Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 15. janúar 1975 REUTER AP/NTB í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: G.P. Sjólfstœði í nóvember A myndinni hér fyrir ofan sést forseti Portúgais Francisco Costa Gomes, ásamt ieiðtogum þriggja frelsishreyfinga I nýlendunni Angóla. — Þeir hafa setið á fundum að undanförnu, og hefur náðst samkomuiag um, að nýlendan skuli öðlast sjálfstæði 11. nóvember. Bardagar í Líbanon israelskt herlið gerði i nótt enn eina árásina á landamæraþorpið Kfar Shouba i Suður-Líbanon, en það hefur legið undir stórskotahrið ísraels- manna siðustu fjóra dagana. — Á laugardag og sunnudagskvöld gerðu israelskir her- flokkar innrásir i þorpið. I nótt kom til harðra bariiaga við skæruliöa Palestinuaraba og var barizt með öllum tiltækum nútimavopnum. Hálfri stundu eftir að bardag- inn fjaraði út, hófu Israelsmenn aftur stórskotahrið á þorpið og sömuleiðis þorpin Shabba og Ein Kinya. Allmörg hús voru eyðilögð i þessari árás I nótt. Geröu Israels- menn sér far um að sprengja I loft upp þau hús, sem þeir telja, að skæruliðar noti fyrir bækistöðvar. Halda ísraelsmenn þvi fram, að með þessum árásum hafi mjög dregið úr hryðjuverkaferðum skæruliða yfir til Israels. — Um 7000 skæruliðar eru sagöir vera á skrá IA1 Fatah I Libanon, en Isra- elsmenn telja, að einungis litill hluti þeirra sé virkur. Sá litli hluti er sagöur hafast við i „Fatah- landi”, eins og þessi suðurhluti Libanon er nefndur I daglegu tali. Vilja Israelsmenn láta þessa skæruliðaflokka hafa um æriö annaö að hugsa en hryðjuverka- ferðir inn i Israel. Russar hafna vildarkjörum Bondaríkja- manna Sovétríkin hafa hafn- að viðskiptasamningum við Bandaríkin, þar sem boðið var upp á mjög hagkvæm kjör, en til- gangurinn mun sá að sýna i eitt skipti fyrir öll, að Rússar láti ekki beita sig þvingunum. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra USA, greindi frá þvi I gær, að Rússar hefðu hafnað ivilnun- um i viðskiptum við Bandarikja- menn, en af hálfu USA hafði verið sett það skilyrði, að Gyðingar og aörir minnihlutahópar fengju ó- hindraö að flytjast frá Sovétrikj- unum. Þetta gæti leitt til þess að Sovétrikin beindu viðskiptum sin- um frekar til Vestur-Evrópu- landa. A hinn bóginn verður allt i ó- vissu með raunir þeirra 200 þús- und Gyðinga I Sovétrikjunum, sem sótt hafa um leyfi til þess að flytjast úr landi. Með þvi að afþakka viðskipta- kjörin hefur Kremlstjórnin um leið sparað sér greiðslu 700 milljóna dollara til lúkningar 11 þúsund milljón dollara skuldar vegna striðslána I sfðari heims- styrjöldinni. En þaö hafði lika verið skilyrði af hálfu Banda- rikjamanna. En vafalaust hefur það þó ekki vakað fyrst og fremst fyrir vald- höfunum i Kreml, þegar þeir höfnuðu viðskiptunum, heldur hittað sýna, að þeir létu ekki sinn hlut I erfiðum samningagjörðum. Henry Jackson, öldungadeild- arþingmaður, heldur þvi að minnsta kosti fram. Hann var einn helzti talsmaður þess á Bandarikjaþingi, aö Rússum yrðu ekki veittar ivilnanir i viðskipta- kjörum, nema þeir linuðu tökin á útflytjendum. Þegar Kissinger kom frá Moskvu meö þau tiðindi, að Rússar heföu fallizt á þetta, hélt Jackson þvi mjög á lofti, aö þar sannaðist að harkan borgaði sig. Vildi hann meina, að ná mætti slikum tilslökunum af hálfu Rússa á öðru sviði með þvi að sýna þeim ekki of mikla undan- látssemi. Kissinger heldur þvi fram, að Rússar hafi staðið frammi fyrir þvi vali, að þurfa aö sanna kenn- ingu Jackson — og með þvi kannski stuðla að þvi, að hann verði næsti forseti Bandarikj- anna, þvi að Jackson þykir likleg- asta frambjóðendaefni demó- krata — eða hafna viðskiptal jör- unum. — „Þeir gerðu upp við sig tap og gróða, og niðurstaðan er sú, sem við stöndum frammi fyrir i dag”, sagði Kissinger i gær. Byrjar ógnaröldin ó N-írlandi ó ný? Þau grið, sem sett voru á írlandi yfir jólin og siðan framlengd, héngu á bláþræði i morgun, meðan beðið var þess, hvort brezka stjórnin gengi eitthvað til móts við írska lýð- veldisherinn i staðinn. Búizt var við þvi, að látnir yrðu lausir einhverjir þeirra 538 pólitiskra fanga, sem aldrei hafa komið fyrir rétt, i staðinn fyrir að IRA hefur haldið að sér höndum að undanförnu og sprengjutilræði þeirra legið niðri. Brezka stjórnin hefur þó ekki staðfest þessar lausafréttir, sem legið hafa i loftinu undanfarna daga. Beið þvi fólk á Irlandi milli vonar og ótta I morgun eftir þvi, að I ljós kæmi, hvort hryöju- verkamenn IRA hæfu aftur sprengjutilræðin. ógnaröldin á N-trlandi hefur nú staðið i 5 ár og orðið 1300 manns að bana, bæði á trlandi og Bret- landi. A morgun rennur út það hlé, sem IRA gerði fyrir jólin á hryðjuverkum sinum, „nema brezka stjórnin sýni eitthvert já- kvætt framlag til þess að fá fram viðunandi lausn,” eins og forystu- menn samtakanna hafa oröað það. Það þykir reyndar alls óvist, að IRA geri sér það að góðu, að „nokkrir”, sem I fangelsum sitja ódæmdir, verði látnir lausir. Þeir hafa krafizt þess, að allir verði látnir lausir o£ að 14 þúsund manna herliö Breta á N-Irlandi verði á brott. — Þessum kröfum hefur brezka stjórnin algerlega visað á bug. En Merlyn Rees trlandsmála- ráðherra hefur sagt, að til greina komi að fækka smám saman i öryggisliðinu og draga smátt og smátt úr fangelsun manna, sem grunaðir eru um aðild að hinum ólöglegu samtökum Irska lýð- veldishersins. Ætla að ná olíugróð- anum aftur Helztu iðnaðarþjóðir eru nú á góðum vegi með að koma sér saman um leiðir til að ná ein- hverju til baka af oiiu- gróðanum frá oliuút- flytjendum. Fulltrúar um 20 iðnaðarrikja hafa setið aö undanförnu fundi i Washington, þar sem rabbað hefur verið um, hvernig helzt mætti beina fjárstreyminu aftur til baka frá olluútflytjendum til olluneyzlurikjanna. Tvær hugmyndir hafa orðið of- an á, og ætlunin er aö reyna aö samræma þær. önnur er að til- 'hlutan EBE en hin Bandaríkja- stjórnar, en báðar miða aö þvi að létta greiösluokinu af þeim, sem oliudýrtiðin hefur þjakað. I bigerð er að stofna oliukaupa- sjóð — eitthvað milli 6000 og 8000 milljóna dollara sjóð — en siðan fái hver og einn lánað úr honum aftur til þess að fleyta sér yfir verstu greiðsluerfiðleikana. Vaganian jafn Guðmundi Rússinn Vaganian vann i gær Mestel og fékk þannig samtals 10 vinninga i Hastings- skákmótinu. Er hann þvi jafn Guðmundi Sigurjónssyni i öðru sæti. Anderson og Beljavsky, sem báðir eru með 9 vinninga, tefldu innbyrðis I gær, en skák þeirra fór I bið. — Aö flestra mati var þó staðan I skákinni jafnteflis- leg. Með þvi að Anderson og Beljavsky skipti jafnt milli sin siðasta vinningnum, eru þeir Guömundur og Vaganian einir um annað sætið. Planinc, sem teflt hafði við Hort I fyrradag og tapað fyrir honum, fékk alls 9 vinninga. Miles fékk 8 1/2 eftir að hafa unnið siðustu skákina á móti Basman i aðeins 19 leikjum. i Hartston fékk 7 1/2, en hann í gerði jafntefli við Stean, Benkö / og Botterill höfðu 6 1/2 vinning. \ Tefldu þeir innbyrðis siðustu umferðina, en skák þeirra fór i bið. Stean hefur 6 1/2 vinning. Csom og Garcia hafa 6 vinn- inga, en Csom vann Diesen I sið- ustu umferðinni. Basman hefur 5 1/2 vinning, Diesen 4 og Mest- el 3 1/2. Indókína Bardögum er stöðugt haldið áfram i Indókina. Skæruliðar sýnast hafa verið fjölmennari, en stjórnarherinn hefur stuðzt við orustu- og sprengjuflug- vélar. A myndinni hér aö ofan sést F-5 orustuþota leggja upp I leiðangur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.