Vísir - 03.02.1975, Page 1

Vísir - 03.02.1975, Page 1
65. árg. — Mánudagur 3. febrúar 1975 — 28. tbl. - Skemmdarverk í Keflavíkurkirkju ólóður unglingspiltur brauztinn í Keflavfkurkirkju aðfaranótt sunnudagsins og vann þar nokkur skemmdar- verk. Pilturinn hefur þegar viðurkennt verknaöinn fyrir sóknarpresti, og er málið að fullu upplýst. -JB. GUÐGEIR FRÁBÆR — lék stórstjörnur Rangers oft grátt — óvœnt jafntefli ____ Morton og Glasgow Rangers Iþróttir í opnu FÁRVIÐRIÐ ÞEYTTI TVEIM BÍLUM ÓT AF VEGINUM Jeppi eftirlitsmanns Vegagerðarinnar tókst á loft i morgun á nýja Siglufjarðarveginum fyrir ofan Gautland og hafnaði á hliðinni fyrir utan veg. Eftirlits- maðurinn komst þar út úr bilnum, en þá skipti engum togum, að rokið hreif jeppann aftur og slengdi honum ofan á manninn. Hann kvaðst þó ekki vera meiddur. A svipuðum slóðum var litill fólksbill einnig á ferð, og tóku ráðamenn hans það til fangs að aka honum upp i snjóskafl. En það dugði ekki, rokið tók hann lika, lyfti honum hátt upp og slengdi út fyrir veg. Slys urðu ekki á fólki. Mjólkurbilstjórinn lagði ekki i að fara leiðina heldur beið átekta, minnugur þess, að þarna fuku lika bilar I fyrra, og jafnvel veg- hefillinn fékk ekki hamizt við rok- inu. Birt hefur verið viðvörun um að fara ekki þessa leið, meðan veðrið helzt. „Hér er suðvestan rok. Meðan ég tala þetta, stendur mælirinn i 97 hnútum, en við horfðum á hann fara i 105 hnúta hvað eftir annað i morgun,” sagði vitavörðurinn i Sauðanesvita sem er næsta veðurathugunarstöð, i viðtali við VIsi. ,,Það sést hvergi i sjó fyrir roki, maður vonar bara að það slitni ekki neitt. Að visu er þetta sterkt hús, þolir sjálfsagt allt að þvi heimsendi, en gluggarnir gætu farið og kannski þakið. En veggirnir stæðu eftir. Maður átti — rokið komst í 105 hnúta á Sauðanesvita í morgun svo sem alit eins von á, að gluggarnir færu, þaö hefði ekki þurft annað en að eitthvað lenti á þeim. Annars hefur maður svo sem séð það svipað þessu hérna áður, þetta gerist alltaf af og til.” Samkvæmt töflu um vindhraða i minnisbók Fjölvíss eru 97 hnútar 15 vindstig, sem er 4. stig fár- viðris, en 105 hnútar eru 16 vind- stig, eða 5. stig fárviðris. SH „Þetta eru nokkur þúsund framtöl. Viö þorum ekki að gizka á hversu mörg þúsund,” sögðu þær Guðrún og Sigriður. Þegar búið er að raða skýrslunum i röð eftir nafnnúmerum er hægt aö byrja strax aö lesa úr þeim. Það verk gæti hafizt nú i vikunni. -Ljósm.: Bragi. „Drengskapar- yfirlýsingar" í tonnatali: „Fyrst er nú að statia skatt- skýrslunum upp. Siðan er að raða þeim I röð eftir nafnnúmerum. Þetta ermikiðverk. Ætli það end- ist okkur ekki i einn eða tvo daga til viðbótar.” Og þær Guðriður Júliusdóttir og Sigriður Lárus- dóttir kepptust við að vinna úr ÆRIÐ VERKEFNI FYRIR SKATTAMENN BEIÐ f MORGUN hrúgunni, sem lá á gólfinu fyrir framan þær. 1 öðrum skrifstofuherbergjum Skattstofunnar i Reykjavik voru allir jafn önnum kafnir i morgun. Skattskýrslur lágu I háum stöfl- um á skrifborðunum og enn voru fullir sekkir og kassar, sem átti eftir aö losa. Skýrslurnar, sem Skattstofan fær að þessu sinni eru i kringum 49 þúsund talsins. Langmestur fjöldi þeirra barst inn á siöustu klukkutimunum. Enn eru þær þó ekki allar komnar til skila. Þeir eru alltaf talsvert margir, sem vilja — og þurfa — að sitja lengur en aðrir yfir skýrslunni og hafa fengið skilafrest. Þeir, sem eru búnir aö skila anda sjálfsagt létt- ar. — Núerbaraað biöa eftir álagningarseðlinum.... —ÞJM Löndunarbannið kemur Þjóðverjum í koll: Nýr fiskur 30% dýrari í Bremerhaven — og lítið að hafa Fiskurinn er orðinn dýrari i Þýzkalandi. Löndunum fækkar. Verðiö á nýjum fiski hefur hækkað um 30 af hundraði á einu ári. Menn telja hættu á, að „við- skiptavinir flýi úr fiskbúðun- um” og Bremerhaven setji of- an. Þessar upplýsingar koma fram i þýzkum blöðum. Þetta er meðal annars verðið, sem Þjóöverjar greiða fyrir löndunarbannið á fisk islenzkra skipa. 1 einu blaði er vitnað i Reinhard Meiners, forstjóra fyrirtækis i sjávarútvegi i Bremerhaven. Hann telur mikla hættu á ferðum fyrir þýzka fisk- kaupmenn og stöðu Bremerhav- en i fiskiðnaðinum. Þróuninni verði að snúa við. Þýzk veiði- skip verði að geta v'eitt á sinum „heföbundnu miðum og um leið verði að fá islenzku skipin aftur inn i hafnirnar og endurnýja þýzka fiskiskipaflotann. Þar sem löndunum fækkar i Bremerhaven, verði stöðugt að flytja meiri fisk landleiðina yfir landamærin frá grannrikjum V- Þýzkalands, og þá veldur hár flutningskostnaður miklum erfiðleikum. — HH. Fann þýfi, — var stungið inn - bls. 2-3 Tók nœrri klukkutfma að ná sambandi við símstöð — íbúðarhúsið að Skiphyl á Mýrum brann í gœr „Ég hef ekki nema góða reynslu af þvi að ná sambandi við Arnarstapa þótt utan sima- tima sé,” sagði Lilja Jóhanns- dóttir, húsfreyja á Skiphyl i Hraunhreppi i Mýrum, en ibúöarhúsiö á Skiphyl eyðiiagð- ist I eidi i gærmorgun, án þess að tækist að gera viövart um það I sima, fyrr en rétt áður en simstöðin opnaði. Eldurinn kom upp klukkan rúmlega tiu I gærmorgun, baka til I kyndiklefa. 1 fyrstu var reynt að slökkva hann með vatni, en eldurinn komst fljót- lega um lúgu upp á loft, og fór þá bæði rafmagn og simasam- band af húsinu. Þegar raf- magnið var farið, var ekki leng- ur vatn að hafa, þvi dælur urðu þar með óvirkar. Aður en siminn fór úr sam- bandi tókst að háfa samband við tvo næstu bæi, og var reynt áfram þaöan að hafa samband við simstöðina, en jafnframt dreif fólk að til hjálpar. Um klukkan 11 náðist samband, og var slökkviliðið þaðan lagt af stað þremur til fjórum minútum siðar. Þá var bill utan úr Hraunhreppi nærri kominn til Borgarness með boð um brunann. Slökkviliðið I Borgarnesi á brunabil af Bedfordgerð, með góðum tækjum, en hægferðugan til langferða, og var hann um þrjú korter að komast að Skiphyl, um 30-40 km vega- lengd. Þegarhann var kominn á leiðarenda, gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, og verja nýbyggt fjós, sem stendur örskammt frá ibúöarhúsinu. Húsið, sem brann, var hlaðiö úr vikursteini, klætt utan fyrir fáum árum og innréttað að mestu úr timbri. Þakið féll á húsinu, en innréttingar standa að mestu á hæðinni, þar sem eldurinn komst strax upp. Það er þó mikið skemmt og vafa- samt, hvort borgar sig að endurbyggja það. Mikið náðist út af innanstokksmunum, en þeir eru flestir mikið skemmdir Bæði innbú og hús voru vá- tryggð. A Skiphyl búa Lilja Jóhanns- dóttir og Jón Guðmundsson ásamt börnum sinum tveim, en með þeim bjuggu einnig tvö móðursystkini Jóns. Lilja dvelur nú i Borgarnesi með börn sin, en annað heimilisfólk dvelur á bæjum næst Skiphyl. -SH.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.