Vísir - 28.01.1975, Page 6

Vísir - 28.01.1975, Page 6
6 Visir. Þriftjudagur 28. janúar 1975. VISIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjald 600 í lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánuöi innanlands. eintakiö. Blaöaprent hf. Leið til lífskjarabóta Talsmenn bændasamtakanna halda þvi fast fram, að niðurgreiðslur á verði landbúnaðaraf- urða séu ekki gerðar i þágu bænda, heldur tæki i baráttunni gegn verðbólgu. Ef þeir meina það, sem þeir segja, ætti af þeirra hálfu ekkert að vera þvi til fyrirstöðu, að niðurgreiðslurnar yrðu lagð- ar niður og hinir f jóru milljarðar notaðir á skyn- samlegri hátt. Neytendur kysu sjálfir að fá niðurgreiðslu- milljarðana beint i vasann til frjálsrar ráðstöfun- ar. Að sliku yrði engin smáræðis búbót eða um 20.000 krónur i peningum á hvert mannsbarn á ári. Fimm manna fjölskyldu mundi muna um minna en að fá 100.000 krónur á ári til baka frá skattakerfinu. Slikri breytingu fylgdi einnig sá kostur, að is- lenzkar landbúnaðarvörur yrðu seldar yfir búð- arborðið á réttu kostnaðarverði. Almenningur gerði sér þá grein fyrir hve mikið þessar vörur kosta i raun og veru og hve miklu er fórnað til að halda uppi framleiðslunni. Fyrir viku voru hér birtar tölur, sem sýndu, að bandariskur landbúnaður er fimm sinnt leiðnari en islenzkur og að danskur landbúnaður er tvisvar til þrisvar sinnum framleiðnari en is- lenzkur. Þessi munur er ekki óeðlilegur, þegar tekið er tillit til ákaflegra óhagstæðra skilyrða til landbúnaðar hér á landi. Ef smám saman væri unnt að beina fjármagni og vinnuafli frá landbúnaði til hagkvæmari at- vinnuvega, væri unnt að stórauka gjaldeyris- tekjur og hefja smám saman innflutning á til- tölulega ódýrum landbúnaðarafurðum, sem mundu lækka vöruverð i landinu. Samkvæmt skráningu danska landbúnaðar- áðsins er útflutningsverð á kiló, reiknað i heilum skrokkum, 214 islenskar krónur nautakjötið, 168 krónur svinakjötið og 96 krónur kjúklingarnir, allt miðað við fyrsta flokk. Hér kostar kilóið i heilum skrokkum hvorki meira né minna en 365 krónur i dilkakjötinu og 595 krónur i kjúklingum. Þótt bætt sé við dönsku verðin eðlilegum flutn- ingskostnaði og álagningu i heildsölu og smásölu, verður danska kjötið mun ódýrara en íslenzka kjötið. Samkvæmt sömu skráningu danska landbún- aðarráðsins er útflutningsverð á 45% osti 214 krónur islenzkar, meðan ostur kostar hér i smá- sölu 535 krónur óniðurgreiddur og 445 krónur nið- urgreiddur. Danska smjörið kostar 299 krónur, meðan islenzka smjörið kostar 840 krónur óniður- greitt og 463 krónur niðurgreitt. Og dönsku eggin kosta 101 krónur kilóið, meðan islenzku eggin kosta 470 krónur. Þvi má ljóst vera, að dönsku vörurnar mundu, að viðbættum innflutnings- kostnaði og álagningu, ekki aðeins spara niður- greiðslurnar, heldur lækka vöruverðið þar á ofan. Þessar tölur eru allar úr opinberum skýrslum danska landbúnaðarráðsins og islenzka fram- leiðsluráðsins. Þær sýna greinilega stöðu okkar i landbúnaðarmálum og eru þvi mikilvægar. Þær ættu að geta verið veganesti nýrrar stefnu i land- búnaðarmálum, er drægi smám saman úr verstu ókostum rikjandi kerfis og bætti lifskjör þjóðar- innar án vinnudeilna og verkfalla. —JK fr „Playboy ofsóttur? Fæstir hafa ráð á því að vera glaumgosar, jafnvel þótt hugur þeirra standi til þess, sem á kannski ekki við marga. En þeir geta þá látið sig dreyma. Éinmitt slikum loftköstulum reisti Hugh Hefner 200 milljón dala risafyrirtæki „Playboy” meö rekstri timarita, gistihúsa, skemmtistaöa, kvikmynda og plötuútgáfum. Þetta var heimur „hinna glæsi- legu”, draumaheimur sportbila og liöandi stundar, myndarlegra manna og glæsikvenna, sem gjarnan höföu ekki annaö til aö hylja nekt sina en falskar auga- brýr — ef þá einu sinni það. mildari afstöðu til fikniefnanot- kunar,” segir Hefner. Tveir af framkvæmdastjórum Playboyfyrirtækja hafa sagt upp störfum vegna skrifanna um fikniefnanotkun. Um þessar mundir er veriö aö rannsaka, hvað hæft sé i ásökun- um um, að eiturlyfja sé neytt i veizlum hjá Hefner, en hann á heimili bæði i Chicago og Los Angeles og hefur oft boö inni á báðum stöðunum. A blaöamannafundinum núna á dögunum var Hefner að þvi spurður, hvort hann teldi, aö gef- in yröi út ákæra á hendur honum fyrir brot á eiturlyfjalögunum. — „Ég bara veit það ekki. Til þess verða þeir aö búa til sakir á hend- ur mér,” svaraöi hann. K m Wm i || V- í 1 Ik ^ y É ' Ufh Barbi Benton, sem veriö hefur i tygjum viö Hefner lengur en nokkur önnur, eöa siöustu sex árin, sést hér á þessari mynd i „Pla- boy”-klúbbnum I London — aö afhenda verölaunin i Little- woods-getraununum, 598 þúsund sterlingspund. Nú hefur kaldur raunveruleik- inn sópaö burt draumaskýjunum i lifi Hefner. Einkaritari hans, Bobbie Arn- stein, fannst á dögunum látin, og kom I ljós, aö hún haföi tekiö of stóran skammt af lyfjum. Þaö hefur ekki veriö upplýst, hvort um var aö ræöa slysni eöa hvort einhver aðstoöaði hana eöa hvort hún fyrirfór sér. — Hug Hefner er þó ekki i neinum vafa. A blaðamannafundi i Chicago á dögunum fullyrti Hefner, aö yfir- völd hefðu lagt einkaritara hans i hundelti, þar til hún þoldi ekki lengur viö og fór sér að voöa. Hann álitur, aö þetta sé aöeins einn þátturinn i pólitiskum of- sóknum á hendur sér. Arnstein haföi skömmu fyrir dauöa sinn veriö dæmd skilorös- bundiö I 15 ára fangelsi fyrir aö eiga hlut aö ráöabruggi um dreif- ingu kókains. „Ég er þeirrar trúar, að heföi hún boriö falsvitni gegn mér, þá heföi veriö falliö frá ákærum á hendurhenni, „heldur hinn 48 ára gamli Playboy-kóngur blá- kalt fram. „Um nokkurra vikna skeiö hafa gengiö slúöursögur um, að boöið sé upp á kókain I samsætum i ibúöum minum. — Þetta er allt meö ráöum gert og til þess aö reyna aö grafa undan mér og „Playboy” vegna stefnu tima- ritsins gagnvart flkniefnum, en „Playboy” hefur ávallt mælt meö þvi, að hiö opinbera tæki upp Það er sannfæring Hefners, að hann veröi látinn gjalda þeirrar afstöðu, sem birtist i timaritinu „Playboy”, enda er sumt af þvi illa þokkað af yfirvöldum, eins og t.d. afstaðan I fikniefnamálum sem að ofan var getiö. Fyrirtæki Playboy hefur og lagt mikið af mörkum til samtaka þeirra, sem beita sér fyrir þvi að fá milduö lögin um notkun marijúana. 1 viötali, sem timarit hans sjálfs birti viö Hefner fyrir nær ári, sagöi Hefner: „Ég held, aö þaö sé skaölegt fyrir félagslega uppbyggingu þessa þjóöfélags aö gera þá að afbrotamönnum, sem hneigjast til marijúanareyk- inga.” Hann segir, aö meö þvi sé hann alls ekki aö leggja endilega til, aö fólk almennt taki upp á þvi aö reykja marijúana. Playboy samsteypan hefur stutt ýmis samtök og hreyfingar, sem stefna til aukins frjálslyndis, eins og til dæmis andstæöinga Vietnamsstriösins, þá, sem berj- ast fyrir endurbótum I stjórnmál- um kynlifsrannsóknum og kyn- lifsfræðslu. Aukið frjálslyndi i fóstureyðingum og endurbætur i fangelsismálum eru lika meðal þessara málaflokka. Hefner heldur þvi fram, aö timarit hans og fyrirtæki hafi frá upphafi reynt aö stuöla aö skyn- samlegri og frjálslegri afstöðu fólks til kynlifs og fleiri mála. En hann segir að blaðiö og tilgangur þess hafi verið misskilin herfilega Hefner telur yfirvöld ofsækja sig og hafa þvingað einkaritara hans til aö fyrirfara sér. Illlllllllll m mm UMSJÓN: G. P. og meira en hann bjóst við, þegar hann fór fyrst af stað. Verst fellur honum, að þvi er hann segir sjálf- ur, að blaöinu er kennt um að hafa reynt að gera konuna aö eins konar kyntákni. Sálfræðingur, sem eitt sinn at- hugaði Hefner, segir, að Hefner hafi allt sitt lif verið i andstööu við aga og stjórnvöld — i hvaöa mynd sem þau voru. — Einn af fyrrverandi ritstjórum „Playboy” skrifaði bók, sem hann titlaði „Hefner” og á að heita ævisaga glaumgosa heims- ins nr. eitt. Hann lýsir atvinnu- rekanda sinum fyrrverandi sem jarðbundnum, en tilfinninga- næmum millistéttarborgara, sem sé þó i leiðinni fjármálasnilling- ur. „Playboy” er honum eitt og alit. Fólk lendir hjá honum I ööru sæti,” sagöi Frank Brady rit- stjóri. Þegar Hefner liföi af þvi aö skrifa greinar I „Esquire” fékk hann hugmyndina að þvi aö gefa út „Playboy”. Til þess aö útvega sér stofnfé veösetti hann hús- gögnin, fékk lánað hjá vinum sin- um og seldi hlutabréf fyrir 10 þús- und dali. „Ég vissi, að annað fólk likt mér vildi fá aö lesa um góöan jass, kvikmyndir, bækur og fall- egar stúlkur,” sagði Hefner. „Ég vissi einnig, að fólk, sem les blaö- iö vill ekki, aö þaö setji niöur fyrir þaö.” Fyrsta tölublaö „Playboy”, sem að mestu var skrifað á eld- húsborði Hefners, kom út i desember 1953. Á forsiðu þess var mynd af Marilyn Monroe. Þaö seldist i 70 þúsund eintökum. Fyrir hálfu ári var útbreiösla „Playboy” sex milljónir tvö hundruö og fimmtiu þúsund ein- tök og var þá á niöurleiö vegna harðnandi samkeppni annarra blaöa, sem ganga lengra i kyn- lifslýsingum en „Playboy”, og eins vegna álitshnekkis, sem fyrirtæki Hefners hafa beðiö varðandi eiturlyfjamáliö. Hefur hann beðið mestan skaöa af þvi, aö ein af kaninustúlkun- um, sem timaritiö geröi frægar, þegar „Playboy "-klúbbarnir voru opnaöir, fannst látin og hafði hún oröiö eiturlyfjum aö bráö. Foreldrar hennar kröfðust rann- sóknar og héldu þvi fram, að henni heföu veriö gefin eiturlyf i samkvæmum hjá Hefner, sem þvertekur fyrir það, aö veitt sé kókain i veizlum hans. Hefner hefur beitt sér fyrir stofnun 19 Playboy-klúbba, þar sem þjónustustúlkurnar ganga um beina i gervi kanlnu. Ein slikra er fastavinkona Hefners, en hún hefur starfað sem söngkona I klúbbum hans. Hafa þau veriö stöðugir fylgi- nautar siöustu 6 árin. Hún er þó aöeins 24 ára. Playboy hefur birt myndir af henni nakinni, eins og svo mörgum öðrum. Þegar þau Hefner og Barbi Benton — en svo heitir stúlkan — áttu sitt fyrsta stefnumót, sagði hún honum (hann var þá 42 ára, en hún 18), að hún heföi aldrei til þessa lagt lag sitt við eldri en 25 ára. — „Ég ekki heldur,” svaraði Hefner.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.