Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1975, Blaðsíða 8
Liklega hefur engin Islenzk handknattleikskona veriö eins góö I sinni iþrótt og Sigrún Guömundsdóttir I Val er um þessar mundir. Hún skorar varla undir 10 mörkum i leik og á jafnan þátt i flestum hinna. Þessi mynd er tekin i leiknum á milii Vals og Þórs i gærkveldi, en þar var hún drottn- ing eins og i fyrri leikjum Vals I vetur. Ljósmynd Bj.Bj. Þœr stóru í rauðum peysum unnu Irrtu rauðpeysumar! Polli með knöttinn og gefur á Lolla Síðan fyrir helgi hefur iþróttafólk úr þrem fé- lögum verið veðurteppt á Akureyri og i Reykja- vik. Er það 1. deildarlið Þórs i kvennahand- knattleik, sem er teppt í Reykjavík og 2. deildar- lið Breiðabliks og Hauka i körfuknattleik, sem eru teppt á Akureyri. Alls eru þetta um 40 manns. Piltarnir, sem eru fyrir norðan, hafa litið annað fyrir stafni en að hanga inni á hóteli, enda er veðrið slikt, að varla er hundi út sigandi, eins og Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrnukappi úr Val orðaði það, er við töluðum við hann i gær, en hann leikur með Haukum i 2. deildinni i körfuknattleik i vetur eins og i fyrra. Litið er það skemmtilegra hjá Þórsstúlkunum hér i Reykjavik. Þó notuðu þær timann I gærkvöldi til að leika við Val i 1. deildipni — en það var leikur, sem átti að fara fram fyrr I vetur, en féll niður, þar sem Þórsstúlkurnar komust ekki suður vegna veðurs. Eins og við var búizt lauk leikn- um með yfirburðasigri Vals 31:9, eða með 22 marka sigri. í fyrri hálfleik stóðu þær norðlenzku i Völsurunum, og voru ekki nema 5 mörkum undir i hálfleik — 10:5. Siðari hálfleikurinn fór aftur á móti 21:4 fyrir Val. Mikið var um misskilning á báða bóga i leiknum, þar sem bæöi liðin léku i rauðum peysum — Þórstúlkurnar höfðu ekkert annað til að fara i og Valsstúlk- urnar komu allar með sinn bún- ing. Rugluðust þær „veður- tepptu” enn meir á þessu en hin- ar og sendu boltann hvað eftir annað i hendurnar á Valsstúlkun- um — héldu, að þær væru i sama Tvísýnt í 3ju deild Staöan I 3. deildinni ensku var afar skemmtiieg og mikil keppni um hvaöa þrjú liö ná þeim árangri aö komast I 2. deild næsta keppnistimavil. Blackburn hefúr lengstum veriö I efsta sæti — og hefurnú þriggja stiga forustu, en siöan koma mörg liö i hnatt. i 4. deild hefur Mansfieid forustu og þaö góöa — og á Skotlandi er Rangers aö draga fram úr Celtic — en þessi tvö stóru Glasgowliö berjast aö venju um meistara- titilinn. liði og hinar — og þetta kostaði þær mark i nær öll skiptin. Benedikt Guðmundsson þjálf- ari Þórs sagði okkur, að ástandið hjá þeim væri allt annað en gott. Peningaleysi væri farið að segja til sin hjá stúlkunum, og þær hefðu engin önnur föt að fara i en þau, sem þær komu i, og væri það ekki til að bæta skapið. ,,En það var ágætt að fá þennan leik við Val, þvi það sparar okkur að þurfa að koma hingað aftur til að leika, enda er hótel- og fæðis- kostnaðurinn orðinn nógu mikill 3. deild Blackburn 25 14 6 5 38-25 34 Plymouth 25 13 5 7 44-35 31 Charlton 26 13 5 8 47-38 31 Swindon 26 13 5 8 47-38 31 Palace 26 12 7 7 38-35 31 Port Vale 26 11 8 7 40-32 30 Preston 26 13 4 9 41-33 30 Colchester 27 10 9 8 42-35 29 Peterborough25 11 6 8 24-30 28 Southend 26 10 7 9 32-27 27 Hereford 27 10 7 10 40-37 27 Watford 27 7 12 8 36-44 26 Bury 26 9 7 10 31-26 25 Wrexham 26 8 9 9 41-37 25 Walsall 25 8 8 9 35-31 24 Gillingham 25 9 6 10 37-34 24 Grimsby 26 9 5 12 36-46 23 Halifax 25 6 10 9 30-40 22 Aldershot 26 8 6 12 26-33 21 Bournemouths25 8 4 13 28-35 20 Brighton 25 7 6 12 26-38 20 Tranmere 24 7 5 12 33-30 19 Huddersfield 26 7 5 14 27-46 19 Chesterfield 25 7 4 14 34-43 18 hjá okkur vegna þessara tafa — sagði hann. ,,Ef við komumst ekki norður i dag, munum við leika við Fram i Laugardalshöll- inni ikvöld — á undan leikjunum i 1. deild karla. Það sparar okkur aðra ferð suður siðar I vetur. Við spilum varla fleiri leiki i þessari ferð, enda eru stúlkurnar orðnar þreyttar og leiðar búnar að leika 4 leiki á 5 dögum — og er það meira en nóg, þvi þær eru flestar ungar að árum og óvanar svona erfiði.” klp— - 4. deild Mansfield 26 19 5 2 55-21 43 Shrewsbury 27 16 6 5 49-26 38 Chester 27 13 6 8 36-21 32 Lincoln 23 12 6 5 45-23 30 Rotherham 24 11 8 5 40-22 30 Southport 27 10 10 7 36-33 30 Northampton 26 11 7 8 46-35 29 Bradford 28 12 5 11 31-25 29 Newport 24 13 3 8 38-35 29 Exeter 27 10 9 8 31-33 29 Reading 25 11 4 10 36-30 26 Hartlepool 23 11 4 8 35-30 26 Rochdale 26 9 8 9 33-41 26 Torquay 29 7 12 10 22-33 26 Barnsley 27 9 6 12 36-33 24 Cambridge 26 8 8 10 28-29 24 Brentford 26 9 6 11 27-28 24 Darlington 29 8 7 14 35-48 23 Stockport 26 8 5 13 30-46 21 Swansea 28 8 5 15 30-53 21 Crewe 28 7 7 14 16-31 21 Workington 27 6 6 15 19-40 18 Doncaster 27 5 7 15 29-48 17 Scunthorpe 26 3 10 13 23-42 16 QKing Foturet Syndicate. tnc., 1973. World rightt reaerved. — Um fjörutíu íþróttamenn og konur veðurteppt á Akureyri og í Reykjavík — Þórs- stúlkurnar notuðu tímann í gœrkvöldi til að leika við Val í 1. deild og töpuðu stórt Guðrún tví- btetti metið í kringlukasti Unga stúlkan úr Austur-Skafta- fellssýslu/ Guðrún Ingólfsdótir/ USÚ/ bætti verulega islandsmetið í kringlukasti á síðasta ári. Kastaði fyrst 36/40 metra á móti í Reykjavik i júlf — og bætti þann árangur um tæpa tvo metra á móti i Mánagerði 10. ágúst. Kastaði þá 38/22 metra. Guðrún er svo ung enn að bæði eru þetta stúlkna- og meyjamet. Hún var einnig með beztan árangur i kúlu- varpi á siðasta ári — en i spjótkastinu var Arndis Björnsdóttir, UMSK, enn með beztan árangur. Afrekaskráin I þessum greinum s.l. ár var þannig: Kúiuvarp m. Guðrún IngólfsdóttirUSÚ 12,06 Ása Halldórsdóttir Á 10,44 Sigurlina Hreiðarsd. UMSE 10,40 Sigriður Skúladóttir HSK 10,06 Halldóra Ingólfsdóttir USÚ 10,04 Gunnþórunn Geirsdóttir UMSK 9,85 Sveinbjörg Stefánsdóttir HSK 9,80 Sólveig Þráinsdóttir HSÞ 9,73 Anna Stefánsdóttir HSH 9,72 Björk Ingimundardóttir UMSB 9,66 Lára Sveinsdóttir A . 9,34 Guðrún Jónsdóttir KR 9,31 Sigriður Gestsdóttir USAH 9,27 Sigrún Benediktsdóttir USÚ 9,27 Sigrún Sveinsdóttir A 9,22 Ingunn Einarsdóttir IR 9,10 Erla óskarsdóttir UNÞ 9,08 Kringlukast. m. Guðrún IngólfsdóttirUSÚ 38,22 Ingibjörg Guðmundsdóttir HSH 33,94 Sólveig Þráinsdóttir HSÞ 29,94 Asta Guðmundsdóttir HSK 29,84 Dorothea Reimarsdóttir UMSE 28,12 Sigurlina Hreiðarsdóttir UMSE 26,96 Úrsúla Kristjánsdóttir HSH 26,96 Kristin Gisladóttir HSK 26,38 Halldóra Ingólfsdóttir USÚ 26,26 Hafdis Ingimarsdóttir UMSK 26,06 Sigriður Eiriksdóttir IR 25^96 Björk Eiriksdóttir IR 25,72 Maria Guðjónsdóttir HVl 25.70 Erla óskarsdóttir UNÞ 25,70 Laufey Skúladóttir HSÞ 25,64 Sigriður Gestsdóttir USAH 25,62 Sigriður Þorsteinsdóttir HSK 25,48 Þóra Guðmundsdóttir HSH 25,38 Spjótkast. m. Arndis Björnsdóttir UMSK 33,40 Maria Guðnadóttir HSH 31,70 Svanbjörg Pálsdóttir IR 31,64 Valgerður Guðmundsdóttir HVÍ 31,52 Gréta ólafsdóttir UNÞ 30,40 Sigrún Benediktsdóttir USÚ 30,14 Sólveig Þráinsdóttir HSÞ 30,06 Guðrún Jónsdóttir KR 29,98 Hafdis Ingimarsdóttir UMSK 29,28 Björk Eiriksdóttir IR 28,32 Ólöf ólafsdóttir A 28,30 Laufey Jónsdóttir HSH 26,86 Dorothea Reimarsdóttir UMSE 26,72 Hrafnhildur Karlsdóttir HSH 26,54 Svala Björnsdóttir HVl 25,74 Þórdis Rúnarsdóttir HSK 25,54 Anna L. Jónsdóttir UNÞ 25,12 Dóra Magnúsdóttir HSK 25,08 Anna Bjarnadóttir HVt 24,80 Guörún Ingóifsdóttir Ali í þann áttunda á listanum Muhammed Ali mun verja heimsmeistaratitil sinn I þunga- vigt I hnefaleikum hinn 24. marz næstkomandi, gegn Chuck Wepn- er, sem er i áttunda sæti áskor- enda hans samkvæmt skrá alþjóðahnefaleikasambandsins. Framkvæmdastjóri Ali — Her- bert Muhammad — skýrði frá þessu i New York seint í gær- kvöldi. Keppnin veröur I Cleveland, Ohio, á nýjum velli, Coliseum, sem opnaður var fyrir þremur mánuðum, og rúmar 20 þúsund manns í sæti við hnefaleikahring. Samkvæmt samningi Ali og Wepner fær Ali 1.5 milljónir dollara fyrir sinn snúð — en Wepner 100 þúsund dollara, en það er tiu sinnum meira en Wepner hefur áður hlotið fyrir keppni. Samkomulag um keppn- ina náðist endanlega eftir hóf, þar sem Ali hlaut Hickok-verð— launin sem „atvinnumaður ársins 1974”. Chuck Wepner, ljóshærður af þýzkum ættum, gerðist atvinnu- maður i hnefaleikum 1964. Hann hefur sigrað 30 sinnum, en tapað niu leikjum, þar af sex á rothögg- um. Meðal þeirra, sem „gengið Sunderland missti stig Þrir leikir i ensku deildunum voru háðir i gærkvöldi. Southampton og Sunderland iéku leik sinn, sem frestað var 17. september, og varð jafntefli 1-1 Sunderland er þvi fimm stigum á eftir Manch. Utd. í 2. deild. Bæöi lið hafa leikið 26 leiki og á iaugar- dag mætast þau I Sunderland. I 3ju deild sigraði Walsall Grimsby með 2-0 á heimavelli sinum. Sá leikur var færður fram frá 31. marz. t 4. deild vann Cambridge Barnsley 2-0 — frest- aður leikur frá 4. janúar. Þessir tveir leikir eru ekki komnir inn á tö-iuna hér i opnunni. — hsim. Tveir góðir í gærkveldi undirrituöu þeir Jó- hannes Atlason og Guömundur Jónsson samning viö knatt- spyrnudeild Fram, um aö þeir taki aö sér þjálfun meistaraflokks félagsins I sumar. Jón R. Ragnarsson gjaldkeri deildarinnar, sagöi I viötali viö VIsi I morgun, að þetta hefði lengi verið á döfinni, en ekki verið gengið frá þvi fyrr en I gærkvöldi. Þeir muni báöir veröa aöalþjálf- arar liösins og hvorugur ráöa meira en hlnn, enda samvinna þeirra jafnan veriö mjög góð. hafa frá honum” eru Evrópu- meistarinn Joe Bugner, Eng- landi, Sonny heitinn Liston, og George Foreman. Siðustu þrjú árin hefur Wepner ekki tapað leik — unnið átta. Þó hann sé skráður atvinnumaður I hnefaleikum vinnur hann fullan vinnudag, sem vinsölumaður. Wepner er 33ja ára — og á föstudag, 17. janúar, verður heimsmeistarinn Ali 33ja ára. I gærkvöldi reyndi Ali að verja þá ákvöröun að keppa við Wepner og sagði. „Hann er skráður sá áttundi bezti — og á skilið að fá tækifæri. Ef þú tapar — þá tapar þú. Hann er fjölskyldumaður. Hanner núna 33ja ára. Hann gæti fengið skurð. Hann gæti rotazt. En hvað um það? — Kjálki minn hefur verið brotinn. Það er leik- urinn. Ef ég verð eins og ég á að mér, er enginn möguleiki á sigri Wepners. En ég hef mitt vanda- mál — hef ekki æft nógu vel að undanförnu. Wepner gæti sigrað Norton”. Þetta sagði Ali — en Ken Norton er annar af tveimur, sem sigrað hefur Ali (hinn Joe Frazier) og kjálkabraut hann. Wepner var ekki i veizlunni i New York i gærkvöldi, en þegar hann heyrði tiðindin um keppn- ina, sagði hann. „Ég get sigrað Ali — hann er ekki eins snöggur og áður”. —hsim. Stúlkurnar, sem leika meö 1. deildarliði Þórs frá Akureyri, hafa veriö veöurtepptar hér I Reykjavik siöan um helgi. Þessi mynd var tekin af þeim og þjálf- urum þeirra i morgun á Hótel Esju, en þar hefur hópurinn búiö undanfarna daga. Vonuðust þær eftir aö komast heim I dag — ef ekki, ætluðu þær aö ieika viö Fram i 1. deiidinni I kvöld og aö komast heim á morgun. A Akur- eyri eru tvö lið veðurteppt, karla- lið Hauka og Breiðabliks i körfu- knattieik. Ljósmynd Bj.Bj. ^ Umrœðufundur um atvinnu- og óhugamennsku Iþróttakennarafélag Islands efnir til opins umræðufundar um á- hugamennsku og atvinnu- mennsku i iþróttum, fimmtudag- inn 16. janúar n.k. kl. 20,30 að Hótel Esju. Frummælendur verða Kolbeinn Pálsson og Torfi Tómasson. Ólympiunefnd tslands hefur verið boðið að tilnefna einn frummæl- anda til viðbótar. öllu iþróttafólki er heimilt að sækja fundinn og taka þátt i um- ræðum. Stjórn ÍKFt Muhammad Ali voru I gærkvöldi I New York afhent Hickok-verölaunin sem „atvinnumaöur ársins 1974” og myndin aö ofan var tekin viö þaö tækifæri. Ali var efstur á 49 atkvæðaseðlum og hlaut 249 stig I atkvæðagreiðslu iþróttablaöamanna viös vegar um Bandarikin. Hann sigraöi „lika þar meö yfirburð- um”. Þeir gömlu farnir að keppa aftur... Heimsmeistarinn fyrrverandi i hnefaleikum, Joe Louis, sem nú er 60 ára gamall, og gamli olympium eistarinn I sundi, Johnny „Tarzan” Weismuller, sem vantareinn i sjötugt, munu I febrúar halda i keppnisferð til Ástraliu og Nýja Sjálands. Þeir ætla ekki að mætast i hringnum eða lauginni, þótt ein- hverjir kunni að halda það, enda segjast þeir vera orðnir of gamlir til þess. Þess i stað ætla þeir að heyja keppni á þekktum golfvöll- um i þessum löndum og keppa þar við aðrar gamlar iþrótta- stjörnur. Báðir eru þeir mjög góðir golf- leikarar, og hafa leikið þá iþrótt i mörg ár. En það er algengt i Bandarikjunum og viða, að gaml- ir og góðir íþróttamenn, fari að leika golf, þegar þeir hætta að keppa i öðrum greinum, enda er golf þannig, að allir geta leikið það, og það ekki siður spennandi og skemmtileg Iþrótt en aðrar. Undanfarin ár hefur Joe Louis staðið fyrir mörgum sérkennileg- um golfmótum, sem hafa vakið mikla skemmtun og ánægju við- staddra. Hefur ágóðanum af þeim jafnan verið varið til góðgerðar- starfsemi viða um heim. Hann mun t.d. standa fyrir móti i Los Angeles þann 26. janúar n.k. og keppa þar auk hans og Weismull- ers, þau Bob Hope, Burt Reynolds, Dinah Shore, George C. Scott, ásamt fleiri leikurum, stjórnmálamönnum og öðrum þekktum persónum. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.