Vísir - 27.01.1975, Síða 3

Vísir - 27.01.1975, Síða 3
Vísir. Mánudagur 27. janúar 1975. 3 Elding eyðilagði hátalara- kerfíð hjá Patton — um sama leyti kom upp eláur. Miklar þrumur og eldingar í Keflavík Miklar þrumur og eldingar voru i Keflavik i fyrrinótt, og var sumum ekki orðið um sel, þvilik voru læt- in. Eldingarnar ollu tjóni á Slökkvistöðinni á Keflavikurvelli. Þar var okkur tjáð, að eld- ingu hefði slegið niður i mastur á stöðinni, og varð til þess, að há- talarakerfi stöðvarinn- ar eyðilagðist. Búið var að koma fyrir nýju strax i gærmorgun, en eldingin olli miklum blossum og reyk. Um sama leyti og þétta skeði, var tilkynnt um eld i skemmu á Keflavikurvelli. Eldurinn kom upp i skemmu sölunefndar varnarliðseigna. Var jafnvel talið, að sama eld- ingin hefði valdið þessu og skemmdunum á hátalarakerf- inu, en ekki var það þó fullvist. í skemmunni var viðgerðar- verkstæði til húsa, en hún er nú að mestu ónýt. Bill var inni i skemmunni og tókst að bjarga honum út óskemmdum, nema hvað lakkið var ónýtt. Á lögreglustöðinni sló eldingu niður i talstöðvarmastur, en eyðilagði þó ekki neitt. „Liklega er'talstöðin bara miklu betri”, varð einum lögreglumanna að orði. ,,Þetta nægir til þess að hrista af þessu rykið”. Nokkrir ibúar i Keflavik töldu, að um jarðskjálfta hefði verið að ræða, svo miklar voru þrumurnar. — EA ' :'' ■ — NOG ATVINNA Á NORÐFIRÐI „Hér mun enginn vera á at- vinnuleysisskrá. Það er fremur, að við hjá bænum höfum verið að leita okkur að mönnum”, sagði Logi Kristjánsson bæjarstjóri i Neskaupstað i viðtali við Vísi. Þótt uppistaða atvinnufyrir- tækja bæjarins sé i rústum, hefur fólk að minnsta kosti enn, nóg að gera. „Stórir hópar vinna við hreins- un”, sagði bæjarstjóri. „Það er einkum olian. Margir vinna við hreinsun i bræðslunni og sækist seint. Snjór er hér geysilegur og tefur mikið fyrir. Sildarvinnslan hefur eigin flokk við hreinsun. Hér hefur ekkí verið mikið um aðkomufólk á vertið, nema eitt- hvað á bátunum. Sveitin hefur hjálpað til, þegar mest hefur verið að gera. Yngri menn þaðan hafa komið hingað”. — HH Jiéldu þjófunum þangað til lögreglan kom JAFNVEL HERJÓLFI SEINKAÐI Fjöl- „mennt" í árekstra- súpunni Fjórir bilar skullu saman i ein- um árekstri á laugardag. Bilarnir voru á ferð eftir Suðurlandsvegi, nokkuð austan við Geitháls. Mikil hálka var á veginum. Engin slys urðu á mönnum. Þá lentu þrir bilar i árekstri á Vesturlandsvegi við Grafarholt á laugardag. Orsökin þar var einn- ig mikil hálka. Farþegi i einum bilnum slasaðist litillega. — ÓH Eldur í húsi ú Akureyri Eldur kom upp i húsi á Akureyri I gærmorgun og olli talsverðu tjóni, en mestu i þeim hiuta hússins sem ekki er búið i. Húsið stendur við Strandgötu i , austanv.húsinu. Þar er ibúð, austanverðu húsinu. Þar er ibúð, en ekki hefur verið búið i henni síðan um jól. Á hæðinni fyrir ofan er heldur ekki búið, en fjölskylda býr á þriðju hæðinni. Þá búa tvær fjölskyldur i vestanverðu húsinu. Eitthvað af innanstokksmunum hafði verið skilið eftir i kjallaran- um og á fyrstu hæðinni, en ekki verðmætir. Talsvert skemmdist af reyk og vatni á þessum hæðum og reykurinn náði upp á þriðju hæöina, og út i vestanvert húsið, en ekki varð mikið um skemmdir þar að sögn lögreglunnar á Akur- eyri. Hús þetta er komið vel til ára sinna. Það er steinhús, en þiljað að innan með timbri. Ekki er vit- að um eldsupptök. — EA Tolsvert um árekstra í hálkunni Talsvert var um árekstra i borginni um helgina, enda ófærð og hálka. Að sögn lögreglunnar varð þó ekkert alvarlegt óhapp og engin slys á mönnum, svo vitað sé. Lögreglan i Kópavogi sagði, að nokkrir árekstrar hefðu orðið, en enginn þó teljandi alvarlegur. Mestur varð þó árekstur, sem átti sér stað á mótum Urðarbrautar og Borgarholtsbrautar. Enginn slasaðist I þeim árekstri, en talsverðar skemmdir urðu á bilunum, og varð að kalla á krana til þess að flytja annan bil- inn i burtu. í Kópavogi var fljúg- andi hálka. — EA Stólu sígarett- um og sœlgœti Brotizt var inn i verzlunina Foss í Bankastræti 2 og þaðan stolið talsveröu magni af siga- rettum og sælgæti. Innbrotið átti sér stað aöfara- nótt laugardags og uppgötvaðist á laugardagsmorgun, þegar komið var til starfa. Að sögn lögreglunnar er ekki vitað til fulls hversu miklu magni var stolið, en það virðist þó hafa verið töluvert. —EA Annar þjófurinn lét greiar sópa inni i skó- búðinni, meðan hinn stóð i dyrunum og gætti að mannaferðum. Þetta var um eittleytið að- faranótt sunnudagsins. Þjófarnir höfðu spark- að upp hurð skóbúðar við Snorrabraut og farið þar inn. Sá, sem stóð i dyrunum, vissi þá ekki fyrr til en tveir menn stukku að honum og héldu honum föstum, Þeir tóku einnig hinn þjófinn og héldu honum. Siðan kölluðu þeir á lögreglu. Mennirnir tveir, sem svo rösk- lega brugðust við, eru bræður og búa örstutt frá skóbúðinni. Þeir vöknuðu við skarkala i búðinni og fóru út til að aðgæta nánar, hvaðan hávaðinn kæmi. Þjófarnir tveir voru settir i fangageymslur og teknir til yfir- heyrslu i morgun. — ÓH „Ég man aldrei eftir þvi, að hætta hafi þurft vinnu viö Herjólf áður”, sagði Friðrik Óskarsson á afgreiðslu Herjólfs i Vestmannaeyjum, þegar við höfðum samband við hann, en ákafiega sjaldgæft er, að veður hafi eitthvað að segja fyrir ferð- ir skipsins. Mikið óveður geisaði i Eyjum á föstudag og laugardag, og varð það til þess, að leggja þurfti niður vinnu við uppskipun úr skipinu á föstudaginn. Réðst ekki orðið við neitt sökum veðurofsans. Þá átti skipið að leggja af stað til Þorlákshafnar á laugardags- kvöldið, en seinka varð förinni til klukkan fjögur um nóttina sökum veðursins, og er það sér- lega fátitt. Friðrik kvaðst muna eftir þvi, að það sama hefði komið fyrir i fyrravetur, en ekki lengi áður. —EA Kvennaróðstefna samþykkir: Tryggingarnar standi undir þriggia mónaða fœðingarfríi Þriggja mánaða fæð- ingarorlof hið minnsta var krafa ráðstefnu um kjör láglaunakvenna, sem haldin var i gær. Samþykkt var, að al- mennar tryggingar stæðu undir þessu að verulegu leyti, þvi að ella kynnu vinnuveit- endur að forðast að ráða til sin konur. Fæðingarorlof er yfirleitt 12 dagar og upp í þrjár vikur i samningum almennu verka- lýðsfélaganna. Móðurhlutverk kvenna á vinnumarkaðinum er ekki met- ið sem skyldi, þvert á móti eru þær látnar gjalda þess, segir i ályktun ráðstefnunnar. Konur eru metnar sem óstöðugur vinnukraftur og varavinnuafl. Ekki er sinnt uppbyggingu dag- vistunarstofnana. Oft er farið i kringum lög um sömu laun fyrir sömu vinnu. Skorað var á konur að nýta al- þjóðlega kvennaárið. Samþykkt var að hvetja konur til að leggja niður vinnu „dagstund” til að leggja áherzlu á kröfur um jöfn- uð. Börn skulu fá mat i skólum og sama námsskrá gilda fyrir pilta og stúlkur. Endurskoða verður það námsefni, þar sem skilið er milli pilta og stúlkna með þeim hætti, aðóeðlileg áherzla er lögð á kynhlutverkin. Þetta sam- þykkti röðstefnan og enníremur var krafizt, að fleiri konurfengju sæti I stjórnun verkalýðsfélaga og samninganefndum. Varaö var við bónuskerfinu, sem talið var valda ofþreytu og þrældómi. Að ráðstefnunni stóðu Sókn, ASB, Iðja, Starfsmannafélag rikisins og Rauðsokkahreyfing- in. Yfir 100 konur sóttu ráðstefn- una. — HH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.