Vísir - 11.02.1975, Blaðsíða 4
4
Vtsir Þriöjudagur 11. febrúar 1975
REUTER
AP'NTB
• •
ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I
ATOKIN HARÐNA I ERITREU
Þindarlaust i hálfa
aðra klukkustund börð-
ust uppreisnarmenn
Eritreti við flokka
Eþiópiuhers i Asmara i
gærkvöldi og sýnist sem
tilraunir stjórnarerind-
reka til að binda enda á
átökin með friðsamleg-
um viðræðum hafi farið
út um þúfur.
Gjammandi vélbyssur og
sprengingar frá sprengjuvörpum
kváöu viö um alla höfuöborg Eri-
treu og viröast uppreisnarmenn
ráönir i aö mæta sprengjuárásum
flughers Eþiópiu i héraöinu norö-
an Asmara meö höröu.
Bardagarnir I gærkvöldi brut-
ust Ut eftir þriggja daga hlé, sem
veriö hefur á átökunum. Rétt áö-
ur en byssuhvellirnir kváðu viö,
haföi súdönsk sendinefnd, er átti
aö hafa milligöngu i sáttaumleit-
unum viö herforingjastjórnina og
uppreisnarmenn, rekið sig á
óvæntan tálma. Herforingja-
stjórnin neitaði aö veita henni
móttöku.
Sprengjuflugvélar Eþíópíu-
stjórnar sáust fljúga yfir svæöun-
um noröan Asmara I gær. Þaðan
mátti einnig heyra fallbyssuskot-
hrtö.
Þaö er haft eftir áreiöanlegum
heimildum, að uppreisnarmenn
hafi króað af 200 manna lið
Eþiópiuhers viö aöalrafstöð
Asmara, nokkru noröan viö borg-
ina. Rafstöðin er illa farin eftir
bardagana, enda hefur Asmara
veriö án vatns og raforku i niu
daga.
Hermenn Eþtóptustjórnar eru á hverju götuhorni I Asmara, þar sem gildir útgöngubann á kvöldin, en
engu aö stöur hafa uppreisnarmenn látiö að sérkveöa I borginni.
►
„Fyrr mun ég
dauður liggja,"
sagði Ford Bandaríkjaforseti um bensínskömmtunarhugmynd
demókrata
Ford Bandarikjafor-
seti veittist i dag harka-
lega að þinginu, þar sem
demókratar ráða lögum
og lofum. — Hann gerir
nú úrslitatilraun til þess
að koma fram stefnu
sinni varðandi orkumál-
in og efla aftur vinsældir
sinar, sem dvinað hafa
að undanförnu.
Hann sakaöi demókrata um
vítavert kæruleysi og fjárhættu-
spil, þegar þeir stæðu I vegi fyrir
áætlunum hans um aö minnka
oliuinnflutning Bandarikjanna
um 1 milljón tunnur á dag þetta
áriö.
Gagnrýni forsetans á störf
þingsins harönaöi til muna, eftir
aö stjórnarandstæöingar fengu
meö atkvæöagreiðslu þvi til leið-
ar komiö, að tilskipun hans um 3
dala tollahækkun á hverja oliu-
tunnu var frestað um 3 mánuði.
Ford hét þvi að hann mundi
berjast gegn bensinskömmtun,
sem demókratar telja hentugasta
til þess að spara eldsneyti. Sagö-
ist hann ,,fyrr mundu dauöur
liggja” en þaö næöi fram aö
ganga.
Sagöi hann, aö skömmtunin
mundi ekki auka heima-
framleiðsluna um svo mikiö sem
eitt gallon, en draga þyrfti um-
fram allt úr innflutningnum, ef
Bandaríkjamenn vildi ekki láta
Araba eöa einhverja aöra oliu-
framleiðendur ráöa örlögum sin-
um.
Þetta kom fram hjá Ford, þeg-
ar hann flutti ræðu yfir 600 full-
trúum oliufyrirtækja í Texas.
Forsetinn er nú á ferðalagi
milli ríkjanna til undirbúnings
forsetakosningunum á næsta ári,
en hann hefur lýst þvi yfir, að
hann muni gefa kost á sér til
framboðs þá.
LYSA EFTIR „SVARTA
PARDUSNUM
Einhver hættulegasti
glæpamaður Breta,
„Svarti pardusinn", er
sagður valdur að ráni 17
ára stúlku, Lesley Whittle,
Hún var numin brott af
heimili sínu fyrir nær
mánuði.
Lögreglan hefur þagaö yfir
þessum upplýsingum þennan
tima af ótta viö, aö annars væri
/#
BILLINN !!|5
«)) ^ Bll ASALA [J0
m*
Hverfisgötu 18
Sími 14411.
RANGE ROVER '72
Meö vökvastýri og á nýjum
dekkjum. Bfllinn allur nýyfirfar-
inn og Ittur mjög vel út.
Ekinn 47 þús. km.
Til sýnis á staðnum.
Tilboð óskast.
Opið á kvöidin kl. 6—9.
Laugardag kl. 10—4.
^^SKÁLINN
gerð
Ford Bronco 6 cyl
Ford Bronco 8 cyl, sport
Ford Grand Torino Sport
Ford LTD
Ford Torino
Mercury Comet
Ford Fairline
Ford Maverick sjálfs, m/vökvast. 2ja dyra
Ford Escort
Ford Cortina
Ford Cortina
Ford Cortina
Ford Cortina
Ford Taunus station
Austin Mini
Morris Marina Coupé
Mazda 616
Rover
Wagoneer
FIat850 special
Toyota Crown
verð
árgerö i pps.
1972 800
1970 765
1972 880
1969 550
1971 720
1974 925
1969 500
1972 750
1973 470
1974 625
1972 460
1969 205
1967 180
1966 260
1974 430
1974 600
1973 630
1970 850
1971 750
1971 220
1967 260
KH. KHISTJANSSON H.F.
IIIIIII SUDURLANDSBRAUT 2 SlMI 3 53 00
Slökkviliðsmenn I Belfast berjast við að ráða niöurlögum elds, sem
kom upp i gær i einni af verzlunum borgarinnar eftir sprengingu. — 86
ára kona dó af hjartaslagi eftir sprenginguna.
öryggi stúlkunnar stefnt f enn
frekari voöa.
„Svarti pardusinn” er eftirlýst-
ur fyrir fjölda póstrána i Norður-
og Miö Englandi. Hann hefur orö-
ið þrem póstmönnum aö bana og
haft með sér úr þessum ránsferö-
um þúsundir sterlingspunda.
Brezka lögreglan kallar hann
hættulegasta glæpamann Breta i
dag.
Þegar moröinginn rændi ungfrú
Whittle skildi hann eftir miöa, þar
sem hann krafðist 50 þúsund
sperlingspunda lausnargjalds.
Hann viröist hafa farið eftir
blaðafréttum i vali sinu á fórnar-
lambi í þetta skiptiö, þvi aö
skömmu áöur haföi veriö frá þvi
greint, aö Lesley Whittle heföi
erft 80 þúsund sterlingspund.
Vopnahléð
rofið af
skotárás
Sextugur kaþólikki varð
fyrstur til að falla í valinn,
eftir að vopnahlé IRA
hófst síðdegis í gær. En
nokkrum mínútum fyrir
vopnahléð sprungu
sprengjur í Belfast og hér
og þar um landið.
Maöur vopnaöur byssu ruddist
inn á krá eina i Pomeroy I
Tyrone-sýslu og hóf þegar skot-
hriö. Einn maöur beiö bana,
kaþólskur maöur sextugur aö
aldri, og fjórir aörir særöust —
einn þeirra alvarlega. — Lögregl-,
an fann skömmu siöan flóttabif-
reiö byssumannsins brennandi
fyrir utan borgina, en ekki tangur
né tetur af honum sjálfum.
Rétt áöur en vopnahléö gekk i
garö. fór eins og menn höföu ótt-
azt, aö hryöjuverkasamtök IRA
mundu sýna i sér tennurnar.
Nokkrar sprengjur sprungu 1
verzlunum hér og þar I Belfast og
vlöar úti á landi. Engan sakaöi þó
i þessum tilræöum.
Lögregluna grunar, aö þaö hafi
verið öfgamenn mótmælenda,
sem staöiö hafi aö árásinni i
kránni I Pomeroy 1 nótt. — Mót-
mælendur halda þvi fram, aö
IRA, sem öfgamenn kaþólskra
standa aö, hafi gert vopnahléð
einungis til þess aö skapa sér
frest til þess aö búa sig undir enn
frekari átök.