Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    2324252627281
    2345678

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir Þri&judagur 11. febrúar 1975 visutm Þiggja þingmennirnir okkar of mikil laun? Jón Hilmarsson, nemi: — Þeir þiggja kannski ekki of mikið miö- aö viö það, sem ætlazt er til af þeim. Þaö er allt i lagi meö auka- greiðslur til þeirra, ef þeir vinna fyrir þeim, en öðru máli gegnir um alls kyns uppbætur. Þorbjörn Erlingsson, nemi: — Já, ef viö litum á þaö, aö flestir fá einnig laun fyrir önnur störf, er þeir sinna auk þingmannsstarf- anna. Alla Rúts, húsmóöir: — Svo tel ég. En það geta þó alltaf verið skiptar skoðanir á þvi, hversu vel þeir vinna störf sin og hugsa um almúgann. Jósep Jósepsson: — Ég veit ekki einu sinni, hvaö þeir fá i laun. Hvort þeir fái þaö, sem þeir eiga skiliö? Ja, ætli það reynist ekki alltaf erfitt aö greiöa þeim i upp- mælingu. Jónatan Karlsson, nemi:— Ja, ég veit þaö ekki. Ég þekki nú ekki laun þeirra, en ég teldi ekki órétt- látt, aö þeir heföu svona eins og tveir verkamenn. En þaö eru ekki aöeins þingmennirnir, sem þiggja of há laun. Hvernig er þaö til dæmis meö flugmennina? Sólveig Þorleifsdóttir, húsmóöir: — Þeir fá allt of mikiö miðaö viö vinnu. GLÓBALINN BRÆÐIR Bátarnir koma einn af öörum upp aö skipinu og skila afla sinum um borö. Óhætt er aö fullyröa, aö skipiö hefur nægum verkefnum aö gegna á loönuvertlöinni. 1500 TONN Á DAG Þaö mun vera Bjarni Ólafsson, AK 70, sem kemur hér djúpristur upp aö sföunni á Norglobal tii þess aö koma afla sfnum I bræöslu. Myndarlegir eru stromparnir, sem skila frá sér bræöslureykn- um. — Á ölium löndunarstööum austan og noröan er nú einhver biö, og hiö sama á viö um Glóbalinn. Vinnslan um borð í Norglobal gengur sam- kvæmt áætlun. Skipið tekur á móti 1500 tonnum af loðnu á sólarhring, og er það lágmarkið, sem ákveðið var í samningun- um. Hámarksafköst eiga að geta verið 2500 tonn á sólarhring. Vilhjálmur Ingvarsson, for- stjóri, sagöi Vísi í gær, aö búast mætti við, aö afköstin ykjust frá þvi, sem nú er, enda er ekki full vika siöan vinnsla hófst um borö í skipinu, þar sem þaö ligg- ur á Reyöarfiröi. Skipið er aö flestu leyti sjálfu sér nægt, en i þvi eru góöar vistageymslur og vatn til vinnslunnar er eimaö úr sjó um borö i skipinu. Hiö eina, sem þarf aö hugsa þvi fyrir, er olia, og mun Oliuverzlun Islands sjá um þá hliö málsins. Hafsildin/isbjörninn hafa tekiö flutningaskipiö Suðurland á leigu. í gær tók það 1200 tonn af mjöli, sem þaö flytur til hafna i Vestur-Evrópu. Þar hefur fengizt gott verö fyrir mjöliö, að sögn Vilhjálms. Mjölið er flutt laust i skipinu. — SH „EKKI" BREYTIR ÖUU Herra ritstjóri. I frétt um Kjarvalsstaöi i blaöi yöar 8.2 er mjög meinleg prentvilla. í fréttinni segir: ,,En þaö er rétt aö fram komi, aö á fundi þessa bráðabirgöa- sýningarráðs lét Elisabet Gunnarsdóttir bóka, aö hún teldi rétt, að hússtjórnin tæki að sér listrænt mat gagnvart umsækjendum....” Þar sem þetta er mótsögn viö þaö sem ég lét bóka, óska ég að eftirfarandi verði birt i blaði yöar: Ég tel, að hússtjórn Kjarvals- staöa geti ekki tekið ein af sér aö ákveða, hverjir sýna skuli i húsinu, þar sem þeir listrænu ráöunautar, sem henni voru fengnir i upphafi, eru ekki leng- ur til staöar. Á fundi i hússtjórn Kjarvalsstaða 7.2. lét ég þvi bóka eftirfarandi: ,,Þar sem meirihluti hússtjórnar Kjar- valsstaða hefur ákveðið að taka ein að sér að leggja list- rænt mat á umsóknir um afnot af vestursal, mun ég ekki taka þátt i at- kvæöagreiðslu um nein slik mál og mótmæli þessum vinnu- brögðum meirihluta hús- stjórnar. Einnig bendi ég á samþykkt borgarráðs frá 4.2. þar sem segir, að borgarráö telji eölilegt, að um rekstur Kjarvalsstaða ,,sé góð sam- Lesendur J5 hafa vinna viö samtök listamanna”. Ofangreind ákvörðun hús- stjórnar Kjarvalsstaða er þvi ekki I samræmi við yfirlýstan vilja borgarráðs. Meö fyrirfram þökk. Elisabet Gunnarsdóttir. saman menn hverjum öðrum vitrari. Vil ég þvi eindregið, að landsbyggðarþáttunum verði fjölgað verulega. Það er sem sagt þetta, sem þarf að gera: stórauka sýningar á fram- haldsþáttum, fræðslumyndum og landsbyggðarþáttum. Hins vega skora ég á sjónvarpið að leggja niður allar þessar fáránlegu, lélegu skemmtiþætti og allt þetta dót, sem er i sjónvarpinu öllum stundum, svo og allan þennan aragriía af bió- myndum. Ægilega skaðræðisvitleysu hefur maður heyrt, þ.e. að sumir vilji fá endursýnt ára- mótaskaup sjónvarpsins, fyrr má nú rota en dauðrota að ætla að endursýna þá vitleysu. Nær væri lagi að byrja endur- sýningar á hinum frábæru framhaldsmyndum, svo sem Aston fjölskyldunni, sögu Forsæt, Vesturf örunum, Hammond bræðrunum o.s.frv.” Endursýna, endursýna... Björgvin úr Reykjavik ritar: „Ég er stórhrifinn af uppástungu þeirri, sem birtist i lesendadálki Visis 6. febr. þess efnis, að dagskrárstjóri sjónvarpsins hlutist til um, að Vesturfararnir veröi endur- sýndir og þá afturábak hægt, og hinni stórsnjöllu hugmynd að drýgja dagskrána næsta vetur meö þvi áð sýna sömu mynd t.d. með þvi að byrja á miðjum þættinum, sýna hann svo út til beggja enda til skiptis. Þessari skoðun er ég hlynntur, en vil samt bæta stórlega við á- skorun þessa. Vil ég koma þvf á framfæri við sama aðila, að stórkost- lega verði auknar sýning- ar á allskyns unaðslegum framhaldsmyndum, til að mynda eins og Aston fjölsky ldunni, Hammond bræörunum og fl. og fl. Þykir mér sem sjónvarpsunnanda það vera hrein hneisa, að ekki skuli vera að minnsta kosti einn ef ekki fleiri framhaldsþættir á kvöldi hverju. Hver er ástæðan fyrir þessu? Varla getur það verið fjárhagsspursmál hjá sjónvarpinu, þvi eins og alþjóð veit, þá fær sjónvarpið ýmsa frábæra þætti i útsölu á mjög hagstæöum pris. Getur það kannski verið að framhalds- þættir bjóðist sjónvarpinu ekki lengur á útsölu? Hver sem ástæðan kann að vera, þá skora ég á sjónvarpið, að það sýni minnst einn framhaldsmynda- flokk á kvöldi og helzt tvisvar i viku og að hver þáttur verði endursýndur i hádeginu eða kl. 18.00, svo að enginn missi nú af. Auk þess langar mig til aö lýsa hrifningu minni með þær uppörvandi og friskandi fræðslumyndir, sem sjónvarpið sýnir, tel ég aðeins einn vankant þar á, það er hversu fáir þættir eru sýndir á kvöldi, afsakið á vjku. Svo ekki sé nú talað um hina frábæru landbyggðarþætti, tel ég að okkur veSælum Reykvikingum sé aldrei sagt nægilega frá vandamálum landsbyggðarinnar. Og ég er alveg sammála ein- um af þessum frábærlega skemmtilegu landsbyggðar- mönnum, er hann sagði Reykjavik er óþarfur þurfaling- ur, sem er að mergsjúga lands- byggðina. Þótt ég sé nú Reykvlkingur, hvernig get ég mótmælt þvi, sem þeir segja utan af landi. Þetta eru jú allt

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 35. Tölublað (11.02.1975)
https://timarit.is/issue/238966

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

35. Tölublað (11.02.1975)

Aðgerðir: