Vísir - 06.02.1975, Page 6

Vísir - 06.02.1975, Page 6
6 Vlsir. Fimmtudagur 6. febrúar 1975. vísrn íltgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórndrfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasöiu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Forsendur og lausnir Barátta Þjóðviljans fyrir innflutningshöftum, sem mundu slita viðskiptasamningum okkar við efnahagssamtök nágrannarikjanna, mun ekki bera árangur, enda leynast austrænir hagsmunir að baki. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra hefur lýst þvi yfir, að framhald viðskiptafrelsis verði forsenda aðgerða þeirra, sem væntanlegar eru til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl eftir áföllin i viðskiptakjörum þjóðarinnar á undan- förnum mánuðum. Þjóðviljinn kennir vöruinnflytjendum um gjaldeyrisskortinn. En þeir flytja að sjálfsögðu aðeins inn þær vörur, sem þeir telja sig geta selt. Vandamálið felst i gervivelmegun þeirri, sem hefur rikt hér i tæpt ár, síðan siðustu skripa-kjarasamningar voru gerðir. Þetta óeðli- lega ástand hefur gert okkur kleift að kaupa er- lendar vörur, án þess að þjóðarbúið hafi efni á þvi. Lifskjörin hafa verið að versna aftur að undan- förnu og eiga eftir að versna enn, áður en bau byrja að batna á nýjan leik. Forsætisráðherra hefur þó sett upp það markmið, að lifskjörin fari ekki niður fyrir það, sem þau voru árið 1972. Sér- fræðingar vona, að það nægi til að draga svo úr innlendri eftirspurn, að þjóðarbúið rétti við og á komist greiðslujafnvægi gagnvart útlöndum. Forustumenn launþegasamtaka vita af reynslu, að þeir geta kúgað atvinnurekendur til að samþykkja launahækkanir. En þeir vita lika af reynslunni, að lögmál efnahagslifsins taka jafnan i taumana og eyða þeirri aukningu kaup- máttar, sem er umfram getu þjóðarbúsins. ófrið- ur i kjaramálum hefur ekkert hagnýtt gildi, held- ur tefur aðeins fyrir þvi, að þjóðarbúið komist yfir erfiðleikana og lifskjörin geti byrjað að batna á nýjan leik. Björgunaraðgerðir rikisstjórnarinnar eru i undirbúningi. Miklu máli skiptir, að i þeim að- gerðum verði ekki litið á einangraðan hátt á ein- stök vandamál, heldur á heildarsamhengið. Upp- bætur eða styrkir til sjávarútvegsins virðast óhugsandi, bæði vegna hagsmuna iðnaðarins, einkum útflutningsiðnaðarins, og einnig vegna þess að ekki má gera sjávarútveginn að ómaga. Að einhverju leyti getur verðjöfnunarsjóður- inn bætt úr skák, einkum ef lánað væri milli deilda hans, að fenginni rikisábyrgð fyrir endur- greiðslum. Þessi sjóður er orðinn einn af horn- steinum efnahagskerfisins og á enn eftir að sanna gildi sitt. ______ Hins vegar virðist ekki ljóst, hvernig komizt verði hjá gengislækkun, þótt talsmenn útgerðar- innar efist um gagnsemi hennar að þessu sinni. Versnandi viðskiptakjör þjóðarinnar gagnvart útlöndum á síðustu mánuðum hafa skekkt gengið verulega. Og reynslan segir okkur, að dýrkeypt er að búa of lengi við ranglega skráð gengi og þurfa siðan að taka kollsteypur i gengislækkun- um. Útgerðin hefur sett rikisstjórninni vikufrest til að ákveða ráðstafanir. En ummæli forsætisráð- herra benda til þess, að hann láti ekki stilla rikis- stjórninni upp við vegg. Hann vill, að fiskverðið verði fyrst ákveðið, svo að unnt sé að sjá, hve um- fangsmikil vandamálin eru á hverju sviði. Strax og fiskverðið er komið getur rikisstjórnin hafið björgunaraðgerðirnar i áföngum. JK Henni er spáð að verða fyrst kvenna í for- sœtisráðherra- stól Bretlands í ytra útliti og fasi öllu minnir hún á dæmigerða hefðarkonu aðalsins i London. Máifarið ber vott um góða menntun, og yfirvegun og ákveðni i framkomu vitnar um, að sú kona er þvi vönust, að hennar vilji sé gerður. Þetta hefur Margaret Thatcher lika óspart fengið að heyra hjá stjórnmálaandstæðingum sínum. Þegar hún t.d. nýlega gllmdi við orðhákinn, Denis Healy, fjár- málaráðherra Verkamanna- flokksins, I orðasennu i málstof- unni, kallaði hann hana forrétt- indadís. — Hún svaraði um hæl, að hann væri einfaldlega bara ó- merkilegur. í slikum orðaskylmingum, sem daglega eiga sér stað I neðri mál- stofu brezka þingsins, hefur frú Thatcher hvergi látið sinn hlut, enda er hún meðal þeirra tals- manna Ihaldsflokksins, sem þar taka oftast til máls. Hefur hún reynzt enginn eftirbátur þeirra, sem skæðastir þykja i frammi- gripum til leiðréttingar ræðu- mönnum, sem oft eiga sér staö I fundartima neðri málsstofunnar. En allar aödróttanir um snobb og höfðingjafas lætur Margaret sem vind um eyrun þjóta. Hún er ekki af aöalsættum komin. Er hún dóttir nýlenduvörukaupmanns og stolt af foreldrum sinum. Vinir hennar vita lika fullvel, að hefð- arsniðið, sem aðrir finna I fari hennar, kom á hana I þeim dýru skólum, þar sem hún hlaut slna uppfræðslu. Þvi hefur verið spáð Margaret Thatcher, að fyrir henni ætti eftir að liggja að veröa fyrsta konan, sem gegndi embætti forsætisráð- herra Bretlands. Þessa dagana sýnist mönnum miklar horfur á þvi, að fyrri hluti þess spádóms sé að rætast. Úrslit atkvæða- greiöslunnar i þingflokki ihalds- manna á þriðjudaginn gefa sterk- lega til kynna, aö hún sé likleg- asta formannsefni flokksins, sem yrði stórt skref i átt til forsætis- ráðherrastólsins, ef flokkur hennar kæmist i stjórnaðstöðu. Þetta verður þó ekki fullreynt fyrr en I annarri atkvæðagreiðslu þingflokksins, sem fram á aö fara næsta þriðjudag. Margaret Thatcher er ekki einn þessara stjórnmálaskörunga álf- unnar, sem eru jafnkunnir utan landsteinanna og meðal kjósenda sinna heima fyrir. Athyglin beindist þó að henni, þegar hún var gerð að menntamálaráðherra I stjórn íhaldsflokksins 1970. Utan heimalands hennar hafa menn litil fylgzt með högum hennar. Stafar það að nokkru leyti af þvi, að hún er ekkert tiltakanlega mannblendin og hefur ekki látið mikið berast á, þrátt fyrir frama hennar i stjórnmálum. — Henni hefur lfka verið legið á hálsi fyrir einmitt þetta. Enda hefur Marga- ret Thatcher búið sig undir for- mannskjörið að þessu sinni með þvi að opna heimili sitt fyrir fréttamönnum til að kynna betur sjálfa sig og fjölskyldu sina út á við. Margaret Hilda Thatcher fædd- ist árið 1925. Faðir hennar hætti um þær mundir kaupmennsk- unni. Hann var áhugamaður um stjórnmál og virtur borgari. Var hann sýslunefndarfulltrúi, siðar oddviti og loks bæjarstjóri i Grantham. Skyldunámi sínu lauk Margaret i framhaldsskóla stúlkna I Grantham, og með framúrskarandi árangri á loka- prófum vann hún sér skólastyrk og innritun I menntaskóla I Ox- ford. Hún hélt áfram námi i efna- fræði I Oxfordháskóla, og hafði öölazt þar meistaragráöu I þeirri fræðigrein, áður en hún fór það- an. Þegar þarna var komið, virtist helzt fyrir henni eiga að liggja að stunda rannsóknarstörf á sviöi efnafræði. Næstu fjögur árin starfaði hún einmitt að sllku hjá iönfyrirtæki einu. Ekki var þó fræðimannaáhuga hennar svalað með þvl einu saman. Samtimis efnafræðirannsóknunum las Margaret lög i frlstundum sinum. Hún fékk málafærsluréttindi hæstaréttarlögmanna áriö 1954 og starfaði siðan sem hæstaréttar- lögmaður með skattalögin að sér- grein. Frá föður sinum erfði hún á- huga á stjórnmálum og meðan hún var við nám i Oxfordháskóla var hún forseti thaldsflokks stú- denta. Meðan hún var enn ungfrú Margaret Roberts bauð hún sig fram tvivegis til þingkosninga fyrir íhaldsflokkinn, 1950 og 1951, en náði ekki kjöri. En eftir að hún giftist Denis Thatcher, fyrrum höfuðsmanni I stórskotaliðinu, árið 1951 og stofnaði heimili öðlaðist hún meira brautargengi I stjórnmál- unum. Náði hún þingsæti i neðri málstofunni 1959 og hefur átt þar sæti síðan. — Maður hennar, sem þjónaði föðurlandi sinu I siðari heimsstyrjöldinni, er nú for- stjóri o1iufyrirtækisins „Burmah-Castrol” og fleiri fyrir- tækja. Eiga þau eina tvibura, son og dóttur. Á fyrsta þingi sínu fékk hún samþykkt frumvarp, sem varð að lögum 1960. Fjallaði það um að fjölmiðlum og almenningi væri frjálst að fylgjast með fundum opinberra nefnda á borð við sveit- arstjórnir, menntamá.lanefndir eða sjúkrahússtjórnir héraðs- sjúkrahúsa, svo að eitthvað sé nefnt. Fram til þess tima hafði fjölmiðlum verið veittur frjáls aðgangur að þeim, en ekki öllum almenningi. Fyrsta trúnaðarstarfið i rikis- stjórn landsins var henni falið strax 1961. Varð hún þá aðstoðar- ráðherra tryggingamála og gegndi þvi starfi til stjórnarskipt- anna. Meðan Ihaldsflokkurinn hefur verið I stjórnarandstöðu hefur hún verið meðal helztu tals- manna hans i neðri málstofunni og átti vist sæti I „skuggaráðu- neytinu”, eins og Bretar kalla þann hóp þingmanna stjórnar- andstöðunnar, sem hafðir eru mest i frammi i málaflokkum, sem stjórnin sjálf skiptir á milli ráðherra sinna. Meðan frú Thatcher var menntamálaráðherra á árunum 1970 til 1974 beitti hún sér mest fyrir endurskipulagningu grunn- skólakerfisins, sem byggðist á lögum frá 1903. Á þessum árum ferðaðist hún til fjölda landa og kynntist þar mennta- og skóla- málum þeirra. Þessi fjölfróða kona hefur þó i umræðum neðri málstofunnar siðustu mánuði vakið mesta at- hygli á sér fyrir skarpskyggni og greinargóðar tillögur á sviði efnahagsmála. Telja stuðnings- menn hennar, að það geti einmitt riðið baggamuninn i úrslitaat- kvæðagreiðslu þingflokksins i næstu viku, þegar velja skai milli hennar og Williams Whitelaws til formennsku. Slðustu mánuðirnir hafa verið drungalegir þingmönnum Ihalds- flokksins, sem tvivegis á siðasta ári töpuðu kosningum i landinu. Var orð á þvi haft, þegar henni fyrstri þingliða Ihaldsflokksins tókst á dögunum að lokka fram hlátrarsköll flokksbræðra sinna og húrrahróp eftir skarpa orða- sennu við Denis Healey. Fram til þess hafði drungi og beiskja kosn- ingaósigranna grúft sig yfir þing- bekki ihaldsmanna. Þegar stund atkvæðagreiðsl- unnar til formannskjörsins rann upp i fyrradag, naut Thatcher tvi- mælalaust þess að flokksbræöur hennar eru leiðir orðnir á ósigr- um þeim sem flokkurinn hefur mátt biða undir forystu Heaths. Allt frá siðustu kosningum hafa verið uppi raddir um að skipta þyrfti um forystumenn. Enginn hafði þó spáð Margaret meiri árangri en öðru sæti i fyrstu atkvæðagreiðslu. Töldu flestir, að Ihaldsmenn mundu naumast fá sig til þess að kjósa konu til að veita þeim forystu. Hinir voru þó einnig til, sem héldu, að hún mundi hljóta ófá atkvæði af vor- kunnsemi þeirra, sem óaði, að hún væri sniðgengin vegna þess að hún væri af veikara kyninu. öllum kom þó jafnmikið á ó- vart, hve mikils fylgis hún naut I fyrstu atkvæðagreiðslunni, þegar hana vantaði aðeins niu atkvæði upp á að hreppa formannssætið strax i fyrstu atrennu. Eftir er þó að koma I ljós, hvort þar réöi óánægja þingliða með forystu Edward Heaths, sem var aðalmótframbjóðandi hennar eða hvort þeir bera þvílikt traust til frú Margaret Thatchers sjálfrar. Úr þvi fæst þó skoriö næsta þriðjudag. Umsjóii: Guðmundur Pétursson

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.