Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 8
Cruyff rekinn —
martröð Franz
keisara og Ana-
stasi rotaðist!
Johan Cruyff, bezti knattspyrnumaður
heims, var rekinn af leikvelli á 37. min. i Mal-
aga á sunnudag, þegar hann mótmælti
marki. Malaga sigraöi Barcelona 3-2 og
mögufeikar Barcelona aö verja titil sinn eru
nú úr sögunni. Hrottaiegt aö tapa fyrir neösta
liöinu — en fjarvera Johans var þar afger-
andi. Real Madrid geröi jafntefli á útivelli viö
Hercules 1-1 og hefur nú sjö stiga forskot 11.
deild. Zaragossa er i ööru sæti — siöan koma
Barcelona og Espanol átta stigum á eftir.
Sá næstbezti, Franz Beckenbauer, var
einnig I sviösljósinu á sunnudag — fyrir
slæman leik. Bayern Munchen, liö hans, tap-
aöi þá fyrir Duisburg 2-3 á heimavelli I þýzku
bikarkeppninni — og Franz „keisari” bein-
linis gaf mótherjunum tvö mörk. t hollenzku
bikarkeppninni kom þaö á óvart, aö Feje-
noord, Hollandsmeistararnir, töpuöu fyrir
Twente í Enschede 2-0.
t Belgiu var deildakeppnin á dagskrá.
Standard Liege sigraöi Liege 3-0 á heimavelli
á sunnudag. Efsta liöiö Racing White Moiem-
beek geröi aöeins jafntefli heima viö Charle-
roi 1-1. Anderlecht lék i Ostende og sigraöi 2-
0.
A ítallu mættust AC Milanó og Juventus I
Milanó. Þar voru 80 þúsund áhorfendur og
allt varö vitlaust, þegar Torinó-liðið sigraöi
meö 2-1. Einnig meöan á leiknum stóö. Flug-
eidum skotiö i griö og erg — og einn fór beint I
höfuö fyrirliöa Juventus, Anastasi. Hann hné
meövitundarlaus niöur á völlinn — og þegar
aörir leikmenn liösins hlupu til aö hjálpa hon-
um varö Damiani fyrir öörum. Hann féll I
völlinn — komst á fætur aftur og hljóp eins
hratt og hann gat út af vellinum, æpandi.
Þegar leikurinn hófst aö nýju var hann meö
— en Pietro Anastasi iék ekki meir. Flugeldar
sprungu viö mark hins fræga Dino Zoff f
marki Juventus, en merkilegt aö hann slapp.
Fyrirliöi Milanó, Gianni Rivera, hljóp aö
giröingunni fyrir aftan mark Juventus og
gráöbaö áhorfendur aö hætta hinum ijóta
leik.
Juventus hefur þriggja stiga forustu I 1.
deildinni ftölsku — Lazio, meistararnir, eru f
ööru sæti og unnu Vicenza 1-0 I Róm á sunnu-
dag.
—hsfm.
Miller með dó-
gott mónaðarkoup
Johnny Miller varö sigurvegari i Bob Hope
mótinu i golfinu, sem lauk I gær. Þriöja mótiö
á árinu — f keppni atvinnumannanna — af
fimm, sem hann sigrar i. Verölaun hans
nema nú 106 þúsund dollurum — á 13. milljón
islenzkra króna, sem hlýtur aö þykja dágott
mánaöarkaup, jafnvel þó atvinnumaöur I
golfi eigi I hlut.
Leiknar voru 90 holur á Bob Hope mótinu í
Palm Springs og lék Miller þær á 339 högg-
um. Murphy varö i ööru sæti á 342 höggum og
Herd, sem haföi forustu um mitt mót, varö
þriöji meö 343 högg.
—hslm.
Þriðja deild
ó Austfjörðum
Nokkrir leikir hafa aö úndanförnu v'eriö
háöir i 3. deild tslandsmótsins i handknatt-
leik á Austfjöröum. Á sunnudag léku Austri
og Leiknir á Eskifirðiog sigraöi Austri 29-15.
A laugardag léku Þróttur og Huginn á Nes-
kaupstað. Þróttur sigraöi meö 22-19.
Aöur haföi Huginn unniö Austra á Eskifiröi
meö 21-19, en Leiknir mættiekki til leiks gegn
Huginn þar.
Birgir Björnsson — fremst á myndinni — i landsleiknum viö Dani I Kaupmannahöfn á dögunum, Axel
Axelsson og Viöar Simonarson. Ljósmynd Magnús Gislason.
Gœti skilið það ef
við hefðum alltaf
unnið Dani og Svía
— segir Birgir Björnsson í viðtali við Vísi
Meðal Iþróttaunnenda hefur um
fátt veriö meira talaö aö undan-
förnu en Noröuriandamótiö i
handknattleik karla f Danmörku I
siöustu viku. Hafa þar margir
látið ljós sitt skfna og margt veriö
ritaö og rætt af fróöum og ófróö-
um. Einn maöur hefur veriö gerö-
ur aö syndasel vegna árangurs
iiösins i þessu móti — bæöi af leik-
mönnum og öörum. Er þaö Birgir
Björnsson, einvaldur og þjálfari
liösins. Enginn hefur þó spurt um
álit hans, og þvi spjölluöum viö
örlitið viö hann I gær.
, ,Ég er alveg undrandi á öllum
þessum látum”, var þaö fyrsta
sem hann sagði. ,,Ég gæti skiliö
þau, ef það væri vani okkar að
sigra Svia og Dani á útivelli, en
þvi er ekki aldeilis þannig farið.
Viö höfum aðeins einu sinni
unnið Svia- það var i HM-keppn-
inni I Bratislava, og einii sinni náð
jafntefli við þá hér heima. Fyrir
þessa ferðhöfðum við leikiö við þá
niu sinnum og tapað i sjö skipti —
markatalan 121:152 þeim i hag.
Við Dani höfum viö leikiö fjórtán
sinnum — unnið þá tvisvar — i
bæði skiptin hér heima, og i annað
skiptið var ég með liðið. Þá höf-
um við einu sinni gert jafntefli við
þá i Danmörku, en tapað fyrir
þeim ellefu sinnum — markatal-
an 200:249 fyrir þá.
En nú bregður svo við, að allt
ætlar vitlaust að verða af þvi að
við unnum ekki. Að sjálfsögðu
óskaði ég þess, eins og aðrir Is-
lendingar, en þvi miður tókst það
ekki. Sökina — ef menn vilja kalla
það svo — tel ég ekki vera alla
mina. Þar spilar margt annað inn
i, og engum einum hægt að kenna
um.
Að sjálfsögöu má alltaf deila
um val á landsliöi. En menn vilja
gleyma þvi, að við misstum þrjá
af okkar beztu mönnum skömmu
áður en við fórum utan, þá Geir
Hallsteinsson, Jón Karlsson og
Björgvin Björgvinsson. Jafngóöa
menn og þá var ekki að fá i stað-
inn — það vita allir — og þetta
veikti liðið.
Sigursveit FH — taiiö frá
vinstri. Einar Guðmundsson,
Robert McKee, Gunnar Sig-
urðsson og Siguröur Sigmunds-
son. Ljósmynd Bjarnleifur.
Hvort ég átti frekar að velja
þennan eöa hinn ræði ég ekki um
— menn hafa misjafnar skoðanir
á mönnum og málefnum en ég
valdi eftir beztu sannfæringu,
eins og aörir, sem hafa staðið i
þvi að velja i lið. Ég er enginn
sjáandi, sem sér fram f timann.
Ef svo hefði verið, þá hefði ég
aldrei tekið að mér starfið, þó
ekki hafi verið nema til aö forðast
leiðindin, sem þvi hafa fylgt að
undanförnu.
Ég hef verið skammaöur fyrir
allt og ekkert i sambandi við
þetta mót, og margt af þvi kemur
mér undarlega fyrir sjónir. Eitt
af þvf, var að ég hafi neglt Ólaf H.
Jónsson inn á linu, en siðan dá-
sama þessir sömu menn undir-
handarskotin hans i keppninni —
ekki gerði hann þau af linunni!
Min skoðun er, aö
Ólafur sé einn bezti linu-
maöur heims, og þvi hafði ég
hann þar. Ef ég hefði aftur á móti
talið hann einn bezta útispilara
heims, hefði ég haft hann fyrir
utan. Þannig má lengi halda
áfram — ég gerði einfaldlega það,
sem ég taldi bezt og rétt.
Ég tók að mér að sjá um liðið og
valið fyrir þrábeiðni forráða-
manna HSI, þar til góður erlend-
ur þjálfari fengist. Hann hefur
ekki komið og þvi er ég enn með
það. Um leið og einhver góð-
ur maður fæst, hætti ég á stund-
inni, en þangað til geri ég mitt
bezta, eins og áður.
En ef viö fáum góðan útlending,
verður að taka tillit til hans.
Fyrirkomulagið eins og það hefur
verið, er gjörsamlega vonlaust,
bæði fyrir þjálfarann og leik-
mennina. Þá veröa félögin að
hagræða æfingum sinum i sam-
ræmi við æfingar landsliðsins, og
islandsmótinu verður aö raða i
kringum þær og verkefni lands-
liösins hverju sinni. En ég er ekki
búinn aö sjá alla samþykkja það,
og sfzt af öllu þá menn, sem jafn-
an eru fyrstir til að gera litiö úr
landsliöinu, þegar þaö tapar leik.
Ég skal fúslega játa, að ég er
bæði reiður og sár yfir þessari
gagnrýni, sem ég hef fengið eftir
að ég tók við liðinu. Þaö hefur allt
verið neikvætt — jafnvel sigurinn
yfir Vestur-Þýzkalandi — sá
fyrsti og eini — var ekki talinn
nógu góöur!
Nú eftir Norðurlandamótið
hefur þó keyrt um þverbak, og
fullyrðingar sumra manna, sem
þó þekktu vel til málavaxta, hafa
komið mér mjög á óvart. En mest
sárnar mér samt að vera auglýst-
ur sem einhver bölvaður asni af
mönnum, sem alls ekki sáu leik-
ina og vissu ekkert, hvað um var
að vera”.
—klp-
11. febrúar 1975
Vfsir Þriðjudagur 11. febrúar 1975
Umsjón: Hallur Símonarson
Birgir hœttir með FH
og Geir tekur þar við
— Þjólfari FH sagði upp störfum í gœrkvöldi hjá FH, en hann verður áfram með
íslenzka landsliðið
„Verkefni minu hjá FH
er lokið að sinni, og ég hef
sagf starfinu lausu", sagði
Birgir Björnsson þjálfari
Islandsmeistaranna FH i
handknattleik í viðtali við
blaðið í morgun.
í gærkveldi sagði Birgir upp
störfum hjá félaginu, sem hann
hefur starfað og keppt fyrir s.l. 27
ár, og hefur Geir Hallsteinsson
verið ráðinn i hans stað.
,,Ég var búinn að ákveða að
hætta i fyrravor, er ég lék minn
siðasta leik með meistaraflokki,
en ákvað siðan að vera með liðið
þar til þátttöku þess i Evrópu-
keppninni I ár væri lokið. Þar með
taldi ég mig hafa fylgt eftir ís-
landsmeistaratitlinum frá í fyrra.
Við féllum úr i Evrópukeppn-
inni i fyrri viku, og þvi lét ég
verða af þvi núna að hætta. Með
landsliðið verð ég samt áfram eða
þar til erlendur þjálfari fæst fyrir
það. Þá ætla ég að hvila mig frá
handboltanum i nokkurn tima”.
Þýzku liðin
leika saman
Þýzku liðin lentu saman, þegar
dregið var f undanúrslit Evrópu-
keppninnar i handknattlcik I
Basel I gær. Hjá karlmönnum
varð niðurstaðan þessi.
Gummersbach, V-Þýzka-
landi-Vorwarts, A-Þýzkalandi
Steaua, Búkarest, Rúm-
eniu-Borac Banja Luka, Júgó-
slaviu.
1 kvennaflokki drógust þessi liö
saman.
IEFS, Búkarest-Spartak Kiev.
Lokomitive Zagreb-Vasas Búda-
pest.
Undanúrslitin hefjast 21.
febrúar — sföustu leikirnir 13
marz. —hsim.
Birgir hefur leikið með FH
síöan hann var 13 ára gamall, eða
i 27 ár — hann verður fertugur
þann 22. febrúar nk. Hann lék 500
leiki með meistaraflokki félags-
ins, og nú siöustu ár hefur hann
einnig séð um þjálfun meistara-
flokks. Enginn maður hefur orðið
eins oft Islandsmeistari i hand-
knattleik og enginn komizt nálægt
að leiða lið sitt eins oft til sigurs
og hann.
Geir Hallsteinsson þarf ekki að
kynna fyrir neinum. Hann er
fræknasti handknattleiksmaður,
sem við höfum átt um dagana, en
nú fær hann að taka fyrstu sporin
sem þjálfari meistaraflokksliðs i
handknattleik.
Verður gaman að vita, hvernig
honum vegnar það sem eftir er af
vetri og hvort FH-liðið nær að
taka við Islandsbikarnum undir
hans stjórn. —klp—
Spánarboðin
ekki fýsileg
Eins og kunnugt er rigndi boð-
um yfir islenzk knattspyrnufé-
lög um að keppa á alþjóðlegu
móti á Spáni um páskana, f
Barcelona. Ekki var alveg Ijóst i
bréfunum, hvernig keppninni yrði
hagað á milli hinna 60 boðnu liða,
eða hvort matarkostnaður væri
innifalinn i þeim 175 dölum, sem
greiða átti fyrirfram.
Félögin sendu fyrirspurnir um
óljós atriði, og eru svörin sem óð-
ast að berast. Þykir málið orðið
allflókið.
Undirrita verður sérstaka
samninga við Spánverjana, senda
greiösluna með miklum fyrir-
vara, og þar fást ekki nema 60
prósent endurgreidd, ef ferðirnar
falla niður. Ýmislegt fleira þykir
litt fýsilegt, og ekki bentu þeir á
neinn isl. aðila, sem hægt væri að
snúa sér til, svo hvert félag verð-
ur að semja fyrir sig.
Mörg félög hafa hætt að hugsa
um ferðina, en þegar slikum
fjölda félaga er boðið frá Islandi,
sem raun ber vitni, og ekki allt á
hreinu, virðist fyllilega ástæða til
þess, að KSI fari að kynna sér
málið og afli sér upplýsinga um
þetta páskamót og þá aðila, sem
aðþvístanda. emm
Leeds hafði það
á sjálfsmarki
— og Fulham vann Nottm. Forest loks í gœrkvöldi
Englandsmeistarar Leeds lentu
aftur f hinu mesta basli með liðið
úr suðurdeildinni, Wimbledon, f
ensku bikarkeppninni I gær-
kvöldi. En Leeds hafði það — á
sjálfsmarki. Leikurinn var háður
á leikvelli Crystal Palace, Sel-
hurst Park I Suður-Lundúnum, og
áhorfendur voru tæplega 45 þús-
und.
Litla liðið hélt alveg I við Leeds
I fyrri hálfleiknum og ekkert
mark var þá skorað. A fjórðu
min. siöari hálfleiks varð varnar-
maöur Wimbledon, David Bass-
ett, fyrir þvi mikla óláni að senda
ALLAR SVEITIRNAR BÆTTU METIÐ
Kambaboðhlaupið fór fram sl.
laugardag og hófst kl. 13.38
austur undir Kambabrún. 5
sveitir mættu til keppninnar, sem
fram fór I þvi bezta veðri, sem
hugsast gat, austan strekkingi og
hita i lofti. Enda náðu allir hlaup-
ararnir mjög góðum timum og
allar sveitirnar komu i mark und-
ir fyrra metri, sem sveit IR setti i
fyrsta hlaupinu 1973.
Strax á fyrsta spretti tók FH af-
gerandi forystu, sem hin félögin
gátu siðan ekkert að gert, enda
þótt keppnin milli þeirra innbyrö-
is væri mikil og skemmtileg. FH
var þegar eftir 5 km um 4 min á
undan hinum og var svo alla leið
með litlum breytingum.
1. sveit FH 2:18,34 mfn. (Sig. P.
Sigmundsson 33,45, Gunnar Þ.
Sigurðsson 35,32. Robert Mc-
Kee 33,52 Einar Guðmundsson
35,25)
2. sveit HSK 2:23,22 min. (Þóröur
Gunnarsson 37.00, Guðm. Þ.
Hauksson 39,14, Leif österby
33,21 og Jón H. Sigurðsson 33,47
min)
3. sveit 1R 2:23,59 min. (Stefán
Halldórss. 37.32, Kaare Johan-
sen 35,55, Hafsteinn Óskarsson
35,39 og Gunnar P. Jóakimsson
34,53 min)
4. sveit UMSK 2:25,19 min.
(Gunnar Snorrason 36,20,
Kjartan Óskarsson 38,32, Er-
lingur Þorsteinsson 35,01 og
Markús Einarsson 35,26 min)
5. sveit MT 2:26,40 min. (Guðm.
Guðmundsson 38,56, Þorgeir
Óskarsson 35,44, Björn Stein-
björnsson 38,19 og Jón Diðriks-
son 33,41 min).
knöttinn i eigiö mark — eftir
hættulaust skot Johnny Giles. Það
nægði Leeds — fleiri urðu ekki
mörkin i leiknum. 1 fimmtu um-
ferð bikarsins nk. laugardag leik-
ur Leeds við Derby á útivelli. Bik-
arganga Wimbledon hefur veriö
einstæö — og peningar streymt i
kassa gjaldkerans. 30 þúsund
sterlingspunda skuld hefur veriö
greidd meðal annars.
Eulham komst einnig i 5. um-
ferö I gærkvöldi — sigraði þá
Nottm. Forest I Nottingham 2-1.
Það var f jórði leikur liðanna i 4.
umferð — loks fengust úrslit eftir
sjö klukkustunda baráttu. Viv
Busby skoraði bæði mörk Lund-
únaliðsins Hið fyrra á 26. min.
eftir góða sendingu fyrirliðans,
Alan Mullery, en hið siðara á 53.
min. Chapman skoraði mark For-
est — og lið Brian Clough verður
nú ekki meira i sviðsljósinu á
þessu leiktimabili. I 5. umferð
leikur Fulham við Everton i
Liverpool.
Á Skotlandi urðu þau óvæntu
úrslit, að Aberdeen sló Rangers
út I skozku bikarkeppninni —
sigraði 2-1 á leikvélli Rangers eft-
ir framlengingu. 1 1. deild gerðu
Airdrie og St. Johnstone jafntefli
1-1, en Dundee vann Motherwell
4-0. —hsfm.
Bosse Hákansson:
- Evaldsson btiver
En klar forstærkning af f0rste!holdstruppen. - HBErl har
báde arbejde og bolig pá hánden til den islandske
iandsholdsanfprer
Jóhannes Eðvaldsson og Bosse Hákánsson.
„Slíkan mann
vantaði okkur"
— segir hinn frœgi þjdlfari Holbœk
um Jóhannes Eðvaldsson
,,Ég hef ekki séð Jóhannes
nema i leiknum við Lands-
króna, svo ég á erfitt með að
ieggja dóm á hann sem knatt-
spyrnumann. Samt er ég viss
um, að hann er mjög sterk-
byggður, hefur góða'yfirsýn og
sæmilega knattmeðferð,” sagði
Bosse Hákáivson, þjálfari hjá
Iiolbæk, er við ræddum við
hann.
„Jóhannes hefur þegar fallið
inn I hópinn og hann hefur lofað
að vera hér i sumar. Hann
verður fyrstum sinn i 16 manna
hópnum. Mikill kostur er við
Jóhannes, að hann getur leikið
hvaða stöðu sem er, en slikan
mann vantar okkur einmitt.
Hvenær hann kemst sem fastur
f liðið get ég ekki tjáð mig um,”
■sagði Bosse, ”Ég veit ekki
heldur, hvaða stöðu við látum
hann leika, þótt hann hafi verið
sem tengiliður i Landskróna’
emm.
Magnús í
Danmörku
Magnús Gislason fréttaritari j
okkar á Norðurlandamótinu i
handknattleik i siðustu viku {
varð eftir I Danmörku og tók
nokkuð viðtöl fyrir blaðið. {
Ræddi hann m.a. við Ólaf
Unnsteinsson frjálsiþróttaþjálf- {
ara, Jóhannes Eðvaldsson
knattspy rnumann og fleiri.l
Fyrsta viðtal hans — við þjálf-
ara Jóhannesar — er i blaðinu I {
dag, en hin munu birtast síöar i
vikunni.
Kínverjar unnu í
bóðum flokkum
Kinverjar urðu heimsmeist-
arar i flokkakeppni karla og
kvenna á heimsmeistaramótinu
i borðtennis i Kalkútta á Ind-
landi i gærkvöldi.
t karlaflokki léku Kinverjar
til úrslita við Júgóslava og sigr-
uðu með 5-3. Dragutin Surbek
sýndi mikla snilli I úrslita-
keppninni — vann fyrst Hsu
Shao-Fa með 21-23, 21-16 og 21-
14, og siðan Li Chen-Shih með
22-20 og 21-17. Þar virtist staða
hans vonlaus í fyrstu hrinunni —
en samt tókst honum að vinna.
Eftir sjö leiki af átta stóö 4-3
fyrir Kina og I lokaleiknum
hafði Shao-Fa yfirburði gegn
Antan Stipancic og vann 21-16 og
21-13. Júgóslavinn var mjög
taugaóstyrkur i leiknum. I
siöustu heimsmeistarakeppni
varð Júgóslavia I sjötta sæti.
1 einstaklingskeppni mótsins
eru Kínverjar taldir sigur-
stranglegastir eftir þessi úrslit .
— en reiknað með að þeir fái %
harðasta keppni frá Svianum
Kjell Johansson og Surbek.
Ailesa Lee, tvitug, bezta
borötenniskona Suöur-Kóreu,
hágrét I Kalkútta i gær, þegar
Kina vann Suður-Kóreu 3-2 I
kvennaflokki. Hún náöi sér
aldrei á strik I keppninni og tap-
aði báðum leikjum sinum — og
þar með fór vonin I heims-
meistaratitilinn. —hsim.