Vísir - 03.02.1975, Síða 3

Vísir - 03.02.1975, Síða 3
Vísir. Mánudagur 3. febrúar 1975. 3 Deilt um íbúðarkaup í Múlakompi ó borgarráðsfundi: ÍBÚUNUM MISMUNAÐ? 15-20 þúsund stolið úr Herjólfi Stærsta innbrot hclgarinnar var framið i verzluninni Herjólfi við Skipholti. Þar hafa einhverjir óvandir komizt inn um glugga baka til og hirt milli 15 og 20 þús- und krónur i skiptimynt úr fjárhirzlum verzlunarinnar. Rannsóknarlögreglan rannsakar nú málið. Þá kom lögreglan einnig þar að um heigina, er spjald hafði verið brotið úr glugga húsgagnaverk- stæðisins Nývirkja við Siðumúla. Þegar málið var kannað, reyndist engu hafa verið stolið. — JB. ,,Með þessari bókun minni er ég að mælast til, að sömu reglur gildi fyrir þá, sem eins er ástatt um. Ég held, að það sé óstætt á þvl fyrir borgina að mismuna húseigendum, sem búa kannski hlið við hlið,” sagði Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi vegna bókunar, sem hann lét gera á fundi' borgarráðs 24. janúar. A þeim fundi var lagt fram bréf skrifstofustjóra borgar- verkfræðings vegna kaupa borgarinnar á Suðurlandsbraut 78. Kaupin voru samþykkt þótt verð hússins hefði hækkað um 800 þúsund krónur umfram matsverð. Samsvarar þetta gatnagerðargjaldi nýrrar lóðar. ,,Ég taldi að þessi afgreiðsla á máli húseigandans og eins sam- svarandi afgreiðsla borgarráðs á öðru samskonar máli i hverf- inu, sé i algjöru ósamræmi við þær reglur, sein gilt hafa. Ég vil að sama gangi yfir alla, sem hús hafa verið keypt af i Múla- hverfi. Það er verið að mismuna mönnum, að kaupa hús undir matsverði af einum, en á mats verði auk gatnagerðargjalds nýrrar lóðar af öðrum,” sagði Björgvin. Björgvin vill, að þeir aðrir, sem undanfarin ár hafa selt borginni hús sin i Múlahverfi eigi nú rétt á skaðabótum. Björgvin hyggst flytja tillögu þar að lútandi, er málið keinur fyrir borgarstjórn i næstu viku. ,,Ég er ekki á móti kaupverð- inu i sjálfu sér, heldur að mönn- um sé mismunað á þennan hátt,” sagði Björgvin. Bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins minnti á, að uin margra ára skeið hefði borgin unnið að þvi að gera samninga við húseigendur i Múlahverfi. Þarfir og óskir húseigenda hefðu verið mismunandi og þvi samningarnir einnig. Megin- sjónarmið borgarinriar hafi ver- ið, að húseigendunum hafi verið gert kleift að komast i annað húsnæði, ýmist i leiguhúsnæði borgarinnar, i ibúðir, sem borg- in hefur haft til sölu með lóðaút- hlutun eða á annan samsvar- andi hátt. ,,Um þessi hús hefur verið samið á mjög löngum tima. í hvert sinn hafa ibúar húsanna, sem þarna voru byggð i óleyfi, haft fullan rétt til sainninga við borgina. Tilfellin eru það mörg og fjölbreytt, að ekki væri hægt að setja nokkrar reglur um slika samninga”, sagði Markús Orn Antonsson, einn borgarráðsfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. „Óskir þeirra, sem samið hef- ur verið við hafa verið mjög misjafnar og uin þessi mál hef- ur verið samið i hverju tilfelli. Af skipulagsástæðum hefur ver- ið brýnna á einum stað en öðr- um að ná samningum um kaup á húsi og sumir hafa staðið fast- ar fyrir en aðrir og gert meiri kröfur”, sagði Markús. ,,Eg held það sé alrangt aö fara að bæta öllum þeim, sem selt hafa bænum hús sitt, upp þann mismun, sem er á þeim samningi og einhverjum öðrum. Allir, sem selt hafa borginni hús sitt, hafa staðið jafnt að vigi og haft fullan rétt til samninga við borgina. Þvi teljum við að ekki sé verið að mismuna fólki,” sagði Markús. — JB. — NÝIR MENN í TOPPNUM Lokið er nú tólf umferðum af fimmtán i landsliðskeppni bridgemanna, en þar hafa hinir gamalreyndu spilamenn, Hjalti Eliasson og Asmundur Pálsson, haft forystu allt frá upphafi og eru með 166 stig. Númer tvö eru Þórarinn Sigþórsson og Hörður Arnþórsson með 154 stig, en þeir og Jón Baldursson og Jakob R. Möller, sem eru i þriðja sæti með 148 stig, hafa komið á ovart með ágætis árangri i þessari hörðu keppni. Hallur Simonarson og Þórir Sigurðsson eru með 143 stig, Karl Sigurhjartarson og Guðmundur Pétursson með 131 stig. Stefán Guðjohnsen og Simon Simonarson með 126 stig. Arni Þorvaldsson og Sævar Magnús- son með 125 stig. Hörður Blöndal og Páll Bergsson með 121 stig. í unglingaflokki hafa Guðmundur Sveinsson og Þórir Sigursteinsson leitt keppnina allan timann og eru með 163 stig. En fast á hæla þeim eru Helgi Jóhannsson og Logi Þórðarson með 160 stig. Siðan koma aðrir nokkuð á eftir: Jón Alfreðsson — Valur Sigurðsson, 146 st. Sigurður Sverrisson — Guðjón Steinsson, 136 st. Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson, 134 st. Einar Guðjohnsen og Guðmundur Arnarson, 133 st Jón Gislason — Snjólfur ólafsson með 128 st. Her- mann Lárusson og Ólafur Lárus- son með 120 st. En Eirikur Jóns- son og Þórður Björgvinsson eru einnig með 120 st. Siðasti hluti keppninnar verður spilaður annað kvöld. GP Norskir þyrluflugmenn að starfi I Eþiópiu. Viða er útilokaö að komast til aö hjálpa fólkinu með öörum farkostum. 25 TONN AF FATNAÐI KOMIN TIL EÞÍÓPÍU enn ósend 8-10 tonn , 25 1/2 tonn af fatnaöi eru nú komin til Eþiópiumanna héöan frá lslandi og enn eru ósend 8-10 tonn, en liklega veröa þau send af staö fyrir næstu helgi, aö sögn Inga Karls Jóhannessonar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Mikil ánægja er rikjandi með þennan fatnað, og sagði Ingi Karl, að þeir, sem hér önnuðust mót- töku, hefðu verið einstaklega ánægðir meö útlit og ástand þess fatnaðar, sem barst. Algjör undantekning var, ef einhverju þurfti að fleygja. En það lá sannarlega mikil vinna að baki þessu, þvi hand- fjatla þurfti hverja flik, áður en hún var send, og var það ailt Harður árekstur tveggja bila úti viö Lögmannshliö viö Akur- eyri leiddi til þess aö flytja varö ökumann annars bilsins á sjúkra- hús. Hann haföi hlotið höfuö- áverka. Slysiö varö rétt fyrir hádegi á unnið I sjálfboðavinnu. Séra Bernharður Guðmunds- son annast þessi mál I Eþiópiu fyrir Islands hönd en nú stendur tilað dreifa fatnaðinum I Eritreu. laugardag á milli bæjanna Einarsstaða og Silastaöa. Þar lenti fólksbill frá Akureyri fram- an á oliubil, skemmdist fólksbill- inn nokkuð mikiöog varö aö flytja ökumann hans á sjúkrahús, eins og fyrr greinir. — JB. -EA. Harður árekstur við Lögmannshlíð Ráðagerðir í Bessastaðahreppi: w r IBUÐAR-OG IÐNAÐARHVERFI í LANDI BREIÐABÓLSTAÐA „Hérna eru sæmileg svæöi til útivistar. Viö skiljum þarfir byggöarlaganna I kringum okkur fyrir slikt svæöi, og viö viljum ekki kippa öllu undan,” sagöi oddviti Bessastaðahrepps, Einar Ólafsson, um útspil Náttúruverndarráðs um friöun stórs hluta Alftaness. „Við hér i hrepp höfum ætlað okkur að reisa ibúðar- og iðnaðarhverfi í landi Breiða- bólstaða,” sagði Einar. „Þessar áætlanir eru allar á frumstigi. Við eigum fulltrúa i sam vinnunefnd sveitar- félaganna hér um slóöir, og hún hefur átt fundi við Náttúru- verndarráð. Ráðiö hefur komið með róttækar kröfur um friðun. Það vill friðlýsa fjörurnar, og tel ég, að ekki hafi komið sér- stök andmæli við þvi. Við getum einnig sætt okkur við friðlýsingu til dæmis þar sem eru varplönd og önnur slik svæöi.” Um aðrar friöunartillögur var Einar efins. Hvaöa iðnaður á aö risa? „Til dæmis verkstæði og annar iönaður fyrir byggöar- lagið”. „Hér er land að kalla I einka- eign, en rikið á Bessastaði og hreppurinn þarf á miklu landi að halda I framtiðinni.” Hvað gerist siðan? „Með vorinu munu verða viöræður hreppsnefndar við Náttúruverndarráö. ’ ’ Einar kvaðst búast við, að skipulagsmálin mundu verða lengi i deiglunni. -HH. FLUTT AÐ LAUGAVEGI 15 LITIÐ INN 03 SKOÐIÐ OKKAR MIKLA OG VANDAÐA VÖRUÚRVAL. VÖRUR FYRIR ALLA~ VERÐ FYRIR ALLA TEKE^

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.