Vísir - 15.01.1975, Síða 16

Vísir - 15.01.1975, Síða 16
VISIR Miðvikudagur 15. janúar 1975 Ungmennin komin fram: „Fífla- skapur" - segir lögreglan um ferðir fólksins Ungmcnnin þrjú, sem sakn- að var á mánudag, komu fram rétt eftir klukkan 13sama dag. Þetta voru einn piltur og tvær stúlkur. Þau fundust á gangi rétt hjá Lækjarbotnum. Jeppinn, sem þau fóru á út úr bænum, hafði festst á afieggj- ara, sem liggur til hægri út af Suðurlandsveginum, nokkru fyrir ofan Lækjarbotna. Mjög óskynsamlega var staöið að þessu ferðalagi ung- mennanna. Pilturinn fór að heiman frá sér á jeppanum um fimmleyt- iö á sunnudag. Klukkutima siðar tók hann báðar stúlkurn- ar upp i bflinn, og ráögerðu þau að fara eitthvað til þess aö renna sér á snjóþotum, þrátt fyrir að þá var orðið dimmt og vont veður. Bilstjórinn þekkti illa veg- inn, sem hann ók út á fyrir ofan Lækjarbotna. Hann ók samt áfram I myrkrinu, þang- að til hann missti bflinn út af og festi hann. Þar sem stúlkurnar voru illa búnar og hávaðarok úti, treystu þær sér ekki út úr biln- um. Þau létu þvi fyrirberast þrjú saman i bilnum um nótt- ina. Það var ekki fyrr en komið var fram á hádegi, að þau hreyfðu sig af stað. Virðist sú hugsun hafa verið viðs fjarri, að aðstandendur væru farnir að óttast um þau. Frá þvi klukkan fimm um nóttina hafði faðir piitsins leit- að. Hann ók á bil sinum upp i Bláfjöll, Skiðaskála i Hvera- dölum og viða annars staðar, þar sem honum datt i hug að ungmennin hefðu farið. Um morguninn tóku tveir lögreglubilar og menn frá vegagerðinni þátt i leitinni. Þeir, sem tóku þátt I leitinni, segja, að þetta sé ljóslifandi dæmi um fiflaskap. Benda þeir á, að ungmennin fóru i vitlausu veðri, illa búin, ein- hvern veg, sem þau þekktu ekki. Og þrátt fyrir að piltur- inn væri vel búinn, þá fór hann ekki til þess að gera viðvart. — ÓIl Sprúttmálið mikla: Þegír sem steinn Yfirheyrslum yfir sexmenningunum, sem sitja inni vegna smygl- málsins, verður haldið áfram i dag. Fram- burði þeirra félaga ber i höfuðatriðum saman. Þó er nokkurt misræmi i þvi magni, sem þeir telja að smyglað hafi verið. Nú liggur fyrir hjá sakadómi, sem hefur mál þeirra til með- ferðar, að samræma framburð- inn og fara gegnum skipaáætl- anir og áhafnalista Eimskipafé- lagsskipa til að fá heildarmynd af smyglinu. Gerð hefur verið húsleit hjá þeim, er inni sitja. Fannst að- eins litið magn spira og annars smygls heima hjá þeim. Einn mannanna sex hefur þagað sem steinn um aðild sina að málinu, en af framburði hinna vitnanna kemur fram, að hann hafi haft með dreifingu smyglsins að gera. Sjálfur vill hann ekkert tjá sig þar um. — JB 4 örlitiö brot smyglvarningsins fannst við húsleit hjá þeim, er handteknir hafa verið vegna smyglmálsins. Tapparnir á plast- brúsunum eru óþéttir og við nokkra viðdvöi i sjónum kemst sjór hæglega I spirann. Smyglararnir hafa einfaidlega bundið Hnu í ó- trausta hankana á brúsunum, sem hæglega geta losnað af. Þannig slitna brúsarnir hver frá öðrum og rekur að landi. Ljósm. Bragi. Útivinna liggur niðri í Sigöldu (Jtivinna hcfur að kalla legið niðri við Sigöldu frá og með sunnudeginum siðasta, og var ekki komin i gang í morgun. Þó hafði lygnt mikið i nótt þar eystra að sögn lögreglunnar á staðnum. Ekki er þó mikill snjór i Sigöldu, heldur hefur verið þar afspyrnurok og skafrenningur, sem fyllt hefur lægðir og lagzt i skafla. Það útistarf, sem þarfór fram þessa daga, var eingöngu til þess að koma i veg fyrir skemmdir. „Sem betur fer stóðst allt þessa hrinu og ekkert kom fyrir”, sagði Egill Skúli Ingibergsson, staðarverkfræð- ingur Landsvirkjunar, i viðtali við VIsi i morgun. Lögreglan i Sigöldu hefur reynt að afstýra ferðalögum að og frá staðnum eftir föngum. Ekki er það vegna ófærðar, þvi leiðin er mjög greiðfær að öðru leyti en þvi, að viða eru hættu- legir vindstrengir, einkum i Þjórsárdal, og i veðrum eins og nú hafa gengið — vindhraðinn komst I 14 vindstig i gær — er mjög blint að aka. ,,Við reynum að koma i veg fyrir ferðalög hér eins og við getum”, sagði lög- — rokið komst í 14 vindstig þar í gœr reglan. „Við viljum helzt halda bflunum á vegunum”. Og hvernig taka svo Júgó- slavarnir þessum veðraham? „Þeir eru hissa á þessu sifellda roki”, sagði Egill Skúli. „Þeim finnst það þreytandi — og þetta gildir raunar um alla útlendinga hér. Júgóslavarnir eru vanir kulda úr fjallahéruðum heima, en rokið þekkja þeir ekki”-SH BERA OLÍU í BRÚSUM í HÚSIN — raflínurnar eins og girðingar upp úr snjónum „Hér eru komnar ægilegar dyngjur,” sagði Ólafur Friðriks- son, kaupfélagsstjóri á Þórshöfn, i samtali viö VIsi i morgun. „Raf- linurnar eru likt og girðingar upp úr snjónum, stórhættulegar, ekki sizt börnum. Annars er heldur skárra veður hérna núna, það er hægt að sjá milli húsa. Við höfum verið hér rafmagnslaus, sjónvarpslaus að kalla, siminn stopull og hús og mannvirki eru að verða oliulaus. 1 gærmorgun varð komizt I einn oliugeyminn hér á staðnum og ýta fengin til að flytja oliu frá honum að rafmagnsstöðinni hér, en aðrir voru að kjótla oliu á hús, sem voru aö verða oliulaus. Viö vorum i þvi þrir að bera oliu hingað i verzlunarhús kaupfélagsins og urðum að bera hana I 25 litra brúsum. í gær var lika fenginn mann- skapur til að moka snjó af þaki eins Ibúðarhússins, sem var að sligast, tvær eða þrjár sperrur höfðu brotnað undan snjóþungan- um. Snúið var frá þvi að sækja mjólk á snjóbil, enda er hættulegt að vera á ferð i þorpinu, ekki sizt vegna raflinanna. t heild liður okkur annars vel hérna, þótt skortur fari að verða á ýmsum vörum. Ég hef ekki fengið vörur með skipi siðan um miðjan desember, en smávegis I flugi. Þó held ég, að menn hér um slóöir og I nágrannabyggðum séu sæmi- lega birgir með matvæli, og á flestum bæjum eru vélsleöar, svo menn eru ekki alveg innilokaðir. Þegar slotar, verður fyrsta verkið okkar að moka upp oliu- geymana og koma oliu i húsin.” — SH FÁIR NOTUÐU „SÍMSTÖÐINA ## .41» Haraldur Sigurðsson lögregluþjónn — slmstöðvarstjóri I einn dag I Breiðholtinu. En sælan stóð ekki lengi, þvl aö Breiöhyltingar fengu simakerf ið I lag I nótt. Ljósm.Visis: Bj. Bj. Aldrei hafa ibúar I Breiðholti I þurft að tala jafnlitið i sima og i gær. Sérstök simstöð var sett upp fyrir þá, vegna þess að bilun varö I aðalsimstöðinni. Nýja „simstöð- in” var staösett við Breiðholts- kjör. Liklega hafa fáir árætt að taka kjaftatörn við kunningjana, þvi „simstööin” var talstöð I lög- reglubil. „Bfllinn er hérna til þess að Ibúarnir geti náð sambandi i neyðartilvikum”, sagði „sim- stöðvarstjórinn”, Haraldur Sigurðsson lögregluþjónn, þegar viö litum inn I gærdag. Hann sagöi, að aðeins einu sinni hefði þurft að kalla á hans vakt. Það var vegna drengs, sem datt og talið var að hefði fengið heila- hristing. Viðgerðarmenn simans unnu að viðgerð simakerfisins i gær og i nótt. í morgun gat hver ibúi hverfisins hringt eins og hann lysti hvert á land sem er — án þess að þurfa að gera það úr lög- reglubil — ÓH Seðlabankinn mun fagna hverjum „kvislingi" „Við myndum sennilega ramma hann inn og fá mynd af viðkomandi, ef einhver kæmi með „kvisling”, sagði Jón Friö- steinsson I Seðlabankanum. „Innköllun þeirra er gerð af „principástæðum”. Ég býst ekki við.aðhingaNkomi einn ein asti.” „Kvislingar” þessir eru einnar krónu seðlar frá þvi fyrir strið, sem nú eru innkallaðir ásamt mörgum myntstærðum. „Ég tel vist, að þeir hafi hlotið nafnið, vegna þess hve lélegt var i þeim. Þeir voru „skita- karakterar” eins og norski svik- arinn, sem þeir voru skirðir eft ir,” sagði Haraldur Sæmunds- son i Frimerkjamiðstöðinni. Þessir krónuseðlar eru nú verð- lagðir á 500—1200 krónur hjá myntsöfnurum, eftir þvi hve vel þeir eru farnir, að sögn Haralds. Myntstæröirnar, sem við- skiptaráðuneytið hefur, að til- jögu Seðlabankans, ákveðiö að innkalla eru einn, tveir, fimm, tiu, tuttugu og fimm og fimmtiu aura og tveggja krónu peningar. Frestur til að afhenda þessá mynt og einnar krónu seðlana til innlausnar er til 31. desember næstkomandi. Allir bankar og sparisjóðir eru skyldugir til að taka við peningunum til þess tima og láta i staðinn peninga, sem ekki á að innkalla. Pen- ingarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiðill i viðskipt- um manna til ársloka. —HH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.