungmennafé- lagið Haukur i Leirár- og Mela- hreppi I Borgarfirði. Félagið hélt áramótadansleik og lét ágóðann 107 þúsund renna til Neskaupstaðar. Alþýðusam- bandið hefur gefið 200 þúsund. Kristján Ó, Skagfjörð og starfs- fólk hefur gefið 300 þúsund, Fiskiðjusamlag Húsavikur 100 þúsund, ibúar á Stöðvarfiröi 158 þúsund, Fáskrúðsfirðingar 281 jjúsund, Vopnfirðingar 117 þús- und, Eskfirðingar 312 þús. og Reyðfirðingar 275 þús. Eins hefur Akureyrardeild Rauða krossins gefið 114 þús- und og Skipasmiðastöð Daniels Þorsteinssonar 100 þúsund. Fyrir skömmu héldu nemend- ur Menntaskólans við Hamra- hliö vöku um þjóðtrú og þjóð- sögur. Aðgangseyrir var þar frjáls og rann hann allur til snjóflóðasöfnunarinnar. Margir greiddu þar góðan aðgangseyri i peningabaukinn, þó ráku menn upp stór augu, er einn gestanna snaraði sér inn og smeygði tveim brúnum ofan i baukinn. —JB

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 12. Tölublað (15.01.1975)
https://timarit.is/issue/238928

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. Tölublað (15.01.1975)

Aðgerðir: